Morgunblaðið - 15.09.1993, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 15.09.1993, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1993 Sjóminjasafn íslands Lifandi starfsemi og stóraukin aðsókn HINN 1. október nk. er liðið eitt ár frá því að Þjóðminjasafn Is- lands tók við stjórn Sjóminja- safns Islands og á þessu tæpa ári hefur orðið mikil breyting á þessu litla en vinalega safni allra landsmana í Brydepakkhúsi í Hafnarfirði. Gert var átak í að kynna safnið, starfsemi þess og staðsetningu, húsið merkt að utan, efnt til sam- starfs við aðila í ferðaiðnaði og móttöku ferðamanna í Hafnarfirði, sýningartíma var breytt og hann lengdur, sett var upp lítil safnbúð, bryddað upp á ýmsum nýjungum í sýningarstarfi, boðið upp á harmonikkumúsík og fleira í þeim dúr. Arangurinn hefur ekki látið á sér standa því gestafjöldinn hefur margfaldast það sem af er árinu miðað við árið í fyrra og undanfar- in ár. Gestir safnsins eru nú á átt- unda þúsund þegar fjórir mánuðir eru eftir af árinu. Þar skiptir mestu að sett var upp ný og vönduð fastasýning í safninu „Fiskur og fólk“ sem opnuð var á sjómannadaginn, 6. júní af Ólafi Asgeirssyni, formanni Þjóðminja- áðs. Fyrri fastasýning hafði staðið að mestu óbreytt frá því safnið var opnað árið 1986 og var engan veg- inn fullnægjandi lengur. Meira úr- val muna er nú til sýnis en áður og þeim komið fyrir á skemmtileg- an og aðgengilegan hátt í tímaröð með glöggum skýringartextum á íslensku og ensku. Hefur sýningin hlotið góða dóma gagnrýnenda og safnafólks og frá- bærar viðtökur almennings, sem sækir nú safnið heim um helgar í mun meiri mæli en áður var. Sýn- ingin tekur yfir mestan hluta safn- hússins á þremur hæðum og eru sýningargripir á fimmta hundrað í 30 sýningardeildum eða einingum. „Fiskur og fólk“ var að öllu leyti samin og sett upp af starfsmönnum safnsins og var safninu aldrei lokað meðan á uppsetningu stóð. Vönduð sýningarskrá með skýringarmynd- um fylgir sýningunni og fyrir er- lenda gesti er útdráttur á fjórum tungumálum. Þá setti Sjóminjasafnið upp litla og fróðlega sumarsýningu í Geysis- húsi, „Sjósókn og sjávarfang" í samvinnu við Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Árbæjarsafn og nokk- ur fyrirtæki tengd sjávarútvegi og stóð hún frá 6. júlí til 22. ágúst. Þar voru meðal annars til sýnis loftskeytaklefí í eigu safnsins af togaranum Geir RE 241 frá árinu 1923 með öllum tækjabúnaði, „Halakotsbáturinn“, lítill árabátur frá Vatnsleysuströnd smíðaður árið 1904, líkön, myndir, munir og margt fleira. Aðsókn var góð að sýningunni i Geysishúsi og á fímmta þúsund gesta lagði þangað leið sína. Því má segja að á tólfta þúsund manns hafí skoðað sýningar Sjóminjasafns íslands það sem af er árinu sem er um 400% aukning frá árinu 1992. Ekki hefur verið látið sitja við sýningarhald og kynningarstarf því talsvert hefur verið unnið að innri málum safnsins og rannsóknar- störfum. Skráningu safngripa var mjög ábótavant, en nú hafa allflest- ir munir verið skráðir í tölvu. Nokk- uð hefur borist af gjöfum til safns- ins og Ljósmyndasafn Reykjavíkur gaf gott safn mynda á hina nýju sýningu. Eftir bátabrunann í Vesturvör í vor fór fram á vegum safnsins at- hugun á því hvað til er af gömlum bátum og var meðal annars farið í tvær könnunarferðir i sumar í þessum tilgangi, aðra um Suðurnes og hina um Breiðafjörð og ná- grenni. Er nú mun ljósara en áður hvað til er af gömlum bátum og í hvað ástandi þeir eru. Nú í haust verður sett upp lítil sérsýning í anddyri Sjóminjasafnsins þar sem Sjóminjasafn íslands. árangur þessara ferða verður kynntur í ljósmyndum og texta. Hefur Jón Allansson safnvörður annast þessa þætti starfseminnar en hann nam auk sagnfræði Bæði fornleifafræði og safnavísindi við Gautaborgarháskóla og starfaði við Arkeologiska Museet þar í borg um skeið. Björn G. Björnsson annast kynningar- og markaðsmál og sér um daglegan .rekstur, en Bjöm hefur unnið að kynningarmálum um árabil. Nú er sumartörnin að mestu að baki og hauststarfsemin að fara í gang og þá er skólafólk áberandi meðal safngesta. Sjóminjasafnið sendi öllum grunnskólum á Suður- og Vesturlandi kynningarefni sl. haust ásamt verkefnum fyrir mis- munandi aldurshópa og var því afar vel tekið. Um 2000 nemendur heimsóttu safnið fram til vors og líkaði bæði kennurum og nemend- um vel. Nú verður skólum landsins sent sameiginlegt kynningarefni fyrir öll þijú söfnin; Sjóminjasafnið, Nesstofusafn og Þjóðminjasafn ís- lands. Sjóminjasafn íslands er opið alla daga frá kl. 13-17 út september- mánuð, en frá kl. 13-17 um helgar eftir 1. október. Safnið er opið á öðrum tímum eftir samkomulagi fyrir einstaklinga eða hópa. (Fréttatilkynning) Kjarvalsstaðir Sýning á málverkum eftir Gunnlaug Blöndal . 'ÁJáÍAl. ’i .iMLiex ' / I Í^-W-Áki,. , SÉRSÝNII NG á tækjum og vélum fyrir fiskiðnað og sjávarútveg að SEUAVEGI2 ViS í HéSni- verslun bjóðum þér aö koma í sýningarsal okkar og kynna þér fjölbreytt úrval af traustum vörum og þjónustu sem íslenskur fiskiðnaður og sjóvarútvegur hafa notið í óratugi. Á sýningunni er m.a. Hátækni- búna&ur til stýringar og gæslu á kæli- og frystikerfum, vökvamótorar o.fl. fyrir háþrýsti-vökvakerfi, vatns-, sjó-, og slógdælur, rafsuðutæki og margt fleira áhugavert. Tæknimenn okkar veita jbér fúslega allar upplýsingar um vöruna, varahlutaþjónustuna og annað sem þig fýsir að vita. NOTAÐU TÆKIFÆRIP OC , SKOÐAÐU ÞESSA SYNINGU LIKA! = HÉÐINN = V E R S L U N SELJAVEGI 2 SÍMI 624260 Laugardaginn 18. september kl. 16 verður opnuð sýning á 45 málverkum eftir Gunnlaug Blön- dal á Kjarvalsstöðum í tilefni af því að 27. ágúst sl. voru hundrað ár liðin frá fæðingu hans. Gunnlaugur Blöndal fæddist að Sævarlandi í Þistilfirði, en fluttist snemma með foreldrum sínum til Hvammstanga þar sem hann ólst upp. Hann lærði tréskurð í Reykja- vík hjá Stefáni Eiríkssyni tréskurð- armeistara, en hélt svo til Kaup- mannahafnar 1913, þar sem hann settist á skólabekk í Teknisk Selskab Skole og nam þar teikn- ingu. Gunnlaugur hvarf þó heim frá Kaupmannahöfn, en tveim árum síðar hélt hann aftur utan og þá til Oslóar, þar sem hann komst inn í Listaakademíuna og var þar undir handleiðslu eins virtasta málara Norðmanna á þessum tíma, Christ- ians Kroghs. í Osló komst Gunnlaugur í snert- ingu við franska samtímalist og þá sérstaklega verk eftir Renoir og Matisse. Að loknu tveggja ára námi ferðaðist hann víða um Evrópu og kom síðan heim og 1922 hélt hann sína fyrstu einkasýningu. Sýning- unni var vel tekið og í framhaldi af henni beittu nokkrir einstakling- ar sér fyrir því að styrkja hann til utanferðar á nýjan leik og nú til Frakklands, þar sem hann dvaldi „HVER ER SINNAR GÆFE SMIÐCR' Viltu njóta lífsins og verða öruggari með sjálfan þig? Ná betri tökum á mannlegum samskiptum og losna við áhyggjur og kvíða? Verða góður ræðumaður og virkja eldmóðinn? rjárlcsliug í iiH'ii111iin skilar |>ér arði a‘\il;ingl. Upplýsingar í síma: 81 2411 STJÓRNUNARSKÓLINN næstu fimm árin, eða til 1929. í París á þessum tíma var mikil listræn hringiða og varð Gunnlaug- ur fyrir miklum áhrifum frá þeim hreyfingum sem helstar voru í gangi, s.s. expression- og kúbisma. Hann settist að í listamannahverf- inu Montparnasse og sótti tíma í Akademíu André Lhote en færði sig fljótlega yfir í „Hina fijálsu vinnustofu" þar sem Fernand Léger var meðal kennara hans. Gunnlaug- ur hreifst af verkum Maurice Utril- los og Amedo Modiglianis og fór þess brátt að gæta í myndum hans. I París átti sér stað uppgjör við raunsæismálverkið sem hann hafði tileinkað sér í Osló og reyndi hann fyrir sér með fjölbreyttum stíl- brögðum. Á þessum árum uppgötv- aði Gunnlaugur nýtt myndefni — konuna og nekt hennar — sem átti eftir að fylgja hopum allan hans feril. Gunnlaugi tókst að skapa sér rými í frönsku listalífí. Hann var viðurkenndur sem virtur þátttak- andi í Parísarskólanum og átti verk á frægri sýningu á franskri sam- tímalist sem send var til Tókýó 1926. Honum var boðið að sýna verk sín í galleríi Billiet og Musée National du Luxembourg í París keypti af honum málverk sem sýndi höfnina í Reykjavík. Á fjórða áratugnum sýndi Gunn- laugur víða um Evrópu, þó sérstak- lega í Danmörku þar sem hann var búsettur og svo á Islandi, því mynd- efni sitt sótti hann gjarnan til Is- lands og kom oft hingað á sumrin og málaði. Hann beindi athygli sinni að fáum myndefnum á ferli sínum, en fyrir utan konumyndir voru það landslags-, portrett-, sjávar- og hafnarmyndir, sérstaklega á Siglu- fírði og fólk við fiskvinnslu. Gunnlaugur fluttist aftur til ís- lands eftir að stríðið skall á í Evr- ópu og hér starfaði hann af krafti síðustu tuttugu ár ævi sinnar. I tilefni sýningarinnar hefur ver- ið gefin út vönduð litprentuð sýn- ingarskrá með grein eftir Gunnar B. Kvaran um listamanninn og fer- il hans. Sýningin á Kjarvalsstöðum mun standa til sunnudagsins 17. október og er opin daglega frá kl. 10-18. Kjarval í París í BORGARLISTASAFNI Parísar, Pavillon des Arts, verður opnuð sýning á verkum eftir Jóhannes Sveinsson Kjarval, föstudaginn 17. september. Sýnd verða 46 málverk, teikningar og vatnslita- myndir úr eigu Listasafns Reykjavíkur, Kjarvalsstaða, Listasafns íslands, Listasafns ASÍ og fjölda einstaklinga. Meginþema sýningarinar er hin fjölbreytilega sýn Kjarvals á ís- lenska náttúru og hvernig hann samtvinnar yfírnáttúrulegar og jarðneskar verur landslagstúlkun sinni. Á sýningu þessari getur að líta mörg af meginverkefnum meistarans svo sem „Fjallamjólk" frá 1941 og „Krítík“ frá 1946-47. Þetta er í fyrsta skipti sem hald- in er sýning á verkum eftir Kjarv- al í Frakklandi og er hún unnin í samvinnu Kjarvalsstaða, Mennta- málaráðuneytisins og Pavillon des Arts. I tilefni af sýningunni hefur verið gefin út sýningarskrá á frönsku með greinum eftir Kristínu Guðnadóttur listfræðing og safn- vörð Kjarvalsstaða, Halldór Lax- ness og Jean-Jacues Lebel. Einnig hefur verið prentað veggspjald. Sýningin í Pavillon des Arts mun standa til sunnudagsins 14. nóv- ember.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.