Morgunblaðið - 30.09.1993, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 30.09.1993, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1993 47 Á beinið með ferða- málaráðherrann I Frá Gunnlaugi Eiðssyni: MER heyrist það á flestum, hvar í flokki sem þeir standa, að Halldór ^ Blöndal standi sig vel í starfi. Og það er rétt. Hann er vel heima í málum, fljótur að átta sig og bregst rétt við. Svo er hann góður sjálf- stæðismaður. Hann hefur stefnu Sjálfstæðisflokksins í blóðinu; er ftjálshyggjumaður af eðlisávísun. (Nú þykir sumum sniðugt að tala um „ný-frjálshyggju“. Guð einn veit hvað það er. Fijálshyggja Hall- dórs er bæði fom og ný.) Þegar allt varð vitlaust útaf fuglalöppum og svínafitu, sem flutt var inn soðin og selja átti okkur landsmönnum ódýrt, þá gerði Hall- ■ Frá Guðmundi Jónssyni: KÆRA Rafmagnsveita Reykjavík- k Ur’ - ' mikið hlýnaði mér um hjartaræt- ur þegar ég fékk reikninginn frá þér í júlí sl„ og sá að ég þurfti ekki að borga svo mikið sem flmm- eyring fyrir næstu tvo mánuði. Þetta var eins og að vinna í happa- drætti. Ég átti þá — alveg óvænt — kr. 5.601 inni í góðri vörslu hjá þér. Aftur gladdist ég yfir reikningn- um sem ég fékk á dögunum, því aftur slapp ég við að borga, og á ennþá inni kr. 1.512 í traustum höndum þínum, og kemur sú upp- hæð til frádráttar í nóvember. Eg er bara alltaf að græða! Að hugsa sér, mér eru meira að segja reiknað- ‘i ir til tekna vextir — alls kr. 7, og þarna vaknaði forvitni mín. Þú mátt ekki halda að ég sé að kvarta, ) þvert á móti er ég ákaflega stoltur yfir því að a.m.k. ein stofnun í land- dór það, sem rétt var. Og vegur hans óx af því máli. Raunar stóð allt ráðherralið Sjálfstæðisflokksins með glans eftir þær málalyktir. Afstaða margra ungra sjálfstæðis- manna er engin ný pólitík. Hún lýsir ekki neinni harðari frjáls- hyggju en þekkst hefur í Sjálfstæð- isflokknum. Hún er aðeins dæmi um nýja kynslóð íslendinga: Borg- arfólk. Það er fólk, sem fætt er og alið upp á höfuðborgarsvæðinu og þekkir ekkert annað en borgarlífið, nema í gegnum kennslubækur. Og borgarlífið er ekki bara skrifstofu- og verslunarstörf. Auk margs ann- ars er það sjávarútvegur t.d. Höfuð- borgarsvæðið er ein stærsta verstöð landsins. En landbúnaður er þessu inu skuli halda uppi lágvaxtastefnu. Mér datt meira að segja í hug að stinga upp á því við þig að þú héld- ir námskeið fyrir bankastjóra, svo þeir gætu lært af þér! Það eru nú meira en 56 ár síðan ég útskrifaðist úr Verslunarskólan- um, og þess vegna er ég farinn að ryðga í prósentu- og vaxtareikningi — og kannski ýmsu fleiru. Vonandi er ég ekki að valda þér ónæði með því að biðja þig að útskýra fyrir mér hvernig þú reiknar „vexti af inneign“. Eg er nefnilega dálítið forvitinn. Að lokum þakka ég þér birtuna, ylinn og þægindin, sem þú færir hverju heimili — að ógleymdum vinnustöðunum — hér á höfuðborg- arsvæðinu. Fyrirgefðu nú kvabbið, og vertu blessuð. GUÐMUNDUR JÓNSSON, söngvari, Kvisthaga 14, Reykjavík. fólki algerlega framandi sem von er, því hagsmunum þess er fullnægt á höfuðborgarsvæðinu. Flestum er hins vegar kunn stefna Sjálfstæðisflokksins í land- búnaðarmálum og utanríkisvið- skiptum. Ráðherrar flokksins, ekki síst Halldór Blöndal, hafa í engu kvikað frá henni. Innflutningur á landbúnaðarvörum verður gefinn fijáls (með undantekningum vegna heilbrigðis- og hollustuverndar). En því skyldu bændur ekki fá aðlögun- artíma eins og aðrir? Erum við bættari með því að rústa íslenskan landbúnað? Bændur hafa þegar tek- ið á sig meiri kjaraskerðingu en aðrar stéttir í landinu sl. 2-3 ár. Sjálfstæðismenn vilja ekki halda í staðnað og úrelt landbúnaðarkerfi. Við viljum breyta því: Eyða miðstýr- ingu og höftum, auka frelsi og rétt bænda til að stýra eigin búum. Um þetta má hafa langt mál. En ég er hissa á ferðamálaráðherr- anum okkar. Það er hann Halldór Blöndal. Ár eftir ár leyfir hann inn- flutning á soðnu kjöti, smjöri, osti, og guð má vita hveiju. Áreiðanlega svo hundruðum kílóa skiptir. En ekki til að Jóhannes í Bónusi eða Óskar í Hagkaupum geti selt okkur ódýran mat. Nei, þetta er ekki handa okkur — ekki landanum. Útlenskar ferðaskrifstofur flytja þetta inn handa sínu fólki, erlendum ferðamönnum. Hér á ég við al- ræmdar ferðaskrifstofur austur- rískar, hollenskar og þýskar, sem ég vil ekki nefna. Og hvað voru þeir svo að segja um, að hver lög gildi jafnt á landinu og að allir séu jafnir fyrir lögum? Hvers eiga þá t.d. ferðamenn ís- lenskra ferðaskrifstofa að gjalda? Mættu þeir ekki fá að smakka á dönskum svínalöppum, eða hvað þetta nú var? Ég held það væri rétt, að hann Halldór tæki þennan ferðamálaráð- herra á beinið. GUNNLAUGUR EIÐSSON, Lindargötu 42, Reykjavík. Pennavinir Frá Sierra Leone skrifar karl- maður sem getur ekki um aldur en segist hafa mikinn áhuga á íslandi: Raymond Ola Buck, 12 Upper East Street, Freetown, Sierra Leone. Frá Ghana skrifar 23 ára stúlka með áhuga á bréfaskriftum og tón- list: Perpetual Creba, P.O. Box 987, Oguaa, Ghana. Frá Spáni skrifa þrír 27 ára menn sem vilja eignast íslenska pennavini á aldrinum 20-30 ára. Þeir senda bréf sitt í nafni: Pedro Caballero, Daoiz y Velarde 15-8°, 28807 Alcala de Henares (Madrid), Spain. LEIÐRÉTTING AR Leiðrétting I frétt um hinn nýja Reykjahlíð- arskóla í Mývatnssveit sem tekinn var í notkun fyrir nokkru og birtist í blaðinu sl. laugardag var rangt farið með föðurnafn Páls Kristjáns- sonar, en einstaklingur sem ekki vildi láta nafns síns getið gaf skól- anum peningaupphæð til minningar um þá Pál og Hermann Hjartarson. Beðist er velvirðingar á mistökun- um. VELVAKANDI SKATTPINING SKULDLAUSRA GUÐMUNDA hringdi og vildi taka undir það sem fjallað er um í grein sem birtist hér í blaðinu um skattpíningu skuldlausra. Hennar skoðun er sú að þegar fólk er komið á efri ár, hefur alltaf reynt að standa í skilum og er ekki í neinum sjóðum, þá lifir það eingöngu á því sem það hefur reynt að spara. Að fara að skattleggja skuldlausar eignir er algjört siðleysi. TAPAÐ/FUNDIÐ Seðlaveski tapaðist RAUTT indverskt seðlaveski tap- aðist í Kópavogi eða við HáaleiL isbraut sl. föstudagskvöld. í veskinu voru skilríki og persónu- legir munir. Upplýsingar í síma 31767. Hjól í óskilum BRÚNT unglingahjól hefur verið í óskilum í Grensáshverfi í nokk- urn tíma. Upplýsingar í síma 32172. Úlpa tapaðist BLÁ vatteruð drengjaúlpa með grænu fóðri tapaðist einhvers staðar í grennd við Grandaskóla eða KR-heimilið. Aftan á úlpuna stendur skrifað orðið Mountains. Eigandinn, sem er sex ára dreng- ur, biður þann sem fann úlpuna að hringja í sima 29549. GÆLUDYR Síamslæða TÍU mánaða hreinræktuð síams- læða, sealpoint, fæst gefins á gott heimili. Á kyn að rekja til verðlaunakat'ta. Upplýsingar í síma 31765. Týndur páfagaukur LITILL hvítur og blár páfagauk- ur hvarf að heiman frá sér, Skóg- arhæð 2, Garðabæ, í bytjun ág- úst. Hafi einhver orðið ferða hans var er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 658836. Felix vantar gott heimili AF ÓVIÐRÁÐANLEGUM orsök- um vantar níu mánaða högna gott heimili. Felix er inniköttur, kelinn, barnvanur og afar skemmtilegur. Upplýsingar í síma 672829. Týndur köttur SVÖRT þriggja mánaða læða, með hvítar loppur og bringu, tap- aðist frá Fannafold sl. laugardag. Hafi einhver orðið hennar var er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 674772. Halldóra. Týndur páfagaukur LÍTILL gulur páfagaukur flaug út um glugga á Fellsmúla 4 sl. þriðjudagsmorgun. Hafi einhver orðið hans var er hann vinsam- lega beðinn að hringja í síma 34763. Rafmagnsveita Reykjavíkur 5% staðgreiðsluafsláttur, einnig af póstkröfum greiddum innan 7 daga. mmúTiLíFmm GLÆSIBÆ. SÍMI812922 MAXFACTOR INTERNATIONAL Nýja Max Factor naglalakkið er demanthart og endingin ótrúleg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.