Morgunblaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1993 Reykhólahreppur í sameiningarhug Verðmæti þorskafla frá áramót- um er talið um 12,5 milljarðar króna, en 1992 var það 14,3 á sama tíma og 17,1 milljarður 1991. Verð- mæti karfans hefur aukizt milli ára og varð nú um 6 milljarðar, þar af einn milljarður fyrir úthafskarfa, Tekinn ölvaður á vörulyftara LÖGRGLAN á ísafirði var kölluð til Suðureyrar um kvöldmatar- leytið í gærkvöldi sökum manns sem var ölvaður á vörulyftara. Maðurinn var færður til ísafjarðar þar sem tekin var skýrsla af hon- um og blóðsýni. Að sögn lögreglunnar var maður- inn að vinna á lyftaranum á hafnar- svæðinu á Suðureyri en þar var ver- ið að landa físki. Sökum ökulags hans þótti rétt að kalla lögreglu til. en alls er verðmæti botnfiskaflans 28,6 milljarðar nú, en var 28,7 í fyrra og 32,7 í hitteðfyrra. Verð- mæti loðnuaflans nú varð 3,1 millj- arður, en var 2,4 í fyrra, en verð- mæti síldar og loðnuhrogna varð minna nú. Rækjan skilaði nú 3,6 milljörðum á móti 3,3 árið áður, humaraflinn er metinn á 470 millj- ónir og hörpudiskur á 114. Heildar- verðmæti er því 36 milljarðar á móti 35,3 í fyrra og 37,4 á sama tíma 1991. Munar mest um loðnu og síld Sé litið á nýliðið fískveiðiár varð heildaraflinn 1,7 milljónir tonna og munar þar mestu um rúmlega millj- ón tonn af loðnu og síld. Þetta er 300.000 tonnum meira en fiskveiði- árið næst á undan og 600.000 tonn- um meira en fiskveiðiárið 1990 til 1991. Sjá nánar Úr verinu, bls. Bl. fttftripiJtMi&ifr Metstökk á vélhjóli____________ Jóhannes Sveinbjörnsson setti met er hann stökk á vélhjóli sínu 34 metra í Njarðvíkurhöfn 7 í dag Yfirburöir Kasparovs Nú stefnir í yfirburðasigur Ka- sparovs á Nigel Short 29 Staða Arafats____________________ Samtök heittrúaðra ógna mest stöðu Arafats 21 LeiÖari Margræð kosningaúrslit í Noregi 22 Myndasögur ► Drátthagi blýanturinn - Gátur - Myndir ungra listamanna - Þrautir - Brandarar - Leikhomið - Myndasögur - Ljóð - Fingra- brúður Úr verinu ► Verðmæti aflans meira en í fyrra - íslenzkur hugbúnaður til vörumerkinga fluttur utan - 10% hærra verð á hafbeitarlaxi - Lýs- ing veldur byltingu í laxeldi Morgunblaðið/Bjami Valsmenn töpuðu fyrir Aberdeen VALSMENN lutu í lægra haldi á heimavelli fyrir skoska liðinu Aberdeen í Evrópukeppni bikarhafa á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Skotunum tókst að gera þijú mörk hjá Val, tvö í fyrri hálfleik og eitt í þeim síðari, en Valsmönnum tókst ekki að skora mark. Síðari leikurinn verður leikinn í Skotlandi eftir hálfan mánuð og segja má að möguleikar Vals á að komast'áfram í keppninni séu úr sögunni. Myndin sýnir Steinar Adolfsson í baráttu við einn Skotann. Sjá nánar íþróttasíðu bls. 43 Óskar að ræða við hreppa í Dalasýslu Miðhúsum Á KYNNINGARFUNDI í Miðhúsum á Króksfjarðarnesi í gær lögðu verkhönnuðir Vegagerðarinnar fram teikningar að vegi og brú yfir Gilsfjörð í mynni hans. Bjami P. Magnússon, sveitarsjóri Reykhólahrepps, sagði frá því á fundinum að Reykhólahreppur hefði skrifað sveitarstjórnum í Saurbæjar- og Skarðsstrandarhreppi í Dalasýslu og óskað eftir viðræðum um samein- ingu. Þeir hreppar eru í Vesturlands- kjördæmi en Reykhólahreppur er í Vestfjarðakjördæmi. Eins og staðan er nú er samvinna íbúa Reykhólahrepps mun meiri við Vesturlandskjördæmi en Vestfjarða- kjördæmi. Vegalengdir milli hrepps- ins og Dalasýslu munu styttast enn frekar við tilkomu brúnnar yfir Gils- fjörð. Brúin 60 metrar Samkvæmt þeim upplýsingum sem fram komu á fundinum verður brúin ekki nema 60 metrar og verða því „vatnaskipti" frekar lítil og því verður vatnið lítið salt. Jón Helgason aðalhönnuður lýsti hvemig að verki yrði staðið og Birgir Guðmundsson, umdæmisverkfræðingur í Borgamesi, stjómaði umræðum, sem urðu miklar. Sveinn. -------»♦ ♦------- Formaður nefndar sem leggur til sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum Tillagan eingöngu fram bor- in til að fullnægja lagaskyldu UMDÆMANEFND Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum stend- ur einróma að tillögu til félagsmálaráðuneytis um að kjósendum á Suðurnesjum gefist kostur á að kjósa um sameiningu sveitarfé- laganna sjö á Suðumesjum í eitt en þó eru nefndarmenn alls ekki einhuga í afstöðu sinni til tillögunnar, að sögn Kristjáns Pálssonar bæjarsq'óra í Njarðvík og formanns nefndarinnar. Sveit- arfélögin sem um ræðir era Keflavík, Njarðvík, Grindavík, Sand- gerðisbærj Gerðahreppur, Vatnsleysustrandarhreppur og Hafnar- hreppur. Ibúar í þeim öllum voru 15.941 þann 1. desember sl. Tillagan sem lögð verður fyrir lqósendur hljóðar svo: Vilt þú að sveitarfélögin sjö á Suðumesjum verði sameinuð í eitt? Ekkert liggur fyrir um sparnað Kristján segir tillöguna einungis setta fram til að fullnægja þeirri lagaskyldu sem á umdæmanefndir var lögð með lögum sem sett voru í vor að þeim sé skylt að leggja fram tillögu að nýrri skiptingu landshlutanna í sveitarfélög. Kristján segir að ekkert liggi fyrir sem bendi til þess að unnt verði að spara skattgreiðendum á svæð- inu útgjöld með sameiningunni, þvert á móti muni reksturinn í besta falli kosta sömu fjárhæð og nú. Sýna megi fram á sparnað í yfirstjórn en á móti komi að ekki sé annað vitað. en að þjónustu- framlög úr Jöfnunarsjóði, sem öll sveitarfélög á svæðinum, nema Hafnir og Keflavík njóti nú, tapist og einnig tapist að líkindum tekju- jöfnunarframlög úr sjóðinum. Kristján segir að það sem m.a. veki efasemdir um framgang málsins sé það hve mjög staðið hafí á tillögum og hugmyndum frá félagsmálaráðuneytinu um breyt- ingar á Jöfnunarsjóði, tekjuöflun- arkerfi sveitarfélaganna og verka- skiptingu þeirra og ríkisins. Ýmis konar samvinna Kristján sagði að sá kostur að leggja fram spurningu um samein- ingu allra sveitarfélaganna í stað nokkurra, t.d. einungis Hafna og Sandgerðis, hefði verið sá að sveit- arfélögin á svæðinu hefðu þegar með sér ýmis konar samvinnu, m.a. um rekstur sorpeyðingar- stöðvar, heilbrigðiseftirlit, öldrun- Eitt sveitarfélag Suðurnesjum í huga,“ sagði Kristján og bætti við að mörgum hefði þótt rétt að láta það haldast í hendur að gerð- ar væru tillögur um sameiningu í umdæmanefndum og að félags- málaráðuneyti legði fram tillögur um verkefnatilflutning og breytta tekjustofna sveitarfélaga. Þegar þeirri óvissu hefði verið eytt væri tímabært að bera málið undir kjós- endur. Sjá nánar fréttir og viðtöl á miðopnu. Skákþing íslands Guðfríður Lilja efst SJÖUNDA umferð á Skákþingi íslands var tefld í gærkvöldi. í landsliðsflokki urðu úrslit þau að Þröstur Þórhallsson vann Sævar Bjarnason, Jafntefli gerðu Helgi Ólafsson og Hannes Hlífar Stef- ánsson, Björgvin Jónsson og Jó- hann Hjartarson og Tómas Björnsson og Jón Garðar Viðars- son. Helgi Ass Grétarsson vann Guðmund Gíslason og Andri Áss Grétarsson og Haukur Angantýrs- son gerðu jafntefli. Staðan í iandsliðsflokki er sú að Helgi Ólafsson er efstur með 5V2 vinning, Hannes Hlífar Stefánsson og Þröstur Þórhallsson hafa 4>/2 vinn- ing og frestaða skák. Jóhann Hjart- arson er með 4 Vi vinning. Fimmta umferð var tefld í kvenna- flokki. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir vann Helgu Guðrúnu Eiríksdóttur og Guðný Hrund Karldóttir vann Önnu Björgu Þorgrímsdóttur. Er staðan í kvennaflokki því sú að Guðfríður Lilja er með 3‘/z vinning, Guðný Hrund er með 2 '/2 vinning og fre- staða skák, Helga Guðrún hefur IV2 vinning og frestaða skák og Anna Bjöjg er með IV2 vinning. Áttunda umferð í landsliðsflokki og 6. umferð í kvennaflokki verða tefldar í kvöld í skákmiðstöðinni í Faxafeni. armál og brunavamir og með því að sameina öll sveitarfélögin þyrfti t.d. ekki að hugsa grundvöll þess samstarfs upp á nýtt. Umræða í skugga óvissu Kristján sagði að öll þessi um- ræða hefði farið fram í skugga óvissu um stöðu sveitarfélaga þar sem tillögur frá félagsmálaráðu- neyti hefði skort. „Við höfum beð- ið eftir einhveiju útspili frá ráðu- neytinu um það hvernig Jöfnunar- sjóðurinn mundi deilast til að eyða efasemdum okkar sem höfum vilj- að skoða þetta með hagkvæmnina Afli kvótaársins 1,7 millj.toima Verðmæti fiskaflans frá áramótum meira en á sama tíma í fyrra HEILDARVERÐMÆTI fiskaflans frá áramótum til ágústloka var 36 milljarðar króna, samkvæmt mati Fiskifélags íslands. Á sama tíma í fyrra nam verðmæti aflans heldur lægri upphæð, eða 35,3 miHjörðum, en á sama tíma 1991 var aflinn metinn á 37,4 milljarða. Botnfiskafli frá áramótum er nú 403.000 tonn, 790.000 af síld og loðnu, 42.000 af skelfiski og alls er aflinn því orðinn 1,2 milljónir tonna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.