Morgunblaðið - 08.09.1993, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEFfEMBER 1993
" '30
Lára Pálsdóttir,
Ejjanesi — Minning
Fædd 31. ágúst 1933
Dáin 31. ágúst 1993
Lára Pálsdóttir húsfreyja í Eyja-
nesi lést 31. ágúst á Sjúkrahúsinu
á Hvammstanga eftir langvarandi
og erfið veikindi. Kvaddi hún þenn-
an heim að morgni sextugsafmælis
síns, sem um leið var brúðkaups-
dagur hennar og manns hennar,
Jóns Jónssonar bónda í Eyjanesi.
Þau giftu sig hjá sýslumanninum á
—.Blönduósi á 25 ára afmælisdaginn
hennar, svo að nú var 35 ára brúð-
kaupsafmæli þeirra. Þau voru ár
mikilla starfa við að byggja og
rækta jörðina og gleði yfír mann-
vænlegum börnum.
Foreldrar Láru, Vinbjörg Ásta
Jóhannsdóttir og Páll Theodórsson,
bjuggu lengst af á Sveðjustöðum á
Hrútaíjarðarhálsi og þar eru böm
þeirra fædd. Lára var 4. í röð fímm
systkina, en elsti bróðirinn Friðrik
Theodór tók ungur að árum við búi
með móður sinni, er Páll lést 1939.
Hin systkinin eru Amdís húsfreyja
á Barkarstöðum í Miðfírði, Jóhanna
í Keflavík og Finnbogi í Reykjavík.
Vinátta okkar Láru Páls, eins og
við heima í Ási kölluðum hana,
hófst fyrir rúmum 40 árum, er hún
starfaði á bernskuheimili mínu í
Reykjavík einn vetur, minnileg
mjög fyrir glaðværð sína og mynd-
arskap. Bundumst við Lára tryggð-
arböndum, þótt hún væri fullvaxta
en ég 12 ára bam, elst fímm syst-
kina. Við höfðum samliggjandi her-
bergi og brölluðum margt saman.
Hún kenndi mér ýmsa gamla leiki
og gestaþrautir og ekki er laust við
að hún eigi þó nokkur spor í skóla-
•'handavinnunni minni þennan
skemmtilega vetur. Láru þótti afar
vænt um næstyngstu systur mína,
sem var fjögurra ára, er þetta var,
og talaði oft um hana hin síðari ár.
Sumarið á eftir fórum við öll fjöl-
skyldan í heimsókn til Láru í
Sveðjustaði og var það mikill við-
burður fyrir mig. Fengum við syst-
urnar og mamma að gista hjá Láru,
móður hennar og systkinum , en
feðgarnir fóru í Reykjaskóla. Þótti
mér hátíðlegt að lifa þennan gamla
tíma, sem mér fannst vera á bænum
inni á hálsinum, og njóta gestrisni
mæðgnanna. Nú er gamli bærinn
horfinn, en ég minnist hans og
kyrrðarinnar, er við sátum á Varp-
anum eins og systkinin kölluðu torf-
vegginn fyrir dyrum úti.
Þannig er sagan um forna vin-
áttu okkar Láru Páls og hún var
eina vinkonan í nýju umhverfí, er
við hjónin fluttum í Prestbakka fyr-
ir fjórum árum. Þau Jón voru líka
með er nýi presturinn var boðinn
velkominn við fyrstu messuna á
Stað.
Lára dvaldist nokkur ár í Reykja-
vík og eignaðist tvö börn með unn-
usta sínum þar, Guðlaugi Eiríks-
syni, þau Þröst Unnar og Vinbjörgu
Ástu, en leiðir þeirra skildu. Þá var
Þröstur í frumbernsku, en Ásta
fæddist nyrðra. Giftist Lára Jóni
frá Tannstaðabakka eins og áður
getur og voru elstu börnin alla tíð
hans börn líka. Jón og Lára byijuðu
búskap á gamla bænum á Tann-
staðabakka, en hófust fljótlega
handa við uppbyggingu nýbýlis í
landi jarðarinnar, sem Jón nefndi
því ágæta nafni Eyjanes. Gamli
bærinn brann sumarið 1961 og
varð nokkru bjargað fyrir ötula
framgöngu Láru, Einars mágs
hennar og fleiri góðra granna, en
Jón var fjarstaddur. Um skeið
bjuggu þau í nýja húsinu á Tann-
staðabákka ásamt Einari og fjöl-
skyldu hans, en brátt kom að því
að íbúðarhús var risið í Eyjanesi.
Dugnaði Jóns og Láru er viðbrugð-
ið og var byggingartími hússins
aðeins sjö mánuðir og fluttust þau
inn í það 12. mars 1962. Ræktun
túnsins var gífurlegt verk og hlýtur
hver, sem ekur um veginn ofan við
Eyjanes, að dást að túninu slétta
og fagra, sem þeim tókst að rækta
upp af flagmó og mel, alls 33 ha.
Oft hefur verið sofíð lítið og aldrei
gefíst upp.
Fyrsta barn Láru og Jóns, Jó-
hanna Svanborg, dó vöggudauða
* t Ástkær eiginmaður minn, JÖRUNDURPÁLSSON arkitekt, lést að morgni 6. seRtember sl. Guörún Stefánsdóttir.
t Hjartkær bróðir okkar, JÓN GUÐJÓNSSON frá Skúmsstööum, Eyrarbakka, lést á heimili sínu Grænumörk 1, Selfossi, 3. september. Systur hins látna.
t Sambýlismaður minn og fósturfaðir, ÓLI LÚÐVÍK LAXDAL, klæðskerameistari, lést í Borgarspítalanum þann 7. september sl. Gunnhildur Eiriksdóttir, Skúli Hersteinn Oddgeirsson.
+ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, Stigahlið 8, Reykjavík, lést að morgni 7. september. Fyrir hönd aðstandenda, Aðalheiður Sveinsdóttir, Ingveldur Sveinsdóttir.
tæplega ársgömul og ber systir
hennar tveimur árum yngri sama
nafn. Hin börnin eru Jón Bjami,
Albert, Guðrún og Þorgeir. Eiga
systurnar báðar heimili í Vest-
mannaeyjum, Jón Bjarni rekur fýr-
irtæki í Reykjavík, en yngstu bræð-
umir búa í Eyjanesi. Bamabörnin
eru orðin tíu, en hið yngsta þeirra
er sonur Guðrúnar, sem fæddist
daginn fyrir andlát ömmu sinnar,
og gladdi sú fregn hana mjög á
hinsta £ævikvöldi.
Veikmdastríð Láru Pálsdóttur
stóð lengi og sýnir varnarleysi hins
sjúka, er sjúkdómsgreining er ekki
nægilega skýr. Það munu vera 17
ár, síðan fyrstu einkenni heilaæxlis
komu í ljós^ en þrautir hafði hún
miklu fýrr. Ásta dóttir hennar, seg-
ir að höfuðverkur hafí verið fylgi-
fískur hennar, en samt hafi hún
verið fjörug og glöð og haft gaman
af að hitta kunningjana. Og sannir
hátíðisdagar voru, þegar fjölskyld-
an fór í stuttar dagsferðir saman.
Starfsdagurinn var langur og ann-
imar ótrúlegar, og hún bætti jafn-
vel við sig vinnu utan heimilis.
Eftir hina stóru skurðaðgerð,
þegar æxlið var loks numið burt,
vom kraftamir þrotnir. Lára dvald-
ist hin síðustu ár lengst af á Sjúkra-
húsinu á Hvammstanga, en þau Jón
fluttu heimili sitt að Nestúni 4, þar
sem eru íbúðir eldra fólks í vistlegu
umhverfí, þótt lítt gæti Lára notið
þess. Margsinnis þufti hún á sjúkra-
hús í Reykjavík og oft var hún afar
þreytt. En það skein í góða, glaða
skapið, þegar farið var að spjalla
og glöddu hana gamlar minningar.
Arndís systir hennar sat oft hjá
henni og síðast minntust þær systur
þess, að mamma þeirra hafði haft
að orðatiltæki að ljúka þessu eða
hinu af fyrir afmælið hennar Láru,
en þá voru töðugjöld á Sveðjustöð-
um. Nú urðu töðugjöldin að inn-
göngu í dýrð himinsins. Við vitum,
að nú líður Lám okkar vel. Við
söknum hennar og biðjum Guð að
blessa hana, börnin hennar og
manninn hennar, sem studdi hana
svo vel í langæjum veikindunum.
Guðrún L. Ásgeirsdóttir,
Prestbakka.
Lára Guðlaug Pálsdóttir andaðist
í sjúkrahúsinu á Hvammstanga 31.
ágúst sl. á sextugsafmæli sínu.
Andlát Lám kom engum á óvart,
hún átti að baki margra ára bar-
áttu við erfíðan sjúkdóm og fyrir
löngu var ljóst hver mundi hafa
betur í því stríði.
Lára var fædd og uppalin á
Sveðjustöðum í Miðfírði, dóttir
hjónanna Páls Theodórssonar og
Vinbjargar Ástu Albertsdóttur.
Hún eignaðist ung tvö börn; Þröst
Unnar Guðlaugsson, fæddan 1955
og Vinbjörgu Ástu Guðlaugsdóttur,
fædda 1956, en bjó ekki með föður
þeirra.
Árið 1958 giftist hún eftirlifandi
manni sínum; Jóni Jónssyni frá
Tannstaðabakka. Þau hófu búskap
sinn á föðurleifð Jóns en byggðu
upp af miklum myndarskap nýbýlið
Eyjanes og fluttust þangað í mars
1961. Lára og Jón eignuðust dótt-
ur; Jóhönnu Svanborgu árið 1959,
en misstu hana tæplega ársgamla
og var það þeim hjónum báðum
mikið áfall. Þau eignuðust aftur
dóttur; Jóhönnu Svanborgu 1961
og síðan komu hin bömin koll af
kolli; Jón Bjarni 1962, Albert 1964,
Guðrún 1967 og loks Þorgeir 1973.
Bömin eru nú öll uppkomin og
barnabörnin að fylla tuginn.
í mörg horn hefur verið að líta
með allan barnahópinn auk starf-
anna að búskapnum, ekki síst með-
an þau hjón vom enn að byggja
upp bæði jörð og húsakost. Lára
heyrðist þó aldrei kvarta, var aldrei
t
GUÐMUNDUR GÍSLASON,
Efstasundi 16,
lést á öldrunardeild Hvítabandsins 7. september.
Börn hins látna.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ARENT CLAESSEN,
Flókagötu 58,
lést 7. september.
Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni, fimmtudaginn 16. septem-
ber kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu
minnast hans er bent á líknarstofnanir.
Siguriaug Claessen,
Hildur Claessen, Skapti Steinbjörnsson,
Hjördís Claessen, Jón Eyjólfur Jónsson,
og barnabörn.
t
Ástkær unnusti minn og faðir, sonur,
bróðir og dóttursonur okkar,
VILHJÁLMUR GEIR
AÐALSTEINSSON,
lést þann 30. ágúst.
Jarðarförin fór fram í kyrrþey.
Þökkum auðsýnda samúð.
Diljá Erna Eyjólfsdóttir,
Aron Örn Viihjálmsson,
Hólmbjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir,
Aðalsteinn Steinþórsson,
Marfa Dögg Aðalsteinsdóttir,
Aðaibjörg Hólm Aðalsteinsdóttir,
Lára Jónína Magnúsdóttir,
Vilhjálmur Geir Þórhallsson.
þreytt sjálf en gætti þess vel að
allir aðrir fengju tilhlýðilega hvíld
frá störfum. Þetta breyttist ekki
þó hún yrði alvarlega veik fyrir
tæpum tuttugu árum síðan, þótt
hún fengi mörg flogaveikisköst á
dag hélt hún ótrauð áfram að reka
heimilið með sama myndarbragnum
og alltaf hafði verið. Það var ótrú-
leg seigla og dugnaður í þessum
litla grannvaxna líkama og segja
mætti mér að Lára hafi oftar þrauk-
að meira af vilja en mætti.
Þó nóg hafi verið að hafa fyrir
stafni hafði Lára bæði tíma og
krafta aflögu til að hlúa að aðkomu-
börnum og unglingum sem dvöldust
á heimilinu að sumri til. Þannig
naut undirrituð umönnunar hennar,
hvatningar og alúðar sumarlangt,
þegar erfíðleikar voru heima fyrir
og meira að segja tókst henni næst-
um að telja manni trú um að maður
hefði meira og minna bjargað öllu
heimilishaldinu og búskapnum.
Ekki amalegt veganesti fyrir hálf-
vaxinn stelpukrakka. Mér finnst að
það hafi verið sól í Hrútafirðinum
allt þetta sumar. Þarna var lagður
grunnur að einlægri vináttu og rík-
um tengslum fram á síðustu ár.
Um það bil tíu árum seinna fór
Fjalar minn til hennar fölur, grann-
ur, óöruggur og ósköp lítill í sér.
Ég sótti hann seinna um sumarið
útitekinn, hraustlegan og pattara-
legan og gott ef hann stóð ekki i
þeirri meiningu að hann hefði verið
heimilinu mikil stoð og stytta í þess-
ar 5 eða 6 vikur, 8 ára gamall.
Þannig var Lára, hún átti alltaf hlý
orð og hrós um aðra og þeirra verk,
en eyddu talinu ef það barst að
hennar eigin verkefnum.
Líf Láru var svo sannarlega ekki
dans á rósum. Ofan á barnsmissi,
að missa allt sitt í eldsvoða og eig-
in veikindi var eiginmaður hennar
heilsuveill til margra ára. Hún
kvartaði þó ekki upphátt og ekki
lái ég henni þótt hún reyndi með
öðrum hætti að deyfa vonbrigðin
yfir erfiðleikunum og draumunum
sem ekki rættust. Hún kastaði ekki
steinum heldur lagði sig fram um
að sjá jákvæða þætti hjá öðrum,
skilja afstöðu þeirra og líðan frekar
en dæma gerðir þeirra. Sama
hvernig á stóð hjá henni reyndi hún
ávallt að gleðja aðra og hlúa að
þeim, þótt hún sjálf ætti frekar
rétt á aðhlynningu samkvæmt öll-
um venjulegum mælikvörðum.
Lára lét sig alla tíð mestu varða
líðan og afkomu bamanna sinna.
Hún gladdist yfír velgengni þeirra
og var áhyggjufull þegar í móti
blés. Þegar ég hitti hana fyrir tæp-
um tveim árum er hún hafði nýver-
ið gengist undir stóra aðgerð og
fengið sjúkdómsgreiningu sem var
í raun dauðadómur ræddi hún það
af æðruleysi. Hún sagðist vera til-
búin til að kveðja þennan heim,
börnunum vegnaði öllum vel, þau
væru öll fleyg og fær nema helst
sá yngsti, en þau eldri mundu sjá
um hann ekki síður en hún.
Taki eitthvað við þegar við kveðj-
um þennan heim og skipti þar máli
athafnir okkar hérna megin þá er
víst að Lára Pálsdóttir á góða heim-
von.
Jóni, börnunum og barnabörnun-
um votta ég mína innilegustu sam-
úð.
Hjördís Hjartardóttir.
Erfidrykkjiir
Glæsileg kíiífi-
hlaðborð tíillegir
salir og mjög
góð þjónusta.
Upplýsingar
ísíma22322
FLUGLEIDIR
1ÍTEL Limilllt