Morgunblaðið - 30.09.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.09.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1993 13 sveitarstjórnarstigsins er undirstaða nútíma byggðastefnu. Menn verða að hafa hugfast hvað hefur gerst og er að gerast í byggðaþróuninni. A síðasta áratug hefur íslendingum fjölgað um tæplega 28 þúsund manns samkvæmt upplýsingum Hagstof- unnar. Fjölgun á höfuðborgarsvæð- inu er á þeim tíma ríflega 26 þúsund manns en landsbyggðarinnar einung- is um 1.800 eða aðeins liðlega 6% af heildarfjölgun sl. 10 ára. A síð- ustu fimm árum hefur Islendingum fjölgað um tæpiega 16 þúsund. Ibú- um höfuðborgarsvæðisins hefur á þessum tíma fjölgað um 15 þúsund, en landsbyggðarinnar minna en eitt þúsund. Forsenda þess að snúa þessari þróun við er að efla sveitarstjórnar- stigið í landinu og gera því kleift að takast á við aukin verkefni og bætta þjónustu við íbúa sína. Sumir hafa látið í ljós vantrú á að sameining sveitarfélaga bæti hag hinna dreifðu byggða. Hver er hin sögulega þróun? Varla er það tilviljun að vöxtur höf- uðborgarsvæðisins annars vegar og vöxtur ríkisvaldsins hins vegar hafi farið saman á kostnað landsbyggðar- innar og sveitarstjórnarstigsins? Varla er það tilviljun að þegar jafn- vægi var í byggð landsins var ríkis- valdið máttlítið og sveitarfélagastigið aðal stjórnsýslustig landsins. Meginmarkmið sameiningar í kynningu samráðsnefndar um sameiningu sveitarfélaga er einmitt lögð sérstök áhersla á eftirfarandi: „Gríðarlegar breytingar hafa orðið á búsetu, samgöngum og atvinnulífi á þessari öld. Mörg sveitarfélaga hafa ekki fylgt eftir þessum miklu umskiptum. Sveitarfélög hafa víða ekki lengur tök á að sinna á eigin spýtur öllum þeim verkefnum sem þeim hafa verið falin, vegna þess að þau mynda ekki heildstæð þjónustu- svæði og eru fámenn. Sérstaklega hafa mörg sveitarfélög í dreifbýli ekki möguleika til að veita íbúum sínum margþætta þjónustu sem oft er veitt í nálægu þéttbýli. Efling sveitarstjórnarstigsins er forsenda þess að hægt sé að auka staðbundið vald og skilvirkni stjórn- sýslunnar. Stækkun sveitarfélaga og bættar samgöngur stuðla að íjöl- breyttara og öflugra atvinnulífi. Á VEGGI, LOFT OG GÓLF TRAUSTARI HUÓÐEINANGRUN, ÞYNGRI OG STEINULL ÞVÍ ÓÞÖRF. A FLOKKUR ELDTRAUSTAR VATNSHELDAR ÖRUGGT NAGLHALD KANTSKURÐUR SEM EGG HOLLENSK GÆÐAVARA Þ.ÞORGRfMSSON&CO ÁRMÚLA29, SÍMI 38640 Sveitarfélaganefnd, sem skipuð var fulltrúum stjórnmálaflokkanna, Sambands íslénskra sveitarfélaga og Byggðastofnunar telur að stærri sveitarfélög treysti byggð í landinu, því þau verði betur í stakk búin til að sinna þeim verkefnum sem nútím- inn kallar á og til að taka að sér verkefni sem nú eru í höndum ríkis- valdsins." Að leysa þessi mál með samvinnu á héraðsgrundvelli er vafasamt, þar sem með því yrði í veigamiklum málaflokkum færð ákvarðanataka frá stórum hluta lýðræðislega kjör- inna sveitarstjórnamanna til fá- mennra fulltrúa í héraðsnefndum. Samráðsnefndin undirstrikar einn- ig hver séu meginmarkmiðin með sameiningu sveitarfélaga, en þau eru að: * Treysta byggð í landinu og efla stjórn heimamanna. * Auðvelda flutning verkefna frá ríki til sveitarfélaga. * Auka þjónustu við íbúana og gera sveitafélögum betur kleift að tak- ast á við núverandi og ný við- fangsefni. Tvenns konar sveitarfélög Ljóst er að hin stærri sveitarfélög eru mörg hver í stakk búin til að taka til sín veigamikil verkefni og tekjustofna frá ríkinu og þar með að auka sjálfsforræði þeirra. Fámenn sveitarfélög geta ekki komið í veg fyrir slíka þróun. Þá væri lýðræðið farið að snúast í andhverfu sína. Sú hætta er því fyrir hendi, að ef litið verður nú út' átaki í sameiningarmál- um sveitarfélaga, að hér þróist tvenns konar sveitarfélög. Annars vegar þau sem munu taka að sér viðamikil verkefni og tekjustofna frá ríkinu og skipuleggja og bæta sjálf sína þjónustu við íbúana án afskipta ríkisvaldsins. Hins vegar þau sem þá áfram yrðu háð miðstýringu ríkis- ins í fjármagni og þjónustu í stórum málaflokkum sem miklu skipta íbú- ana. Oll rök mæla því með stækkun sveitarfélaganna, sem er fyrst og fremst mikilvæg til að tryggja at- vinnuuppbyggingu og landsmönnum jöfnuð í þjónustu og lífskjörum hvar sem þeit' búa á landinu. Höfundur er félagsmálaráðherra. Stretsbuxur kr. 2.900 Mikið úrval af allskonar buxum Opib ó laugardöqum kl. 11- 16 iJclr Icpom upp í Innön ferð. 23íllnot nftur 00 ftum t tímn ofl túmí 0 motúutp fitoumo 00 FRUMSYNING FÖSTUDAGSKVÖLD Aðalhlutverk: Pálmi Gestsson Baltasar Kormákur Eggert Þorleifsson 915 ÞJOÐLEIKHUSIÐ Sími miðasölu 11200. OPNUM Á MORGUN 1. OKT.! BEST SELLER frá Danmörku frá Hollandi frá Hollandi OPNUNARTILBOÐ RIP RIP RÚLLUKRAGABOLUR 890,- HIP HOP SHAKE BOLUR M. HETTU — ÞYKKUR 2.450,- HIP HOP JUNOER BUXUR 1.980,- KÖFLÓTT STRÁKASKYRTA M. HETTU 1.980,- KRAKKAR KRINGLUNNI 8—12 SÍMI 681719

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.