Morgunblaðið - 30.09.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1993
27
Brynjar Eiríksson, sem var nær drukknaður í Sundlaug Kópavogs, kominn af gjörgæslu
Ekki búinn að
ákveða hvort ég
æfi sund áfram
BRYNJAR Eiríksson, drengurinn sem festist við frárennslisop við
vatnsrennibraut í Sundlaug Kópavogs sl. föstudag, var fluttur af
gjörgæsludeild Landspítalans í gær og yfir á barnadeild. Brynjari
var haldið meðvitundarlausum fram á mánudag þegar hann var
vakinn. Hann var síðan tekinn úr öndunarvél að kvöldi sama dags
og er nú á góðum batavegi.
Brynjar, sem er ellefu ára, hafði
fengið vini sína, Áma Pál Þorbjörns-
son, 11 ára, og Arnar Felix Einars-
son, 12 ára, í heimsókn í gær og
voru þeir að skoða NBA-körfubolta-
myndir sem Arnar hafði fært Brynj-
ari. „Ég safna körfuboltamyndum,
ég held ég eigi svona 500 heima,"
sagði Brynjar. Árni Páll var með
Brynjari í sundi þegar slysið varð.
„Brynjar var að kafa hjá tröppunum.
Svo fór hann að sprikla og ég reyndi
að toga í hann. Þá kom pabbi en
hann gat heldur ekki losað hann.
Hann kallaði á hjálp og sundlaugar-
mennirnir komu. En þeir gátu ekki
losað Brynjar fyrr en búið var að
slökkva á dælunni,“ sagði Árni. Hann
sagðist hafa haft áhyggjur af vini
sinum ög það hefði verið fínt að sjá
hann aftur en Ámi fékk að heim-
sækja Brynjar á gjörgæsludeildina á
þriðjudag.
Maður endar í Hollywood
Brynjar var raddlaus fyrst eftir
að hann losnaði úr öndunarvélinni
en er núna að jafna sig. „Fyrst heyrði
ég ekki neitt heldur en ég er orðinn
eiginlega alveg góður,“ sagði hann.
Hann getur farið fram úr en má þó
ekki vera mikið á ferli. Aðspurður
sagðist Brynjar ekki hlakka til að
byija í skólanum. „Það er samt
skárra að vera í skólanum en hér,
nema að hér getur maður legið í leti.
Hjúkkurnar eru líka fínar,“ sagði
Brynjar.
Strákarnir voru að tala um að
fréttir af slysinu hefðu verið í öllum
fjölmiðlum síðustu daga. „Maður
endar bara í Hollywood, maður er
orðinn svo frægur,“ sagði Brynjar
og hló.
Brynjar hefur æft sund með
Breiðabliki þrisvar í viku. „Ég æfði
sund áður en við fórum til Danmerk-
ur þar sem við vorum í eitt ár. Ég
er svo búinn að æfa j rúmt ár eftir
að við komum heim. Ég er ekki bú-
inn að ákveða hvort ég ætla að halda
áfram að æfa sund. En ég er nýbyrj-
aður í skátunum, var búinn að mæta
á einn fund með Arnari,“ sagði hann.
Voru bjartsýn allan tímann
Foreldrar Brynjars, Guðrún Jón-
asdóttir og Eiríkur Páll Eiríksson,
hafa ástæðu til að gleðjast. „Þetta
var erfiður tími, við vissum ekkert
Morgunblaðið/Sverrir
I heimsókn hjá vini sínum
ÁRNI Páll Þorbjörnsson og Arnar Felix Einarsson voru í heimsókn hjá Brynjari Eiríkssyni á barna-
deild Landspítalans í gær. Hann var færður af gjörgæsludeild í gær og er á góðum batavegi.
hvernig drengur myndi vakna og
hvort hann myndi vakna,“ sagði
Guðrún. „Sá Brynjar sem vaknaði á
mánudag var nákvæmlega sami
drengurinn og við sendum í sund á
föstudaginn."
„Þó að biðin hafi verið erfið þá
urðum við bjartsýnni um leið og von-
in kviknaði en það var aðfaranótt
mánudags. Læknarnir sögðu okkur
frá byijun að vera frekar bjartsýn
en svartsýn en það mat byggðu þeir
á því að fyrstu viðbrögð eftir slysið
hefðu verið hárrétt," sagði Eiríkur.
„Brynjar var aldrei einn, Árni var
með honum allan tímann og hann lét
strax vita. Faðir hans, sr. Þorbjörn
Hlynur Árnason, náði síðan í hjálp
um leið og honum varð Ijóst að hann
gæti ekki losað hann. Sundlaugar-
starfsmenn brugðust skjótt við og
slökktu á dælunni. María Sigurðar-
dóttir, svæfingalæknir á Borgarspít-
alanum, var stödd í lauginni og hún
blés í hann lífi og stjórnaði aðgerð-
um. Þá hnoðaði Björgvin Már Hilm-
arsson sundlaugarvörður hann.
Brynjar fór í sjúkrabíl á gjörgæslu-
deild Landspítalans þar sem þessir
góðu læknar tóku við honum en þeir
búa yfir þekkingu og reynslu og
vinna fagmannlega. Hjúkrunarfræð-
ingarnir sem vöktuðu hann voru
einnig aðdáunarverðir. Þær voru ör-
uggar, rólegar og fumlausar og við
höfðum virkilega styrk af því að
fylgjast með þeim meðan við biðum
milli vonar og ótta,“ sagði Eiríkur.
Stöndum í óborganlegri
þakkarskuld
„Brynjar hefur allan tímann verið
í höndum fólks sem veit nákvæmlega
hvað það er að gera. Við viljum ekki
taka neinn einn fram yfir annan, við
stöndum í óborganlegri þakkarskuld
við allt þetta fólk,“ sögðu Guðrún og
Eiríkur.
Vaxtabreytingardagur á föstudaginn
Landsbanki lækkar
víxilvexti um 0,5%
LANDSBANKINN lækkar forvexti víxla um 0,5 prósentustig um mánaða-
mót en breytir ekki vöxtum að öðru leyti. Eftir lækkunina verða víxil-
vextir 17% í Landsbanka. Ekki liggur fyrir hve vextir Búnaðarbanka
og íslandsbanka lækka mikið eða hvort sparisjóðir lækka vexti.
Starfsmannaráð Ríkisspítalanna um lokun leikskóla
Þess krafist að ákvörð-
un ráðherra verði frestað
FORSVARSMENN leikskóla sem reknir eru í tengslum við spítala eru
mjög ósáttir við ummæli Onnu K. Jónsdóttur, formanns stjórnar Dag-
vistar barna í Morgunblaðinu í gær um bruðl og að færri börn væru
á liverja fóstru en á öðrum leikskólum. Stjórn Fóstrufélags íslands
telur vítavert af heilbrigðisyfirvöldum að starfsfólki og börnum í leik-
skólum sjúkrahúsa verði sagt upp áður en viðræður hefjast um lausn
á viðkomandi rekstri. Starfsmannaráð Ríkisspítalanna krefst þess að
heilbrigðisráðherra fresti ákvörðun sinni.
Meðalvextir almennra skuldabréfa
eru hæstir í íslandsbanka, 19,8% og
Búnaðarbanka, 19,2%, en báðir þess-
ir bankar ætla að lækka vexti um
mánaðamótin. íslandsbanki sagði í
síðustu viku að tilefni væri til 3-3,5
prósentustigalækkunar á vöxtum um
mánaðamótin en Búnaðarbanki hefur
ekki gefið upp tölur. Ekki fengust
upplýsingar í gær um hvort sparisjóð-
irnir hyggist lækka vexti en þar eru
meðalvextir almennra skuldabréfa
17%.
Meðalvextir almennra skuldabréf-
alána eru 16,7% í Landsbankanum.
„Þar sem við fórum mun skemmra
upp á eftir verðbólgutoppnum viljum
við að minnsta kosti sjá aðra banka
komast niður að vöxtum Landsbank-
ans áður en hugsum okkur frekar til
hreyfings," sagði Brynjólfur Helga-
son, aðstoðarbankastjóri hjá Lands-
banka íslands. Hann sagði að þessi
mál yrðu skoðuð fyrir næsta vaxta-
breytingardag eftir mánaðamót, sem
er 11. október.
Anna K. Jónsdóttir sagði í Morg-
unblaðinu í gær að mikið bruðl hefði
verið á leikskólum ríkisspítalanna, á
leikskóla Borgarspítala hefðu verið
mun færri börn á hvern starfsmann
en á öðrum leikskólum og engir aðrir
en hjúkrunarfræðingar fengju aðgang
með börn sín.
Ummælin byggð á vanþekkingu
Jóhannes Pálmasson, fram-
kvæmdastjóri Borgarspítala, sagði að
á leikskólum spítalans væri hliðstæður
barnafjöldi á hvern starfsmann og hjá
Dagvist barna, þrátt fyrir að leikskól-
arnir væru opnir lengur á daginn og
aldrei væri lokað að sumrinu. Hann
sagði að samanburður Önnu væri ekki
réttur og allt tal um bruðl væri út í
loftið. Þá væri ekki rétt að hjúkrunar-
fræðingar nytu þess einir að hafa
börn sín á leikskólunum. Af foreldrum
sem ættu börn á leikskólunum væru
rúmlega 50 prósent hjúkrunarfræð-
ingar en afgangurinn væri í ýmsum
starfstéttum, þar á meðal Sóknarkon-
ur.
Hildur Kristín Helgadóttir, yfir-
fóstra leikskólans Sólbakka, sagði að.
Anna K. Jónsdóttir hefði greinilega
ekki kynnt sér starfsemi leikskóla
Landspítalans. Þar væru 5 til 7 börn
á hvern starfsmann og væri það mis-
jafnt eftir dögum. Hún sagði að sum
bamanna kæmi þrisvar í viku en önnur
íjórum sinnum í viku. Gæti því verið
tölverður dagamunur á því hversu mörg
böm væm í leikskólunum.
Vítaverðar uppsagnir
Fóstrufélags íslands hefur sent frá
sér ályktun þess efnis að vítavert sé
af heilbrigðisyfirvöldum að starfsfólki
og börnum í leikskólum sjúkrahúsa
verði sagt upp áður en viðræður hefj-
ast um lausn á viðkomandi rekstri.
Guðríður sagði að innan spítalans
hefði verið rætt um peningahliðina og
ákvæði kjarasamnings. „Á stað-
arvöktunum, þegar þær komu inn í
kjarasamninga fyrir 5 árum, var gert
ráð fyrir að um einhveija hvíld væri
að ræða á vaktinni. Síðan hefur álag
sjálfsagt aukist á öllum þessum deild-
um, þar sem staðarvaktir eru, og
kannski ekki síst á svæfinga- og gjör-
gæsludeild. Svo það má segja að for-
sendur hafi eitthvað breyst síðan en
Stjórnin bendir á að starfsár leikskóla
nái frá 1. september til 31 ágúst.
Komi uppsagnir sem taka gildi á miðju
starfsári á mjög óheppilegum tíwa
fyrir alla aðila. Börnin verði að hætta
á miðju skólaári, foreldrar missi þjón-
ustu og starfsfólk atvinnu.
Starfsmannaráð Rískisspítalanna
hefur sent frá sér ályktun þar sem
þess er krafist að heilbrigðisráðherra
fresti ákvörðun sinni og gefi sjúkra-
húsum, sveitarfélögum og starfs-
mönnum tíma til að ná samningum
um framtíð leikskólanna, þannig að
sem minnst röskun verð á högum við-
komandi starfsmanna, barnanna og
starfsfólks leikskólanna.
ákvæði um greiðslur er samt áfram í
kjarasamningi. Ákvæði um gæsíu-
vaktir passa hins vegar ekki fyrir
þessar vaktir því þar er ekki gert ráð
fyrir að læknir sé í húsinu. Þannig
má kannski segja að hugsanlega vanti
millistig," sagði Guðríður og lagði
áherslu á að reynt yrði að finna leið
til að leysa deiluna áður en kæmi til
uppsagna 8 af 12 svæfingalæknura á
skurðdeild.
Kjaradeila svæfingalækna á Landspítala
Rætt um hvort hrófla
verði við kjarasamningi
ÁHERSLA er lögð á að leysa kjaradeilu svæfingalækna á skurðdeild
Landspitalans sem allra fyrst svo starfsemi spítalans komist eins fljótt
og mögulegt er í eðlilegt horf eftir því sem Guðríður Þorsteinsdóttir,
lögfræðingur Ríkisspítala, segir. Hún segir að m.a. hafi verið rætt
hvort nauðsynlegt verði að hreyfa við ákvæðum í kjarasamningi til að
fá fram breytingar á greiðslum fyrir staðarvaktir.