Morgunblaðið - 30.09.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1993
15
Skyndibitar og
offita barna
eftirÁrna
Gunnarsson
Morgunblaðið birti fyrir nokkrum
dögum stutta frétt um ráðstefnu,
sem haldin var í Brussel. Umræðu-
efnið var offita barna. Niðurstaðan:
Offita barna er alvarlegt heilbrigð-
isvandamál. Þessi ályktun kemur
heim og saman við áhyggjur lækna
og næringarfræðinga í Bandaríkj-
unum og víðar í vestrænum iðnað-
arþjóðfélögum, þar sem svokallaðir
skyndibitar eru orðinn stór þáttur í
heildarmatarneyslu barna og ungl-
inga. Sama gildir um fullorðna.
í Bandaríkjunum og víða í Evrópu
hefur líkamsþyngd barna aukist
mjög á undanförnum árum. Ástæð-
urnar eru aðallega tvær; aukin koi-
vetna- og fituneysla og hreyfingar-
leysi. Hjá fjölda ungs fólks eru
skyndibitar og gosdrykkir verulegur
hluti af fæðu hvers dags. Löng seta
fyrir framan sjónvarp og tölvuleiki
dregur úr hreyfingu.
Veruleg hætta er á því, að mikið
aukin líkamsfita í æsku hverfi ekki
á unglings- og fullorðinárum. Aðeins
gagngerar breytingar á mataræði
og aukin hreyfing bæta þar úr. Var-
anleg offita getur haft í för með sér
margvíslega kvilla, líkamlega og
or,Hlaa-a nor evkur börf viðkomandi
— O —»/
einstaklinga fyrir aðstoð og þjónustu
heilbrigðiskerfisins. Það er því allra
hagur að spyrna gegn þessari þróun.
Líkurnar á aukinni neyslu skyndi-
bita barna og unglinga vaxa væntan-
lega í réttu hlutfalli við fjarveru
þeirra frá heimili og aðstæður for-
eldra til að sinna þeim. Matarsala í
skólum gæti breytt hér nokkru. En
það sem mestu máli skiptir er lát-
laus fræðsla, bæði í skólum og á
heimilum. Allt bendir til þess, að
þessari fræðslu þurfi að beina sér-
staklega að foreldrum.
Hér er þó við ramman reip að
draga. „Innrás skyndibitamenning-
arinnar" í íslenskt samfélag hefur
verið með ólíkindum og nægir að
'benda á þróun síðustu_ vikna og
mánaða. Þá drekka íslendingar
meira af gosdrykkjum en þær þjóðir
sem hafðar eru til samanburðar. Og
þar munar miklu.
Þá er komið að ábyrgð þeirra
manna, sem mikil áhrif geta haft á
neysluna og gæði matarins. Veit-
ingamenn, sem raka skyndibita-
staði, þurfa að bjóða gestum upp á
valkosti. Ekki bara hveiti, kjöt og
djúpsteiktar kartöflur. í boði þurfa
að vera bragðgóðir og freistandi
réttir úr ávöxtum, grænmeti, korni,
mjólkurafurðum og fiski. Það er
Spurning til sam-
keppnisráðs
eftir Hallgrím Þ.
Magnússon
Mjólkurdagsnefnd hefur á und-
anförnum vikum staðið fyrir mjög
áberandi auglýsingaherferð varð-
andi hollustu á gerilsneyddri mjólk.
Auglýsingar frá mjólkurdagsnefnd
hafa birst í öllum helstu ljölmiðlum
landsins síðustu vikunnar. Geril-
sneyddri mjólk hefur verið stillt upp
við hliðina á einhveijum gosdrykk
og síðan hefur verið gerður saman-
burður á þessum tveimur drykkjum.
Samanburðurinn gengur út á það,
hvað gerilsneydda og fitusprengda
mjólkin sé náttúruleg og hvað efna-
innihaid gerilsneyddu mjólkurinnar
er miklu betra heldur en gosdrykkj-
anna. Það sem vekur mig til þess
að gera athugasemdir við auglýsing-
ar þessar er það, að geriisneydd og
fitusprengd mjólk á ekkert eftir að
mínu mati sem kalla mætti náttúru-
legt.
Þessu til stuðnings leyfi ég mér
að nefna nokkur atriði.
Kálfar sem t.d. drekka geril-
sneydda mjólk, en þeim er þó ætlað
að drekka mjólkina úr kúnum; þess-
ir kálfar deyja ef þeir fá eingöngu
gerilsneydda og fitusprengda mjólk.
Hvers vegna?
Alþekkt er að eggjahvítuefni,
efnahvatar og vítamín eyðileggjast
í mjólk við gerilsneyðingu og fitu-
sprengingu sem sést best á því að
hægt er að taka svokallaðar kirljan-
myndir sem sýna útgeislun frá öllu
sem ber með sér eitthvert líf, en við
sjáum á slíkum myndum að eftir að
mjólkin hefur verið gerilsneydd og
fitusprengd hverfur öll útgeislun frá
mjólkinni. En alveg nákvæmlega það
sama gerist t.d. hjá blómi sem deyr,
þá hverfur útgeislunin. Gerilsneydd
mjólk er algjöriega líflaus.
Rannsóknir þeirra sem fást við
náttúrulækningar sýna að enginn
matur er eins slímmyndandi í likama
manns og gerilsneydd og fitu-
sprengd mjólk, en að þeirra áliti
myndar líkaminn slímkenndan vökva
til þess að reyna að losna við efni
sem líkamanum líkar ekki við. Rann-
sóknir hafa verið gerðar á því að
nota úrgang frá köttum sem fengu
gerilsneydda og fitusprengda mjólk
og hann notaður sem áburður og
Hallgrímur Þ. Maguússon
„Gerilsneydd mjólk er
algjörlega líflaus.“
reyndist mönnum ókleift að rækta
nokkurn skapaðan hlut í þeirri mold
og spratt ekki einu sinni illgresi.
Aftur á móti þegar notaður var úr-
gangur frá köttum sem höfðu feng-
ið náttúrulega ógerilsneydda mjólk,
þá voru ekki nein vandkvæði að
rækta það sem menn langaði til í
moldinni. Otal önnur dæmi mætti
taka fram til þess að sýna fram á
að gerilsneyddri og fitusprengdi
mjólk getur ekki hlotnast sá heiður
að vera kölluð náttúruleg. Yfirieitt
allir sem aðhyllast náttúrulegar
lækningar setja gerilsneydda mjólk
á sama sess og gosdrykkina sem
henni er stillt upp við hliðina á í
fyrrnefndum auglýsingum. Fjölda
annarra atriða mætti tína til í sam-
bandi við upplýsingar sem birtast í
öðrum auglýsingum frá mjólkur-
dagsnefnd og er spurningin sú hvort
mjólkurdagsnefnd sé ekki skylt að
hlíta sömu lögum og aðrir auglýs-
endur, um það að hún verði að birta
réttar upplýsingar í sínum auglýs-
ingum.
Höfundur er læknir.
Árni Gunnarsson
„Þá er komið að ábyrgð
þeirra manna, sem mik-
il áhrif geta haft á
neysluna og gæði mat-
arins.“
ekki nóg að bjóða skálar með hráu
salati. Gosdykkjaframleiðendur
lao-t meiri áherslu á fram-
-----
leiðslu og kynningu sykursnauðra
drykkja og hollustudrykkja af ýmsu
tagi.
Óll berum við ábyrgð á heilsu og
afkomu uppvaxandi kynslóða. Sú
ábyrgð hvílir ekki síst á herðum
þeirra karla og kvenna, sem fram-
leiða og selja þá matvöru, sem börn
og unglingar sækja helst í. Starfs-
menn í heilbrigðisgreinum, eins og
læknar, hjúkrunarfræðingar og nær-
ingarfræðingar, þurfa stöðugt að
fræða og leiðbeina og gefa góð ráð.
Heilbrigðisyfirvöld þurfa einnig að
vera á varðbergi.
Það eru allar líkur á því, að
óbreytt þróun í matarvenjum ís-
lensku þjóðarinnar muni leiða til lak-
ari heilsu og meiri kostnaðar fyrir
heilbrigðiskerfið. Við þurfum að
sáméiíiaot í barlttu fyrir betri °?
hollari matarvenjum áður en offita
verður alvarlegt heilbrigðisvanda-
mál.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Heilsustofnunar NLFÍ í
Hveragerði.
STOR FIOLSKYLDU PIZZA
PEPPERON I
A N A N A S
O G
L A U K U R
- krónu veisla fyrir a. m. k. þrjá til fjóra.
Helgartilboö þetta gildir einungis:
Fimmtudag, Föstudag, Laugardag og Sunnudag.
m O z -
B — ^ S N ON Q OL
OOMINO'S
PIZZA
ENGINN GETUR BETUR!