Morgunblaðið - 30.09.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.09.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1993 35 Minning Karl Olafsson Fæddur 2. janúar 1904 Dáinn 22. september 1993 Hinn 22._ september lést afi okk- ar, Karl Ólafsson, á Sólvangi í Hafnarfirði. Karl fæddist í Reykja- vík 2.Janúar 1904. Foreldrar hans voru Ólafur Kristjánsson og Katrín Einarsdóttir. Hann á eina eftirlif- andi sj^stur, Katrínu, en áður eru látin Óskar Sigurbjörn og Björg. Karl ólst upp á Merkisteini í Vesturbænum og við Vesturgötuna átti hann heima fram yfir tvítugs- aldur. A fermingarárinu vann hann fyrst fyrir fullorðinskaupi. 16. ald- ursárið varð afdrifankt hjá Karli því þá tók Þorsteinn Jónsson eld- smiður hann í smiðjuna til sín. Lærlingar unnu þá alveg kaup- laust, svo sem tíu stunda vinnudag, en sá háttur var hafður á í þá daga að iðnnemar voru alfarið á vegum meistara síns. Var því heimili hans hjá Þorsteini á meðan á námstíma stóð, eða í rúm íjögur ár þar til hann öðlaðist full réttindi eldsmiðs. Þorsteinn Jónsson og Guðrún kona hans reyndust honum fádæma vel. Starfsferiil Karls var langur, hann var eldsmiður í rúmlega 50 ár. Fyrst framan af var hann í smiðjunni hjá Eristjáni Gíslasyni við Nýlendugötu. Þar var hann í 15 ár. Þá fór hann í nokkur ár á vertíðir, var tvær vertíðir á Stokkseyri og ijórar í Keflavik hjá Magnúsi Björnssyni_ og tvær í Jnnri-Njarðvík hjá Jens Árnasyni. Á kreppuárun- um var lítið um vinnu og þá var Unnur Tómasdóttir Jensen - Minning Fædd 4. nóvember 1910 Dáin 29. júlí 1993 Það datt mér ekki í hug þegar ég kvaddi vinkonu mína Unni 1. júlí á stéttinni heima í Litlu-Sand- vík eftir níu daga dvöl hjá mér að við værum að kveðjast í síðásta sinn. Hún virtist svo heilbrigð og sæl á meðan heimsókn hennar stóð. En viku eftir heimkomu hennar veiktist hún og var flutt sárþjáð á spítala og átti þaðan ekki aftur- kvæmt. Unnur Tómasdóttir Jensen var fædd 4. nóvember 1910 á Blöndu- ósi. Foreldrar hennar voru Tómas Guðmundsson af sunnlenskum ætt- um og Ingibjörg Jónsdóttir Árna- sonar í Múla í Línakradal. Móðir Tómasar Guðmundssonar var Vil- helmína Sigurðardóttir Ólafssonar þjóðhagasmiðs, bónda og sýslu- nefndarmanns í Merkinesi i Höfn- um. Sigurður í Merkinesi og Ólafur Ólafsson bæjarfulltrúi og dannebrogsmaður í Reykjavík voru bræður af Víkingslækjarætt. Unnur missti kornung móður sína, en eign- aðist skömmu síðar góða stjúpmóð- ur og þijár hálfsystur. Fjölskyldan fluttist til Reykjavík- ur þegar Unnur var um fermingar- aldur. Hún var því ein af dætrum Reykjavíkur sem gengu um Austur- stræti snemma á öldinni, áður en bílar geystust um götur borgarinn- ar. Ung fór Unnur í vist að Rauð- ará til Sigrúnar og Þorláks. Síðar gegndi hún ýmsum þjónustustörf- um á Hótel Borg. Þar vann þá Flór- entínus Jensen sem þjónn. Þau gift- ust þegar Unnur var tvítug að aldri. Tvö börn eignuðust þau; Ingiberg Viggó og Mörtu, þau hafa gifst og eiga íjölskyldur. Mann sinn missti lílCMIEGAl vítamín og kalk fæst í apótekinu •• / V OKVABUNAÐUR vandaðar vörur sem vel er þj ónað Gott úrval búnaðar fyrir vökvakerfi svo sem dælur, mótorar, lokar og ýmsir fylgihlutir. Varahluta- og viðgerðarþjónusta tryggja rekstraröryggi tækjanna. cn S < = HÉÐINN = í þjónustudeild okkar veita sölumenn fúslega faglegar upplýsingar - hafið samband. VÖKVA- MÓTORAR DÆLUR • STJÓRN- LOKAR Karl með smíðakompu á Framnes- veginum 10-15 ár. Á stríðsárunum varð svo allt vitlaust að gera og þá fór hann í Hamar hf. og var þar yfireldsmiður frá 1942 þar til hann hætti vinnu 67 ára gamall. Árið 1934 kvæntist Karl Hansínu Guðmundsdóttur en hún var dóttir Guðmundar Ásgeirssonar og Svein- bjargar Sæmundsdóttur. Þau bjuggu fyrst á Öldugötu 47, svo á Brekkustíg 4a og byggðu síðan heimili á Njálsgötu 12 í Reykjavík. Hansína lést 8. ágúst 1987. Þau eignuðust eina dóttur, Sveinbjörgu Karlsdóttur, sem er gift Guðmundi Guðbergssyni og eiga þau fjögur börn, Karl, Guðberg Má, Hans og Hansínu. Barnabarnabörnin eru orðin níu. Stóra áhugamál þeirra hjóna var sumarbústaðurinn. Þar dvöldust þau á hverju sumri í einn til tvo mánuði og við barnabörnin eigum þaðan margar góðar minningar. Það voru margir sem iitu inn í kaffi til þeirra eða gistu nótt, ættingjar í sumarleyfum og bændur úr ná- grannasveitum þáðu kaffisopann og nutu þess að spjalla. Þar var oft margt um manninn og gaman að vera. Unnur þegar börn hennar voru ung. Þá fór hún að vinna úti — áður heimavinnandi húsmóðir. Meðal starfa utan heimilis var aðstoð við gestamóttöku á heimilum. Í mars 1941 korh Unnur hingað ásamt eiginmanni sínum og ungum syni. Fengu þau leigð tvö lítil her- bergi fram að slætti. Flórentínus átti vörubíl og hafði þá vinnu hjá hernum í Kaldaðarnesi. Síðar hefur kunningsskapur og vinátta okkar Unnar haldist. Á síðari árum kom hún árlega til mín í vikudvöl, mik- ill aufúsugestur. Unnur bjó yfir mikilli skaphöfn, gerði kröfur til sín og annarra, vay trygglynd og hafði blíða og aðlaðandi framkomu. Hún var mjög hreinleg og myndarleg húsmóðir á öllum sviðum. Fallegt var heimili hennar í Hraunbænum sem ógleymanlegt var þeim sem þar litu inn. Ég átti vináttu hennar í hálfa öld og einnig íjölskylda mín. Ég votta samúð mína börnum henn- ar og fjölskyldum þeirra. Aldís Pálsdóttir, Litlu-Sandvík. Afi Kalli og amma Sína eins og við barnabörnin kölluðum þau komu einnig alltaf til okkar í heimsókn á laugardögum frá því að við munum eftir okkur á meðan heilsan entist þeim. Og aldrei fórum við til Reykjavíkur án þess að líta inn hjá afa og ömmu. Það var svo gott að sækja þau heim. Oft barst sumarbú- staðurinn í tal, bæði rifjað upp hvað veiddist í vatninu og lagt á ráðin með næsta sumar. Síðustu æviár sín í nær sex ár naut Karl góðrar umönnunar hjá indælis fólki á Sólvangi í Hafnar- firði og kunnum við því hinar bestu þakkir fyrir að búa svona vel að honum því þar leið honum vel í góðum félagsskap. Eftir lifir minningin um góðan mann. Blessuð sé minning hans. Karl, Guðbergur Már, Hans og Hansína. ALPINA vandaðir gönguskór fyrir meiri og minni háttar gönguferðir. Frábærverð frá 5.500,- 'LEIGANI ÚTIVISTARBÚÐIN við Umferðarmiðstððina, slmar 19800 og 13072. í ^ Fatnaður - skór - snyrtivörur Okkar verð... sannkölluð kjarabót! Vegna hagkvæmra innkaupa bjóðum við fatnað frá Englandi og Þýskalandi ásamt snyrtivörum frá Frakklandi á verði, sem á sér ekki hliðstæðu hérlendis. Að auki bjóðum við 25% kynningarafslátt af öllum vörum í takmarkaðan tíma! emi: m/25% afsl. Peysur ... frákr. 1.750 1.312 Bolir ... frákr. 880 660 Pils ... frákr. 1.100 825 Buxur ... frá kr. 1.399 1.049 Jakkar .... frá kr. 2.200 1.650 Kjólar .... frá kr. 2.799 2.099 Skyrtur .... frákr. 1.049 786 Skór .... frákr. 1.259 944 Kápur .... frákr. 3.199 2.399 Náttsloppar .... frá kr. 909 681 Póstval, Skútuvogi 1 sími 68 44 22. (næsta hús sunnan Miklagarðs). Opið mánudaga til föstudaga frá kl. 12-18. Laugardaga frá kl. 10-14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.