Morgunblaðið - 30.09.1993, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 30.09.1993, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1993 /,peir eru. OLUr euns...jafnskjött óg '&j Á/iMc uerpfr egg'mjLL h.\/arf hxmm.. " of mikla steypu. Þú hefur ekki rakað þig í morgun. Yfirvara- skeggið klæðir þig illa. Þú . . . BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Golfvöllur er glap- ræði í Fossvogsdalinn Frá Jóni Armanni Héðinssyni: NOKKUR blaðaskrif hafa orðið vegna hugmyndar um 9 holu golf- völl innst í Fossvogsdalnum. Aug- ljóst er, sem betur fer, að andstaða við golfvöllinn er mikil og eindregin. í Mbl. 24. sept. er grein eftir Þor- stein Steingrímsson, sem er formað- ur Golfklúbbs Kópavogs. Margt í greininni er með þeim hætti að ég vil andmæla því. Ekki er unnt að svara öllu í stuttri grein. Þorsteinn Steingrímsson segir svo: „Gert er ráð fyrir að umhverfis völlinn og í gegnum hann verði göngustígar". Þorsteinn Steingríms- son ræðir á fjórum stöðum um slysa- hættu frá golfkúlunum og segir að golfmenn muni koma upp netum til varnar. Þetta er nánast bull. Hvern- ig dettur nokkrum manni í hug að hér verði 10-20 metra há net til friðs? Þessi hugmynd er andvana fædd. Þorsteinn Steingrímsson segir skíðagöngufólk fá stíg fyrir sig og afnot af væntanlegu klúbbhúsi. Þetta er alveg út í hött. Fólk vill yfirleitt ganga í hring um dalinn, miðað við það sem hefur verið und- anfarin mörg ár. Þannig leið getur verið um 3,5-4,5 km eftir hvar leið liggur. Varla fara margir í klúbbhús golfmanna eftir göngu. Reynslan sýnir að margar konur ganga í góða veðrinu og þá oftast saman nokkr- ar. Mjög mikilvægt er að skíðafólkið geti gengið óhindrað um svæðið og annað göngufólk verði ekki truflað af skíðafólkinu. Þorsteinn Steingrímsson segir golfíþróttina nú ekki lengur neina íþrótt fyrir forréttindahópa, heldur fjölskylduíþrótt. Þetta er út í hött og hvergi í skýrslum frá golfsam- bandinu er þessu haldið fram. Það, sem er rétt, er að fjöldi eldri karla og kvenna iðkar nú golf. Það er gott* Vegna eðli málsins geta ekki allir leikið saman. Þetta er svo aug- ljóst, að ekki þarf að deila um það. Þorsteinn Steingrímsson segir „Við höfum fyrirmyndir allsstaðar erlendis frá, þar sem golfvellir eru inni í þéttri byggð“. Það kemur okk- ur alis ekkert við hvað gert er erlend- is í þessu efni. Það einfaldlega á ekki við um Fossvoginn og útivist þar. Eitt furðulegasta í þessari und- arlegu grein er að Þorsteinn Stein- grímsson segir „Gjald er tekið af þeim sem völlinn nota“. Ætla menn virkilega að koma á gjaldtöku fyrir notkun á útvistarsvæði inni í miðju bæjarfélagsins? Þetta er óhugsandi. Þorsteinn Steingrímsson segir „Það er dýrt að gera golfvöll og halda honum í góðu ástandi og því þarf gjald að koma til“. Best er fyrir alla að gleyma svona hugmyndarugli strax. Nýtt deiliskipulag er nú til sýnis og mikil nauðsyn er að sem flestir mótmæli þessari óraunhæfu hug- mynd um golfvöll í Fossvogsdalinn. Tillagan er að mörgu leyti góð, en þó tel ég að um nokkurt ofskipulag Frá Kristni Björnssyni: ÞAKKLÁTUR er ég Sigurði Haukdal fyrir athugasemd hans í Morgunblað- inu 18. september sl., jafnt þó að hann sé mér ekki alveg sammála, enda sé ég að við erum báðir náttúru- unnendur. Tvö atriði, sem hann mistúlkar, vil ég skýra nánar eða leiðrétta. í fyrsta lagi er ég ekki sportveiði- maður, hef aldrei skotið fugl og vil helst alveg friða ijúpu vegna þess að hún prýðir náttúruna. Ég styð því ekki hag veiðimanna, slíkar veiðar finnst mér ómannúðlegar og óhag- sé að ræða. Vel mætti skilja eitthvað ósnert eftir innan um tré og runna. Skipulagsstjóri Kópavogs hefur aug- lýst eftir athugasemdum. Þar segir: „Þeir, sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast sam- þykkir tillögunni“. Orðalagið nær auðvitað ekki nokkurri átt. Eigi að framfylgja því og taka afstöðu í bæjarstjórn eftir „hinum þögla meirihluta". Bæjarstjórn ber að mínu mati að senda miða inn í öll húsin þar sem fólk segir já eða nei. Annað er ekki sæmandi. Það má ekki henda, að harðsnúinn hópur um þijúhundruð golfmanna og ósanngjöm tilkynning skipulagsstjóra rugli um fyrir kjörn- um bæjarfulltrúum. Því bið ég les- endur að stuðla að mótæmlum við hugmyndinni um golfvöllinn og þar með vernda svæðið og tryggja afnot hins almenna borgara gjaldalaust að útivist í Fossvogsdalnum. JÓN ÁRMANN HÉÐINSSON, fv. formaður UMSK, í stjóm íþróttasambands íslands 1980- 1992. kvæm leið til fæðuöflunar nú á tím- um hagræðingar. Lítið t.d. á kostnað við ijallaferðir og hve mörgum ijúpnaskyttum þarf að leita að dauðaleit árlega. í öðru lagi tók ég fram í grein minni að fálka vildi ég ekki útrýma og á það við um allar dýrategundir. En rétt er að nýta þær eðlilega og hamla offjölgun. Þetta gildir jafnt um hvali, seli og fálka, ef hugsanlegt væri að nýta hann, eða rétt væri að takmarka stofninn. KRISTINN BJÖRNSSON, Espigerði 4, Reykjavík. Um fálka og rjúpu Víkveiji skrifar Ef þið hafði einhvern tímann leit- að til Heilsugæslu Reykjavík- ur, áður Heilsuverndarstöðvarinnar, í bólusetningu vegna utanferða þá skuluð þið gæta gulu bólusetningar- bókarinnar. Það er ekki hægt að endurnýja hana eins og Víkvetji dagsins komst að raun um. Hann varð fyrir því óláni að týna passanum sínum, sem getur komið fyrir besta fólk, en það sem verra var, gula bólusetningarbókin með upplýsing- um um ónæmissprautur týndist líka. Þar sem til stóð að halda til fjar- lægra landa var haft samband við deildina sem sér um að sprauta ferðalanga á leið út í heim. Satt að segja átti Víkveiji ekki von á öðru en að hægt yrði að útvega nýja bólu- setningarbók rétt eins og lögreglu- stjóri lætur sig ekki muna um að endurnýja passa sem týnast en það var nú eitthvað annað. Sú sem varð fyrir svörum sagði að ekki væri hægt að endurnýja bókina. Það gengi ekki en eftir að hafa rætt málið og rakið fyrri ferðir taldi hún líklegt að ekki væri þörf á fleiri sprautum nema auðvita þessari venjulegu sem eflir viðnám við als- konar pestum. Það þyrfti einungis að nálagst reseptið milli fjögur og Fimm á miðvikudegi en þessi þjón- usta er einungis veitt á þriðjudögum og miðvikudögum milli kl 16 og 17. Rétt væri samt að koma fyrir kl. 16, þar sem líkur væru á örtröð. Er ekki að orðlengja að þegar komið var á staðinn voru nokk- uð margir fyrir og engin miskunn: „Þú ferð aftast í röðina." Kl. 16:05 var farið að kalla fólk í viðtal í hliðar- herbergi og þegar þeim áfanga var loks náð gaf að líta herbergi þar sem raðað er skjalaskápum meðfram veggjunum, fullum af upplýsinga- spjöldum Reykvíkinga. Stúlkan dró fram spjald Víkveija og viti menn, þar er hann skráður samkvæmt upp- lýsingum frá 1957.en að vísu röng- um stað, sem skeikaði nokkrum húsnúmerum. Tölvuöldin hefur greinilega farið framhjá þessari deild. Stúlkan renndi augum yfir spjald- ið og sagði að ekki væri þörf fyrir mænuveikisprautu fyrr en að ári og stífkrampi dygði fram yfir 2004. Þvílíkur léttir! En hvað með allar hinar sprauturnar? Guluna, kóler- una, taugaveikina og svo framvegis. „Nei þær eru ekki skráðar," var svarið. „Það er svo mikil fyrirhöfn." Þarna kom skýringin á því af hveiju ekki var hægt að fá nýja bók eða í það minnsta afrit, en er þetta ekki brot á læknalögum um meðferð sjúkragagna? Eru menn ekki skyld- ugir að skrá allar aðgerðir sem fram- kvæmdar eru? Næst tók við stúlkan sem skráir í gulu bókina ef maður er svo lán- samur að eiga hana og merkir á blað við þær sprautur sem nauðsyn- legt þykir að gangast undir. Reynd- ar hefur Víkveiji tekið eftir að ferða- félagar fá ekki alltaf sömu meðferð. Sumir hafa fengið sprautur sem aðrir fengu ekki. Eftir yfirheyrslu kemur að því að greiða fyrir efni og þjónustu og þarna greiddi ferða- fólk að vísu mishátt allt að sjö þús- und krónum fyrir sig og sína en án þess að fá kvittun fyrir. Greiðslur fóru óskráðar og beint í lítinn pen- ingakassa. XXX Næsti,“ kallaði læknirinn og nú var komin röðin að Víkveija. Eftir að hafa rætt um væntanlega ferð var reseptblokkin dregin upp og hann mundaði pennan. „En eigum við ekki líka að fá resept," stundi konan upp sem var á undan í röð- inni. Læknirinn tók kipp, rótaði í miðunum á borðinú og sagði síðan: „Æ, fyrirgefðu ég fór línuvillt, þið fenguð einni mænuveikisprautu of mikið en það er allt í lagi.“ Grandvar heimilisfaðir spurði hvort ekki ætti þá að borga sérstaklega fyrir spraut- una? Nei það var óþarfi, húsið borg- aði. Heimsóknin hafði tekið rúman klukkutíma og Víkveiji velti þvi' fyr- ir sér þegar hann gekk út, hvernig stæði á að þetta væri látið viðgang- ast. Opið tvo daga í viku í klukku- stund í senn, skráning ófullkomin, engin kvittun og nánast engin ábyrgð fyrir réttri meðferð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.