Morgunblaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEFfEMBER 1993
Skotbar-
dagar í
Kroatíu
TIL skotbardaga kom í gær á
milli hersveita Serba og Króata
við borgirnar Sisak og Zadar í
héraðinu Krajina í Króatíu sem
Serbar hafa á valdi sínu. Skutu
Serbar niður króatíska MiG-21
orrustuþotu. í Genf sömdu Alija
Izetbegovic leiðtogi múslima í
Bosníu og Franjo Tujdman for-
seti Króatíu um vopnahlé í átök-
um múslima og Bosníu-Króáta í
Bosníu.
Fann kelt-
neskan sjóð
BRESKUR maður vopnaður
málmleitartæki fann 977 kelt-
neska gull- og siifurpeninga í
jörðu við bóndabæ í vesturhluta
Englands í fyrradag. Peningarnir
eru taldir vera frá fyrstu öld. Er
þetta stærsti fundur sinnar teg-
undar en peningarnir voru á 40
sentimetra dýpi.
Rafstraumur
drepur sæðið
ÞÝSKT fyrirtæki í Svartaskógi,
Neue Technologien, hefur þróað
nýja getnaðarvörn fyrir karl-
menn, málmhólka sem komið er
fyrir í hvorri sáðrásinni. Þegar
sæðisvökvinn spýtist í gegnum
hólkana drepur veikur rafstraum-
ur sæðisfrumumar.
Þúsund ár
í fangelsi
BORGARDÓMUR í Belfast á
Norður-írlandi dæmdi 26 ára
hryðjuverkamann, Scott Monag-
ham, í 989 ára fangelsi í gær
fyrir 80 hegningarlagabrot, þ. á
m. morð- og sprengjutilræði við
breska hermenn. Er Monagham,
sem er liðsmaður IRA, gert að
afplána hvetja refsingu fyrir sig
þannig að þegar afplánun einnar
refsingar lýkur tekur sú næsta
við.
Finnar sjá
fram á bata
EFNAHAGS- og samvinnustofn-
un Evrópu (OECD) sagði í gær
að gera mætti ráð fyrir stigvax-
andi efnahagsbata í Finnlandi í
vetur og á næsta ári en atvinnu-
leysi myndi ekki minnka fyrst um
sinn. I álitsgerð OECD sagði að
atvinnulöggjöfin og miklar niður-
greiðslur í landbúnaði stæðu
fínnsku efnahagslífi fyrir þrifum.
Samdráttur
í Japan
ÞJ ÓÐARFRAMLEIÐSLA Japana
dróst saman um 0,5% á tímabilinu
apríl til júní eða sem svarar 2,0%
á ári, samkvæmt opinberum
tölum sem birtar voru í gær. Lík-
ur eru taldar á að hagvöxtur verði
neikvæður á fjárhagsárinu, í
fyrsta sinn í tvo áratugi.
Framleiðsla
dregst saman
í Þyskalandi
LANDSFRAMLEIÐSLAN dróst
saman um 2% í Þýskalandi á fyrri
hluta ársins en utanríkisviðskipti
voru hins vegar mun hagstæðari
en búist hafði verið við, að sögn
þýsku hagstofunnar.
Andófsmanni
sleppt í Kína
EINN kunnasti pólitíski fangi
Kína, Wei Jingsheng, var sleppt
úr haldi í gær eftir 14 ára vist
af 15 í díflyssu. Hann var dæmd-
ur í 15 ára fangelsi fyrir að hvetja
til lýðræðis í Kína. Talið er að
hann fái frelsi í tengslum við að
Alþjóðaólympíunefndin (IOC)
ákveður í næstu viku hvar Ólymp-
íuleikarnir árið 2.000 verða haldnir.
Urslit þingkosninganna í Noregi gætu haft víðtækar afleiðingar
Andstæðingar EB-aðildar
ná undirtökum á þinginu
FLESTIR virðast þeirrar skoðunar að verulega hafi dregið úr líkun-
um á að Norðmenn muni á næstu árum gerast aðilar að Evrópu-
bandalaginu vegna úrslita þingkosninganna á mánudag. Vissulega
vann Verkamannaflokkurinn og minnihlutastjórn Gro Harlem
Brundtland sigur en Miðflokkurinn, sem berst hatrammlega gegn
Evrópusamstarfi og sækir fylgi sitt aðallega til Norður-Noregs,
þrefaldaði þingmannafjölda sinn. í sumum landsbyggðarkjördæmum
fékk hann allt að 40% atkvæða. Þetta er besti árangur flokksins
frá því forveri hans, Bændaflokkurinn, fékk 15,9% atkvæða í kosn-
ingunum árið 1930. Miðflokkurinn er nú næst stærsti flokkurinn á
norska þinginu og ætlar að nota þingstyrk sinn til að koma í veg
fyrir EB-aðild með öllum tiltækum ráðum.
„Það verða handalögmál í þing-
inu vegna EB-málanna,“ sagði
Anne Enger Lahnstein, leiðtogi
Miðflokksins, sem gengur undir
nafninu „nei-drottningin“ í Noregi.
Hún sagði einnig, í samtali við
fréttastofuna NTB, að hún ætti von
á að EB-andstaða myndi nú einnig
fara vaxandi í Svíþjóð og Finnlandi.
Samkvæmt norsku stjórnar-
skránni frá 1814 verða þrír fjórðu
þingmanna að samþykkja aðild að
Segir Walker að það hafi einungis
gerst tvisvar, á meðan á kalda stríð-
inu stóð, að höfuðstöðvar KGB í
Moskvu hafi sent skilaboð til sendi-
manna sinna á Vesturlönum að þeir
ættu að búa sig undir „yfírvofandi
árás“. Fyrra skiptið hafí verið árið
EB og er því ekki Iengur meiri-
hluti fyrir aðild á norska þinginu.
Má jafnvel færa rök fyrir því að
EES-samningurinn hefði ekki kom-
ist í gegnum norska þingið eins og
það er nú skipað.
Brundtland ánægð
Brundtland sagði í gær að þrátt
fyrir niðurstöðu kosninganna
myndi ríkisstjórnin halda aðildar-
viðræðunum áfram. „Verkamanna-
1961, er deilan um eldflaugamar á
Kúbu stóð sem hæst, og annað skipt-
ið í september 1983.
Hörð viðbrögð Vesturlanda við
þeim atburði er Sovétmenn skutu í
1. september niður kóreska risaþotu,
með þeim afleiðingum að 269 manns
flokkurinn hefur fengið þá stuðn-
ingsyfirlýsingu sem hann bað um,“
sagði Brundtland og bætti við að
það væri norska þjóðin sem myndi
endanlega ákveða afdrif EB-aðild-
arinnar. Stefnir stjórnin að því að
halda þjóðaratkvæðagreiðslu um
málið, annað hvort árið 1994 eða
1995, ef viðunandi samningsniður-
staða næst. Norðmenn kusu einnig
um EB-aðild árið 1972 og höfnuðu
henni þá með naumum meirihluta.
Samkvæmt skoðanakönnun, sem
birtist í Dagbladet, hefur EB-and-
staða heldur ekki verið jafn mikil
í Noregi um áratuga skeið. Sam-
kvæmt könnuninni eru 58% Norð-
manna á móti aðild en 31% eru
hlynntir henni.
Fyrsti sigurinn
Þetta var í fyrsta skiptið sem
Brundtland tókst að vinna kosn-
ingasigur sem forsætisráðherra og
spá stjórnmálaskýrendur í Noregi
því að hugsanlega kunni Verka-
fórust, sannfærðu ráðamenn í
Moskvu, að sögn Walkers, um að
kjamorkuárás á Sovétríkin væri yfír-
vofandi.
Óttuðust þeir að árásin ætti að
eiga sér stað í skjóli umfangsmikillar
heræfíngar, sem skyndilega var boð-
að til í nóvember þetta sama ár. Seg-
ir Walker að Rússar hafí verið mjög
fegnir er heræfíngunni lauk án þess
að á þá væri ráðist, þar sem þeir
hefðu verið teknir að trúa sínum eig-
in áróðri um að Reagan-stjómin væri
vís til að hefja kjarnorkustyrjöld að
fyrra bragði.
mannaflokkurinn að vera á leið upp
úr lægð síðustu ára. Brundtland
hefur leitt flokkinn í fjórum síðustu
kosningum og tapaði flokkurinn
ávallt fylgi. Hann fékk 41% at-
kvæða árið 1985, 36% árið 1987,
34% árið 1989 og 30% árið 1991.
Nú virðist sem flokkurinn hafí
fengið í kringum 36% atkvæða.
Kosið aftur í Osló?
Tölvubilun í Osló gerði það hins
vegar að verkum að ekki er búist
við að endanlegar niðurstöður
kosninganna muni liggja fyrir fyrr
en í dag eða á morgun. Norsku
blöðin sögðu í gær að það væri
hneyksli hvernig staðið hefði verið
að málum í höfuðborginni og að
komast yrði að því hver bæri
ábyrgð á klúðrinu. Létu sumir leið-
arahöfundar jafnvel liggja að því
að kosningarnar yrðu ógildar vegna
málsins og því yrði hugsanlega að
kjósa á ný um hin fimmtán þing-
sæti Osló.
Bandaríkin
Aftökur ekki
verið fleiri í
þrjá áratugi
New York. Frá Huga Ólafssyni, fréttárit-
ara Morgunbiaðsins.
ÞRJÁTÍU manns hafa verið líflátn-
ir í nafni laganna það sem af er
þessu ári í Bandaríkjunum og hafa
aftökur aldrei verið fleiri síðan
hæstiréttur landsins heimilaði þær
að nýju árið 1976. Margt bendir
til að aftökur muni enn færast í
aukana, ekki síst það að hæstirétt-
ur hefur auðveldað framkvæmd
þeirra með því að vísa ítrekað frá
áfrýjunarbeiðnum sem gætu haft
fordæmisgildi.
Yfir 200 manns hafa verið teknir
af lífí síðan 1976, þar af 31 í fyrra,
fleiri en nokkru sinni í þijá áratugi,
en verða væntanlega enn fleiri á
þessu ári. Yfír 2.600 fangar bíða eft-
ir eitursprautu, aftökusveit, raf-
magnsstólnum eða gálganum, eftir
því hvernig lög viðkomandi ríkja
kveða á um framkvæmd dauðarefs-
ingar.
Um 200 eru dæmdir til dauða ár
hvert, en þeir eru aðeins brot þeirra
sem fremja 20.000 morð á ári í
Bandaríkjunum. Andstæðingar
dauðarefsingar halda því fram að
þeir sem hana hljóta séu ekki alltaf
verstu níðingarnir, en séu hlutfalls-
lega oftar svartir en hinir sem sleppa
með fangelsisvist og nálega alltaf
fátækir, sem þýði að þeir geti ekki
ráðið góðan lögfræðing.
Önnur vinsæl rök gegn dauðarefs-
ingunni er að hún verður ekki aftur
tekin. Athugun sem birtist í lögfræði-
tímariti fyrir nokkrum árum komst
að því að 23 hefðu verið teknir af
lifí saklausir á þessari öld.
Meirihluti almennings í flestum
ríkjum er þó fylgjandi dauðarefsing-
um og hert refsilöggjöf hefur verið á
stefnuskrá bandarískra stjómmála-
manna í báðum þingfiokkum í um tvo
áratugi.
Nú dúsa rúmlega milljón manns í
bandarískum fangelsum, fjórfalt fleiri
•en árið 1973. Hlutfallslega eru hvergi
fleiri bak við rimlana en í Bandaríkj-
unum.
Nú færist mjög í vöxt að dæma
minniháttar sakamenn í stofufangelsi
með senditæki í ól um ökklann og
fylgist lögregla með 40.000 slíkum
um þessar mundir. Þessi þróun er
þó síður merki um hugarfarsbreyt-
ingu en auraleysi yfírvalda, enda
kostar það skattborgara áttfalt meira
að setja smábrotamenn í fangelsi en
að láta þá dúsa nauðuga á stofusófan-
um.
Sovétmenn óttuðust
kjamorkuárás 1983
^^London. Reuter.
ÁFORM Bandaríkjamanna um geimvarnir og árás sovéskra herþotna
á kóreska farþegaflugvél árið 1983 gerðu það að verkum að heimurinn
var mun nær kjarnorkustyrjöld en hingað til hefur verið talið, að sögn
breska rithöfundarins Martin Walker. Kemur þetta fram grein í blað-
inu Guardian þar sem hann vitnar til sovéskra leyniskjala en Walker
er fyrrum fréttaritari blaðsins í Moskvu. Bók eftir hann um kalda stríð-
ið kom út í Bretlandi í gær.