Morgunblaðið - 08.09.1993, Page 20

Morgunblaðið - 08.09.1993, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1993 Norðmenn ganga til þingkosninga næstkomandi mánudag > _ ______________________________________________ Ospennandi kosnmga- barátta um atvinnumálin EB-aðild ekki það hitamál sem búist var við UMSÓKN Norðmanna um inngöngu í Evrópubandalagið (EB) hefur ekki reynst það hitamál í norsku kosningunum sem sljórnmálaskýrend- ur áttu von á. Þrátt fyrir að um 66% þjóðarinnar séu andvíg inngöngu, hafa efnahagsmál vegið mun þyngra í kosningabaráttunni að þessu sinni, svo og hvernig greiða eigi atkvæði um aðild að EB. „Kosningabaráttan er fremur leiðinleg nú, lítið um að menn takist hressilega á um málin,“ segir Björn Áge Mossin, blaðamaður hjá Arbeiderbladet. Kosið verður næstkomandi mánudag og benda skoðanakannanir til þess að Verka- mannaflokkurinn fari með sigur af hólmi, en honum er spáð um 35% fylgi. í stað deilunnar um EB eru það efnahagsmál, atvinnuleysi og velferð- arkerfið sem tekist er á um. Verka- mannaflokkurinn nýtur góðs af batn- andi efnahagsástandi og segir Trygve Monsen hjá Aftenposten að það sé höfuðástæða þess að að EB-umræðan hqfur ekki verið jafn áberandi og menn áttu von á. Atvinnuleysið er líklega stærsta einstaka málið, en það er nú 8,2%. Verkamannaflokkurinn er sá flokkur sem helst hefur einbeitt sér að því og bendir á aðgerðir sínar í þeim málum. Ríkisstjómin, samband atvinnurekenda og samtök verkalýðs- félaga hafa gert nokkurs konar þjóð- arsátt um aðgerðir gegn atvinnu- leysi. Þær miða að því að ná atvinnu- leysi niður í 3,5% fyrir aldamót með því að takmarka launahækkanir og standa að öðrum aðgerðum í atvinnu- málum. Hægriflokkurinn og Framf- araflokkurinn hafa uppi efasemdir um þetta samkomulag. Hefur Hægri- flokkurinn lagt til að reglur um ráðn- ingu og uppsagnir starfsfólks verði frjálslegri en flokkurinn heldur því fram að reglumar, sem þykja bind- andi fyrir atvinnurekendur, séu ein ástæða atvinnuleysis, þar sem þeir haldi að sér höndum við ráðningar. Þá vill Hægriflokkurinn að láglauna- mörk verði felld úr gildi. Stjórnarandstöðuflokkarnir áfell- ast Verkamannaflokkinn fyrir að hafa ekki haldið niðri atvinnuleysi en flokkurinn segist á móti vera eini flokkurinn sem hafi komið með full- mótaðar aðgerðir í atvinnumálunum. Að ógleymdum fiskinum Fiskveiðar hafa einnig spilað stór- an þátt í baráttunni og hafa margir stjórnmálamenn lagt leið sína til Norður-Noregs enda er afstaða fólks þar ákafiega mikilvæg. Gro Harlem Brundtland var þar um helgina og fullvissaði fólk um að ekki einn ein- asti fískur yrði seldur, með vísan til veiðiheimilda EB-ríkja. Þar sem sjáv- arútvegsráðherra Verkamanna- flokksins, Jan Henry T. Olsen er EB-andstæðingur og ættaður frá Norður-Noregi hefur það bætt stöðu flokksins. Deilur íslendinga og Norðmanna um veiðar í Smugunni hafa haft lítil áhrif á kosningabaráttuna að sögn stjórnmálaskýrenda. Tryggve Mons- en segir Verkamannaflokkinn þó síð- ur en svo hafa beðið neinn skaða af deilunum. Milliganga Johans Jorgens Holst í Mið-Austurlöndum er mikill sigur fyrir hann og ríkisstjórnina en hefur ekki afgerandi áhrif. Af minni kosningamálum má nefna baráttu Hægriflokksins fyrir hertri refsilöggjöf og auknum fjár- veitingum til löggæslu. EB-málin hafa lítið að segja Þeir tveir flokkar sem eru harðast- ir andstæðingar EB-aðildar hafa lagt mesta áherslu á að gera hana að kosningamáli, Miðflokkurinn og Sós- íalíski vinstriflokkurinn. Verka- mannaflokkurinn hefur ekki viljað gera EB að kosningamáli. En í stað þess að menn skiptist með og á móti EB-aðild hefur deilan snúist upp í hvort flokkamir eigi að viðurkenna þjóðaratkvæðagreiðslu um EB-aðild. „Þeir flokkar sem eru á móti EB-aðild vilja helst ekki viðurkenna þjóðaratkvæðagreiðsluna,“ segir Trygve Monsen. Samkvæmt stjómarskránni á Stórþingið að taka endanlega ákvörðun um málin og verða 3/4 þingmanna að samþykkja aðildina. Þetta segir Anne Enger Lahnstein formaður Miðflokksins ástæðu þess að fólki eigi að kjósa andstæðinga EB. En samkvæmt skoðanakönnunum hefur þessi röksemdafærsla hennar haft takmörkuð áhrif. Hún hefur þó unnið mikinn sigur, því hún hefur nærri tvöfaldað fylgi flokks síns, fyrst og fremst vegna vasklegrar framgöngu gegn EB-aðild. Sósíalíski vinstriflokkurinn hefur lagt til að Noregi verði skipt upp í 19 fylki og að til þess að EB-aðild verði samþykkt, þurfi meirihluta í 10 af 19 fylkjum. Kosningar og hvað svo? Nýjustu skoðanakannanir spá Verkamannaflokknum 33-35% at- Amma Gro Gro Harlem Brundtland minnir kjósendur á að hún er amma í auglýsingum Verkamanna- flokksins. Allar líkur benda til þess að hún haldi embætti for- sætisráðherra. kvæða, Hægriflokknum 20-22%, Miðflokknum 16-17%, Sósíalíska Vinstriflokknum 10-11% og Kristi- lega Þjóðarflokknum 6-7%. En hvað svo? Svo lengi sem EB-málið er óleyst, er illmögulegt fyrir borgaraflokkana að fínna sameiginlega stefnu og það er sömuleiðis illmögulegt fyrir vinst- riflokkana þar sem Verkamanna- flokkurinn og Sósílalíski Vinstri- flokkurinn eru á öndverðum meið. Framfaraflokkurinn fór úr síðustu ríkisstjórn borgaraflokkanna vegna EB-málsins og það er fátt sem bend- ir til þess að þeir eigi samvinnu að nýju. Trygve Monsen segir líklegast að Verkamannaflokkurinn verði áfram við völd með stuðningi frá Sósílíska vinstriflokknum og Miðflokknum, þrátt fyrir að flokkana greini á um EB-aðild. iV * <fV?" J'.G' N* g9V G°> 4? \* Ov' vAv J <> Samanburöur d lengd nokkurra fjölskyldubtla *Verö samkvæmt verðlistum ágústmánaðar. Þú hefur kannski ekki gert þér grein fyrir því að Honda Civic Sedan er fullvaxinn fjölskyldubíll. Með sama'nburði við nokkra aðra fjölskyldubíla kemur þetta skýrt í ljós. Auk þess að vera rúmgóður og þægi- legur er Civic Sedan vel útbúinn og með 1500 i eða 1600 i fjölventla vél. (H Vatnagörðum - Sími 689900 -góð fjárfesting Tyrkir grafa upp kafbát TYRKNESKIR sérfræðingar furða sig nú yfir flaki þýsks kafbáts sem fannst á strönd Svartahafs. Flakið var á þurru landi en kom í ljós þegar verið var að grafa eftir surtarbrandi. Ekki er vitað hvernig kafbátn- um var sökkt. Þá er ekki vitað hvort hann hefur legið í Svarta- hafinu frá því í fyrri eða síðari heimsstyrjöld. Keðjubréf til háttsettra NÝJASTA æðið meðal kín- verskra ráðamanna eru keðju- bréf, sem lofa viðtakanda miklu ríkidæmi sendi hann bréfin áfram. Láti hann það hjá líða, bíði hans hins vegar skelfíleg örlög. Dagblaðið The China Youth Daily hefur lýst áhyggj- um vegna þessa og segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af því að þeir sem séu við stjórnvöl- inn láti glepjast af öðru eins. Kína og Ind- land semja KÍNVERJAR og Indveijar hafa nú samið um Iandamæri ríkj- anna eftir 30 ára deilur. Segir í sameiginlegri yfirlýsingu þjóð- anna að samkomulagið marki tímamót, þrátt fyrir að ekki hafi enn tekist samkomulag um hversu marga hermenn þjóðirn- ar megi hafa við landamærin. Viðskipta- bann vegna nashyrnings- horna BANDARÍKJAMENN hafa ásakað Kínverja og Tævana fyrir ólöglega verslun með nas- hymingshorn og suma líkams- hluta tígrisdýra en báðar dýra- tegundirnar eru í útrýmingar- hættu. íhugar Bruce Babbitt, innanríkisráðherra Bandaríkj- anna nú að leggja til við Bill Clinton að þeir verði beittir við- skiptaþvingunum. Færri flótta- menn til Þýskalands HERTAR reglur þýskra stjórn- valda hafa dregið úr flótta- mannastrauminum inn í landið um helming eða í tæp 15 þús- und á mánuði. Þrátt fyrir þetta óska enn of margir eftir hæli segir Manfred Karner, innan- ríkisráðherra. Svikarar eru svikarar VADIM Kirpitstjenkó, yfírmað- ur njósnamála í Rússlandi aftek- ur með öllu þær fullyrðingar að sovéskir njósnarar sem unnu fyrir Vesturlönd og flúðu þang- að hafí haft heill þjóðar sinnar í huga. Segir hann þá ekki hafa verið neitt annað en svikara sem létu glepjast af peningum. Hins vegar hafi vestrænir njósnarar sem flúðu til Sovétríkjanna fæstir haft peninga í huga held- ur flúið af hugsjónaástæðum. Frekari sam- eining boðuð IÐNAÐAR- og viðskiptaráð- herra Frakka, Gerard Longuet, spáir enn frekari sameiningu fyrirtækja í orku- og sam- gönguiðnaðinum. Segir hann þetta nauðsynlegt til að styrkja franskan iðnað í kjölfar samein- ingar Renault og Volvo.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.