Morgunblaðið - 30.09.1993, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ- FJMMTHÐAGUK 30,’SSEPTESTOER 1993
Minning
Jónína Jóhanns-
dóttir Briem
Fædd 27. nóvember 1917
Dáin 20. september 1993
Mig langar að minnast Ninnu
ömmusystur í örfáum orðum, en
hún lést í síðustu viku eftir rúmlega
eins árs hetjulega baráttu við illvíg-
an sjúkdóm.
Ég var svo lánsöm að fá að kynn-
ast Ninnu og manni hennar Páli
svolítið betur en ella fyrir tólf árum
eftir að ég fluttist til ömmu Jens-
ínu, stóru systur Ninnu. Fáir voru
dagarnir sem liðu án þess að hitta
Ninnu og/eða heyra frá henni í
síma. Tengslin á milli þeirra systra
voru alveg sérstök, full af hlýju og
virðingu og studdu þær hvor aðra
í gegnum súrt og sætt og naut ég
góðs af.
Hugulsemi, elskulegheit og vin-
átta. Þetta eru þeir þrír eðliskostir
sem mér fannst einkenna Ninnu
allt fram á hinstu stundu. Þrátt
fyrir erfið veikindi síðasta árið
studdi hún systkini sín og aðra
vandamenn dyggilega í veikindum
þeirra. Hún kvartaði aldrei, heldur
horfði með bjartsýni til framtíðar-
innar.
Um leið og ég þakka Ninnu sam-
fylgdina þá bið ég Guð að styrkja
Pál og fjölskyldu hans á þessari
sorgarstundu.
Guð blessi minningu hennar.
Bryndís Guðjónsdóttir.
Móðursystir mín, Jónína Jó-
hannsdóttir Briem, eða Ninna, eins
og hún jafnan var kölluð, var ættuð
frá Auðkúlu við Arnarfjörð. For-
eldrar hennar voru Bjarney Frið-
riksdóttir og Jóhann Jónsson, bóndi
og skipstjóri. Hún var næstyngst
níu systkina, en sjö þeirra eru nú
látin. Eftir lifa Jensína móðir mín
og Friðrik. Föður sinn misstu þau
ungan og við það færðist mikil
ábyrgð á móður þeirra og barnahóp-
inn. Af dugnaði og myndarskap
brutust þau öll áfram og komust
vel til manns, þrátt fyrir erfiða lífs-
baráttu. Systkinin voru öll sérstak-
lega samrýnd og það ríkti gleði og
kátína þegar þau komu saman og
rifjuðu upp minningar frá æskuár-
unum.
Á seinustu 12 mánuðum hefur
mikið skarð verið höggvið í systk-
inahópinn, þar sem þrjú þeirra hafa
látist á þessu tímabili, eða þau Jón
Á. Jóhannsson, skattstjóri ,á
ísafirði, sem lést 7. sept. 1992,
Guðný, eða Gauja, húsmóðir í
Reykjavík, sem lést 17. mars 1993
— og núna Ninna.
Ninna var búin að glíma lengi
við sín veikindi og vissi að hveiju
stefndi. Fram á seinustu stundu
hélt hún reisn sinni og glæsileika.
Aldrei vantaði brosið og bjartsýnina
þegar við heimsóttum hana á Land-
spítalann. Hún vildi lítið ræða um
eigin veikindi, en fylgdist náið með
heilsufari annarra íjölskyldumeð-
lima. Varla leið sá dagur að hún
Erfidrykkjur
Glæsileg kalli-
hlaðborð tiillegir
síilir oji» íiijiig
1»CK> |)j()IlllStlL
Upplýsingar
ísíma22322
m
FLUGLEIDIR
HÖTEL LOFTLElllK
hringdi ekki til mín og þá til að fá
slíkar fréttir af mínum bæ.
Það var ríkt í eðli Ninnu að láta
gott af sér leiða. Um árabil vann
hún sjálfboðastarf fyrir Rauða
krossinn og víða kom hún færandi
hendi til sjúkra og aldraðra og þá
gjarnan í fylgd með eiginmanni sín-
um, Páli Briem. Ósjaldan styttu þau
hjónin móður minni stundir eftir
að hún varð ekkja.
Ég minnist hennar einna fyrst
þegar ég kom frá ísafirði og fékk
að búa hjá Ninnu frænku, ásamt
vinkonu minni. Nokkrum árum síð-
ar fluttist ég síðan með fjölskyldu
minni og urðu þá samskipti tíðari,
enda einkar kært með þeim systr-
um, móður minni og Ninnu. Állar
minningar frá þessum tíma eru
einkar ánægjulegar og gjarnan
tengdar hjálpsemi hennar og glað-
værð. Síðar átti Ninna eftir að reyn-
ast dóttur minni, Bryndísi, og syni
hennar, Ólafi Friðrik, einkar vel
þegar þau dvöldust hjá móður minni
í Reykjavík, en íj'ölskylda mín var
erlendis. Fyrir þetta kann ég Ninnu
miklar þakkir fyrir.
Ninna og Páll eignuðust fjögur
börn, Kristinu lögfræðing, gifta
Siguijóni Ólafssyni tannlækni, Sig-
rúnu hjúkrunarfræðing, gifta Jóni
Viðari Arnórssyni tannlækni, Jó-
hann rekstrarráðgjafa sem kvæntur
var Ingibjörgu Haraldsdóttur, og
Jóhönnu Björk, gifta Guðmundi
Þorbjörnssyni verkfræðingi. Bama-
börnin munu nú vera 12 talsins og
nýlega bættist svo barnabarnabam
í hópinn — glæsilegur hópur og
stolt Ninnu.
Við hjónin sendum Páli og fjöl-
skyldunni allri innilegar samúðar-
kveðjur og biðjum góðan Guð að
styrkja þau í mikilli sorg þeirra.
Minningin um góða konu mun lengi
lifa.
Guðlaug Brynja
Guðjónsdóttir.
Á yndislegu íslensku hausti hefur
einnig haustað í lífi yndislegrar
konu. Og að lokum em laufin fall-
in. Hún Ninna tengdamóðir er látin.
Það var eins og birtan sem frá
Ninnu stafaði á hinum erfiðu síð-
ustu vikum lífs hennar hafi náð til
veðurguðanna og haldið haustinu í
skefjum. Veðrið var stillt, tært og
fagurt, og í fullkomnu samræmi við
þá reisn sem Ninna hélt allt þar til
yfir lauk. Andjegur styrkur hennar
var einstakur og ógleymanlegur.
Löngu var ljóst hvert stefndi, en
umhyggjan fyrir öðrum og ósér-
hlífnín höfðu eftir sem áður forgang
hjá Ninnu fram til hinstu stundar.
Ég kynntist Ninnu fyrst fyrir
tæpum 17 árum, er ég hóf að gera
hosur mínar grænar fyrir dóttur
hennar, Jóhönnu Björk. Ég var eft-
irvæntingarfullur í okkar upphafs-
ky.nnum eftir allar þær goðsagnir
um varasamar tengdamömmur sem
gjarnan eru á kreiki. Það fór hins
vegar svo, að Ninna afsannaði allar
slíkar kenningar frá fyrstu stundu,
og gott betur. Það var lán hveijum
sem fékk Ninnu að kynnast.
Það er e.t.v. mótsagnakennt, en
þegar ég minnist Ninnu ræður gleð-
in ríkjum og yfirbugar söknuðinn
og sorgina. Og ég er sannfærður
um að þannig vill hún hafa það.
Það er úr vöndu að ráða þegar rifja
á upp alla þá kosti sem Ninnu
prýddu. Hvar á að byija? Glæsi-
leiki, gestrisni og myndarskapur
einkenndu allan hennar framgang.
Stundum hafði maður á tilfinning-
unni, að henni væri ætlaður æðri
ERFIDRYKKJUR
Verð frá kr. 850-
P E R l. A N sími 620200
sess en okkur hinum, svo sköruleg
var oft framkoma hennar. Og það
er gaman að geta riíjað upp þær
stundir, þegar hún naut sín best.
Sérstaklega var hún í essinu sínu
á stórhátíðum þegar öll fjölskyldan
var saman komin, ekki síst þegar
hún fékk að veita.
En það þurfti ekki stórhátíðir til.
Ninna var óþreytandi í hinu daglega
amstri við að sinna þeim sem næst-
ir henni voru. Fjölskyldan gekk allt-
af fyrir. Ninna var afar blíð kona
og umhyggjusöm og stóð styrkan
vörð uin alla þá sem minna máttu
sín. Þessa fengu ekki síst börn
hennar og síðan barnabörn að njóta
í ríkum mæli. Ninna var þolinmóð
og skynsöm og margt heillaráðið
gaf hún um ævina. Stundum var
erfitt fyrir ungt og ákaft fólk að
sætta sig við að Ninna hefði á réttu
að standa. En hún var ávallt fyrst
og fremst að hugsa um velferð
annarra og skynsemin náði yfir-
höndinni á endanum.
Mig langar sérstaklega að geta
eiginleika í fari Ninnu sem ég er
ekki viss um að allir samferðamenn
hennar hafi kynnst að marki. En
það er hin ríka kímnigáfa sem hún
bjó yfir. Ninna var mjög glettin og
hafði gaman af að gantast. Kímnin
var aldrei langt undan og lítið þurfti
til að vekja hana upp. Stundum kom
stríðnispúkinn upp í okkur og flugu
þá skotin. Fyrir nokkrum árum var
Ninna í heimsókn hjá okkur Hönnu
þar sem við bjuggum úti í Sviss.
Hafði ég verið heldur óstýrilátur í
stríðni og fannst Ninnu ég ætti eitt-
hvað inni. Bar þá við eftir góðan
kvöldverð að ég bauð Ninnu kon-
íak, sem hún hafði yndi af að dreypa
á á góðri stundu. Þar sem uppá-
haldskoníak Ninnu var ekki til á
heimilinu neyddist ég til að færa
henni lélegri gerð sem keypt hafði
verið til matargerðar. Ég treysti
því að hún fyndi engan mun. Hún
dreypti á drykknum. Eftir svolitla
þögn sneri hún sér síðan að mér
og sagði í ávítunartón: „Tengdason-
ur, hvers konar rusl ert þú eiginlega
að bjóða mér?“ Þrátt fyrir ákveðn-
ina í röddinni leyndi sér ekki kímn-
isglampinn í augunum. Og bæði
höfðum við gaman af.
I þessum minningarslitrum get
ég ekki látið hjá líða að þakka
Ninnu fyrir hina ómældu ástúð og
umhyggju sem hún veitti börnunum
mínum, þeim Kristínu Hrund og
Birgi Fannari, alla tíð. Aldrei var
neitt mál svo rætt sem snerti fjöl-
skylduhagi að Ninna spyrði ekki:
„En hvað með börnin?“ Kristín
Hrund fékk notið ömmu sinnar mun
lengur en Birgir Fannar og mun
um ókomna framtíð búa að því
ómetanlega veganesti sem amma
hennar veitti henni út í lífið. Kristín
Hrund var afar hænd að ömmu sinni
og voru þau ófá innilegu faðmlögin
þeirra þegar þær hittust og kvödd-
ust. Birgi Fannari verður sagt frá
ömmu í Sigtúni þegar hann eldist
og þroskast og vonandi tekst að
skila til hans verðugri mynd af ein-
stakri konu.
Megi minning frú Jónínu Briem
verða okkur öllum að leiðarljósi.
Guðmundur Þorbjörnsson.
Hinn 20. þ.m. lést í Landspítalan-
um Jónina Briem, mágkona mín, á
76. aldursári og verður útför henn-
ar gerð frá Dómkirkjunni í dag.
Hún hafði yfirleitt verið við góða
heilsu, þar til á síðasta ári, að hún
kenndi þess sjúkdóms, sem nú hef-
ur orðið henni að aldurtila. Allt var
gert sem í mannlegu valdi stóð til
að bjarga lífi hennar, en það kom
fyrir ekki og þegar kom fram á
þetta ár varð ljóst að hveiju stefndi.
Sjúkdóm sinn bar hún með mikilli
hugprýði. Hún talaði ekki mikið um
veikindi sín og tók þeim með rósemi
og æðruleysi.
Jónína var Vestfirðingur að ætt
og uppruna. Hún var fædd á Auð-
kúlu í Arnarfirði hinn 27. nóvember
1917. Voru foreldrar hennar Jó-
hann Jónsson, skipstjóri og bóndi,
og kona hans, Bjarney Jónína Frið-
riksdóttir. Þau eignuðust níu börn
og er mikill ættbogi frá þeim kom-
inn.' Börn þeirra voru þessi auk
Jónínu: Jón, yfirlögregluþjónn og
síðar skattstjóri á ísafirði, kvæntur
Oktavíu Margréti Gísladóttur; Jens-
ína, gift Guðjóni Jónssyni, banka-
stjóra; Bjarney gift Andrési Krist-
jánssyni, bónda og skipstjóra;
Bjarni, lögreglumaður, síðar útsölu-
stjóri ÁTVR á Siglufirði, giftur
Guðlaugu Þorgilsdóttur; Guðmunda
er dó ung að árum; Friðrik, trésmið-
ur og fangavörður á Eyrarbakka,
kvæntur Sólveigu Þorgilsdóttur;
Guðný gift Kristjáni Sigurmunds-
syni, framkvæmdastjóra, og Sigur-
leifur, jársmiður á ísafirði, kvæntur
Ingu Svövu Straumland. Sjö systk-
inanna eru látin, en tvö eru á lífi
þau Jensína og Friðrik.
Þegar Jónína var á fjórða ári lést
faðir hennar. Var hún þá tekin í
fóstur af frænda sínum, Gísla Ás-
geirssyni, bónda og skipstjóra á
Álftamýri, og konu hans, Guðnýju
Maren Kristjánsdóttur, en móðir
hennar hélt áfram búskap á Auð-
kúlu með tilstyrk elstu barna sinna.
Jónína ólst síðan upp á Álftamýri
hjá þeim Gísla og Guðnýju við gott
atlæti. Gísli var mikill sjósóknari
og forystumaður í sveit sinni bæði
hreppstjóri og oddviti. Var mikill
fyrirmyndarbragur á heimilinu á
Álftamýri og öllum minnisstæður,
er þangað komu. Guðný lést, er
Jónína var á tólfta ári og stóð Jó-
hanna, dóttir þeirra Gísla, eftir það
fyrir búinu með miklum myndar-
skap. Sagði Jónína, að hún hefði
ávallt reynst sér sem hin besta
móðir.
Nokkru fyrir tvítugt fluttist Jón-
ína á brott frá Álftamýri til ísafjarð-
ar og átti þar heima næstu árin.
Jónína var mikil hagleikskona og
lék flest í höndum hennar. Hún nam
kjólasaum á Siglufirði og í Reykja-
vík og náði mikilli leikni í þeirri
iðngreim Rak hún um skeið sauma-
stofu á ísafirði.
Sumarið 1941 kynntist hún bróð-
ur mínum, Páli J. Briem, síðar úti-
bússtjóra Búnaðarbanka íslands í
Mosfellsbæ, syni Kristins P. Briem,
kaupmanns á Sauðárkróki og konu
hans, Kristínar Björnsdóttur Briem
frá Hofstöðum í Skagafirði. Gengu
þau í hjónaband 21. febrúar árið
eftir og stofnuðu heimili í Reykja-
vík. Bjuggu þau lengst af við Sig-
tún og þar er heimilið enn. Þau eign-
uðust íjögur börn. Elst þeirra er
Kristín, lögfræðingur, er rekur
málflutningsskrifstofu, gift Sigur-
jóni H. Ólafssyni, tannlækni og lekt-
or. Þau eiga þijá syni. Næst henni
að aldri er Sigrún, hjúkrunarfræð-
ingur, gift Jóni Viðari Arnórssyni,
tannlækni og lektor, og eiga þau
einnig þijá syni. Þriðja barn þeirra
er Jóhann, rekstrarráðgjafi, búsett-
ur í Garðabæ. Hann var kvæntur
Ingibjörgu Haraldsdóttur og eiga
þau þijú börn. Fyrir hjúskap átti
Jóhann dóttur með Valgerði Bjöms-
dóttur. Jóhanna Björk, sjúkranudd-
ari og BA í ensku og þýsku, er
yngst barna þeirra og er hún gift
Guðmundi Þorbjörnssyni, verkfræð-
ingi, og eiga þau tvö börn.
Jónína var greind kona og fríð
sýnum. Hún var hjálpsöm, ráðholl
og úrræðagóð og leið öllum vel í
návist hennar. Hún lagði mikla
rækt við heimili sitt og veitti börn-
um sínum gott uppeldi. Barnabörn
hennar löðuðust mjög að henni og
mikil samheldni var í ijölskyldunni
og gestrisni á heimili þeirra Páls.
Hún lét sér alla tíð mjög annt um
systkini sín og fóstursystkini og
fjölskyldur þeirra og hið sama er
að segja um fjölskyldu mína.
Auk heimilisstarfa starfaði Jón-
ína fyrir Rauða krossinn um árabil
á meðan heilsan leyfði.
Það er skarð fyrir skildi, þegar
Jónína er horfm héðan og mikill
missir fyrir fjölskyldu hennar. Að
leiðarlokum skulu henni færðar
þakkir fyrir samfylgdina og vináttu
í okkar garð um langt árabil. Send-
um við Hjördís og börn okkar Páli,
börnum þeirra og barnabörnum
innilegar samúðarkvejur vegna frá-
falls hennar.
Gunnlaugur Briem.
Af eilífðarljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en auga sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
(E. Ben.)
Hinn 20. september sl. lést í
Landspítalanum tengdamóðir mín
elskuleg, frú Jónína Jóhannsdóttir
Briem. Jónína var fædd 27. nóvem-
ber 1917 og uppalin við Arnarfjörð
til 16 ára aldurs að hún fluttist til
Isafjarðar. Þar kom hún svo síðar
á fót saumastofu eftir að hafa num-
ið kjólasaum í Reykjavík og á Siglu-
firði. í febrúar 1942 giftist hún
Páli J. Briem, bankastjóra, frá
Sauðárkróki, og settist að í Reykja-
vík.
Mestallan sinn búskap bjuggu
þau hjón í Sigtúni 39, í Reykjavík,
sem þau keyptu uppsteypta ný-
byggingu 1948 og innréttuðu svo
sjálf og luku við. I Sigtúninu ólust
upp börnin þeirra fjögur, við öryggi
og íestu í fallegu borgarhverfi og
hlutu þá umhyggju og ástúð í upp-
vextinum, sem einkenndi Jónínu
alla tíð. Hún fórnaði sér fyrir heill
barna sinna og hamingju og leitun
er að konu, sem ræktaði móðurhlut-
verk sitt af sömu kostgæfni og Jón-
ína gerði. Á þessum tímum
skömmtunar og vöruskorts var
sjálfsþurftar búskapur nauðsyn.
Húsmæður súrsuðu, söltuðu, söft-
uðu, sultuðu og saumuðu, og með
takmarkaðri aðstoð heimilistækja
var vinnudagurinn oftast langur og
lítill tími vannst til að sinna eigin
hugðarefnum. Jónína var einstak-
lega iðjusöm, henni féll varla verk
úr hendi og flíkur þær, sem hún
saumaði á börn sín, voru unnar af
slíkri snilld að eftirtekt vakti í fjöl-
skylduboðum og á jólaböllum.
Kynni mín og Jónínu hófust vor-
ið 1966, er Sigrún eiginkona mín
og ég vorum í tilhugalífinu. Þegar
við svo giftum okkur 1968 hófum
við búskap skammt frá tengdafor-
eldrum mínum, Ninnu og Páli, og
þaðan í frá höfum við alla tíð haft
góð og náin tengsl. Við vorum að
vísu búsett um fjögurra ára skeið
í Englandi, þar sem ég stundaði
framhaldsnám, en þau komu til
okkar í heimsóknir og við til þeirra
um jól og í sumarfrium. Alltaf var
Jónína tilbúin til að rétta hjálpar-
hönd og barnabörnin voru alltaf
velkomin til lengri eða skemmri
dvalar til ömmu og afa í Sigtúnið.
Tengdamóðir mín var stórbrotin á
margan hátt, svo að minnir á fjöllin
þverhníptu við Arnarfjörð, en í
bland svo blíð og vorkunnsöm að
líkja mætti við innfjarðarlognið,
sem við þekkjum svo-vel, sem nut-
um þeirrar gæfu að alast upp við
þessi náttúruskilyrði. Jónína var
félagslynd og hrókur alls fagnaðar
á mannamótum, minnug mjög á
menn og atburði og fróð um ætt-
fræði. Hún var falleg kona og glæsi-
leg svo að eftir var tekið og naut
virðingar allra sem kynntust henni.
Eftir að heimilishald léttist og
börnin hurfu að heiman hóf Jónína
störf af fullum krafti fyrir kvenna-
deild Rauða kross íslands og var
mjög virk innan þess hóps. Hún
starfaði í mörg ár við útlán bóka
til sjúklinga á Landspítala og vann
ötullega að fjáröflun kvennadeildar-
innar.
Fyrir tæplega einu og hálfu ári
uppgötvaðist hjá Ninnu Iungna-
krabbamein, sem hún barðist gegn
af miklu þreklyndi og reisn til hinstu
stundar. Hún var starfsfólki Land-
spítala afar þakklát fyrir einstaka
hjúkrun og aðhlynningu.
Með þessum fátæklegu orðum
vil ég þakka Ninnu samfylgdina,