Morgunblaðið - 20.08.1993, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1993
©1989 Umversal Pfess Syndicate
„ TJeyr&u, zrt f>ý ekkC eJdci Jonas
JÓnss öfí 09 Pébur Pdtsson. ?“
HÖGNI HREKKVÍSI
LOFTBÆTl/''
Sltargimltfftfeife
BRÉF TTL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329
Léleg dagskrá
Ríkisútvarpsins
Frá Ármanni Ármannssyni:
Undirritaður hefur lengi verið í
hópi dyggustu hlustenda Ríkisút-
varpsins, rásar eitt, og ekki séð
ástæðu til þess að kvarta yfir efni
rásarinnar fyrr en nú. Þannig er
mál með vexti að ég hef haft það
fyrir venju að setjast ætíð niður á
sunnudagskvöldum og hlýða á dag-
skrá rásar eitt. Hægt og sígandi
hefur þessi dagskrá hins vegar far-
ið hraðversnandi og er nú svo kom-
ið að ég get ekki orða bundist.
Eftir kvöldfréttir hefst Helgar-
þáttur barnanna, sem er virðingar-
verður út af fyrir sig. Á eftir honum
kemur hljómplöturabb Þorsteins
Hannessonar og er það ágætt
skemmtun. Að rabbinu loknu fer
ástandið hins vegar versnandi, því
þá hefst sögulestur vikunnar. Það
hlýtur að teljast einn leiðinlegasti
þáttur sem ég hef heyrt og með
öllu óskiljanlegur. Hvað í ósköpun-
um fær fólk til þess að lesa upp
úr hrútleiðinlegum bókum í út-
varpi? Auðvitað er það smekksatriði
hvort Ólafs saga Helga sé leiðinleg
og eflaust finnast fáeinir einstakl-
ingar sem hafa gaman af henni.
En ég spyr þá: Eru þeir menn ekki
læsir! Hví í veröldinni þarf að lesa
bækurnar fyrir þá? Eru þeir ekki
einfærir um það? Ég hélt að ólæsi
hefði verið útrýmt hér á landi.
Sögulestur er réttlætanlegur þegar
hann er framkvæmdur fýrir börn,
en einhvem veginn hef ég það á
tilfinningunni að fæstir af áhang-
endum Olafs Helga séu á barns-
aldri. Mér þykir hins vegar rétt að
taka það fram að stúlkan sem les
sögurnar, gerir það með mikilli
prýði. Það hefur þó lítið að segja.
Ekki frekar en Valdimir Ashkenasy
getur spilað lög á ónýtt píanó svo
fallega hljómi, getur stúlkan lesið
hrútleiðinlegar bókmenntir svo
skemmtilega hljómi.
Lestrinum lýkur klukkan tíu og
næsta klukkutímann er meginuppi-
staða dagskrárinnar tónlist ýmiss
konar. Klukkan ellefu kemur síðan
að síðasta dagskrárlið kvöldsins,
rúsínunni í pylsuendanum, eða öllu
frekar stíflunni í klóakendanum.
Það eru fijálsar hendur Illuga Jök-
ulssonar. Illugi tilheyrir greinilega
þeim fámenna flokki manna, sem
heldur að útvarpið sé til að skemmta
þeim sem fram í því koma, en ekki
þeim sem á það hlusta. Þetta sjónar-
mið væri svo sem saklaust, ef for-
ráðamenn útvarpsins væru ekki á
sömu skoðun og borga honum fyrir
Frá Jóni Pálssyni:
Straumur ferðafólks um Vík í
Mýrdal er mikill og vaxandi og
hafa skilyrði til móttöku ferðafólks
aukist að sama skapi. Ég verð að
lýsa gleði og undrun minni yfir
„nýju húsi“ sem tekið hefur verið
í notkun til gestamóttöku í Vík.
Húsið hefur að vísu staðið þar síð-
astliðin fjörutíu ár, teiknað af Guð-
jóni Samúelssyni, sem sýslumanns-
bústaður og sýsluskrifstofa. Þar
hafa búið tveir sýslumenn Skaftfell-
inga, Jón Kjartansson og Einar
Oddsson. Líklega hefur viðhaldi
hússins verið ábótavant því þegar
núverandi settur sýslumaður í Vík
fluttist þangað árið 1989 var húsið
talið óíbúðarhæft og ríkið sá sýslu-
manni fyrir nýju húsnæði í Vík.
Við þau tímamót hefst saga húss-
ins er nefnt var hér að framan og
heitir það nú því bjarta nafni „Ár-
salir“, merkt sem gististaður ásamt
kaffisölu. Sannarlega ber húsið
nafn með rentu. Að utan er það
reisulegt og setur svip á þorpið.
að skemmta sjálfum sér í klukku-
tíma á hverjum sunnudegi. Annars
særir það mig lítt að vita til þess
að hluti af afnotagjöldum mínum
fer í að kosta einkateiti Illuga mið-
að við þá sálarangist sem ég hlýt
af því að hlusta á vaðalinn í honum
vikulega. Ef yfirmenn hans á út-
varpinu halda að hörgull sé á vinnu-
stöðum þar sem mönnum er borgað
fýrir að skemmta sjálfum sér og
hafa áhyggjur af því að Ulugi fái
því ekki aðra vinnu en hjá RÚV,
þá styð ég heilshugar að honum séu
borguð- laun fyrir að koma ekki
fram í útvarpi. Mörgum þykir
kannski sitthvað rangt við það að
borga manni fyrir að gera ekki
neitt, en allir þeir sem heyrt hafa
sunnudagsþátt hans hljóta að fagna
slíkri ráðstöfun.
ÁRMANN ÁRMANNSSON,
Sóleyjargötu 10,
Akranesi.
Er inn er komið vekur það undrun
hve allt er vistlegt og viðkunnan-
legt. í kjallara er svefnpokapláss
en á hæðinni eldhús og tvær sam-
liggjandi stofur, vel búnar til veit-
ingasölu og auk þess sérlega aðlað-
andi setustofa. Allir innanstokks-
munir falla vel að aldri og sögu
hússins. Á annarri hæð eru svefn-
herbergi og rúmgóð hreinlætisað-
staða. Athygli vekur þegar upp er
komið svefnherbergi fyrrum sýslu-
mannshjónanna. Gefur það lítið eft-
ir „svítum" gistihúsa stórborganna.
Frá rúmgóðum svölum blasa við
iðagræn tún, þorpið á grónum sandi
og Ijær hamrar og haf svo langt
sem augað eygir.
Við greiddum húsráðendum kaff-
ið með gleði og þökkum þeim fyrir
að hafa komið þessu fjörutíu ára
sýslumannssetri til nota á ný með
þeirri virðingu sem þvf vissulega
sæmir.
JÓN PÁLSSON
frá Litlu-Heiði,
Dalbraut 25, Reykjavík
„ Sýslumannsbústað-
urinn“ í Vík í Mýrdal
Yíkveiji skrifar
Víkvetji fór í sumar upp á Amar-
vatnsheiði og var tilgangur-
inn að veiða silung. í Húsafelli em
seld veiðileyfi og kosta þau hátt á
annað þúsund krónur dagurinn. Það
er í sjálfu sér ekki mikið, ef eitt-
hvað væri gert á móti fyrir veiði-
mennina, sem fara þarna inn á
heiðina. En sjáanlega er það ekk-
ert, vegirnir inn að vötnunum á
heiðinni eru svo vondir, að ekki er
nægjanlegt að fara þangað á venju-
legum jeppa eins og hann er seldur
frá umboðum í Reykjavík, heldur
þarf að breyta bílunum til sérstaks
torfæmaksturs, hækka þá og skipta
um alla hjólbarða.
Víkveija fmnSt að þar sem menn
taka fé af fólki fyrir að fara í þessi
vötn, sé nauðsynlegt að gera mönn-
um kleift að komast leiðar sinnar,
fjarlægja stærstu björgin úr vegar-
slóðunum og gefa mönnum kost á
að nálgast þessi dýrt seldu vötn á
venjulegum torfæmbflum. Hitt er
svo annað mál, hvort vötn þessi em
endilega eign bændanna, þótt þeir
eigi upprekstrarrétt á svæðið.
Stundum hefur verið um það rætt
að þjóðin eigi hálendið og lagabók-
stöfum flaggað í þeirri umræðu, en
enginn veit greinilega hver á hvað
úr því að bændum leyfist að taka
fé af fólki, sem langar til þess að
renna fýrir fisk í þessum vötnum í
óbyggðum.
xxx
Reykjavíkurmaraþonið er á
sunnudaginn og er þetta í tí-
unda sinn, sem það er haldið. Þetta
hefur orðið mjög vinsæll þáttur í
síðsumarslífi höfuðborgarinnar,
sem sést bezt af því að árið 1984,
þegar það var fyrst haldið, hljóp
281 einstaklingur, en í fyrra var
þátttakan 2.742 og þess er vænzt
að í ár verði metþátttaka í hlaupinu.
Maraþonið er haldið af Fijáls-
íþróttasambandi íslands og Reykja-
víkurborg og taka jafnan reyndir
erlendir hlauparar þátt í því. Mara-
þonið var fyrst hlaupið á Olympíu-
leikunum 1896 og þá til þess að
minnast frækilegs hlaups grísks
hermanns, sem færði Aþenubúum
fréttir af sigri aþenskra heija á
persneskum hersveitum árið 490
fyrir Krist og datt hann dauður
niður á leiðarenda. Sá hljóp 42.195
metra og er vegalend hlaupsins
miðuð við það. Hermaðurinn hljóp
frá þorpinu Maraþon til Aþenu, en
þorpið stóð á samnefndri sléttu
norður af Aþenu. Hvorki er ljóst
hvert nafn þessa eina sanna mara-
þonhlaupara var né á hve löngum
tíma hann hljóp, en annars hlaup-
ara er getið með nafni frá þessum
tíma og hljóp hann árið áður, eða
491 fyrir Krist, frá Aþenu til Spörtu
til þess að sækja hjálp er fregnir
spurðust í Aþenu um fall Eritreu.
Sá sendiboði hét Pheidippides og
vissulega gæti verið um sama mann
að ræðá, nema Grikkir hafi á þess-
um tíma átt hlaupagikki á hveijum
fingri. Annars er vegalengdin frá
Aþenu til Spörtu að minnsta kosti
fimm sinnum lengri en leiðin til
Maraþon og því vart um að ræða
að nokkur mannleg vera hafi getað
hlaupið þá vegalengd í einni lotu.
xxx
En hvað sem því líður vonumst
við til að þátttakan í hlaupinu
á sunnudag verði mikil, en biðjum
fólk samt lengstra orða að ætla sér
ekki um of, eins og hermaðurinn
sýnilega gerði árið 490 fyrir Krist.
i
í
í
i
i
i
i
í
i
i
i
i
(
(
(