Morgunblaðið - 30.09.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.09.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1993 Níræður Karvel Ogmunds- son útgerðarmaður Vinur minn og velgjörðarmaður, Karvel Ögmundsson, er níræður í dag. Reyndar er það ákaflega erfitt að kalla háan aldur fram í hugann, þegar myndin af Karvel er skoðuð. Hann er einn þeirra örfáu manna, sem getur aldrei orðið gamall í vit- und vina sinna, hvað sem árafjölda ævinnar líður. Karvel Ögmundsson er ættaður af Snæfellsnesi. Hann fæddist á Hellu í Beruvík í Breiðavíkur- hreppi. Foreldrar hans voru hjónin Ögmundur Andrésson, fæddur í Einarslóni á Snæfellsnesi, og Sól- veig Guðmundsóttir frá Purkey á Breiðafirði. Þau voru búendur í Hellu þegar flest börn þeirra fædd- ust, en þau urðu 12 talsins. Af þeim létust tvö í bernsku, en tíu náðu fullorðinsaldri. Karvel var sá sjötti í aldursröð systkina sinna. Hann ólst upp hjá foreldrum sín- um til 9 ára aldurs. Þá var hann tekinn í fóstur af móðurbróður sín- um, Eggerti Guðmundssyni for- manni á Hellissandi og Ingibjörgu Pétursdóttur konu hans. Hjá þeim átti hann heimili upp frá þvi öll sín uppvaxtarár. Hugur Karvels hneigðist snemma að sjónum, enda hóf hann sjósókn óvenju snemma, svo að ekki sé meira sagt. Hann var aðeins 11 ára, þegar han ýtti í fyrsta sinn úr vör sem alvöru sjómaður og 14 ára gamall var hann orðinn formað- ur á árabátum. Mun slíkt hafa ver- ið harla fátítt, ef ekki einsdæmi. Formaður á vetrarskipi varð hann 19 ára gamall og upp frá því var • hann skipstjóri á mótorbátum frá ísafirði, Hellissandi og víðar næstu árin. Hann stundaði nám við Sjó- mannaskólann á ísafirði á árunum 1926-1927. Útgerð stundaði hann frá Hellissandi og Vestfjörðum til ársins 1933. Þá flytur hann suður í Njarðvík og gerist stórútgerðar- maður þar. Fyrst var hann í Innri- Njarðvík, en fluttist árið 1937 í Ytri-Njarðvík og reisti þar hús er hann nefndi Bjarg og á Bjargi hef- ir hann búið allt til þessa dags. Ásamt Þórarni bróður sínum reisti hann Hraðfrystihús Ytri-Njarðvíkur og rak það samhliða útgerðinni. Í félagsmálum hefur Karvel kom- ið ótrúlega víða við sögu og oftast verið í fararbroddi. Það er í raun og veru alveg óskiljanlegt hvað hann hefir komist yfir af því að aldrei voru þau störf, sem hann tók að sér og fékkst við, tekin vettlinga- tökum. Heill hefir hann gengið að hveiju starfi og skilað öllum sínum mörgu hlutverkum með sæmd. Af ótalmörgum störfum Karvels að félagsmálum má nefna það, að hann átti sæti í hreppsnefnd Keflavíkur- hrepps 1938-1943 og oddviti var hnn í Njarðvík frá 1942-1962. Nefndarstörf eru fleiri en tölu verði á komið. Og víst er um það, að mörgum góðum málum hefir hann barist fyrir og oft átt dijúgan þátt í því að koma þeim farsællega í h'öfn. Karvel kynntist ég fljótlega eftir að ég gerðist sóknarprestur í Kefla- vík og Njarðvík árið 1952. M.a. lágu leiðir okkar saman í Rótarý- klúbbi Keflavíkur, en þar var hann mjög virkur í starfi. Mér verður það minnisstætt, þegar Karvel flutti erindi á Rótarýfundum, sem kom > Hjá okkurgctur þú p intaððllú eldhúsið. Við fiytjum inh vöndi Pierre Roblin. Tækin cru stíllm Þau eru til sýnis í hcimiiisicgu u þcr alla þá ráðgjöf sem þú þatífm Beinn innflutningur tffl EIRVI Vesturgötu 25,101 Rvk, ínotkun. tn við veitum ústæki. fHfer rt jf ffillPSll 1 jjj ~2F71 l A\\«\ m[i ■ ifL \™i talsvert oft fyrir. Oft voru það frá- sögur af sjómannsferli hans, gjarn- an með skýrskotun til þess sem margþætt reynsla hins glögg- skyggna og gjörhugula skipstjóra leiddi í ljós. Mál sitt flutti hann jafn- an blaðalaust, af fljúgandi mælsku á kjarnyrtu gullaldarmáli. Það var sannkölluð nautn að hlýða á hann og dýrmætur skóli fyrir hvern þann, er sjálfur vildi leggja stund á ræðu- mennsku, því mikið mátti læra af honum. Karvel hefir verið bindindismað- ur alla sína ævi að því er ég best veit og starfaði í röðum Góðtempl- ara. M.a. var hann stofnandi og um langt skeið gæslumaður barnastúk- unnar Sumargjafar í Njarðvík. Og lengi átti hann sæti í áfengisvarna- nefnd Njarðvíkurhrepps. Fyrir störf hans að bindindismálum og það fagra fordæmi, sem hann hefir gef- ið samferðamönnum sínum á þeim vettvangi, færi ég honum sérstakar þakkir Stórstúku íslands. Hinn 14. apríl árið 1928 gekk Karvel að eiga unnustu sína, Onnu Margréti Olgeirsdóttur frá Hellis- sandi, mikilhæfa og stórvel gefna dugnaðarkonu. Hjónaband þeirra var farsælt og hamingjuríkt. Þau eignuðust 7 börn, sem öll komust til fullorðinsára, 5 systur og 2 bræð- ur. Tvö þeirra eru nú látin. Anna lést hinn 26. apríl árið 1959. Eftir það bjó Karvel í allmörg ár með Þórunni Maggý Guðmundsdóttur og eiga þau einn son. Mætti hann með hógværð og yfirlætisleysi hins trúaða manns því mótlæti sem á veginum varð, bar hann gæfu til að koma auga á bjart- ari hliðarnar og jafnvel að spinna gullþræði úr þeim sorgarskýjum, sem stundum skyggðu hastarlega yfir á þeim vegi sem hann hugðist ganga. Með góðvild sinni, dreng- skap og eðlislægu göfuglyndi hefir honum oft tekist þetta, sem er öllu öðru dýrmætara, betra og blessun- arríkara, að „skapa gleði úr gráti og geisla úr skuggum“. Það kom engum á óvart, sem hafði heyrt Karvel flytja mál sitt á mannfundum, að hann reyndist snjall rithöfundur, þegar hann greip pennann og fór að skrifa bækur, þótt kominn væri hann þá nokkuð á sjötugsaldur. Það er í raun og veru alveg sama frá hvaða sjónar- miði er horft á Karvel Ögmunds- son. Hann er engum öðrum líkur. Hvað snertir dugnað hans, dreng- skap og góðvild, þá eru þeir fáir í okkar samtíð, sem komast með tærnar þar sem hann hefir hælana. I mínum huga gætu þau fallið eink- ar vel að honum þessi fornu og Ódýrir dúfe«r I HARÐVIÐARVAL HARÐVIÐARVAL HF, KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010 fleygu orð: „Þá minnist ég hans, er ég heyri góðs manns getið.“ Verðug virðing hefir Karvel oft verið sýnd. Hann var m.a. kjörinn heiðursborgari Njarðvíkurbæjar ár- ið 1978. í dag heiðrar bæjarstjórnin hann með afmælishófi í Safnaðar- heimilinu í Innri-Njarðvík kl. 17-20. Til hamingju, vinur, með árin þín níutíu. Guð blessi þig ríkulega héð- an í frá sem hingað til, börnin þín og ástvini þína alla. Björn Jónsson. Þótt ótrúlegt megi virðast þá er • það samt sannleikanum samkvæmt að Karvel Ögmundsson heiðprs- borgari Njarðvíkinga er níræður í dag. Það er erfitt að átta sig á þessu eins hress og athugull og hann er og tilbúinn til allra verka. Á afmæl- isári Njarðvíkinga í fyrra þá var hann í fylgdarliði forseta Islands og tók þátt í dagskránni í 12 tíma án hvíldar og spurði í lokin hvort við ættum ekki að skoða einn stað enn. Slíkur er áhugi Karvels á öllu sem er að gerast í kringum hann og að fá að vera með. Karvel kom til Njarðvíkur árið 1933 frá Hellissandi á Snæfellsnesi með útgerð sína og settist að á Bjargi í Ytri Njarðvík. Strax og Karvel settist hér að varð hann einn öflugasti talsmaður Njarðvíkinga og settist í bæjarstjórnina í Kefla- vík árið 1938 og sat þar til ársins 1942. Karvel var einn aðal hvatamaður þess að Njarðvík yrði aftur sérstakt sveitarfélag og varð það úr með lögum frá Alþingi árið 1942 að Njarðvík varð sjálfstætt sveitarfé- lag og gegndi því starfi óslitið til ársins 1962 eða í 20 ár. Það gefur auga leið að miklar væntingar voru meðal Njarðvíkinga við stofnun hins nýja sveitarfélags og því mikið sem hvíldi á aðal hvata- manninum Karveli Ögmyndssyni. Hann gekk til þeirra verka af mikilli elju og sinnti þar þeirri upp- byggingu sem setið hafði á hakan- um í Njarðvík og þar fyrir utan kom hann ásamt öðrum á fót félagsstarf- semi eins og barnastúkunni Sumar- gjöf, var einn af stofnendum Ung- mennafélags Njarðvíkinga og Sjálf- stæðisfélags Njarðvíkur. Á þessum árum voru Njarðvík- ingar aðeins 282 talsins og því ekki um miklar tekjur að ræða né getu til þeirra hluta sem þurfti að fram- kvæma, en það sem ekki vantaði voru vonirnar og trúin á framtíð byggðarlagsins. Ohætt er að segja að sá neisti sem frumkvöðlarnir að stofnun Njarðvíkurhrepps kveiktu hafi orðið að miklu báli sem hefur lýst eftir- komendum til góðra verka fyrir hreppinn sem í dag er einn af stærri kaupstöðum landsins með um 2.600 íbúa og fjölþætta þjónustu. Á þessum merkisdegi í lífi Kar- vels Ógmundssonar vill undirritaður færa honum þakkir fyrir hans mikla framlag við uppbyggingu Njarðvík- urbær og þjónustu við íbúana. Þau störf verða seint metin og munu lifa með Njarðvíkingum um ókomna framtíð. Ingólfur Bárðarson, forseti bæjarsljórnar Njarð- víkurbæjar. Þeir mega muna tvenna tíma sem fæddust á fyrstu árum þessarar aldar. Þá voru lífsskilyrði og lífs- hættir með líku sniði og verið hafði öldum fyrr. Stundum er sagt að þetta fólk hafi í raun fæðst á land- námsöld. Eitthvað kann að vera til i því. Hitt er vitað að um síðustu aldamót voru landkostir orðnir miklu rýrari en við landnám. Bú- seta hafði gengið mjög nærri land- inu og fólk víða freistað þess að hefja búskap þar sem skilyrðin voru álitleg í fyrstu en þegar til kom þoldi landið ekki áganginn og gat ekki gefið af sér það sem þurfti til að hægt væri að draga fram lífið. Það mun satt vera að meiri kröfur voru ekki gerðar og fólk sem nú er miðaldra eða yngra hlýtur að eiga erfitt með að skilja hversu fábrotin veraldargæði það voru sem flestir máttu bjargast við. Þetta gilti auðvitað einnig um svæði þar sem fólk bjó að staðaldri. Já, hart var lífið víða í upphafi þessarar ald- ar. Það á ekki síst við um byggðirn- ar undir Jökli. Framan undir Jöklinum er Beru- vík. Þar hefur verið búið strax í upphafi íslandsbyggðar. Það sést af fornum minjum. Fróðlegt er að líta yfir sviðið í Beruvík eins og það var fyrir tæpri öld. Þar voru fimm bújarðir allar fremur litlar. Sjósókn er þarna mjög erfið því að ströndin er brimasöm og lending ótrygg. Búfé var fátt og mjög erfitt að fjölga því. Eldiviðarskorturinn var örlagavaldur í því efni. Mótekja var engin fyrr en innan við Ingjaldshól og þangað eru 16 kílómetrar a.m.k. Þegar eitthvað þurfti að flytja var hjóllaus þjóðin í stórvanda. Reyndar miklu stærri vanda en við getum skilið. Fólk reyndi eftir mætti að rífa lyng til eldiviðar en það er léleg- ur eldsmatur. Sauðataðið fór þá undir pottinn. Annarra kosta var ekki völ. Þar með nýttist það ekki til áburðar á þau örlitlu tún sem þarna voru og heldur ekki til ný- ræktar. Svona batt hvað annað. Reki var ekki nægur til að bæta þarna úr. Lítill eldiviður þýðir að hús þurfa að vera lítil enda var all- víða svo þröngt að fólk sat ekki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.