Morgunblaðið - 30.09.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.09.1993, Blaðsíða 11
MENNING/LISTIR Myndlist Sýningu Sossu lýkur í Gallerí Fold Margrét, Soffía Björnsdóttir, Sossa, hefur að undanförnu sýnt nýjar olíumyndir í Gallerí Fold, Austurstræti 3. Sossa er fædd í Keflavík 1954 og stundaði n_ám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1977-1979. Sossa við verk sín. Sossa hefur haldið einkasýningar hérlendis og erlendis, nú nýlega í Danmörku og Noregi og tekið þátt í samsýningum. Sossa er búsett á Sauðárkróki. Opið er í Gallerí Fold mánudaga til föstudaga frá kl. 10-18, laugar- daga kl. 10-16 og sunnudaginn 3. október kl. 13-17. Haukur Dór í Listmunahúsinu og er Listmunahúsið opið frá kl. 10-18 virka daga og frá kl. 14-18 um helgar.______________________ Leiklist Geiri lygari Leikhópurinn Möguleikhúsið hef- ur nú hafið að nýju sýningar á barnaleikritinu Geira lygara eftir Pétur Eggerz. Leikriritið var sýnt á leikskólum á höfuðborgarsvæðinu í. vor, auk þess sem farið var með sýninguna í leikferð til Svíþjóðar og Danmerk- ur. Geiri lygari gerist í verslun kaup- mannsins Sigvalda þar sem sendi- llinn Geiri vinnur. Hann er mesti galgopi og gjarn á að skreyta frá- sagnir sínar. Það kemur honum í koll dag einn þegar Sigvaldi biður hann að gæta verslunarinnar fyrir sig. Leikarar í Geira lygara eru fjórir, Alda Arnardóttir, Bjarni Ingvars- son, Pétur Eggerz og Stefán Sturla Siguijónsson. Leikstjóri er Bjarni Ingvarsson, en Ingvi Þór Kormáks- son samdi tónlist. Sýnt verður á leikskólum á höfuð- borgarsvæðinu og víðar. FERÐATILBOÐ í VIKU # FERÐATILBOÐ í VIKU # FERÐATILBOÐ í VIKU # FERÐATILBOÐ í VIKU Nú færðu ofangreindar vörur á einstöku ferðatilboði í viku, 30. sept. til 6. okt. Lyftu þér nú upp og nýttu þér ferðatilboð í verslunum Hagkaups í vikunni. Ef Hagkaup er ekki í byggðarlaginu þá er hægt að notfæra sér þjónustu Póstverslunar Hagkaups, grænt símanúmer 99 66 80. Tilboðið gildir á meðan birgðir endast. HAGKAUP MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1993 Taktu Barnaúlpa Verö-áétrr4^9 5 Ferðatilboð Þjóðleikhúsið 13. krossferðin á Stóra sviðinu Dömugallabuxur Verð áöuri<r. 27995,- Ferðatilboð 1.993.- ............. . /■ í Listmunahúsinu verður opnuð sýning á verkum Hauks Dórs, laug- ardaginn 2. október. Haukur Dór stundaði nám í mál- aralist og keramik í Reykjavík, Ed- inborg og Kaupmannahöfn. Hann var lengi leirlistamaður en á seinni hluta sjöunda áratugarins sneri hann sér að málverkinu. Haukur Dór hefur haldið fjölda einka- og samsýninga bæði hér á landi og erlendis. Á sýningunni í Listmunahúsinu eru 25 verk, unnin með olíu á striga á sl. tveimur árum. Sýningin stendur til 17. október Pétur Eggerz og Stefán Sturla Sigurjónsson. FYRSTA frumsýning vetrarins á Stóra sviði Þjóðleikhússins verð- ur föstudagskvöldið kemur. Þá kemur á fjalirnar nýtt leikrit eft- ir Odd Björnsson, 13. krossferðin. Oddur Björnsson á að baki á ann- an tug sviðsverka og á þriðja tug leikrita fyrir útvarp, auk annarra skrifa og kemur 13. krossferðin frá höfundinum eftir tíu ára þögn. I meginatriðum má segja að leik- ritið fjalli um leit hermannanna þriggja eða hins þríeina hermanns að hinu eina og sanna „stríði", en texti verksins og atbúrðarás er upp- full af ögrandi samlíkingum og til- vísunum til mannkynssögunnar, bókmenntanna og goðsagna. Margvíslegur háski verður á vegi þeirra, en þar gerist líka margt sem gleður þreytt hjarta. Eftir miklar vegviliur er 'sem leit hermannanna ljúki og dregur þá til hins óumflýjan- lega uppgjörs milli þeirra. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifs- dóttir, Siguijón Jóhannsson gerir leikmynd og búninga, Hjálmar H. Ragnarsson semur tónlistina, Páll Ragnarsson hannar lýsingu og Ást- rós_ Gunnarsdóttir semur dansa. I aðalhlutverkum eru Pálmi Gestsson, Baltasar Kormákur og Eggert Þorleifsson, en þeir leika hermennina þijá. Auk þeirra þriggja fara með stór hlutverk Gísli Rúnar Jónsson, Arnar Jónsson, Helga Bac- hmann, Helgi Skúlason, Kristbjörg Kjeid, Erlingur Gíslason, Örn Árna- son, Hilmar Jónsson, Þórey Sigþórs- dóttir og Hjálmar Hjálmarsson. Alls kemur hátt á þriðja tug leikara, dansara og hljóðfæraleikara fram í sýningunni. í tilefni af frumflutningi verksins kemur 13. krossferðin einnig út á bók hjá Vöku-Helgafelli og verður hún til sölu í Þjóðleikhúsinu og í bókaverslunum. Eggert Þorleifsson í hlutverki Seppa. Tríó Reykjavíkur með tónleika í Hveragerði TRÍÓ Reykjavíkur heldur tón- leika í Hveragerðiskirkju á niorg- un, föstudaginn 1. október. I Tríói Reykjavíkur eru Gunnar Kvaran, Guðný Guðinundsdóttir og Hall- dór Haraldsson, en að þessu sinni verður einnig danski fiðluleikar- inn Elisabeth Zeuthenschneider. Elisabeth hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir fiðluleik og komið. fram með öllum helstu hljómsveitum Dana. Einnig hefur hún komið fram sem einleikari og með kammersveit- um víða um lönd. Eiisabeth kennir fiðluleik í Kaupmannahöfn og er aðstoðarkonsertmeistari við Kon- unglegu kapelluhljómsveitina í Kaupmannahöfn. Á efnisskrá tríósins verður Tríó í G-dúr Hob. XV:25 eftir Joseph Ha- ydn, sónata fyrir fiðlu og píanó í G-dúr op. 100 eftir Antonin Dvorák og píanókvarte.tt op. 25 eftir Johann- es Brahms. Tónleikarnir heijast kl. 20.30. Kirkjan verður opnuð kl. 20 og miða- verð er kr. 800, segir í fréttatilkynn- ingu. ------» » ♦---- Leiðrétting Meinleg villa slæddist í grein Braga Ásgeirssonar um sýningu Tinu Auferio í Nýlistasafninu við vinnslu greinarinnar í blaðinu, en í lok hennar breyttist orðið korsett (lífstykki) í klósett. Þetta breytir setningunni töluvert og rétt mein- ing kemst ekki til skila, enda villan í meira lagi neyðarleg. Leðurbakpoki Veré-áðun<i*T.995,- Ferðatilbod 1.495.- Afabolur herra VerA-éíhn-k?rrÖ95,- Ferðatilboð 1.295.'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.