Morgunblaðið - 08.09.1993, Page 38

Morgunblaðið - 08.09.1993, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1993 10/20 ©198« Uniwrul Proma Syndlcalo /t Ldeíniririn- sacjbi merctö fctrcc i ííCftingu og stixpj>cc a.-f. " Ast er... 10-29 að læra að skiptaum bleiu TM Reg. U.S Pat Off.—all rights reserved ® 1992 Los Angeles Times Syndicate Reykingasæti eða ekki reyk- ingasæti? BRÉF TEL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Af umræðuþætti Frá Gunnlaugi Jónssyni: FYRIR stuttu stjórnaði ég umræðu- þætti í Ríkissjónvarpinu um h' ort rétt sé að auka frelsi til rneðíerðar áfengis. Þar var hreyft við ýmsum spurningum eins og hvort leyfa ætti bruggun og hvort áfengisvandamál- ið sé vandamál áfengisbannanna. Af fjórum þátttakendum voru tveir líklegir til að svara þessum spurning- um játandi. Þetta virðist hafa farið í taugarn- ar á sumum, m.a. föstum pistlahöf- undi hjá Ríkisútvarpinu. Það er eins og það megi ekki einu sinni tala um þetta. Ég held að ástæðan sé sú að þessar spurningar snerta einhveijar kreddur sem fólk elur með sér, þ.m.t. pistlahöfundar. Menn verða argir þegar þeir sem hafa þá skoðun að ríkið eigi ekki að hafa einkarétt á sölu og framleiðslu áfengis fá að tjá sig á opinberum vettvangi! Ekki er hægt að halda því fram að sjónarmið hinna sem ekki viija auka frelsi svo mjög í áfengismálum hafí verið sniðgengin því að hinir tveir þátttakendurnir, Ingibergur Jóhannsson formaður íslenskra ung- templara og Jón K. Guðbergsson fulltrúi hjá Áfengisvamarráði stóðu sig með stakri prýði Hafi menn eitthvað við það að athuga sem þeir Kjartan Magnússon formaður Heimdallar og Rúnar Freyr Gíslason sögðu, bendi ég þeim hinum sömu á að svara á málefna- legan hátt og sleppa því að kalla þá pabbadrengi og lærisveina Hann- esar Hólmsteins Gissurarsonar. Reyndar þykir mér furðulegt að ungir menn sem boða frelsishugsjón- ir skuli vera kenndir við Hannes Hólmstein líkt og hann hafi einhvern einkarétt á slíkum hugsjónum. Ég veit ekki betur en að tii sé fólk um allan heim sem trúir á frelsi og hef- ur aldrei heyrt minnst á Hannes Hólmstein! Sumir taka því illa að spurt hafi verið í þættinum hvort til dæmis ætti að leyfa mönnum að brugga eða hvort áfengisvandamálið sé vandamál áfengisbannanna og tala um hlutdrægni í því sambandi. Það þykir mér skrýtið því þessum spurn- ingum verður ekki svarað nema ein- hver beri þær upp, hvorki játandi né neitandi. Enn hafa ásakanir komið fram um að stjórn þáttarins hafi verið ábótavant. Ekki neita ég því að eflaust hefði ýmislegt mátt betur fara en varla er hægt að búast við öðru þar sem ég var að stýra um- ræðuþætti í fyrsta skipti. Eg und- irbjó mig hins vegar vel bæði við gerð viðtala, sem skotið var inn í þáttinn og einnig fyrir umræðurnar í sjónvarpssal. Ræddi ég m.a. við fjölda fólks, sem starfar á sviði áfengismála. Fullyrðingar um stjórnleysi finnst mér byggðar á misskilningi um hlutverk stjórnand- ans. Verkefni stjómanda svona þátt- ar er að finna fulltrúa hinna marg- víslegu skoðana, bæði í viðtöl og umræðurnar sjálfar. Hann tekur viðtölin og klippir saman. Hlutverk hans í sjónvarpssal er að sjá til þess að umræðurnar snúist um það sem Frá Guðrúnu Bergmann, f.h. stjórnar Snæfellsáss hf.: SÖKUM misskilnings, sem fram hef- ur komið í fréttaflutningi af geimver- um og boðaðri komu þeirra til ís- lands, vill stjórn Snæfellsáss hf. taka eftirfarandi fram: Snæfellsás hf. var ekki stofnað sem áhugafélag um geimverur. Snæ- fellsás hf. var stofnað fyrir tveimur árum og er aðaltilgangur félagsins kaup og rekstur á fasteigninni Brekkubæ á Hellnum á Snæfells- nesi, en þar hyggst félagið reka and- lega miðstöð og standa fyrir fræðslu og námskeiðum. Einungis er um sumarrekstur félagsins að ræða að Brekkubæ og því hefur Snæfellsás hf. gengist fyrir ýmsum uppákomum í Reykjavík, þar á meðal ráðstefnu um geimverur í Háskólabíói laugar- daginn 28. ágúst sl. Sú ráðstefna er ekki í tengslum við aðra ráðstefnu um sama mál sem fyrirhugað er að um á að tala. Ef svo fer að þátttak- endur halda sig við efnið og þáttur- inn gengur vel fyrir sig er besta stjórnunin fólgin í því að skipta sér sem minnst af og trufla ekki umræð- umar. Það held ég að hér hafi verið tilfellið. Mér sýnist því að þessi gagnrýni á þáttinn um áfengismálin sé aðallega sprottin af andúð á efni umræðnanna og ofurtrú á forsjá rík- isins í áfengismálum. Ég hvorki vil né get ætlast til að öllum þeim sem á þáttinn horfðu lík- aði efni hans. Það fer hins vegar ekki hjá því að mér finnst sumir sem gagnrýnt hafa þáttinn reyni að nota hann til að koma höggi á fram- kvæmdastjóra Sjónvarpsins, Hrafn Gunnlaugsson, í því pólitíska mold- viðri, sem þeir hinir sömu hafa að undanförnu viljað þyrla upp í kring- um persónu hans. A þetta bæði við um ályktun einhverra starfsmanna við Sjónvarpið og skrif í Tímanum og Þjóðviljanum, sem nú kemur út undir dulnefninu Vikublaðið. Þar rís lágkúran hæst. GUNNLAUGUR JÓNSSON, Stigahlíð 63, Reykjavík. halda í nóvember nk. Skipuleggjendur og framkvæmda- aðilar þeirrar ráðstefnu eru Englend- ingamir Matthew Dillon, sem rekur Atlantic Travel, og Anthony Dodd, sem er framkvæmdastjóri Investiga- tions of Quest International, sem er stærsti rannsóknarhópur á fljúgandi furðuhlutum í Evrópu. Matthew Dodd telur sig hafa verið í sambandi við geimverur síðastliðin fimmtán ár og hafa fengið skilaboð um að þeir birtist eins og hann orðar það „í fyrsta skipti opinberlega" við Snæ- fellsjökul 5. nóvember 1993. Af þeim ástæðum boða þeir félagar til alþjóð- legrar ráðstefnu um geimverur á íslandi 4.-6. nóvember. Einu tengsl Snæfellsáss hf. við þá ráðstefnu pr sú aðstoð sem við veitum á Brekkubæ, þann dag sem ráðstefnu- gestir ferðast að Snæfellsjökli. GUÐRÚN BERGMANN, f.h. stjórnar Snæfellsáss hf. Yfirlýsing vegna frétta af geimverum Víkveiji skrifar A Ifrétt hér í Morgunblaðinu í gær var greint frá því að æviminn- ingar KGB-hershöfðingjans Viktors Vladimirovs, sem nýlegn komu út í Finnlandi, hefðu vakið upp margar spurningar um siðferði fínnskra stjórnmálamanna og kaupsýslu- manna á undanförnum áratugum. Samkvæmt því sem hershöfðinginn greinir frá lék hann tveimur skjöld- um í samskiptum sínum við áhrifa- menn finnskra stjórnmála, er hann var sendifulltrúi í sovéska sendiráð- inu í Helsinki og jafnframt æðsti yfirmaður sovésku leyniþjónustunn- ar KGB í Finnlandi 0g beitti m.a. áhrifum sínum er stjórnarmyndun- arviðræður stóðu yfir í Finnlandi. Það fer ekki hjá því að spurningar vakni upp um hversu víðtæk áhrif KGB hafi haft á stjórnmála- og kaupsýslulíf víða um lönd, þegar KGB var og hét, og þá ekki síst á Norðurlöndum. Þar getur ísland ekki verið undanskilið, og Víkveiji er ekki í nokkrum vafa um að ýmislegt er enn óupplýst um af- skipti KGB af íslensku stjórnmála- og viðskiptalífi á undanförnum ára- tugum, hvort sem það kemur svo í hlut fyrrverandi sovéskra sendifull- trúa á íslandi og útsendara KGB að upplýsa um þau afskipti, eða sagnfræðinga og rannsóknarblaða- manna. xxx • • Onnur frétt í Morgunblaðinu í gær greinir frá því að banda- rísku körfuboltalistamennirnir Harlem Globetrotters séu væntan- legri hingað til lands eftir rúman mánuð. Þeir munu leika tvo leiki við Washington Generals, annan í Reykjavík og hinn á Akureyri. Harl- em Globetrotters hefur áður komið hingað til lands og haldið einskonar sýningar á körfuboltasnilld sinni, en þekktastir eru þeir fyrir undra- verða leiktækni og skemmtilegar boltabrellur ýmiskonar. Unga fólkið streymdi á sýningar þeirra er þeir höfðu hér viðdvöl í fyrsta skipti og eftir þann mikla áhuga sem vaknað hefur hér á landi á bandarísku úr- valsdeildinni í körfubolta (NBA), sérstaklega í kjölfar úrslitakeppni Chicago Bulls og Phoenix Suns á liðnu vori, er ekki að efa að íslensk æska mun fjölmenna á sýningar- leiki þeirra og ugglaust hafa mikið gaman af. xxx að verður fróðlegt að fylgjast með þeim tveimur skákeinvíg- um á milli fremstu skákkappa heims, sem hófust í gær og fyrra- dag, annað í Lundúnum og hitt í Hollandi. Það einvígi sem er form- lega séð heimsmeistaraeinvígið, þ.e. einvígi þeirra Timmans og Karpovs, á ugglaust eftir að falla í skuggann af einvígi þeirra Shorts og Kasp- arovs, sem sögðu sig úr lögum við alþjóðaskáksambandið FIDE og halda sitt eigið heimsmeistaraein-, vígi á vegum eigin skáksambands atvinnumanna. Það virðist ljóst að Englendingurinn Nigel Short og Úkraínumaðurinn Garríj Kasparov hafa a.m.k. unnið fyrstu lotu í fjöl- miðlaáróðursstríðinu, hvað sem síð- ar verður. Það virðist þó í öllu falli ljóst að hvort sem varamenn heims- meistarans og áskoranda hans eða þeir síðarnefndu verða meir í sviðs- ljósi fjölmiðlanna, að einvígin bæði og umfjöllunin sem þeim mun fylgja, mun reynast skákíþróttinni mikil lyftistöng.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.