Morgunblaðið - 15.09.1993, Síða 27

Morgunblaðið - 15.09.1993, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1993 27 HVERSVEGNA? eftir Kjartan Guðjónsson Hvers vegna erum við íslendingar með þeim ósköpum gerðir að láta eignir okkar drabbast niður í van- hirðu? Sagt hefur verið að hirðingja- þjóðir fargi öllu sem þær geta ekki haft beint gagn af eða tekið með sér. Til skamms tíma hirtu Tyrkir ekki um fornminjar og jafnvel spilltu þeim. Barði Guðmundsson taldi að Islendingar væru afkomendur Her- úla. Það skyldi þó aldrei vera að við værum afkomendur Vandala. Ætli það sé ekki nær einsdæmi að þjóð sem hefur búið í iandi í meir en þús- und ár skuli ekki hafa skilið eftir neitt sem kalla má mannvirki, nema allt hafí þá, sem flest nú verið látið drabbast niður. íslendingar hafa ekki einu sinni nennt að klappa fanga- mark sitt á stein. Illt er hirðuleysið, umhyggjan getur stundum verið verri. Séð hef ég gamalt trafakefli sem hafði verið pússað með sand- pappír og lakkborið með háglans. Ekki ætla ég að þetta sé dæmi- gert, og þó. Þegar talað er um betr- umbætur er betra að hafa augu og eyru opin. Húsameistaraembættið rústaði nánast Bessastaðakirkju í snobbrús fyrir forsetaembættinu. Eftir stóð karaktérlaust hús hvorki nýtt né gamalt, sýkt af harðviðar- 9g parketplágu sem heltók nýríka íslendinga í eina tíð. Síðan hafa raun- 'ar málarar haft talsvert að gera við að mála palisander þiljur og tekk eldhús. Hvað eftir annað hefur Al- þingishúsið verið í bráðri hættu. Það er reglubundið eins og asíuinflúensa að einhverjir þingmenn eða bréftil- blaðsins-kjósendur fínni hjá sér hvöt til að byrja aftur á sjálfstæðisbaráttu gegn Dönum og hefja baráttu gegn konungi og kórónu einkum þeirri sem prýðir alþingishúsið. Þetta hús er eitt meistarastykki forms og hlut- falla. Þeir vissu hvað þeir sungu þessir gömlu karlar. Kóróna þessa yfirlætislausa, fagra húss er hin umdeilda kóróna sjálf, hróflið við henni krossfarar og frelsisvinir og þið gerið húsið að geldingi, að haus- lausri afturgöngu. Formblinda er því miður útbreiddur kvilli. Það er ekki hægt að ætlast til að almenningur hafí sérþekkingu á byggingarsögu, en þegar landsfeður ætla að fara að ráðskast með byggingu á borð við alþingishúsið vitandi ekkert í sinn haus og formblindir að auki, er kom- inn tími til að spyma við fótum. í hnúkana tók þegar einn fremsti litt- erat þjóðarinnar á þingbekkjum lét sér detta í hug að klessa skjaldar- merkinu á svalimar. Og vel að merkja skjaldarmerkið. Við höfum nánast dmkkið það í okkur með móðurmjólkinni þetta merki sé eitt hið fegursta í heimi hér, að um það þurfí ekki að ræða frekar en nátt- úrufegurð landsins. En meinið er bara að þetta er ekki almennilegt skjaldarmerki heldur myndlýsing (ill- ustrasjón) eins og teiknað er fyrir bækur. Hið versta við það er ef til vill ofhlæðið, sé það smækkað verður það að torkennilegri klessu, sé það stækkað koma gallar þess því þeim mun betur í ljós sem það stækkar meira. Frá örófí alda hafa skjaldar- merki verið stílfærð, einfölduð tákn, þar þarf ekki vitnanna við og ekki annað en að fletta því upp. Að ofan- verðu má segja að merkið sé þokka- lega stílfært (öminn og drekinn) að neðan snýst það upp í natúralisma (nautið og jötunninn). Gerð er grein fyrir hárafari jötunsins belti skó- þvengjum o.fl. allt í anda myndlýs- ingar en ekki merkis. Sama gildir um nautið. Undir öllu saman er svo vandlega skyggð og útfærð hraun- hella sem bætir raunar þriðju vídd- inni í myndina. Uppruni þessa verks mun vera pennateikning frá 1912 að mig minnir, teiknuð af myndlistar- manni með hugsjónir ungmennafé- laganna að leiðarljósi og kannske ekki von að hann vissi mikið um lög- mál skjaldarmerkja. Þó nokkrar til- raunir hafa verið gerðar til að draga úr agnúum þessa verks og allar mis- tekist. Við eigum einn mann sem gæti hugsanlega komið einhverju viti í þetta merki og er sá Þröstur Magnússon teiknari, en það verður ekkert áhlaupaverk. Og áfram með húsið. Sem betur fer hefur velviljuð- um mönnum hingað til tekist að koma í veg fyrir stórslys. Harðvið- arpúkinn hefur að vísu skotist inn í anddyrið og reyndar lengra því að ein þjóðlega vakningin komst alla leið inn í sal neðri deildar, þegar háborð forseta var fjarlægt og í stað- inn kom einhver óskapnaður þiljaður eins og baðstofuskarsúð. Þetta var með ferlegri stílbrotum sem orðið hafa, og það virtist enginn taka eft- ir þessu á hinu háa alþingi. En ein- hveijar heilladísir eru víst á sveimi í húsinu, það hefur líklega gleymst eða verið vanrækt að bijóta niður danska borðið því að einn daginn var það komið aftur á sinn stað án þess að nokkur á hinu háa alþingi tæki eftir. Hafi þeir sem skiluðu borðinu ævarandi þökk. Eitt sinn var í aðsigi parket-aðför að dómkirkjunni, en þar kom krókur á móti bragði. Kristján Eldjárn, þá þjóðminjavörður, gaf kost á sér í safnaðarnefnd og enginn hefur treyst sér til að vaða yfír hann. Sami púki var byijaður að þreifa fyrir sér í anddyri safnahússins en komst ekki lengra hvað sem olli. Vilmundur Jónsson kom á elleftu stundu í veg fyrir eyðileggingu á stéttinni framan við húsið; sem er líklega seinasta brústeinalögnin á Islandi. Þeir voru byijaðir að rífa. En á húsið skal ráð- ist ef ekki að innan þá að utan. Safnahúsið var fyrir löngu umlukið smekkleysum en sést þó vel. Nú er komið að Hæstarétti að bæta gráu ofan á svart. Hamingjan hjálpi hinni virðulegu stofnun ef dómarar sjá ekki lengra en yfír í næstu götu. Kannske hafa þeir ekki ennþá upp- götvað sigurverk tækninnar, bíltík- ina, sem ætti að geta gert þeim kleift að komast í vinnuna þótt þeir ættu sér hús annars staðar í landflæmi borgarinnar. Að takast skyldi að kreista Bernhöftstorfuna undan blóð- ugum nöglum glerkastalaofstækisins í Stjórnarráðinu gengur kraftaverki næst. Og þá er komið að meginerindi þessa bréfs sem er Keldur á Rang- árvöllum. Ef við eigum nokkra þjóð- argersemi er það skálinn að Keldum. „Ef við eigrim nokkra þjóðargersemi er það skálinn að Keldum.“ „Ég fínn það á mér að hér hefur Sólveig Jónsdóttir sofið“, sagði Ámi Pálsson að sögn Helga á Hrafnkels- stöðum. Hvort sem Oddaveijar gengu hér um dyr eður ei er þetta elsta hús landsins með ummerkjum sem rekja má allt til upphafs húsa- smiða á íslandi. Að sinna ekki um viðhald er slæmt, að taka rangar ákvarðanir um viðhald er verra. Ég hef rökstuddan grun um að þama hafí verið unnin skemmdarverk í nafni viðhalds. Enginn nema almætt- ið getur stöðvað regn, en skálanum liggur við hruni að hluta til vegna þess að vatnsaga hefur beinlínis ver- ið beint að húsunum. Ein forn stoð heldur við gijóthleðslu sem sígur inn og er það ekki á mínu valdi að spá fyrir um hvað gerist ef eða þegar hún lætur undan. Á þaki hefur torf- ið sigið og sér í bera hauskúpu þar sem tjaslað hefur verið bárujárni til undirlags og þetta sker í augun. Ónýtum fjárhúsum er ekki sýnd ” meiri óvirðing. Furðuleg ráðstöfun má það kallast að þynna torfþök á skálum að sögn til að létta á sperr- um. Ókjörum af mold og torfí hefur verið mokað burt svo að nú standa hinar miklu vindskeiðar upp og út eins og rif í hungurdauðum manni. Moldinni var sturtað þar sem hún eykur á vatnsflauminn. Það er ekki sjálfgefið að fornleifafræðingar og arkitektar þekki náttúru torfbæja, en það gera próflausir bændur og ekki hafa þeir lagt á ráðin um van- hugsuð verk að Keldum. Próflaus , bóndi sagði mér að tveir menn með vörubíl gætu á svo sem viku sett fyrir lekann af mannavöldum. í ár er veitt tólf hundruð þúsundum til Keldna. Ekkert af þeirri hungurlús fer til þess að hefta vatnsagann. Það má heita tímanna tákn að ís- lensk menning sé einskis nýt nema til útflutnings eins og fískur. Krampakennd ásókn í viðurkenningu útlendinga útheimtir nánast einn poppara í hvert sendiráð. Minnimátt- arkenndin og belgingurinn víxlast á eins og vonin og kvíðinn. Klapp á kollinn og gott hjá þér litli minn fá menn til að kikna í hnjáliðunum. Við viljum gjarnan vera mikil menningar- þjóð í litlu landi. Við getum kannske risið undir því ef við höldum reisn okkar og segjum við útlendinga: Sækið okkur heim, kynnist íslenskri menningu á íslandi. Þess vegna styð ég heilshugar að af stórhug rísi menningarmiðstöð að Korpúlfsstöð- um og fjandinn hirði um kostnaðinn. Hann gæti orði alls þessa virði, jafn- vel skilað sér aftur. Höfundur er listmálari. Vinmnoar / & haskolaislands W llllllflVMfll ■ vænlegosttllvinninp 1 u » lHHw P) 378 4745 9157 12058 17822 21543 24282 30843 35494 45308 50244 53954 802 4802 9801 12942 18137 22341 24417 31337 34344 45404 51979 54454 854 4827 9890 13242 18259 22493 24428 31707 34990 44784 52342 55839 1321 5300 10259 14754 19201 23213 24702 31783 38174 44831 52484 54743 2042 4154 10350 14959 19248 23480 24991 32153 38420 44930 52555 54801 2731 4144 10449 15075 19459 24195 27200 33154 39410 47047 52572 57318 3018 4911 10802 15311 19944 25274 27530 33449 39444 48594 52579 58283 3321 7754 10834 15899 20237 25787 28489 34249 40408 48447 53428 58334 3434 8500 11128 14115 20429 25851 28747 34824 40471 48949 53417 59088 3475 8974 11514 14471 21382 24175 30023 34940 43359 50139 53470 59390 Sl. laugardag var birt hér í blaðinu vinningaskrá í 9. flokki hjá Happdrætti Háskóla íslands. Af einhveijum ástæðum féllu niður 25.000 kr. vinningamir (125 þúsund kr. tromp). Vinningsnúmerin 120 birtast hér að ofan og eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á mistökunum. - ALAFOSSBUÐIN Útsala á postulíni, glervörum og öðrum gjafavörum hefst í dag, 15. sept. Ath. vegna breytinga á búöinni hœttum vió meó postulínsvörur frá Arzberg. ÁLAFOSSB ÚÐIN, Vesturgötu 2, sími 13403. Vetrartímimi hjá SJÓVÁ-ALMENNUM er frá níu til fímm Haustið er komið og veturinn nálgast óðum. Hjá SJÓVÁ-ALMENNUM skiptum við yfir í vetrarafgreiðslutíma sem er frá klukkan níu til fimm. Vetrartíminn gildir frá 15. september til 1. maí.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.