Morgunblaðið - 08.09.1993, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBBR 1993
42
KNATTSPYRNA
Helgi med tvö gegn Lúxemborg
Morgunblaðið/Sverrir
HELGI Sigurðsson, sem er lengst til vinstri, gerði tvö mörk fyrir Island gegn Lúxemborg í gær, en Ríkharði Daðasyni, sem er fyrir miðri mynd (nr. 11) tókst ekki
að nýta færin. Islendingar höfðu mikla yfírburði, fengu m.a. 10 horspyrnur gegn þremur.
Sannfærandi sigur
og þriðja sætið í höfn
1« d^Kristófer Sigurgeirsson fékk knöttinn út á vinstri væng
■ \#nálægt miðlínu á 38. mínútu. Hann brunaði upp kantinn
og sendi síðan fyrir markið, beint á Helga Sigurðsson, sem var utar-
lega fyrir miðju í vítateignum. Hann skoraði með fostu og hnitmiðuðu
skoti í hornið niðri, vinstra megin við markvörðinn.
2«^%Finnur Kolbeinsson fékk boltann á miðjum vallarhelmingi
■ tJFLúxemborgar á 51. mínútu og sendi snöggt innfyrir vörn
mótherjanna. Þar var Helgi mættur og hann átti ekki í erfiðleikum
með að skora gegn úthiaupandi markverði.
3»#hÁgúst Gylfason átti gott skot á 87. mínútu, markvörðurinn
■ ^rvarði en hélt ekki boltanum og Finnur Kolbeinsson
vel á eftir.
EVROPURIÐLAR
Þjálfari
Lyn rekinn
Teiti Þórðarsyni
boðið að taka við
Bjarni Rönning, sem tók við þjálf-
un Lyn af Teiti Þórðarsyni í
fyrra, var látinn fara frá félaginu sl.
HBBi mánudag. Þetta kom
Erlingur fáum á óvart því lið-
Jóhannsson inu hefur vegnað illa
skrifarfrá í norsku deildinni að
Noregi undanfömu og tap-
Sði m.a. síðasta heimaleik 0:6 gegn
Ham Kam og 6:3 fyrir Molde á úti-
velli um síðustu helgi. Liðið er í
næst neðsta sæti deiidarinnar með
18 stig þegar fjórum leikjum er ólok-
ið. Lyn á fjóra mjög erfiða leiki eftir
og næsti leikur liðsins verður gegn
besta liði deildarinnar, Bodö/Glint,
en Lyn tapaði fyrri leik liðanna 8:0.
Enn er óljóst hver tekur við þjálf-
un liðsins, en forráðamenn liðsins
hafa m.a. átt viðræður við Teit Þórð-
arson. Teitur tjáði Morgunblaðinu
að hann væri að hugsa málið og
sagðist að öllum líkinum ekki geta,
eða vilja, taka við liðinu með svona
stuttum fyrirvara.
Forráðamenn félagsins sögðu við
jMorgunblaðið í gær að Teitur væri
enn inní myndinni og þeir gerðu sér
vonir um að hann tæki starfíð að sér.
Landsliðs-
markvörð-
ur Ungverja
lést i gær
Gabor Zsiboras, landsliðs-
markvörður Ungveija í
knattspyrnu, lést á sjúkrahúsi í
Búdapest í gær, 35 ára gamall.
Hann hafði verið í dái síðan s.l.
miðvikudag eftir að hafa hnigið
niður á landsliðsæfmgu. Læknir
leikmannsins sagði að nákvæm
rannsókn þyrfti að fara fram til
að komast að dánarorsökinni.
Jozsef Verebes, sem tók við
landsliðsþjálfarastöðunni af Fer-
enc Puskas í sumar, valdi Zsibo-
ras til að vera í marki gegn Rúss-
landi í kvöld í undankeppni HM,
en liðin eru í sama riðli og ís-
land. Markvörðurinn lék fjóra
landsleiki og 361 deildarleik í
Ungveijalandi, var áður hjá Fer-
' encvaros en lék nú með MTK,
sem KR-ingar mæta í UEFA-
keppninni 15. september.
FELAGSLIF
Golfmót
knattspyrnumanna
Golfmót 16 ára og eldri knattspyrnu-
manna, f meistaraflokki eða 1. flokki, stjórn-
armanna, dómara og íþróttafréttamanna
verður haldið á Keilisvelli f Hafnarfirði
föstudaginn 10. september. Rástímar frá
kl. 12 til 15. Leikinn verður 18 holu högg-
leikur með og án forgjafar, en hámarksfor-
gjöf verður 24.
Keppt verður um Reebok-skjöldinn fyrir
besta skor með forgjöf, en flugferð fyrir
tvo til Glasgow verður dregin úr nöfnum
viðstaddra keppenda við verðlaunaafhend-
ingu. Þátttaka tilkynnist fimmtudaginn 9.
september kl. 13 til 18 (Vilhjálmur s.
689477, fax 689419).
Aðalfundur Ármanns
Aðalfundur knattspyrnudeildar Ármanns
verður haldinn á ÍSÍ-hótelinu fimmtudaginn
9. september kl. 20.00.
Æfingar hjá ÍF
Vetrarstarfið er að hefíast hjá íþróttafé-
lagi fatlaðra í Reykjavík. Æfíngar verða í
boccia, borðtennis, bogfimi, fijálsíþróttum,
knattspyrnu og eins er á döfinni að koma
á fót körfubolta og pflukasti.
Frekari upplýsingar eru veittar í íþrótta-
__húsi fatlaðra, Hátúni 14 Reykjavík.
Firmakeppni HK
Firma- og félagshópakeppni HK f knatt-
spyrnu, 7 manna lið, verður á grasvellinum
í Smárhvammi í Kópavogi sunnudaginn 12.
september. Upplýsinga og skráning hjá
Kristjáni í síma 667551 eða (fax 668533).
Firmakeppni FH
Félaga- og hópakeppni knattspyrnudeild-
ar FH verður sunnudaginn 12. september
ög hefst kl. 13. Allir leikir á grasi. Fjöldi
liða aðeins 12. Þátttaka tilkynnist í síma
652534 eða 538343.
ÍSLENSKA U-21 s árs landsliðið
í knattspyrnu lauk þátttöku í
riðlakeppni Evrópumótsins á
sannfærandi hátt á Varmárvelli
í Mosfellsbæ í gær og tryggði
sér þriðja sætið í riðlinum.
Strákarnir höfðu mikla yfir-
burði gegn jafnöldrum sínum
frá Lúxemborg og unnu 3:0, en
fyrri leiknum lauk með 3:1 sigri
íslands.
Islendingar náðu fljótlega undir-
tökunum, en í kappið var of
mikið fyrir hlé. Strákarnir sóttu of
stíft og í stað þess
Steinþór að reyna að °Pna
Guöbjartsson svæði fóru of margir
skrifar á sama blettinn,
boltinn tapaðist og
mótheijarnir náðu gagnsóknum.
Reyndar voru flestar þeirra hættu-
lausar, en Lúxemborg fékk fyrsta
marktækifærið eftir hornspyrnu ís-
lands á 12. mínútu og það var að-
eins góðu úthlaupi Ólafs Pétursson-
ar, markmanns og fyrirliða, að
þakka að Marc Lamborelle skoraði
ekki.
Þetta var eina hættulega færi
Lúxemborgar í leiknum, en íslend-
ingar fengu tvö fyrir hlé og nýttu
vel það síðara. Allt annað var að
sjá til strákanna í seinni hálfleik,
einkum fyrsta-stundarfjórðunginn.
Sóknarleikurinn var mun markviss-
ari, spilið betra og hraðinn meiri
enda leið ekki á löngu þar til þeir
Opna bandaríska meistaramótið
í tennis hófst í New York í
síðustu viku. Fjórða umferð var
spiluð í gær og bar það helst til
tíðinda að hin 36 ára gamla Mart-
ina Navratilova, sem fjórum sinn-
um hefur sigrað á mótinu, er úr
leik. Hún tapaði fyrir Helenu
Sukovu frá Tékklandi, 7:5 og 6:4.
Navratilova hafði lýst því yfir
fyrir keppnjna að þetta yrði líklega
í síðasta skipti sem hún keppti á
bandaríska mótinu. Hún náði sér
höfðu bætt við marki. Þeir fengu
nokkur góð færi til að auka enn
muninn, en innsigluðu ekki sigurinn
fyrr en þremur mínútum fyrir leiks-
lok.
Strákarnir léku allir vel og sér-
staklega var vörnin örugg, en það
tók liðið of langan tíma að átta sig
á leikskipulagi mótheijanna. Hins
vegar fóru þeir eftir ábendingum
þjálfaranna í hléinu og eftir það var
ekki að sökum að spyija. „Lúxem-
borg gaf okkur svæði til að sækja á
í fyrri hálfleik og tengiliðir pkkar
voru of nálægt miðheijunum. I hálf-
leik lögðum við áherslu á að bilið
yrði meira, svo miðjumennirnir
gætu gefið fram og fengið boltann
aftur, að þeir hefðu meira svæði til
að vinna á, og þetta gekk eftir,“
sagði Gústaf Björnsson, þjálfari, við
Morgunblaðið aðspurður um hvað
aldrei á strik gegn Sukovu.
„Heppnin var ekki með mér í þess-
um leik,“ sagði Navratilova. „Bolt-
arnir lentu flestir rétt utan við iín-
una. Ef ég hefði spilað af eðlilegri
getu hefði ég unnið örugglega,"
sagði hún.
Sukova, sem er raðað númer 12
á mótinu, hefur aðeins fjórum sinn-
um unnið Navratilovu í 29 leikjum.
„Ég er mjög ánægð — ég lék mjög
vel,“ sagði Sukova og bætti við
að hún hefði reynt að komast upp
hann hefði sagt við drengina í
hléinu.
I vor var gerð sú breyting á stjórn
liðsins að Gústaf tók alfarið við
undirbúningum, en Ásgeir Elíasson
einbeytti sér að a-liðinu. Þessi skip-
an mála hefur reynst vel, en liðið
hefur fengið öll sex stigin í riðlinum
síðan og reyndar gert eitt jafntefli
í æfingaleik ytra að auki. „Mark-
miðið var að ná þriðja sætinu í riðl-
inum og það tókst,“ sagði Gústaf
kátur í leikslók og vonandi verður
sami_ sigurviljinn upp á teningnum
hjá íslendingum, þegar a-lið þjóð-
anna mætast á Laugardalsvelli í
kvöld.
ísland: Ólafur Pétursson - Lárus Orri Sigurðs-
son, Pétur Marteinsson, Sturlaugur Haralds-
son - Þórhallur Dan Jóhannsson, Helgi Kolviðs-
son (Kristinn Lárusson 67.), Finnur Kolbeins-
son, Ágúst Gylfason, Kristófer Sigurgeirsson
- Helgi Sigurðsson, Ríkharður Daðason.
að netinu eins oft og kostur var
því þar væri Navratilova veikust.
Sigurstranglegustu karlarnir
eru allir komnir í 8-manna úrslit.
Félagarnir Pete Sampras og Mich-
ael Chang mætast í 8-manna úr-
slitum. Sampras, sem er Wimble-
donmeistari, vann Svíann Thomas
Enqvist 6-4, 6-4, 7-6 og Chang
átti ekki erfiðleikum með Wayne
Ferreira frá Suður-Afríku 6-4,
6-3, 6-4, í 4. umferð á mánudags-
kvöld.
Staðan í Evrópuriðlum undankeppni heims-
meistarakeppninnar i Bandaríkjunum næsta
sumar, er sem hér segir, og leikirnir sem
eftir eru. Línur eru famar að skýrast í flest-
um riðlanna, en spennan er þó sums staðar
mikil. Margir leikir eru á dagskrá í kvöld.
1. riðill
Sviss....................7 5 2 0 18:4 12
Portúgal.................7 4 2 1 14:4 10
Ítalía...................7 4 2 1 15:6 10
Skotland.................7 3 2 2 10:9 8
Malta....................9 1 1 7 3:21 3
Eistland.................7 0 1 6 1:17 1
■í kvöld: Skotland - Sviss. 22. sept. Eist-
land - Ítalía, 13. okt. Portúgal - Sviss, ítal-
ía - Skotland, 10. nóv. Portúgal - Eistland,
17. nóv. Ítalía - Portúgal, Sviss - Eistland,
Malta - Skotland.
2. riðill
Noregur...............7 5 2 0 20:3 12
England...............7 3 3 1 16:6 9
Holland...............7 3 3 1 17:8 9
Pólland...............5 3 2 0 8:3 8
Tyrkland..............8 1 1 6 7:17 3
SanMarino.............8 0 1 7 1:32 1
■f kvöld: England - Pólland. 22. sept. San
Marino - Holland, Noregur - Pólland. 13.
okt. Holland - England, Pólland - Noregur.
27. okt. Tyrkland - Pólland. 10. nóv. Tyrk-
land - Noregur. 16. nóv. San Marino -
England. 19. nóv. Pólland - Holland.
3. riðill
írland.............. 9 6 3 0 15:2 15
Danmörk............. 9 5 4 0 13:1 14
Spánn............... 9 5 3 1 18:2 13
N-írland............ 9 4 2 3 11:11 10
Litháen.............11 2 3 6 8:19 7
Lettland............11 0 5 6 4:19 5
Albanía.............10 1 2 7 5:20 4
■í kvöld: Albanía - Danmörk, N-írland -
Lettland, írland - Litháen. 22. sept. Alban-
ía - Spánn. 13. okt. írland ; Spánn^ Dan-
mörk - N-írland. 17. nóv. N-írland - írland,
Spánn - Danmörk.
4. riðill
Belgía.................8 7 0 1 15:3 14
Rúmenía................7 4 1 2 21:10 9
Tékkóslóvakía..........7 3 3 1 16:7 9
Wales..................7 4 1 2 14:8 9
Kýpur..................8 2 1 5 8:13 5
Færeyjar...............9 0 0 9 1:34 0
■! kvöld: Wales - Tékkósl., Færeyjar -
.Rúmenía. 13. okt. Rúmenía - Belgía, Wales
- Kýpur. 27. okt. Tékkósl. - Kýpur. 17.
nóv. Wales - Rúmenía, Belgía - Tékkósl.
5. riðill
Rússland...............6 4 2 0 12:2 10
Grikkland..............6 4 2 0 6:1 10
ísland.................7 2 2 3 6:6 6
Ungveijaland...........6 1 1 4 4:8 3
Lúxemborg.............5 0 14 1:12 1
■Rússar og Grikkir hafa þegar tryggt sér
þátttökurétt á HM í Bandaríkjunum. I kvöld:
Ungveijal. - Rússland, ísland - Lúxemborg.
12. okt. Lúxemborg - Grikkland. 27. okt.
Ungveijal. - Lúxemborg. 17. nóv. Grikkland
- Rússland
6. riðill
Svíþjóð.................7 5 1 1 14:4 11
Frakkland...............7 5 1 1 12:5 11
Búlgaría................7 4 12 12:7 9
Austurríki..............7 3 0 4 12:10 6
Finnland................7 115 4:12 3
ísrael..................7 0 2 5 5:21 2
■í kvöld: Finnland - Frakkland, Búlgaría
- Svíþjóð. 13. okt. Frakkland - ísrael, Búlg-
aría - Austurríki, Svíþjóð - Finnland. 27.
okt. ísraeU Austurríki. 10. nóv. Austurríki
- Svíþjóð, ísrael - Finnland. 17. nóv. Frakk-
land - Búlgaría.
TENNIS / OPNA BANDARISKA MOTIÐ
IMavratilova er úr leik