Morgunblaðið - 13.10.1993, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 13.10.1993, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1993 Réttarhald í Héraðsdómi Reykjavíkur yfir manni sem tvíveg-is hefur orðið mannsbani Saksókiiari gerir kröfu umævilangl fangelsi ÁKÆRUVALDIÐ krefst þess að Þórður Jóhann Eyþórsson, 39 ára, verði dæmdur til þyngstu refsingar sem lög leyfa, fyrir að hafa orðið Ragnari Ólafssyni að bana á heimili Ragnars við Snorra- braut í Reykjavík aðfaranótt 22. ágúst sl. og telur saksóknari hæfilegt að Þórður verði dæmdur í ævilangt fangelsi. Tveir sak- borninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu voru dæmdir I ævi- Iangt fangelsi í sakadómi á sínum tíma en sá dómur var mildaður í Hæstarétti. Annars hefur ævilangt fangelsi ekki verið dæmt í refsimáli hér landi á síðari tímum. Mál ákæruvaldsins gegn Þórði Jóhanni Eyþórssyni var dómtekið að loknum yfirheyrslum og mál- flutningi í gær og er dóms Sverris Einarssonar héraðsdómara að vænta innan þriggja vikna. I máli Björns Helgasonar saksóknara sem flutti mál ákæruvaldsins gegn Þórði Jóhanni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, kom fram að Þórður Jóhann hefði, einn sak- hæfra íslendinga á síðari tímum, gerst tvlvegis sekur um mann- dráp af ásetningi. Sakborningur ÞÓRÐUR Jóhann Eyþórsson, með sólgleraugu, kemur í fylgd lögreglu- manna í Héraðsdóm í gær. VEÐUR Vegna reynslulausnar sem honum var veitt ætti hann eftir að afplána helming þeirrar 14 ára fangelsisvist- ar sem hann var þá dæmdur til eft- ir ásetningsmanndráp sem hann / DAG kl. 12.00 Heímild: Veðurstofa Islands (Byggt á veðurspó kl. 16.15 í gær) VEÐURHORFUR I DAG, 13. OKTOBER YFIRLIT: Yfir norðaustur Grænlandi, (slandi og hafinu suðurundan er 1.032 mb allvíðáttumikil hæð. SPÁ: Vestanátt, víðast gola eða kaldi. Smáól við austuströndina en bjart- viðri sunnan- og vestanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Norðan- og norðaustan gola eða kaldi og fremur kalt. Dálítil él norðaustanlands en annars þurrt og víðast léttskýjað um sunnan- og vestanvert landið. HORFUR Á LAUGARDAG: Hæg breytileg ótt og fremur kalt. Léttskýjað víðast hvar á landinu. Nýir veðurfregnatímar: 1.30,.4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22. 30. Svarstmi Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. Heiðskírt r r r r r r r r Rigning Alskýjað * V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig,. 10° Hitastig V Súld = Þoka riig.. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 ígær) Þjóðvegir landsins eru flestir í góðu ásigkomulagi og greiðfærir. Víða er þó unnið að vegagerð og þurfa vegfarendur að haga akstri sam- kvæmt merkingum þar. Hálendisvegir eru færir fjailabílum, Gæsavatna- leið fær til austurs frá Sprengisandi. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og ígrænnilínu 99-6315. Vegagerðln. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavlk hiti ■í-2 2 veður skýjað léttskýjað Bergen 8 úrk. ígrennd Helslnkl S alskýjað Kaupmannahöfn 12 rigning Narssarssuaq 9 skýjað Nuuk 4 skýjað Osló 10 rigning Stokkhólmur 11 skýjað Þórshöfn 3 slydduél Algarve 20 skýjað Amsterdam 1S skúrásíð. klst. Barcelona 23 iéttskýjað Berlín 18 skýjað Chicago 6 þokumóða Feneyjar 20 skýjað Frankfurt 16 rigning Glasgow 10 skýjað Hamborg 15 riging á sið. klst. London 15 skýjað Los Angeles 19 skýjað Lúxemborg 13 skýjað Madrid vantar Malaga 19 þokumóða Mallorca 22 skýjað Montreal 3 alskýjað NewYork 9 rignlng Orlando 19 þoka París 18 skýjað Madelra 22 skýjað Róm 26 skýjað Vín 20 léttskýjað Washington 9 skúr Winnipeg -i-S léttskýjað framdi á nýársnótt 1983 þegar hann stakk mann með hnífi. Þeim 7 árum þurfí að bæta við þá refsingu sem hann hljóti fyrir að hafa ráðið Ragn- ar Ólafsson af dögum. Líkamsárás ekki ásetningsmorð Páll Arnór Pálsson hrl, verjandi Þórðar Jóhanns Eyþórssonar, krafð- ist þess að maðurinn yrði dæmdur til vægustu refsingar sem lög leyfa og að brot hans yrði ekki talið ásetn- ingsmanndráp heldur líkamsárás sem leitt hafi til dauða; auk þess sem verknaðurinn hefði verið framinn í stundaræði og mikilli afbrýðisemi hefði Þórður Jóhann lagt til Ragnars með litlum vasahníf, fiskihníf, sem ekki gæti talist svo hættulegt vopn að sá sem leggi með því til manns verði að ætla að líklegt sé að af hljót- ist bani. I máli veijandans kom m.a. fram að vegna áfengis- og fíkniefna- neyslu allra sem verið hefðu í íbúð- inni þegar verknaðurinn var framinn væri ekki til að dreifa í málinu trú- verðugri frásögn um aðdragandann. Veijandinn byggir m.a. á því að Þórður Jóhann hafi uniiið verkið í heiftúðugu stundaræði vegna þess að hann hafi talið að Rógnar heitinn væri að ýta fyrrum sambýliskonu sinni út í að sprauta sig með eitur- lyfjum. Hann hefði hins vegar aldrei ætlað að ráða Ragnari bana. Björn Helgason saksóknari rakti málsatvik og kom þar fram að viku fyrir atvikið hefði slitnað upp úr sambandi Þórðar Jóhanns við stúlku sem áður hafði átt vingott við Ragn- ar og hefði tekið upp samband við hann að nýju. í máli saksóknara kom fram að Þórður Jóhann hefði talið að þessi fyrrum sambýliskona sín væri að leiðast öðru sinni út í mikla eiturlyfjamisnotkun vegna áhrifa frá Ragnari. Sólarhringinn fyrir verkn- aðinn hafi Þórður Jóhann verið við drykkju og hefði hann þá einnig neytt kannabisefna og amfetamíns. Kunningi hans hefði ekið honum um bæinn í leit að sambýliskonunni fyrr- verandi og hefðu þeir margsinnis um kvöldið komið á veitingastaðinn Keisarann. Síðast hefðu þeir hitt þar mann sem færði Þórði kveðju fyrr- verandi sambýliskonu sinnar og hefði sá sagt honum að hún væri á heimili Ragnars á Snorrabraut, steinsnar frá veitingastaðnum. Þangað hefði Þórður verið kominn á nokkrum mínútum og hefði hann farið bakdyramegin að húsinú. Braust inn með hnífinn reiddan í gegnum eldhúsglugga hefði hann séð stúlkuna ásamt Rhgnari og þáverandi sambýlisstúlku Ragn- ars. Þórður hefði tekið upp vasahníf sem hann gekk alltaf með, opnað hann og ruðst inn í íbúðina með því að brjóta upp dyr. Síðan hefði hann gengið rakleiðis í átt að Ragnari sem hefði staðið kyrr og sagt við Þórð: „Hér hefur ekkert skeð“ en Þórður hefði gengið þétt að Ragnari og stungið hnífnum í bijóst hans. I máli saksóknara kom fram að vegna bráðaaðgerðar sem gerð var til að reyna að bjarga lífi Ragnars væri ekki fullljóst um hve mörg stungus- ár hefði verið að ræða en vitnað var til skýrslu tæknimanns RLR sem telur að ummerki á skyrtu Ragnars bendi til þess að hnífnum hafi verið stungið í hann þrisvar. Eftir þetta hafi Þórður lokað vasa- hnífnum og hent honum í vegg í íbúðinni og hraðað sér burt, heim til fyrrum eiginkonu sinnar, þar sem hann hafi liðið út af og sofið til morguns en hafí gefið sig fram við lögreglu eftir að hafa frétt að Ragn- ar væri látinn. Saksóknari sagðist telja að þegar Þórður Jóhann Eyþórsson hefði ruðst inn í íbúðina með hnífínn reidd- an hefði verið vaknaður hjá honum ásetningur um að ráða Ragnari Ól- afssyni bana. í ljósi ferils Þórðar Jóhanns væri ljóst að hann væri hættulegur um- hverfí sínu, ekki síst þar sem ekki liggi vafí á að hann sé sakhæfur. Hann hefði í annað skipti sýnt að ef hann legði haturshug á ákveðinn mann væri hann til alls vís og hann hefði í annað skipti orðið mannsbani við svipaðar kringumstæður. Ekki væri neitt hægt að finna í málinu sem hefði áhrif til refsilækkunar. Fíkniefni Páll Arnór Pálsson hrl., veijandi Þórðar Jóhanns Eyþórssonar, kvaðst ekki krefjast sýknu heldur þess að Þórði yrði refsað fyrir líkamsárás sem leiði til dauða og manndráp af gáleysi þar sem Þórður hefði borið að hann hefði aldrei haft skýran ásetning um að ráða Ragnari Ólafs- syni bana og ákæruvaldinu hefði ekki tekist að hnekkja framburði hans, sem gæfi til kynna að í raun hefði nánast verið um slys að ræða. Páll Arnór sagði að lögregla hefði um skeið litið á íbúð Ragnars sem stað þar sem fíkniefnaneytendur vendu komur sínar og kvaðst hann telja líklegast að þeir sem þar voru samankomnir þetta kvöld hefðu ver- ið við fíkniefnaneyslu. Sumir hefðu gengist við því í yfirheyrslum og efni og áhöld hefðu fundist á staðn- um. Vitnaframburður varpi ekki skýru ljósi á hvað hafi gerst í íbúðinni en af framburði fyrrum eiginkonu Þórð- ar Jóhanns, sem hann sneri sér til eftir atvikið, sé ljóst að hann hafi þá talað um að hafa lent í átökum við Ragnar, hann telji sig hafa meilj Ragnar en voni að það sé ekki alvar- legt. Um leið og Þórður Jóhann hafi frétt að Ragnar væri látinn hafí hann farið á lögreglustöð og gefið sig fram. Neyttu saman amfetamíns Veijandinn mótmælti því að Þórð- ur hefði borið kala til Ragnars og lýsti framburði um það að kvöldið fyrir voðaverkið hefðu þeir Þórður og Ragnar hist við Smiðjukaffi í Kópavogi, neytt þar saman amfet- amíns og hefði Ragnar gefið Þórði talsvert af amfetamíni að skilnaði. Þórður hefði hins vegar verið af- brýðisamur vegna sambands Ragn- ars við fyrrum sambýliskonu sína og óttast að hann ýtti henni út í mikla fíkniefnaneyslu. Hann taldi að þar sem ekki lægi fyrir sönnun um manndrápsásetning og vegna þess að verknaðurinn hefði verið framinn í yfirþyrmandi afbrýðisemi og skyndilegri reiði væru til staðar refsilækkunarástæður. Veijandinn kvaðst í ljósi þess telja aðdraganda þessa máls mun síður alvariegan en það manndráp sem Þórður Jóhann framdi á nýársnótt 1983. Þá gat hann þess að hann teldi að við mat á þyngd refsingar mætti dómari líta til þess að reglum uin framkvæmd reynslulausnar hefði verið breytt og þær hertar þannig að minni líkur væru á að refsifangi fengi reynslu- lausn nú en fyrr þegar nánast var sjálfkrafa að þeir fengju reynslu- lausn á helmingi refsitímans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.