Morgunblaðið - 08.09.1993, Side 40
40
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1993
Utangarðs
Lalli og Helga Sigga
Sp: Hvers vegna býrðu á Far-
sótt?
Lalli: Eg get búið heima hjá mér, en bara
í skamman tíma í einu. En það fer bara allt-
af allt í bölvaða steypu þar; það bara gengur
ekki. Ég fer þangað og hvíli
mig á ruglinu en svo
kem ég til baka.
Sp: Þannig að þér
líður eins og þú sért
utangarðs.
Lalli: Ég er utan-
garðs og er búin að
vera það lengi.
Sp: En þú?
Helga: Ég var það. Ég
bjó hjá frænku minni en vildi ekki búa þar,
svo ég gisti bara hér og þar hjá kunningjum
og svoleiðis. Svo uppúr því fór ég á Unglinga-
heimili Ríkisins og það var ógeðslega erfitt
að vera þar, en maður bara strauk þaðan
ef manni sýndist og var þá bara niðri í bæ
að þvælast. Ég þekkti fullt af fólki sem ég
gat gist hjá eða þá að ég vakti heilu sólar-
hringana. En ég átti alltaf einhvern að og
gat alltaf farið eitthvað.
Sp: Hvernig er að vera heimilislaus ungl-
ingur í Reykjavík?
Lalli: Erfitt, það getur verið þrælerfítt
stundum.
Sp: Hvaða er hægt að gera?
Lalli: Það er ekki margt. Ég er búin að
_ vera á Farsótt núna og var þar líka í fyrra,
svo er maður hjá vinum og kunningjum og
náttúrulega á götunni. Við félagarnir fáum
kannski húsnæði bráðum og það bjargar
málunum allavega í skamman tíma. En það
er ekki gaman að vera gangandi allar nætur
og leita sér að einhverri kompu til að gista í.
Sp: Hveijum er um að kenna að þú ert
heimilislaus?
Lalli: Það er auðvitað mikið til mér sjálfum
að kenna en fjölskylduaðstæður hjá mér eru
líka erfiðar svo þetta er ekki bara mér að
kenna.
Sp: En af hveiju varst þú á flakki?
Helga: Mamma mín á heima í útlöndum
og ég vildi vera hjá henni. Ég vildi ekki vera
annarsstaðar og svo samdi mér ekki við
frænku mína sem ég var hjá. Það spilar
-,auðvitað margt inní þegar maður fer á göt-
una, það var ekki bara ég, aðstæðurnar voru
bara þannig.
Sp: Er einhver lausn sjáanleg fyrir krakka
sem eru á götunni?
Lalli: Það var mikið af krökkum undir
sextán ára á götunni, en það er búið að loka
þá flesta inni núna, það er komin lokuð deild
hjá Unglingaheimilinu einhversstaðar norður
í landi og þau eru flest þar. En mér finnst
að það ætti að byggja athvarf fyrir þessa
krakka, það vantar alveg. Eins og á Farsótt
til dæmis. Þar búa mestmegnis rónar og það
er ekkert huggulegt að sofa við hliðina á
dauðadrukknum róna. Það vantar stað sem
er svipaður og Farsóttin en hýsir yngra f'ólk.
Helga: Ég er alveg sammála. Það þarf
einhverskonar húsnæði. Ekki samt eins og
Rauði krossinn þar sem eru reglur og svoleið-
is.
Lalli: Jú, það þurfa að vera reglur.
Helga: Já, kannski nokkrar reglur, en
ekki eins og á Rauða krossinum.
Lalli: Mér finnst allt í lagi með þessar
reglur þarna.
Helga: Á Rauða krossinum?
Lalli: Jájá.
Sp: En af hveiju er þá Rauði krossinn
ekki nóg úrræði ?
Lalli: Þeir eni búnir að loka á mig, ég er
búinn að koma þarna það oft...og bijóta all-
ar reglur.
Helga: Já, akkúrat, þess vegna þarf annað
athvarf þar sem maður getur farið og komið
á hvaða tíma sem er.
Lalli: Sem maður getur komið á þó að
maður bijóti reglurnar. Þó maður komi ekki
í nokkra daga geti maður komið og hallað sér.
Helga: Ekki svona ríkisstofnun.
Lalli: Ég veit um alveg pottþétt húsnæði
til að gera þetta. það er portið niðri í úti-
deild. Þar er bakskúr sem er ekki notaður
undir neitt það er bara rusl þar og mér finnst
sjálfsagt að hann verði notaður sem athvarf
fyrir krakka sem eru á götunni. Þó þau séu
undir lögaldri... ég meina, ef þau vilja ekki
hafa samband við foreldra sína...
Helga: Eða foreldrarnir vilja ekki hafa
samband við þau.
Lalli: Já, þá á ekkert að vera að stússast
neitt í þeim, krakkarnir verða bara að átta
sig á þessu sjálfir. Ég var sendur í meðferð
þegar ég var 14 ára gamall, bara sendur,
en það þýðir ekkert að þröngva svona uppá
krakkana. Þau streitast á móti og þau verða
verri.
Sp: Þú ert 17 ára, af hveiju færðu þér
ekki vinnu og leigir þér húsnæði?
Lalli: Það er ekki svo langt síðan ég hringdi
frá 91 upp í 98 í símaskránni að leita mér
að vinnu, það er hvergi vinnu að fá. Það
verður einhver vinna í sláturhúsunum þegar
þau byija, það er svona mánaðarvinna og
svo er það búið.
Helga: Ég er með vinnu í sumar og svo
fer ég í skóla í vetur.
Sp: Hvað mynduð þið gera ef þið væruð
foreldrar og barnið ykkar hætti að koma
heim og færi á götuna ?
Lalli: í fyrsta lagi myndi ég veita barninu
mínu öðruvísi uppeldi en ég fékk. Það yrðu
auðvitað að vera reglur en ekki stífar og
krakkinn yrði að átta sig á hlutunum sjálf-
ur. Ég myndi koma í veg fyrir það að ástand-
ið yrði þannig að manneskjan yrði að flýja
heimilið.
Helga: En það er ekki þannig að krakkar
fari að heiman og láti ekki sjá sig þar í
marga daga eða vikur af ástæðulausu. Það
hefur eitthvað komið uppá heima, þess vegna
fara þau.
Sp: Hvað er framundan?
Helga: Það er allt bjart framundan hjá
mér. Eg hef náð sáttum við pabba minn og
bý hjá honum núna. Ég er sátt við lífið eins
og það er og ég held að ég megi segja að
ég hafi rifið mig uppúr þessu og þroskast í
aðra átt.
Lalli: Ég hef fengið mörg tækifæri til að
hafa það mjög gott en ég hef klúðrað þeim
öllum, ég sé þau alltaf of seint. Ég veit ekki
hvað er framundan hjá mér, ég tek bara
einn dag í einu.
Helga: Ég hef vinnu og er að fara í skól-
ann í haust...
Lalli: Þú ert í góðum málum.
Helga: Já einmitt, það gengur allt vel hjá
mér, það er ekkert sem er að klikka.
Lalli: Ég vildi að ég væri í eins góðum
málum og hún.
Viðmælendur Hringborðsins koma ekki
fram undir réttum nöfnum.
ÞORGRÍMUR ÞRÁINSSON • RITHÖFUNDUR
Smeykur við stelpur
Eg held að ég hafí verið
mjög hlutlaus unglingur
hvað varðar samskipti
kynjanna og félagslíf í skóla. Mig
vantaði ákveðna drift í þeim mál-
um. Ég var hins vegar á kafi í
íþróttum á þessum árum og lífið
snerist um það að keppa í spjót-
kasti á Ólympíuleikunum eftir tíu
ár og komast í þetta og hitt fót-
boltaliðið; sem sagt að ná árangri
í íþróttum. Ég lifði fyrir íþróttim-
ar frá tólf ára aldri til þrítugs,.
þannig að unglingsárin mín mót-
uðust mest af þátttöku í þeim..
Mér fannst ég vera frekar til
baka sem unglingur; ekki mjög
framfærinn. Eg hef víst aldrei
verið það, því miður, og satt að
segja fínnst mér ég oft lifa ungl-
ingsárin upp á nýtt í gegnum
bækurnar mínar. Ég meina það
þannig að ég hef gaman af því
að láta söguhetjumar mínar gera
eitthvað sem ég hefði vilja gera
þegar ég var unglingur. Ég hef
oft verið spurður að því hvort ég
sé að skrifa um sjálfan mig, sem
er mjög eðlileg spurning, en ég
er miklu frekar að skrifa um þann
ungling sem ég hefði viljað vera.
Síðan geta lesendumir bara valið
hver af söguhetjunum ég hefði
viljað vera. Eg sé ekki eftir neinu
á unglingsárum mínum og væri tilbúinn að
lifa þau upp á nýtt.
Oframfærinn og feiminn
Ég man í fljótu bragði ekki eftir neinu
óþægilegu eða neyðarlegu sem kom fyrir
mig, kannski vegna þess að ég forðaðist
að lenda í aðstjeðum
sem voru erfiðar. Ég var
sennilega ekki nógu
fjörmikill unglingur til
að skera mig úr ljöldan-
um. Það eina sem ég
man frá unglingsárun-
um sem mér fannst erfítt var að ég var
dálítið smeykur við stelpur. Það háði mér
ekki en ég var ekki mjög duglegur að bjóða
þeim í dans eða stíga í vænginn við þær.
Þetta stafaði af samblandi af óframfærni
og feimni sem hefur háð mér í gegnum
árin en er vonandi að þroskast af mér.
Unglingabókahöfundur
Mig dreymdi ekki um að verða rithöfund-
ur og ef einhver hefði sagt það við mig
þegar ég var 27 ára gamall að ég ætti eft-
ir að skrifa bækur þá hefði ég sagt viðkom-
andi að það væru meiri líkur á því að ég
yrði forseti Bandaríkjanna. Ég var mjög
hugmyndasnauður við ritgerðasmíðar bæði
í gagnfræðaskóla og menntaskóla og féll
þar að auki í íslensku í MR svo það mælti
STJÖ; la'.'IIJR -OG
RFISKAR
allt gegn því að ég færi að skrifa. Ég byij-
aði svo í blaðamennsku 1985 og fór þá að
fá ýmsar hugmyndir og þá spurði ég sjálfan
mig hvers vegna ég gæti ekki skrifað bæk-
ur eins og allir aðrir. í kjölfar þess fór ég
í bókaverslanir, kannaði markaðinn og at-
hugaði hvernig unglingabækur vantaði. Upp
frá því hef ég lifað eftir
kjörorðinu „hver er
sinnar gæfu smiður". Ég
ber einn ábyrgð á mínu
lífi og ég get ekki kennt
öðrum um ef mér mis-
tekst. Og ég ætla að
halda áfram að skrifa. Ég er með hugmynd-
ir til næstu fimmtán ára, en ég er búinn
að skrifa mína síðustu unglingabók í bili.
Hún kemur út núna fyrir jólin og heitir
Spor í myrkri og er á draugalegum og dul-
rænum nótum.
Að lokum
Á unglingsárunum finnst manni margt
ómögulegt, ég þekki það. Málið er bara að
bera sig eftir draumum sínum og láta þá
rætast. Textinn í laginu hjá Helga Björns
er líka ansi góður: „Vertu þú sjálfur". Ekki
láta fjöldann afvegaleiða þig, stattu upp og
segðu og gerðu það sem þig langar til.
Berðu þig eftir draumum þínum því það er
ALLT hægt.
SAMVISKUSPURNINGIN
Hvers vegna
ætlar þú í
menntaskóla?
Vigdís 16 ára:
Til að læra, komast áfram í lífinu.