Morgunblaðið - 30.09.1993, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1993
Vilja ekki
lýðveldi
ÁHUGI Ástrala á stofnun lýðveld-
is fer dvínandi miðað við niðurstöð-
ur nýrrar skoðanakönnunar en þar
kemur fram að meirihluti þjóðar-
innar, 61%, er annað hvort óviss
eða andvígur því að landið segi sig
úr iögum við bresku krúnuna.
Aukin hernað-
arumsvif
NORÐUR-Kóreumenn hafa aukið
hernaðarumsvif að sögn talsmanns
japanska varnarmálaráðuneytis-
ins. Einkum hafa þeir aukið um-
svif meðfram landamærum Suður-
Kóreu. Hvorki hefur dregið úr
spennu á svæðinu né hún aukist.
3.000 steingerð-
ir fiskar
ÁSTRALSKIR vísindamenn hafa
uppgötvað mesta magn stein-
gerðra fiska sem fundist hefur.
Steingei"vingarnir voru um 3.000
talsins þar af fjórar áður óþekktar
tegundir. Fundurinn er ekki síst
merkur fyrir þá sök að mörg ein-
tök svonefndra holdugga fundust
en talið er að þeir séu skyldir for-
feðrum manna.
Lækka flug-
fargjöld
JAPÖNSK flugfélög, þar á meðal
Japan Airlines og ANA, hafa
ákveðið að lækka fargjöld á al-
mennu rými til Evrópu um 32% frá
og með apríl 1994 í þeirri von að
farþegum fjölgi og tekjur félag-
anna aukist. Talsmaður flugfélag-
anna sagði aðalástæðuna vera
harða samkeppni við erlend flugfé-
lög og efnahagskreppu.
Banvæn
kvörtun
DEILUR vegna reykinga urðu tii
þess að 22 ára gömul kona, Dap-
hnye Luster, skaut tvítuga konu,
Raehelle Houston, í höfuðið í bæn-
um Richmond í Bandaríkjunum á
þriðjudag. Luster hafði kveikt sér
í sígarettu á veitingastað þar sem
reykingar eru bannaðar. Houston
kvartaði, svo að Luster slökkti
strax í. Hún segir konuna hins
vegar ekki hafa hætt umkvörtun-
um, og því fór Luster heim og náði
í byssu, sneri aftur og skaut Hous-
ton í höfuðið. Fjögur börn Luster
fylgdust með.
Pawlak for-
sætisráðherra?
LÍKLEGAST er að Waldemar
Pawlak, 34 ára gamall bóndason-
ur, verði næsti forsætisráðherra
Póllands. Pawlak er leiðtogi Smá-
bændaflokksins, PSL sem á í
stjórnarmyndunarviðræðum við
Lýðræðisbandalag vinstrimanna.
Talið er að Smábændaflokkurinn
hafi sett það sem skilyrði fyrir
stjórnarþáttöku að forsætisráð-
herrann komi úr þeirra röðum.
Tímaritið Spectator fjallar um æviminningar „Járnfrúarinnar“
Umstangið sagt rýra
virðingu Thatcher
ÆVIMINNINGAR Margaret
Thatcher fyrrum forsætisráð-
herra Bretlands sem hún nefnir
„Árin í Downingstræti“ (The
Downing Street Years), eiga
að koma á markaðinn 18. októ-
ber nk. Thatcher hefur unnið
að bókinni undanfarin tvö ár
og er hennar beðið með mikilli
eftirvæntingu. Mikil leynd hef-
ur hvílt yfir innihaldi bókarinn-
ar og fyrrum yfirmaður bresku
lögreglunnar, John Stalker,
hefur borið ábyrgð á því að
ekki eitt einasta orð leki út til
fjölmiðla fyrirfram. Ekki eru
þó allir sannfærðir um að þarna
sé pólitískt tímamótaverk vænt-
anlegt og hefur Thatcher einn-
ig verið gagnrýnd fyrir hvernig
staðið hefur verið að útgáf-
unni. Sumir vilja jafnvel halda
því fram að sagan í kringum
tilurð bókarinnar sé ekki síður
ævintýraleg en væntanlegt
innihald hennar en í nýlegu
hefti breska tímaritsins The
Spectator er sú saga rakin. Er
niðurstaða greinarhöfundar,
Martin Vander Weyer, sú að
Thatcher, þessi merkilegasti
forsætisráðherra eftirstríðsár-
anna, hafi leyft að hún yrði
gerð að Ieiksoppi í auglýsinga-
sirkusi og það verði til þess að
draga úr þeirri virðingu sem
nú er borin fyrir eldri stjórn-
málaleiðtogum.
Til þessa hafa þrettán fyrrum
ráðherrar gefið út æviminningar
í Bretlandi og er búist við að
æviminningar Thatcher muni slá
þeim öllum við. Til þessa hefur
mest selst af bókinni „Time of
My Life“ eftir Denis Healey (65
þúsund eintök) en mest umtal
hefur bók Alans Clarks „Diaries“
(rúmlega 30 þúsund eintök) vakið.
Thatcher lagði drög að bókinni
um það leyti sem hún lét af störf-
um sem forsætisráðherra í nóvem-
ber 1990. í bók Alans Clarks er
greint frá samtali sem hún átti
við Frank Johnson og Peregriné
Worsthorne um hver ætti að vinna
bókina og hversu mikilvæg hún
væri. Segir Clark að honum. hafi
jafnvel verið boðið að skrifa bók-
ina en hann hafi hafnað því á
þeirri forsendu að hann vildi ekki
vera nafnlaus skrásetjari.
Einn þeirra sem veitti Thatcher
hvað mesta ráðgjöf varðandi út-
gáfumál er rithöfundurinn og ráð-
herrann fyrrverandi Jeffrey Arc-
her, eða Archer lávarður eins og
hann er nú nefndur. Orðrómur er
á kreiku um að Archer eigi að
afhenda Thatcher fyrsta eintakið
af bókinni í næsta mánuði.
Virtur breskur útgefandi taldi
líklegt að bókin myndi afla 8 millj-
óna punda í tekjur og því væri
rökrétt að útgáfurétturinn yrði
sanngjarnt hlutfall af þeirri tölu
eða í mesta lagi um 2,5 milljónir
punda. Thatcher og útgefendur
tóku hins vegar strax að deila um
hversu mikið bæri að greiða fyrir
útgáfuréttinn að bókinni. Ástæð-
an fyrir því að bókaútgáfan
breyttist í sápuóperu, segir í
Spectator, var sú að sonur hennar
Mark var tekinn að hafa afskipti
af útgáfunni , en hann er búsett-
ur í Dallas í Bandaríkjunum.
Deilt um söluverðmæti
Haft er eftir Alan Clark að
Mark hafi sannfært móður sína
um að söluverðmæti bókarinnar
gæti verið allt að tuttugu milljón-
ir punda. Mark ræddi við fjöl-
marga breska útgefendur og um-
boðsaðila en hann taldi þá alla
vanmeta væntanlega sölu á bók-
inni. Hann leitaði því til banda-
ríska umboðsmannsins Marks
McCormacks, sem aðallega er
þekktur fyrir að sjá um þekkt
íþróttafólk. Loks ákvað Mark
Thatcher að fela Marvin Josep-
hson hjá International Creative
Managament Inc. að vera um-
boðsaðili móður sinnar, en Josep-
hson er aðallega þekktur í Holly-
wood og stærsta afrek hans á
bókmenntasviðinu var að gefa út
óopinbera ævisögu Kitty Kelley
um Nancy Reagan.
En á meðan sonurinn var að
semja við umboðsmenn misstu æ
fleiri útgefendur áhugann á bók-
inni vegna þeirrar miklu fyrir-
framgreiðslu sem Mark fór fram
á. Höfðu margir á orði að Mark
Thatcher væri farinn að skemma
verulega fyrir móður sinni. „Hann
heldur að hann viti allt um útgáfu-
mál en hann er viðvaningur,“
sagði hinn frægi bandaríski um-
boðsmaður Swifty Lazar. Herma
heimildir einnig að æðstu ráðherr-
ar ríkisstjórnarinnar hafi sent
sendinefnd til lafði Thatcher til
að reyna að sannfæra hana um
að framferði sonarins væri tekið
að rýra virðingu hennar.
Einu sinni var Mark raunar
næstum því búinn að ná stórkost-
legum samningi - við Robert
Maxwell, sem þá átti hinn banda-
ríska hluta fyrirtækisins Macmill-
an. Er talið að samningsdrögin
hafi hljómað upp á um tíu milljón-
ir punda. Sumarið 1991 skipti
Maxwell hins vegar skyndilega
um skoðun og fór að krefjast þess
að upphæðin yrði lækkuð. í kjöl-
farið slitnaði upp úr samningun-
um.
Það var því ekki fyrr en í októ-
ber 1991 sem Josephson náði
samningi við útgefandann Har-
perCollins (sem er í eigu Ruperts
Murdochs) um útgáfu bókarinnar.
Ekki hefur verið gefið upp hversu
mikið var greitt fyrir útgáfurétt-
inn en talið er að það hafi verið
um 3,5 milljónir fyrir tvær bækur
(síðar áformar Thatcher að skrá
endurminningar frá tímanum áð-
ur en hún varð forsætisráðherra).
Fyrir þessa upphæð fær Murdoch
öll réttindi varðandi bókina í öllum
löndum nema Japan.
Þetta er gífurlega há upphæð
í samanburði við það sem hingað
til hefur verið greitt fyrir ævi-
minningar breskra stjórnmála-
manna. Nigel Lawson, fyrrum
fjármálaráðherra, fékk til dæmis
600 þúsund pund fyrir bók sína
„The View from Number 11“ en
flestir verða að sætta sig við um
150 þúsund pund.
Fyrst Díana, svo Thatcher
Murdoch ætlar að láta önnur
fyrirtæki sín taka hluta af áhætt-
unni og er þannig talið að The
Sunday Times muni greiða um
500 þúsund pund fyrir að birta
kafla úr bókinni. Blaðið náði góð-
um árangri á síðasta ári með því
að birta kafla úr bókinni um Dí-
önu en þá þarf líka eitthvað
„krassandi“ að vera að finna í
þeim köflum sem birtir eru. Er
talið að „söluvaran“ eigi að vera
sá kafli þar sem Thatcher fjallar
um John Major og hversu óverð-
ugur hann hafi verið sem arftaki
hennar.
í Spectator segir að blaðið hafi
þegar lagt sitt af mörkum til að
grafa undan konungdæminu og
verði því líklega ófeimið við að
eyðileggja forsætisráðherraferil
Majors til að geta selt einhver
eintök af ævisögu. Á blaðið að
hafa sent fyrsta uppkastið af bók-
inni til baka með þeim skilaboðum
að það yrði að lífga upp á textann
svo hægt yrði að birta kafla úr
honum.
Greinarhöfundur Spectator
dregur líka í efa að æviminningar
Thatcher verði mjög vel skrifaðar.
Hún hafi aldrei verið mikill stílisti
sjálf og hafi einn helsti ræðuritari
hennar, Ronald Millar, til dæmis
ljóstrað upp um þá staðreynd að
hann hafi oftast þurft að útskýra
brandarana í ræðunum fyrir
henni.
Þó að útgefandinn haldi því
fram að hún hafi skrifað bókina,
sem er 704 blaðsíður, algjörlega
sjálf segir tímaritið að tveir af
ræðuhöfundum hennar, þeir Rob-
in Harris og John O’Sullivan,
standi að mestu leyti á bak við
verkið.
Það er þó ekki víst að bókin
verði óspennandi. Samkvæmt
einni kjaftasögu, sem nú gengur
um í bresku stjórnmálalífi, gæti
hún jafnvel verið bitastæð. Breska
ríkissjónvarpið BBC hefur undan-
farið rætt við fyrrum samstarfs-
menn Margaret Thatcher, sem
lentu upp á kant við hana, vegna
heimildaþátta sem verið er að
vinna um forsætisráðherratíð
hennar. Nokkrir af ráðherrunum
fyrrverandi hófu mál sitt á mjög
diplómatísktan hátt með setning-
um á borð ,við: „auðvitað mun
sagan dæma hana vel“. Þá
slökktu kvikmyndagerðamennirn-
ir á upptökuvélunum, lásu kafla
úr handriti væntanlegrar bókar
Thatcher um hennar álit á þeim
sem verið var að taka viðtal við.
Hermir sagan að þeir hafí í kjöl-
farið verið mun reiðubúnari til að
tjá sig opinskátt um samstarfið
við Thatcher.
i4w°
RÚG- 0G KORNBRAUBSBLANDA
Þú bakar bollt oggróft brauð fyrir heimilið
Nú er Uekifierið til að reyna sig við brauðbakstur.
ÍAMO rúg- og kombrauðsblöndunni er sérlega vönduð
samsetning af þeim hráefhum sem þarftil að baka
gimileg og holl brauð. Framkvtemdin er einfóld,
alltfrá þvi aðþurfa aðeins að beeta vatni oggeri
sanutn við innihaldpakkanna.
- spennandi möguleiki i matargerð!