Morgunblaðið - 30.09.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.09.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1993 Norræn ráðstefna um réttindi sjúkra barna Taka þarf tillit til sérþarfa sjúkra barna FÖTLUÐ börn á íslandi búa við góðar aðstæður hvað varðar hjáipar- tæki en fjárhagslega og félagslega er aðbúnaður þeirra mun lélegri en á hinum Norðurlöndunum. Bæta þarf allan aðbúnað og aðstæður inni á barnadeiidum spítalanna, þar sem þessi börn eru lögð inn, oft hvað eftir annað, segir Guðrún Ragnars, barnahjúkrunarfræðingur og for- maður Umhyggju, félags til stuðnings sjúkum börnum, eftir ráðstefnu NOBAB, norrænna samtaka sem beita sér fyrir réttindum sjúkra barna. „Það þarf að skoða sjúkraþjónustu barna og ungmenna hér á landi með tilliti til sérþarfa þeirra,“ sagði hún og benti á Borgarspítalann, þar sem ekki er barnadeild og engar aðstæður fyrir veik börn en samt eru um þúsund börn lögð þar inn á ári. „Það er þörf á heildarsýn yfir sjúkraþjónustu fyrir börn og ung- menni hér á landi,“ sagði Guðrún. Á ráðstefnunni, sem haldin var í Hveragerði, var fjallað um þarfir fatlaðra barna, nýbura og fyrirbura og þá hvernig þeim vegnar þegar að skólagöngu kemur. Sagði Guðrún að segja mætti að niðurstaðan hafi verið sú að þjóðfélagið ’styddi vel við bakið á fötluðum börnum á íslandi þegar um hjálpartæki væri að ræða en þar með væri allt upp talið. Benti hún á að í heilbrigðisáætlun væri ekki fjallað sérstaklega um böm heldur um fólk almennt þrátt fyrir sérþarfir barna og unglinga, sem eru allt aðrar en þarfir fullorðinna. „Þessar þijár barnadeildir sem til eru á landinu eru ekki reistar með þarfir barna í huga,“ sagði Guðrún. „Þetta eru langir gangar og allir eins án aðstöðu fyrir foreldra til að dvelja hjá bömunum. Að búnaður á barnadeildunum er mjög lélegur miðað við þarfir þeirra." Engin barnadeild Hún sagði að ljóst væri að barna- deildin á Landakoti yrði þar ekki til lengdar vegna skipulagsbreytinga á spítalanum. Barnadeild yrði að vera tengd bráðaþjónustu sem ekki væri lengur til staðar á Landakoti. Sagði Guðrún að rætt hefði verið um að flytja barnadeildina af Landakoti yfir á Borgarspítalann og leysa um leið þau vandamál sem þar væru. „Að mínu mati er það farsælasta Iausnin að hafa tvær barnadeildir, sína á hvorum stóru spítalanna," sagði hún. „Slysadeildin er á Borgar- spítalanum og óhjákvæmilega leggj- ast börnin inn í gegnum hana, þann- ig að það er aldrei hægt að koma í veg fyrir að börn leggist inn á Borg- arspítalann. Þar hefur ekki verið neinn barnalæknir eða barnahjúkr- unarfræðingur eða neitt sem tengist börnum í öll þessi ár og tími til kom- inn að barnadeild verði komið þar á.“ Morgunblaðið/Vilhjálmur Brúargólf Kúðaflótsbrúar steypt NÚ HEFUR verið lokið við brúargólf Kúðafljótsbrúar, síðasta steypan var 24. september. Má heita að brúargerðinni sé lokið, því aðeins er eftir að skrúfa brúarhandriðin á uppistöðurnar og taka frá lítið eitt af steypumótum. Einn mánuður þarf að líða, áður en brúin er tekin í notkun, svo steypan nái að harðna. Gæti svo farið því vegagerð er að mestu lokið vestan brúarinnar og langt komin austan hennar, að vega- mótum austan við Ása. En mikið verk verður að tengja brúna við austurlandið, bæði vegagerð og varnar- garður. — Vilhjálmur. Borgarráð vill að Revkjavík verði reynslusveitarfélag BORGARRÁÐ hefur samþykkt samhljóða með vísan til þingsálykt- unartillögu um reynslusveitarfélög að óska eftir því við félags- málaráðuneytið að Reykjavík fái heimild til að taka að sér fram- kvæmdir sem ríkið hefur nú með höndum. Er þar meðal annars átt við heilsugæslu, málefni fatlaðra, heimahjúkrun aldraðra og löggæslu. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, full- trúi sjálfstæðismanna^ í borgarráði, bar fram tillöguna. í greinargerð með henni er bent á að í loka- skýrslu sveitarfélaganefndar sé hugmynd um reynslusveitarfélag skilgreind sem heimild í tiltekinn tíma og í tilraunaskyni til að taka að sér framkvæmdir nýrra verkefna og að vera undanþegin tilteknum ákvæðum laga og reglugerða, sem kveða á um skyldur sveitarstjórna og takmarka ákvörðunarvald þeirra. Jafnframt að reyna nýtt rekstrar- og fjármögnunarfyrir- komulag í tilteknum málaflokkum og að þróa nýjungar í stjórnsýslu. Fram kemur að hugsanleg verk- efni reynslusveitarfélaga séu mál- efni fatlaðra sem nú eru verkefni svæðisstjórnar. Er þar átt við sam- býli, leikfangasöfn, dagvist og skammtímavist, þroskaþjálfun, verndaða vinnustaði og atvinnuleit auk reksturs stofnana fyrir fatlaða. Nýtt fyrirkomulag Þá mætti hugsanlega gera til- raun með nýtt rekstrarfyrirkomu- lag heilsugæslustöðva í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið og ef áhugi er fyrir hendi að gera tilraun með rammafjármögnun fyrir öldr- unarþjónustu. Jafnframt að gerð verði tilraun með nýja verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga í hafnar- málum og gjaldskrá hafna í sveitar- félögum verði gefin fijáls. Einnig að gerð verði tilraun með aukið sjálfstæði sveitarfélaga í félagsleg- um húsnæðismálum, skipulagsmál- um og byggingarmálum. Þá er gert ráð fyrir að reynslusveitarfélag taki við rekstri framhaldsskóla og sjúkrahúsa. Kvaðir felldar niður Gert er ráð fyrir að felldar verði niður ýmsar kvaðir sem lagðar eru á sveitarfélög í lögum og reglugerð- um. Til dæmis ákvæði um húsa- leigusamninga, lög um orlof hús- mæðra, leiklistarlög og orkulög um að ráðherra skuli staðfesta gjald- skrá hitaveitna. Þá má nefna íþróttalög um að sveitarfélög skuli leggja til endurgjaldslaust hentug lönd og lóðir undir íþróttamann- virki, lög um æskulýðsmál og lög um lágmarksframlög sveitarfélaga til almenningsbókasafna. Karvel Ögmundsson heiðursborgari Njarðvíkur níræður Spamaður lífsnauð- syn fyrir þjóðina í DAG heldur Karvel Ögmundsson, fyrrverandi útgerðarmaður í Njarðvík upp á afmæli sitt. Njarðvíkurbær býður til kaffisamsætis honum til heiðurs í safnaðarheimili kirkjunnar en Karvel er fyrsti heiðursborgari Njarðvíkur. Morgunblaðið heimsótti Karvel á þessum tímamótum. Hann er ern vel og hress. „Maður er alltaf eitt- hvað að dudda, halda við íbúðum sem ég á og snúast í sambandi við það. I félagsstörfum hefur maður hægt á sér og í dag er ég aðallega í þremur félögum, Rotaryfélaginu, í stjóm Olíufélagsins hf. og í Sam- vinnutryggingum sem var. Eg hef hug á því að draga mig í hlé í stjórn Olíufélagsins í haust eftir rúmlega 47 ára setu þar eða ailt frá stofnun þess,“ sagði Karvel sem þrátt fyrir árin .90 hefur í nógu að snúast og segir að sér hafi yfirleitt ekki fallið verk úr hendi um ævina. Bókaútgáfa með haustinu Karvel lætur ekki þar við sitja heldur er að koma út bók eftir hann þar sem hann segir sögu sels. Áður hafa komið út eftir hann end- urminningar í þremur bindum og saga um refi sögð frá sjónarhóli þeirra. „Sagan fjallar um lífsbaráttu selsins og gerist um 1918, frosta- veturinn mikla. Þá var ég 15 ára og þá liðu fuglar og selir miklar hörmungar vegna frostanna. Þessi saga kemur út að öllu óbreyttu nú í haust. Eg hef handskrifað alla söguna og dóttir mín síðan vélritað hana upp.“ Þjóðin eyðir of miklu Karvel er búinn að lifa tímana tvenna en helsta breytingin finnst honum vera hvað fólk nú á tímum nýtir hluti illa og eyðir um efni fram. „Hlutum er hent áður en þeir eru nýttir til ijorðaparts eða tii hálfs. Þegar ég var barn voru hlutir gjör- nýttir. Það má benda á skipastólinn sem er verið að henda og víðar í þjóðfélaginu má sjá þetta. Spamað- urinn sem maður var alinn upp við eftir aldamót sést varla núna eða ekkert í líkingu við það sem áður var. Þessu þarf að breyta. Það er sparnaður og aftur sparnaður sem Morgunblaðið/Frimann Ólafsson Karvel Ögmundsson er lífsnauðsyn fyrir þjóðina. Ég vil líka segja að ísland á að mínum dómi ekki framtíð nema farið verði að sækja á íjarlæg mið eins og gert er í dag í Smugunni. Nýtni og sparsemi eru dyggðir sem við verð- um að gefa meiri gaum.“ Karvel segist fylgjast vel með og hlusta á fréttir eftir föngum en langlífið segist hann þakka að hann hafi verið heilsuhraustur um ævina og ávallt unnið mikið. Hann hefur verið stakur reglumaður á tóbak og áfengi allt sitt líf. - FÓ Tuttugri vilja verða r eynslus veitarfélög TUTTUGU sveitarfélög hafa sótt um að gerast reynslusveitarfélög en samkvæmt tillögum félagsmálaráðherra er gert ráð fyrir að fimm slík verði starfrækt frá 1. janúar 1995 til 31. desember 1998. Sveitar- félögin fimm verða valin eftir kosningar um sameiningu sveitarfé- laga 20. nóvember nk. og segir félagsmálaráðherra að þau sveitarfé- lög sem samþykki sameiningu muni ganga fyrir þegar valið verður. Sveitarfélög sem gerast reynslu- sveitarfélög fá á meðan á verkefn- inu Stendur heimild til að taka að sér framkvæmd nýrra verkefna. Þau eru undanþegin tilteknum ákvæðum laga og reglugerða sem kveða á um skyldur sveitárstjórna og takmarka ákvörðunarvald þeirra. Þau fá reyna nýtt rekstrar- og fjármögnunarfyrirkomulag í ákveðnum málaflokkum og reyna að þróa nýjungar í stjórnsýslu. Til þess að reynslusveitarfélög fái slík- ar heimildir þarf samþykki hlutað- eigandi ráðherra og samþykkt laga frá Alþingi og segir félagsmálaráð- herra að lagt verði frumvarp þar að lútandi fyrir Alþingi næsta vor að undangengnum viðræðum milli verkefnisstjóra, reynslusveitarfé- laga, féiagsmálaráðuneytis og ann- arra fagráðuneyta um tilhögun til- raunaverkefnisins. Umsóknarfrestur rennur út 1. október nk. og meðal þeirra sveitar- félaga sem hafa sótt um má nefna fimm sveitarfélög í Vestur-Barða- strandarsýslu sem sækja um sam- eiginlega og Hellissand, Ólafsvík, Breiðavík og Staða.rsveit sem sækja um sameiginlega, ísafjörð, Stykkis- hólm og Seyðisljörð. ----» ♦ ♦--- Aðalfundur Heimdallar AÐALFUNDUR Heimdallar, fé- lags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, verður haldinn í Val- höll, Háaleitisbraut 1, í kvöld kl. 20. Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf. Heiðursgestur verður Geir H. Haarde, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, og mun hann flytja ávarp á fundinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.