Morgunblaðið - 30.09.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.09.1993, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1993 Höfuðstóll Atvinnuleysistryggingarsjóðs neikvæður um tvo milljarða Byggðastofnun óskar framlags úr ríkissjóði HÖFUÐSTÓLL Atvinnuleysistryggingarsjóðs Byggðastofnunar er nei- kvæður um rúma tvo milljarða kr. samkvæmt drögum að milliiipp- gjöri og hafa skuldir aukist um rúmar 300 miiljónir kr. frá áramót- um. Byggðastofnun hefur lagt fyrir rúman einn milljarð kr. í afskrifta- sjóð til að mæta afskriftum iána á þessu ári og segir Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar, að mörg stór dæmi séu í far- vatninu. Byggðastofnun hefur óskað eftir 120 milljóna kr. framlagi úr ríkissjóði til að Atvinnuleysistryggingarsjóður geti greitt af endurfj- ármögnunarlánum á þessu ári. Atvinnuleysistryggingarsjóður hefur veitt verðtiyggð lán með 6% vöxtum, einkum til sjávarútvegsfyr- irtækja, og hefur enduríjármagnað sig með lánum frá ríkissjóði, erlend- um lánum og með innlendu lánsfé af sölu spariskírteina ríkissjóðs. Sjóðurinn veitir ekki ný lán. End- urfjármögnunarlán sjóðsins bera mun hærri vexti en útlán hans. 8 milljarðar útistandandi „Þessi sjóður er með bullandi öfugan vaxtamun til viðbótar því að hann skuldar meira en hann á,“ seg- VEÐUR ir Guðmundur. Afborgunum af út- lánum sjóðsins var frestað 1992 og 1993 og ríkisstjórnin hefur ákveðið að fresta afborgunum 1994 og 1995. Sjávarútvegurinn, sem er lang- stærsti skuldarinn, mun því aðeins grejða vexti á þessum árum. Útistandandi lán sjóðsins eru, að sögn Guðmundar, um átta milljarðar kr. Gert er ráð fyrir að um sjö millj- arðar kr. séu innheimtanlegir. Samkvæmt lánsfjárlögum er Byggðastofnun heimilt að taka að láni 1,3 milljarða á þessu ári til að greiða af lánum en samkvæmt mati stofnunarinnar vantar engu að síður upp á 120 milljónir kr. til að endar nái saman. „Það er ekki forsvaran- legt lengur að taka lán fyrir gjald- þrota deild. Það þarf að fara að borga þessar skuldir," segir Guð- mundur. Guðmundur segir að gengisfell- ingin 28. júní sl. hafi haft veruleg áhrif á skuldastöðu sjóðsins því útlán hafi verið endurfjármögnuð með er- lendu lánsfé. Búið er að afskrifa á þessu ári lán sem veitt voru Einari Guðfinnssyni hf. og Hafsíld hf., samtals um 400 milljónir kr. „Það er því miður mikið í pípunum og það er til varasjóður upp á rúman milljarð," segir Guð- mundur og kveðst hann gera ráð fyrir að sá sjóður dugi fyrir afskrift- um á þessu ári. Hann segir að Borg- ey á Hornafirði sé eitt hinna stóru mála sem taka þurfi afstöðu til á næstunni. IDAG ki 12.00 Heímitd: Veðurstofa tsiands / / (Byggt a veðurspá kl. 16.15 í gær) VEÐURHORFURIDAG, 30. SEPTEMBER YFIRLIT: Vaxandi 985 mb lægð á sunnanverðu Grænlandshafi þokast austur. Önnur lægð aðgerðalítil er skammt vestur af Skotlandi. SPÁ: Suðaustanátt. Stinningsgola, allhvöss og rigning suðaustan- og austanlands en þurrt í öðrum landshlutum. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Austlæg eða breytileg átt. Skúrir um allt land. Hiti verður á bilinu 6-12 stig á föstudaginn en 5-9 stig á laugardag. HORFUR A SUIMNUDAG: Nokkuð hvöss austan- og norðaustanátt. Rign- ing víða austanlands en skýjað að mestu og úrkomulítið vestan til. Hiti 6-10 stigvíöast hvar. Nýir vefturfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22. 30.Svarsími Vefturstofu Islands — Veðurfregnir: 990600. o Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað ///*/**** • / / * / * * v // / / */*** V Rigning Slydda Snjókoma Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk, Alskýjað heil fjóður er 2 vindstig.( 10° Hitastig V V V Súld = Þoka FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 ígasr) Þjóðvegir landsins eru flestir í góðu ásigkomulagi og greiöfærir. Víða er þó unniö að vegagerð og þurfa vegfarendur að haga akstri sam- kvæmt merkingum þar. Hálendisvegir eru færir fjallabílum, Gæsavatna- leið fær til austur frá Sprengisandi. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og ígrænnilínu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 8 léttskýjað Reykjavlk 8 úrkomaigr. Björgvin 13 skýjað Helsinki 7 léttskýjað Kaupmannahöfn 13 hálfskýjað Narssarssuaq 5 slydda Nuuk 1 skýjað Ósló 12 léttskýjað Stokkhólmur 12 léttskýjað Þórshöfn 11 skýjað Algarve 19 rign.ásfð, klst. Amsterdam 15 léttskýjað Barcelona 21 skýjað Berlín 14 hálfskýjað Chicago vantar Feneyjar vantar Frankfurt 15 léttskýjað Glasgow 9 rigning og súld Hamborg 13 skýjað London 14 skýjað LosAngeles vantar Lúxemborg vantar Madríd 20 skýjað Malaga 21 heiðskirt Mallorca 23 léttskýjað Montreal vantar NewYork vantar Orlando vantar Parls 16 skýjað Madelra 23 léttskýjað Róm 21 léttskýjað Vín 11 rlgningás.klst. Washington vantar Winnipeg vantar Framkvæmdastjóri ASÍ um opinber framlög Blöndal Færeyingar til vinnu FIKIL vöntun hefur verið á fólki til vinnu í frystihúsi Síldarvinnslunn- ai í Neskaupstað eftir að skólafólk hætti í vinnu í haust, aðallega hefur vantað kvenfólk. Þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar hefur geng- ið illa að fá fólk og var þá brugðið á það ráð að auglýsa í Færeyjum og bar það þann árangur að Islandsflug sótti nýlega 12 Færeyinga til vinnu í Neskaupstað. Stór hluti starfs- ins í þágu ríkisins RÍKIÐ veitir á þessu ári 13 milljónir kr. til starfsemi Alþýðusam- bands Islands og segir Lára V. Júlíusdóttir, framkvæmdasfjóri ASI, að þær greiðslur hafi til skamms tíma verið sundurliðaðar og runn- ið m.a. til hagræðideildar og hagfræðideildar ASÍ. Hún segir að heildartekjur ASÍ hafi á síðasta ári verið á milli 80 og 90 milljónir kr. með framlagi ríkisins og telur ástæðu til að ríkið auki hlutdeild sína í kostnaði við starfsemi. „A skrifstofu okkar starfa 13 manns og stór hluti vinnu þeirra er unninn í þágu hins opinbera í formi setu í nefndum og ráðum og við að semja álitsgerðir og umsagnir til stjórnvalda," segir Lára, „og því spurning hvort þau ættu ekki leggja meira af mörkum til starfseminnar." Lára segir að í nágrannalöndun- um séu skrifstofur alþýðusamband- anna að miklu leyti reknar fyrir opinbert fé. Hérlendis renni um 1.000 kr. af greiðslum félagsmanna ASÍ til starfsemi skrifstofunnar sem sé vel innan við 0,01% af með- altekjum félagsmanna, en til sam- anburðar megi taka Vinnuveitenda- samband íslands sem innheimti 0,36% af launagreiðslum sinna að- ila. Hún segir orka tvímælis að heimta frekari greiðslur af félags- mönnum sambanda ASÍ, þar sem vinnan sem skrifstofa ASI inni af hendi sé í tengslum við hagfræðileg og lögfræðileg málefni og hagræð- ingu sem nýtist hinum aimenna félagsmanni ekki nema að litlu leyti. Lára segir að styrkur hins opin- bera til ASÍ sé óeðlilega lítill í sam- anburði við samtök atvinnurekenda eða samtök í landbúnaði, fiskiðnaði og iðnaði. „Framleiðsluráð landbún- aðarins er t.d. rekið fyrir fé skatt- borgara og framlög nema um 70 milljónum kr. árlega, sem maður hlýtur að setja spurningarmerki við ef borin eru saman greiðslur til ASÍ og hvað þessir aðilar eru að fást við,“ segir Lára.“ Ragnar Kjartansson ráð- inn franikvæmdastj óri Aflvaka Reykjavíkur hf. RAGNAR Kjartansson hefur ver- ið ráðinn framkvæmdastjóri Afl- vaka Reykjavíkur hf. sem er í eigu nokkurra borgarfyrirtækja. Ragnar sagði í samtali við Morg- unblaðið að starfið legðist afar vel í sig. Aflvaki Reykjavíkur hf. er í eigu Reykjavíkurborgar, Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Hitaveitu Reykjavík- ur, Vatnsveitu Reykjavíkur, Reykjavíkurhafnar og Háskóla ís- lands. Megintilgangur félagsins er að reka kynningar- og upplýsingar- þjónustu í því skyni að laða að inn- lenda og erlenda fjárfesta sem vilja stofna til atvinnurekstrar í Reykja- vík en í því sambandi verður lögð áhersla á víðtækt samstarf við fyrir- tæki, sjóði, menntastofnanir og samtök atvinnulífs og aðra sem vinna að svipuðum verkefnum, að sögn Ragnars. Þá mun félagið vinna að tillögu- gerð og stefnumótun um atvinnu- mál. Einnig mun það vinna að til- lögugerð um stuðning Reykjavíkur- borgar til eflingar atvinnulífs og nýsköpunar í Reykjavík. í þriðja lagi mun Aflvaki standa með Reykjavíkurborg að stofnun hluta- RAGNAR Kjartansson hefur ver- ið ráðinn forsljóri Aflavaka Reykjavíkur hf. félaga vegna breytinga á rekstrar- formi stofnana borgarfyrirtækja en þar liggur fyrst fyrir að stofna hlutafélag um rekstur Strætisvagna Reykjavíkur sem verður gert á næstunni, að sögn Ragnars.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.