Morgunblaðið - 30.09.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.09.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1993 Siglt á Björg VE við Vestmannaeyjar Það hefur engiiin verið uppi í brú - segir Gísli Einarsson, skipstjóri Bjargar DANSKA flutningaskipið Sathelit sigldi á Björg VE 5 tólf mílur vestur af Surtsey snemma í gærmorgun. „Það er á siglingu og kemur allt í einu upp í síðuna á okkur. Við vorum að toga með togljós og siglingaljós kveikt og bjuggumst auðvitað við því að það myndi beygja frá í tíma. En það hefur enginn verið uppi í brú,“ segir Gísli Einarsson, skipstjóri Bjargar. Gísli segir að stýrimaður hafi kveikt dekkljós þegar um hálf míla var á milli skipanna og síðan hafi hann reynt að sveigja frá og bakka þegar hann sá hvert stefridi. Frekari tjóni hafi verið afstýrt á þann hátt, en „smáklessa sé fram á skipinu,“ sem hafi komið þegar Sathelit straukst við byrðing Bjargar. Símamynd/Cees Kuiper Gísli segir að flestallir skipvetjar nema stýrimaður hafi verið í koju þegar áreksturinn varð um kl. hálf- sjö að morgni miðvikudags. „Mönnum brá illilega, sérstaklega þar sem höggið kom á kojurnar þótt enginn hafi talað um að hafa henst fram úr,“ segir Gísli. Björg VE 5 er 130 tonna togbát- ur með átta manna áhöfn og Gísli segir að Sathelit sé flutningaskip í smærri kantinum en það hafi rist djúpt sem bendi til fullfermis. Sam- band náðist við danska skipið stuttu eftir áreksturinn og kveðst Utflutningur hrossa Stefnir í nýtt met VEL LÍTUR út með útflutnirig hrossa það sem af er árinu og virðist allt stefna í nýtt met í fjölda. Um mánaðamótin ág- úst/september höfðu 1.453 hross verið flutt út sem er 112 hrossum fleira een á sama tíma í fyrra. Flesta mánuði ársins hefur verið fjöigun en í ágúst voru heldur færri hross flutt út en ástæða þess er talin vera sú að þá var haldið heims- meistaramót íslenskra hrossa í Hol- landi og hrossakaupmenn meira og minna uppteknir vegna þess. Nú sem áður fara flest hross á Þýska- landsmarkað en veruleg aukning virðist vera til Noregs. Að sögn Hallveigar Fróðadóttur hjá Félagi hrossabænda eru framundan drjúg- ir mánuðir í hrossaútflutningi svo allt stefnir í nýtt met. Sagði hún að í september færu út í kringum 200 hross. Af þessum 1.453 hrossum eru stóðhestarnir 46, geldingar 704 og hryssur 703. Hryssum í útflutningi virðist stöðugt fjölga sem virðist endurspegla síaukinn áhuga á ræktun íslenskra hrossa á erlendri grund. Eftir 1. október er óheimilt að flytja hross til Norðurlanda með skipum en slíkt bann gengur ekki í gildi fyrr en 1. nóvember í öðrum löndum Evrópu. Gísli ekki hafa krafið yfirmenn þess um skýringar á atburðinum, heldur athugað hvort útgerðarfé- lag skipsins gæti ábyrgst greiðslu vegna tjónsins. Sjópróf verða haldin þegar Björg VE 5 kemur í land og segist Gísli halda að það verði á næstu dögum. Evrópudraumúrinn úti ÍSLENSKU liðin þrjú, ÍA, KR og Valur, voru öll selngin út úr Evrópu- mótunum í knattspyrnu í gærkvöldi. Skagamann töpuðu 3:0 fyrir Feyenoord, KR gerði markalaust jafntefli í Ungveijalandi og Valur tapaði 4:0 fyrir Aberdeen. Hér má sjá Skagamehnina Sturíaug Haralds- son og Ólaf Adolfsson í baráttu við Regi Blinker, einn besta mknn Feyenoord. Sjá „Draumurinn úti...“ á bls. 51. Bflþjófur í gæslu- varðhald MAÐUR á fertugsaldri sem var handtekinn að- faranótt sl. þriðjudags við innbrot í bíla hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhaldtil tveggja vikna. Maðurinn reyndist sekur um innbrot í fimm bíla nóttina sem hann var handsamaður. Mörg mál eru í gangi gagn- vart manninum og m.a. er beð- ið eftir dómi yfir honum frá 'Héraðsdómi Reykjavíkur. Þess vegna var tekin ákvörðun um að óska eftir gæsluvarðhaldi yfir honum í tvær vikur. Maðurinn hefur áður afplán- að fangelsisdóma vegna af- brota, einkum þjófnaða. 139 * ársins Framleiðsluverðmæti land- vinnslunnar jókst um 25% ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa hf. skilaði 139 milljóna króna hagnaði af reglulegri starfsemi fyrirtækisins fyrstu átta mánuði ársins samanborið við 127 millj. kr. á sama tímabili í fyrra, en þá hafði verið tekið tlllit til 92 millj. kr. greiðslu úr Verðjöfnunarsjóði sjávarútvegsins. I frétta- tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að vegna mikils gengistaps umfram verðlagsbreytingar, sem að mestu stafi af gengisfellingunni í júní, reyndist endanlegur hagnaður fyrirtækisins 28 millj. kr. á fyrstu átta mánuðum ársins. Það sem af er árinu nema rekstrartekjur ÚA tæpum tveimur milljörðum króna, sem er 23,8% hækkun miðað við sama tímabil í fyrra. Er hagnaður fyrir afskriftir og ijármagnskostnað 454 millj. kr. eða um 22% af rekstrartekjum. Eigið fé fyrirtækisins í lok ágúst- mánaðar var rúmlega 1,6 milljarð- ar kr. og veltufjárhlutfallið á sama tíma 1,24. Viðunandi afkoma „Miðað við aðstæður teljum við þetta viðunandi afkomu. Með sér- stöku tilliti til þess hvað rekstur ísfiskskipa hefur verið erfiður og með tilliti til aflasamdráttar, get- um við sæmilega við þetta unað,“ sagði Gunnar Ragnars, fram- kvæmdastjóri ÚA, í samtali við Morgunblaðið. Útgerðarfélag Akureyringa gerir út fimm ísfisktogara og tvo frystitogara og rekur fiskvinnslu á Akureyri. Á fyrstu átta mánuð- um ársins var afli ísfisktogaranna 9.711 tonn, sem er 1.570 tonnum minna magn en á sama tíma í fyrra og er það 13,9% aflamrnnkun. milli ára. Afli frystitogaranna var á sama tímabili 4.253 tonn, sem er 9,6% minna magn en á sama tímabili 1992. Þrátt fyrir aflasam- drátt hefur útgerð frystitogaranna gengið vel og er framleíðsluverð- mæti þeirra 15% meira én á sama tímabili í fyrra. Munar þar mestu um aflaaukningu á grálúðuveið- um. Ellefu hundruðum tonna meiri framleiðsla Framleiðsla í frystihúsi ÚA er meiri í ár en á sama tíma í fyrra og er aukning framleiðsluverð- mætis tæp 25%. Hafa verið fram- leidd tæplega 5.500 tonn miðað við rúm 4.400 tonn á sl. ári. Hef- ur félagið náð þessari aukningu þrátt fyrir aflasamdrátt með því að kaupa afla af öðrum fiskveiði- skipum. Var heildarframleiðsla ÚA á land- og sjófrystum afurðum fyrstu átta mánuðina tæplega 8.300 tonn samanborið við liðlega 7.100 tonn í fyrra. Óvissa framundan Gunnar Ragnars lagði áherslu ‘ á að aflasamdrátturinn skapaði mikla óvissu um afkomuna á næstu mánuðum, vegna kvótanið- urskurðar og aflasamdráttar og að verðlækkanir á helstu mörkuð- um sköpuðu mikla óvissu um af- komuna á næstu mánuðum .og misserum- Við úthlutun áflakvóta á nýju fískVeiðiári fékk félagið 17.584 tonn og hefur það þurft að þola 2.400 tonna niðurskurð milli kvótaára. Er raunskerðing fyrirtækisins á aflaheimildum frá árinu 1988 um 8.500 tonn. i ÍPIi: p^"'ÍKENWOQD IfeááglqSPr SIS ; , , • FONN ; mim mémkm. ii II 1 >1 JU$$ : íi|r' 'míM .<1>S jHP riarf kaup - k :: ■rry’J.r-.n fctÍÍrí: V'alnSflttrihl Í „Nýttu þér kjarabót" er aug- lýsinga- og tilboðsblað á vegum auglýsingaþjónustunnar „Okk- ar ,sérsvið“ sem áætlað er að komi út mánaðarlega og dreift er með Morgunblaðinu í dag. í dag Byggðastofnun HöfuðstóU neikvæður um tvo millj- arða kr. 4 Æviminningar „Járnfrúarinn- ar“___________________________ Umstangið sagt rýra virðingu Thatcher 24 Kominn til meðvitundar________ Drengurinn sem var nær drukkn- 'dður er að jafna sig 27 ztœ.ityj. “ ......... Toyotaþridjn hwr i ~ hifrvið i M-ptcniber <;’ .Úý*y <f -<á Leiðari Flugorðasafn - reglugerðir á móð- urmáli 26 Viðskipti/A tvinnulíf ► Toyota selur þriðja hvern bíl - Sóun hins opinbera - Carlzon og Alcazar-áætlunin - íslenskir frumkvöðlar - Ný lög um neyt- endalán auka upplýsingaskyldu Dagskrá ► Dagskrá Sjónvarpsins í skammdeginu - Breytingar á innlendri dagkrá - Stöð 2 heim- sækir Færeyjar - Stafrænt út- varp - Fréttarás BBC í Japan Landspítali tekur á móti tveimur særð- um Bosníumönnum TVEIR ungir menn frá Sarajevo koma til lækninga á Landspítalann 7. október. Halldór Jónsson Jr., yfirlæknir á bæklunarskurðdeild, segir enn ekki vitað hvort mennimir séu óbreyttir borgarar eða hermenn. Þeir urðu fyrir sprengjuslysum fyrir þremur og fjórum mánuðum. Ríkisstjórnin tók ákvörðun um að bjóða sex slösuðum ungmennum frá Bosníu lækningu hér á landi í ág- úst. Tilboðinu var í framhaldi af því komið til Flóttamannastofnunarinn- ar og hefur hún nú tekið ákvörðun um að senda mennina tvo hingað til lands en búist er við að fleiri komi í kjölfarið. Halldór sagði að eldri maðurinn, sem er 29 ára, hefði orðið fyrir sprengjuslysi fyrir fjórum mánuðum og misst annan fótinn. Þá væri sýk- ing og taugaskaði í hinum fótleggn- um. Yngri maðurinn, sem er 27 ára og varð fyrir sprengjuslysi fyrir þremur mánuðum, er með tauga- skaða í báðum handleggjum og sýkt brot í upphandlegg og fótlegg. Óvíst með fylgdarlið Aðspurður sagði Halldór að verið væri að undirbúa ferð tvímenning- anna og eiginkonu eldri mannsins hingað tii lands og væri áætlað að koma til Kaupmannahafnar síðdeg- is á fimmtudag. Þaðan færi fólkið sennilega til Islands um kvöidið. Hann sagði að stfax yrði byrjað á því að skoða mennina og meta al- mennt ástand þeirra og hversu al- varlegir áverkarnir væru en óvíst væri hversu lengi þeir yrðu á spít- ala. Hins vegar sagði hann ljóst að um langtímameðferð yrði að ræða. Ekki er vitað hvort fylgdarlið frá Rauða krossinum eða Flóttamánna- hjálpinni verður með í för.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.