Morgunblaðið - 15.09.1993, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1993
Elín Árnadóttir nýr skattstjóri Vestfjarðaumdæmis
„Spennandi verkefni“
FJÁRMÁLARÁÐHERRA hef-
ur sett Elínu Árnadóttur skatt-
stjóra Vestfjarðaumdæmis frá
1. október nk. með aðsetri á
Isafirði. Elín er 32 ára gömul
og lauk prófi sem lögfræðing-
ur frá Háskóla íslands haustið
1989. Hún hefur unnið hjá
embætti ríkisskatt.stjóra frá
því í október sama ár.
Elín sagði í samtali við Morgun-
blaðið að sér litist vel á starfíð og
yrði þetta spennandi verkefni að
takast á við.
Hún sagðist hafa góða þekk-
ingu á skattkerfínu eftir að hafa
unnið hjá embætti ríkisskattstjóra
í fjögur ár, fyrst á virðisauka-
. skattsdeild en síðan á lögfræði-
sviði á tekjuskattsskrifstofunni.
Aðspurð sagði Elín að hún væri
ekki fysta konan til að gegna
Morgunblaðið/Sverrir
Skattstjórinn
ELIN Árnadóttir hefur verið sett
skattstjóri Vestfjarðaumdæmis.
embætti skattstjóra, kona hefði
verið sett skattstjóri í hálfan mán-
uð í fyrra þegar skattstjóraskipti
urðu nyrðra en hún væri fyrsta
konan til að taka við skattstjóra-
embætti til frambúðar.
Uppalin á Suðureyri
EJín sagðist vera fædd og uppal-
in á Suðureyri í Súgandafírði og
þekkti því vel til fyrir vestan. Hún
sagði að það legðist vel í sig að
flytja til Isafjarðar, þar ætti hún
margt skyldfólk og vissi að þar
væri mikið af góðu fólki.
Sex umsækjendur voru um
stöðuna auk Elínar, Guðmundur
Halldórsson viðskiptafræðingur,
Haraldur Þór Teitsson viðskipta-
fræðingur, Jónas Guðmundsson
lögfræðingur og þrír aðrir sem
óskuðu nafnleyndar.
Morgunblaðið/Kristinn
Grænlenskur dans
GRÆNLENDINGARNIR tóku þjóðbúningana með sér og dönsuðu
fyrir gestgjafa sína í Setbergsskóla (að ofan). Þeir sýndu líka bæjar-
stjóra Hafnarfjarðar og forseta íslands dans. Loftur tók fram að
Grænlendingamir hefðu verið afar kurteisir. Hann sagðist ekki vita
til þess að heill grunnskólabekkur frá Grænlandi hefði áður komið
í heimsókn til íslands.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veéur Akureyri 6 alskýjað Reykjavík 10 þokumóða
Björgvin 13 hálfskýjað
Helsinki 10 léttskýjað
Kaupmannahöfn 10 rigning
Narssarssuaq 8 rlgning
Nuuk 8 skýjað
Óalö 10 hálfskýjað
Stokkhólmur 10 skúr
Þórshöfn 8 hálfskýjað
Algarve 21 léttskýjað
Amslerdam 14 rigning
Barcelona 23 léttskýjað
Berlín 14 alskýjað
Chicago 21 rigníng
Feneyjar 28 léttskýjað
Frankfurt 18 skýjað
Glasgow 12 skúr
Hamborg 16 skýjað
London 14 skýjað
LosAngeles Lúxemborg 18 alskýjað vantar
Madríd 20 skýjað
Malaga 24 léttskýjað féttskýjað
Mallorca 27
Montreal 20 skýjað
NewYork 22 skýjað
Orlando 23 léttskýjað
Paría 18 skúr
Madelra 23 léttskýjað
Róm 22 rigning
Vín 17 alskýjað
Washington 21 skýjað
Wlnnipeg 4 akýjað
Grænlensk ung-
menni í heimsókn
NEMENDUR í 9. bekk Setbergsskóla í Hafnarfirði hófu skólaárið
með einkar skemmtilegum hætti því I byijun september tóku þeir
á móti 12 jafnöldrum sínum og pennavinum frá Grænlandi. Græn-
lensku ungmennin voru hér í tíu daga og tókst heimsóknin í alla
staði mjög vel að sögn Lofts Magnússonar skólastjóra.
Loftur sagði að krakkarnir
hefðu nýtt tímann hér á landi afar
vel og m.a. komið á Þingvelli, að
Gullfossi og Geysi, í Krísuvík, Bláa
lónið og skoðað Mývatn og ná-
grenni þess. Að auki hefðu þeir
haft tækifæri til að hitta bæjar-
stjórann í Hafnarfirði og forseta
íslands.
Vinabæir
Grænlensku krakkarnir hafa
skrifast á við þá íslensku í tvö ár
og var reynt að haga því þannig
að þeir gistu hjá íslenskum penna-
vinum sínum. Saman gerði hópur-
inn sér svo ýmislegt til skemmtun-
ar og var þá m.a. farið á kvik-
myndina Jurassic Park en þess
má geta að hvorki er kvikmynda-
hús né sundlaug í heimabæ Græn-
lendinganna, Ilulissat á vestur-
strönd Grænlands. Bærinn, sem
er vinabær Hafnarfjarðar, liggur
300 km fyrir norðan heimsskauts-
baug og eru íbúamir um 4.500.
Mikil sala í nýrri
gerð Toyotabíla
MIKIL sala hefur verið á nýrri gerð Toyota Corolla bíla og verða
um fimmtíu bflar afhentir í vikunni. Tegundin er með minni vél
en síðasta árgerð og fer bíllinn því í lægri tollflokk sem lækkar
verðið um 155 þúsund krónur.
Að sögn Lofts Ágústssonar,
blaðafulltrúa Toyota, hefur mikil
eftirspurn verið eftir bílunum frá
því þeir voru kynnti fyrir helgina
og verða um fímmtíu bflar afhent-
ir í þessari viku. Hann sagði að
ódýrasti Toyota Corolla bíllinn
væri nú seldur á 1.074 þús. kónur
en verð á árgerðinni frá í fyrra
er 1.229 þús. krónur. Loftur sagði
að nýja árgerðin væri með 1300
vél en 1600 vél var í þessum bílum
áður.
Lægri tollflokkur
Hann sagði að vélin væri endur-
bætt og skilaði 90 hestöflum og
munaði ekki nema 24 hestöflum
frá fyrri árgerð. Bfllinn lenti í
lægri tollflokki vegna þess að vél-
in mælist minni sem veldur því
að verðið lækkar um 155 þús.
krónur. Loftur sagði að viðtökum-
ar hlytu að teljast býsna góðar
miðað við hvemig bílasala hefur
gengið að undanfömu.
Góð loðnuveiði
VEL HEFUR gengið á loðnumiðunum að undanförnu og hafa
skipin verið um sólarhring að ná fullfermi. Alls hafa rúmlega 342
þúsund tonn borist á land á vertíðinni en þar af hafa erlend veiði-
skip landað um 13 þúsund tonnum. Um 375 þúsund tonn eru óveidd
af loðnukvótanum. Rumlega 20
Þokkalegt útlit
Keflvíkingur KE landaði 500
tonnum á Raufarhöfn í gær. Að
sögn Gunnlaugs Jónnssonar skip-
stjóra ganga veiðarnar vel en skip-
in hafa verið um sólarhring að ná'
fullfermi. Hann sagði að veður
skip stunda nú loðnuveiðarnar.
hefði verið gott á miðunum og
væri þokkalegt útlit með áfram-
haldandi loðnuveiði. Rúmlega 20
skip stunda nú loðnuveiðamar.
Albert GK fór á loðnu í vikunni
og Víkurberg GK var að fara í
sína fyrstu veiðiferð.