Morgunblaðið - 30.09.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.09.1993, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1993 4 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björg Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 69111 I. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Flugorðasafn - reglugerðir á móðurmáli * Asíðustu áratugum hefur ís- lenzkt samfélag gengið í gegnum miklar breytingar, ekki sízt á sviði vísinda og tækni, samgangna og samskipta við umheiminn. Ný þekking, ný hugtök og ný tækni hafa kallað á aðlögun þjóðarinnar og móð- urmálsins að breyttum aðstæð- um. Nokkrar starfsstéttir, einkum þær sem sótt hafa menntun og þekkingu til annarra landa eða starfa að samgöngum og sam- skiptum við umheiminn, hafa tamið sér eins konar fagmál, oft enskuskotið. Dæmi um þetta er svokallað flugmál. í Reykja- víkurbréfi Morgunblaðsins 27. október 1985 var vitnað til upp- lýsinga frá Skúla Brynjólfi Steinþórssyni, flugstjóra, um þetta efni og hvatt til bragar- bótar. Að öðrum kosti gæti enskuskotið málfar af þessu tagi smitað frá sér, fyrst tal- mál, síðan jafnvel ritmál. Nú hafa viðkomendur brugð- izt við með góðum hætti, útgáfu vandaðs Flugorðasafns. Þorgeir Pálsson, flugmálastjóri, sagði í ávarpi, þegar Flugorðasafnið var kynnt, að útgáfu þess mætti „rekja til þess að við lestur Reykjavíkurbréfs Morgunblaðs- ins árið 1985, hefðu menn áttað sig á því að nauðsynlegt væri að íslenzka flugmálið“, eins og segir i frétt Morgunblaðsins í gær. Jónína Margét Guðnadótt- ir, ritstjóri Flugorðasafnsins, sagði við sama tækifæri „að það skyti skökku við, að á sama tíma og safnið kæmi út væru uppi efasemdir um það meðal ýmissa, hvort þýða ætti reglu- gerðir um flug“. Efasemdir af þessu tagi sæta furðu. Taka verður undir það með Baldri Jónssyni, forstöðu- manni Islenzkrar málstöðvar, sem gefur orðasafnið út, að bezta ráðið til að koma íslenzk- um heitum í notkun er að koma þeim í kennslubækur, lög og reglugerðir. Fram kom í frétt Morgun- blaðsins í gær um þetta efni að Flugráð hafi á síðasta ári sent fyrirspum til samgönguráðu- nejdisins um það, hvort ráðu- neytið geti fallizt á að evrópskar reglugerðir, sem varða flug og flugrekstur, verði að mestu leyti gefnar út á ensku. Spurt var af því tilefni að Island á aðild að evrópskri stofnun sem vinnur að samræmingu flug- og flug- rekstrarreglna í álfunni. Reglu- gerðarákvæðin spanna þykkar bækur og aðildarríkin hafa sam- þykkt þau og gefið út í enskum texta, til dæmis Danir og Þjóð- verjar, að sögn Leifs Magnús- sonar, formanns Flugráðs. „Þeir bera því við,“ segir Leifur, „að þeir geti ekki staðið í að þýða þetta yfir á sín tungumál, þar eð ekki þurfi einungis að þýða fyrstu útgáfuna, heldur eru reglurnar sífellt að taka breyt- ingum; því kosti gífurlegt átak að halda þeim við. Hinn kostur- inn er að þýða þetta allt, og þá er spurningin, hver á að gera það og hver á að greiða fyrir það.“ Því miður verður ekki hjá því komizt að benda á dæmi þess í íslenzkum lögum og reglugerð- um, að við erlendan texta sé látið sitja. Þannig segir í 2. gr. staðlalaga nr. 97/1992: „Heim- ilt er að gefa út íslenzkan stað- al á erlendu tungumáli ef sýnt er að það hindri ekki eðlileg afnot hans.“ í reglum um flutn- ing á hættulegum varningi nr. 801/1982 segir í 3. gr. að svo- kallaður IMDG-CODE skuli einnig gilda sem reglur hér á landi. Þær reglur eru á ensku. Sama máli gegnir um reglugerð um starfrækslu talstöðva í landfarstöðvaþjónustu nr. 336/1984. Þar segir í 7. gr.: „Sófómælisía, sem notuð er í mælingum á talrás, skal vera í samræmi við staðal alþjóðafjar- skiptastofnunarinnar, CCITT Recommendation P 53.“ Sá staðall er á ensku. Undantekn- ingar af þessu tagi eru þó sízt til fyrirmyndar að dómi Morg- unblaðsins. Tækniframfarir í fjarskiptum og samgöngum hafa fært þjóðir heims í nábýli. Erlendir frétta- og menningarvindar leika dag hvern um íslenzkt þjóðfélag. Þessari nálægð umheimsins og stórra menningarsamfélaga fylgja bæði kostir og gallar. Mikilvægt er að nýta kostina, en ekki síður að veijast hættun- um, fyrst og fremst þeim hætt- um, sem steðja að litlum mál- samfélögum, eins og okkar. Móðurmálið og menningararf- leifðin, sem tengist tungunni fyrst og fremst, éru hornsteinar þjóðernis okkar og fullveldis. Það er því engin spurning að við eigum að styrkja hvers kon- ar málvernd og málkennd með þjóðinni, með öllum tiltækum 'ráðum. Og að sjálfsögðu eiga íslenzk lög og reglugerðir, sem fela í sér framkvæmd laga eða íjölþjóðlegra sáttmála og reglna, að vera á móðurmálinu. Annað er með öllu óviðunandi. Kristján Jóhannsson hljóðritar vinsæl lög í London Uppáhaldslög úr ýmsum áttum KRISTJÁN Jóhannsson óperu- söngvari hefur nýlokið að syngja inn á hljómplötu í London. Á plöt- unni eru vinsæl lög sem telja má orðin sigild. Kristján syngur við undirleik stórrar hljómsveitar sem skipuð er úrvali breskra hljóðfæraleikara, hljómsveitar- stjóri er Giovanni Andreoli. Hljóðritunin er gerð í Angel- hljóðverinu sem er á meðal full- konmustu hljóðvera í heiminum og gjarnan notað við hljóðritanir söngleikja og stærri verka. Upp- tökustjórn er í höndum Björgvins Halldórssonar. Kristján hefur unnið að undir- búningi hljóðritunarinnar undan- farna þrjá mánuði, en það tók mun lengri tíma að velja lögin á hljóm- plötuna. „Mér liggur við að segja að þetta séu uppáhaldslög mann- kynsins," sagði Kristján um laga- valið þegar Morgunblaðið átti sam- tal við hann í London. „Þetta eru gullkorn sem gengið hafa áratugum saman og allir þekkja og hafa yndi af.“ Hljóðrituð verða 12 til 14 vin- sæl lög úr söngleikjum og sígild dægurlög. Meðal annars má nefna lög eins og Spanish Eyes, Memory, Amapola, More og Jealousy. Lögin koma víða að, frá Suður- Evrópu og enskumælandi löndum, en engin íslensk. Kristján segir það nýtt að hann syngi á ensku, utan einu sinni þegar hann söng í óper- unni Martha eftir Flothow í Detroit fyrir nokkrum árum. „Þetta er dálít- ið mikið öðruvísi en að syngja á ítölsku eða þýsku. Þeir segja hér að enskan mín sé með ítölskum hreimi, ég hef ekki gert neitt til að fínpússa enska framburðinn, enda enskan til í mörgum afbrigð- um.“ En er það ekki bara norð- lenski framburðurinn sem litar ensku Kristjáns? „Jú, það er ábyggi- lega norðlenska, að minnsta kosti norður-ítalska, sem kemur í gegn,“ segir Kristján. Sex hljóðnemar fyrir sönginn „Ég er mjög ánægður með út- komuna, ég hef haft meiri tíma en áður við upptökurnar og það er vel hugsað um mig,“ segir Kristján. „Tæknimaðurinn er mjög góður og hefur lagt sig fram um að ná öllum blæbrigðum raddarinnar." Hljóðrit- unin er stafræn og gerð með full- komnustu tækni sem völ er á. Krist- ján segir að við þessar upptökur hafi tekist að leysa vandamál, sem hafa verið til staðar í fyrri hljóðrit- unum. Hingað til hafi upptökutækin ekki náð að skila röddinni til fulln- ustu þegar sungið var með miklum styrk og á háum tónum. Söngur Kristjáns er nú tekinn upp í stórum sal og eru notaðir sex hljóðnemar, sem staðsettir eru vítt um salinn. „Röddin er svo sterk og hljómmikil að einn hljóðnemi nær henni ekki. Þær hljómbylgjur sem hingað til hafa skilað sér best í stórum leik- húsum skila sér nú í þessari upp- töku. Annars segir Björgvin Hall- dórsson að þetta sé ekki bara tækn- inni að þakka heldur sé ég bara farinn að syngja svo miklu betur en áður,“ sagði Kristján og hló. Hvíld frá óperunni Kristján hefur um árabil verið önnum kafinn við óperusöng og þegar upptökunum lýkur í London heldur hann vestur um haf til að syngja í Toscu í Chicago. Hann segir vissa hvíld fylgja því að skipta um umhverfi og starfsvettvang eins og þessa daga sem hann vinnur við hljóðritunina í London. En er mikill munur á óperusöng og flutningi Morgunblaðið/Marcel Lelienhof Ánægðir KRISTJÁN og Björgvin Halldórsson eru mjög ánægðir með upptök- urnar sem verið er að vinna í Angel-hljóðverinu í London. Söngvarinn „RODDIN er svo sterk og hljóm- mikil að einn hljóðnemi nær henni ekki,“ segir Kristján. vinsælla sönglaga sem þessara? „Ég hef alltaf verið „skeptískur" á það þegar óperusöngvarar hafa verið að flytja þessi lög eins og sí- gildar óperuaríur og með sama hugarfari. Til þess að skila þessum lögum vel þarf maður að hvíla sig frá óperunni og á vissan hátt skipta um ham. Þetta er kannski líkara því að syngja raunsæisóperur, en að syngja sígildar óperur. Raddbeit- ingin er öðruvísi, ég legg í hana meiri tilfinningu. Dýptin og innihald textans verður að koma vel fram. Ég er til dæmis að flytja texta eft- ir T.S. Eliot og í mörgum ítölsku lögunum er mjög djúphugull texti og nauðsynlegt að skila honum vel.“ Náin samvinna Að þessu sinni hefur Kristján haft meira um útsetningar og hljóð- færaskipan að segja en áður. Ed Welch annaðist útsetningar, en hann útsetti lögin á fyrstu hljóm- plötu Kristjáns fyrir réttum áratug og var Björgvin Halldórsson einnig upptökustjóri þá eins og nú. „Þetta hefur verið einskonar teymisvinna okkar Eds og Björgvins,“ segir Kristján. „Við Ed höfum verið í beinu sambandi um fax, síma og póstinn. Ég réð tóntegundum og miklu um hljóðfæraskipan, en hún er nokkuð óvenjuleg. Auk hefð- bundinnar hljómsveitar er notuð harmónikka, klassískur gítar, trommur og slagverk, rafmagns- hljóðfæri og mandólín. Uppáhalds- hljóðfærið mitt, óbó, fær líka að njóta sín. Þótt hljómsveitin telji ekki nema rúmlega 40 manns hljómar hún eins og 80 manna sveit, því spilararnir eru svo góðir. Það er latneskt blóð í mörgum þessum lögum og latneskur blær ráðandi. Giovanni Andreoli, sem stjórnar hljómsveitinni, er sannur vinur minn til margra ára. Hann er minn aðal leiðbeinandi eða „preparator" og hefur hjálpað mér við undirbún- ingjnn." Höfðar til allra Stefnt er að því að platan komi út fyrir jól og er hún ætluð á alþjóð- legan markað. Kristján á ekki von á að haldnir verði tónleikar í tilefni útkomu plötunnar en reiknar með því að heimsækja ísland um mán- aðamót nóvember/desember, hitta vini sína og árita plötuna. En er þessi hljóðritun stíluð inn á ákveð- inn aldurshóp? „Ég held að hún eigi eftir að falla fólki vel í geð. Ég á von á að þetta höfði' bæði til ungs fólks og eldra, þeirra sem komnir eru til vits og ára.“ Kristján fullbókaður KRISTJAN Johannsson söngvari er bókaður austan hafs og vestan íwetur. Margir lesendur blaðsins hafa óskað eftir því að fá upplýs- ingar um hvar Kristján syngur á næstunni. Kristján syngur í óperunni Tosca í Chicago 23., 27. og 30. október. 2., 8., og 12. nóvember. Eftir nýár heldur Kristján til Munchen og syngur í Cavalleria Rusticana 19., 22., 25., og 27. janúar, 4. og 23. febrúar. Þá liggur leiðin til Vínar þar sem hann syngur í tveimur óperum. Manon Lescaut 9., 13., 16., og 19. mars. Og í Andrea Chenier 27. og 30. mars.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.