Morgunblaðið - 30.09.1993, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1993
45
„Það er engin spurning að Hinir óæskilegu er einhver áhrifaríkasta og
beinskeyttasta mynd sem sést hefur..." SV Mbl.
HLAUT VERDLAUNICANNES 1993 FYRIR LEIKSTJORN.
Mynd sem hefur komið gífurlega á óvart. Hispurslaus frásögn af götulífi stórborgar þar sem glæpir
og jafnvel morð flokkast undir afþreyingu.
Sýnd kl. 5, 7,9 og 11. Bönnuð innan 16 ára.
DAUÐASVEITIIM
Lou Diamond Phillips
Scott Glenn
Mynd um SIS sérsveitina i L.A. lögreglunni.
Sýnd 5,7,9 og 11.
Stranglega bönnuð innan 16 ára
Tveir truflaóir... og onnor verri
Frábœr grínmynd fyrir unglinga á öllum aldrl.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Deilt um hvort flytja eigi Blindrabókasafnið í Kópavog
Starfsmenn styðja flutning
SEX starfsmenn Blindra-
bókasafnsins hafa sent frá
sér yfirlýsingu þar sem
stuðningi er lýst við þá
ákvörðun nieirihluta stjórn-
ar safnsins og forstöðu-
nianns þess að safnið fiytji
frá Hamrahlíð 17 í Reykja-
vík að Digranesvegi 5 í
Kópavogi. Formaður
Blindrafélagsins hefur
gagnrýnt þessa ákvörðun
harðlega í fjölmiðlum.
skora starfsmennirnir á
menntamálaráðherra að gefa
Blindrabókasafni íslands og
starfsmönnum þess þá afmæl-
isgjöf, að flytja safnið á Digra-
nesveg en safnið er 10 ára um
þessar mundir. Segja starfs-
mennirnir að við hæfi sé að
safnið komist í framtíðarhús-
næði í eigu ríkisins og hús-
næðið verði þá innréttað með
þarfir safnsins að leiðarljósi.
Þjónar ekki aðeins
blindum
Starfsmennirnir sex segjast
telja að Blindrabókasafnið
þjóni það blönduðum hópi
fólks, ekki aðeins blindum, að
kröfur um staðsetningu í
Hamrahlíð 17, húsi Blindra-
félagsins, vegi ekki eins þungt
og kunni að virðast í fljótu
bragði. Því til sönnunar megi
benda á að stærsti hópur lán-
þega sé aldraðir sem séu háðir
útkeyrslu hljóðbóka.
Annar stór hópur sé nem-
endur framhaldsskóla sem eigi
við lestrarörðugleika að etja
og sæki þjónustu til safnsins
víðs vegar að. Þróun starfsem-
innar undanfarin ár hafi orðið
með þeim hætti að safnið sé
orðið að alhliða þjónustustofn-
un fyrir þá sem eigi við lestra-
rörðugleika að stríða.
„Sjálfstæði stofnunarinnar
er betur tryggt utan Hamra-
hlíðar 17. Fólk hefur mikla
tilhneigingu til að rugla
Blindrabókasafni og Blindra-
félagi saman. Telja jafnvel
sumir að safnið sé deild í
Blindrafélaginu! Við höfum
vonandi leiðrétt þann misskiln-
ing,“ segir síðan í tilkynningu
starfsmannanna.
Blindrabókasafnið leigir nú
húsnæði sem er í eigu Blindra-
félagsins. í yfírlýsingunni
l£4 LEIKFEL. AKUREYRARs. 96-24073
Sala aðgangskorta stendur yfir!
Aðgangskort LA tryggir þér sæti með verulegum afslætti á
eftirtaldar sýningar:
Afturgöngur eftir Henrik ibsen, Ekkert sem heitir
- átakasaga eftir „Heiðursfélaga", Bar-par eftir Jim
Cartwright og Óperudraugurinn eftír Ken Hill.
Verð kr. 5.500,- pr. sæti
Elli- og örorkulífeyrisþegar kr. 4.500,- pr. sæti
Frumsýningarkort kr. 10.500,- pr. sæti
Miöasalan opin alla virka daga kl. 14-18 meðan á kortasölu stend-
ur. Auk þess er tekið á móti pöntunum virka daga I síma 96-24073.
Greiðslukortaþjónusta.
SÍMi: 19000
Áreitni
Spennumynd
sem
tekur alla
á taugum.
Hún var skemmti-
leg, gáfuð og sexí.
Eini gallinn við hana
var að hún var bara
14 ára og stór-
hættuleg.
Aðalhlutverk: Alicia Silverstone,
Cary Elwes
(The Princess Bride, Days of
Thunder
og Hot Shots), Jennifer Rubin
(The Doors)
og Kurtwood Smith
(Dead Poets Society).
Sýnd kl. 5, 7,9 og 11.
Bönnuð innan 12 ára.
Red Rock West
★ ★ ★ Pressan
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Stranglega bönnuð
innan 16 ára.
ÞRIHYRNINGURINN
★ ★ ★ ★ Presson
★ ★★’/i 0V
Sýnd kl. 5,7,9 og 11.
Bönnuð innan 12 ára.
SUPER MARI0
BR0S.
„Algjört möst."
★ ★ ★ O.Ó. Pressan.
Sýnd kl.5,7,9 og 11.
LOFTSKEYTAMADURINN
★ ★ ★GE-DV * ★ ★Mbl.
Margföld verðlaunamynd.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Hótel Saga
Skemmtun
fyrir eldri
borgara
EFNT verður til skemmti-
dagskrár fyrir eldri borg-
ara í Súlnasal Hótels Sögu
nk. föstudagskvöld. Ferða-
kynning verður um Dublin
á írlandi - á vegum Sam-
vinnuferða-Landsýnar því
fyrirhuguð er ferð þangað
á næstunni á vegum ferða-
skrifstofunnar og Lands-
sambands eldri borgara.
Meðal skemmtiatriða verð-
ur að feðgarnir Þórir og Jónas
Þórir Dagbjartsson leika létta
írska tónlist á fiðlu og píanó,
Litrófíð CMB litgreining bjóða
sérstaka kynningu á litgrein-
ingu og slæðuhnýtingum.
Einnig verður spilað bingó þar
sem m.a. eru tveir ferðavinn-
ingar til Dublinar í vinning.
Hljómsveitin Saga ClassTneð
söngvurunum Berglindi Björk
Jónasdóttur og Reyni Guð-
myndssyni leikur.
------» ♦ ♦----
Ferðafélag íslands
Borgarganga
um Eliiðarárdal
ELLEFTI og síðasti áfangi
göngusyrpu Ferðafélagsins,
Borgargöngunnar, sem
hófst í byrjun árs, er í kvöld,
fimmtudagskvöldið 30.
september.
Mæting er við ferðafélags-
húsið Mörkinni 6 (austast v.
Suðurlandsbrautina). Rúta að
Árbæjarsafni og gengið þaðan
um Reiðskarð og Elliðaárdal
að Mörkinni. Það er ekkert
þátttökugjald. Gangan tekur
um 1,5 klst. og er við allra
hæfi. Fullt tungl er í kvöld
þannig að ef bjartviðri helst
verður þetta sannkölluð tungl-
skinspanp'a.
• Frjálsi leikhópurinn
Tjarnarbíói, Tjarnargötu 12, sími 610280.
„Staxidandi pína"
(Stand-up tragedy) eftir Bill Cain.
Sýn. fimmtud 30. sept. kl. 20.00, uppselt, laugard. 2. okt.
kl. 15.00 og 20.00, örfá sæti laus, sunnud. 3. okt. kl.
15.00 og 20.00, örfá sæti laus, föstud. 8. okt. kl. 20.00,
örfá sæti laus. Miðasala frá kl. 17-19.
Héðinshúsinu, Seljavegi 2
AUGNABLIK sýnir
JÚLÍA OG MÁN AFÓLKIÐ
nýtt íslenskt barna- og f jölskylduleikrit.
Laugard. 2. okt. k). 11, örfá sæti laus, sunnud. 3. okt. kl.
14, sunnud. 10. okt. kl. 17.00.
Miðaverð 700 krónur. Systkini greiða eitt gjald.
Upplýsingar og miðapantanir í síma Augnabliks 21163 og
miðasölu Frú Emilíu 12233. Miðasalan er opin frá kl. 17.00-
19.00 alla virka daga og klukkustund fyrir sýningu.
eftir Áma Ibsen.
Leikstjóri: Andrés Sigurvinsson
Fö. 1. okt. ki. 20:30 Sýnt í íslensku
Lau. 2. okt. kl. 20:30 Óperunni
Miðasiilan cr opin daglcga frá kl. 17 - 19 og
sýningardaga 17 - 20:30. Miðapantanir í s: 11475
og 650190. Q
I é LEIKHÓPURINN
BORGARLEIKHUSIÐsími 680-680
LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR
Stóra svið kl. 20:
• SPANSKFLUGAN e. Arnold og Bach
Sýn. fös. 1. okt., uppselt. Sýn. lau. 2. okt., uppselt, sun.
3. okt. uppselt. Fim. 7. okt., fáein sæti laus. Fös. 8. okt,
uppselt. Lau. 9. okt., fáein sæti laus.
Litla svið kl. 20:
• ELÍN HELENA e. Árna Ibsen
Frumsýning miðv. 6. okt. Uppselt. Sýn. fim. 7, okt., uppselt, fös.
8. okt., uppselt, lau. 9. okt., uppselt, sun. 10. okt., uppselt.
Mið. 13. okt. uppselt, fim, 14. okt., uppselt.
Stóra svið kl. 14:
• RONJA RÆNINGJADÓTTIR e. Astrid Lindgren
Sýn. sun. 10. okt., lau. 16. okt., sun. 17. okt. Ath. aðeins 10
sýningar!
ÁRÍÐANDI!
Kortagestir með aðgöngumiða dagsetta 2. okt., 3. okt. og 6.
okt. á Litla sviðið, vinsamlegast hafið samband við miðasölu
sem fyrst.
Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá ki. 13-20.
Tekið á móti miðapöntunum i síma 680680 frá kl. 10-12 alla
virka daga. Bréfasími 680383. - Greiðslukortaþjónusto.
MuniO gjafakortin okkar - tilvalin tækifærisgjöf.