Morgunblaðið - 13.10.1993, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 13.10.1993, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1993 9 / ÁírMuja veyí U — Óff/mi / UU 73 Eitt áreiðanlegasta spamaöarformið 1 þrjá áratugi í nærri þrjá áratugi hafa spariskírteini ríkissjóðs verið ein öruggustu verðbréfin á markaðnum. Og þau eru alltaf jafn vinsæl sparnaðarleið enda fá verðlrréf sem standa þeim jafnfætis í öryggi, arðsemi og sveigjanleika: Þú getur komið í Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa og keypt spariskírteini fyrir litlar sem stórar fjárhæðir í almennri sölu. Auknar kröfurtil stjórnenda Undanfarin misseri hefur mikil umræða átt sér stað erlendis urn ábyrgð og hlut- verk stjórna fyrirtækja. í nýjasta tölublaði Vísbendingar er birt grein um þessi mál út frá íslenzkum sjónarhóli. Þekkingar- leysi Þorkell Sigurlaugsson viðskiptafræðingur skrifar grein um „Hlut- verk stjóma fyrirtsekja“ í nýjasta tölublað Vís- bendingar og telur m.a., að breytingar verði á kröfum, sem gerðar eru til stjómenda fyrirtækja, í náinni framtíð. Grein hans fer hér á eftir: „Umræða fer vaxandi um hlutverk stjóma í fyrirtækjum, sérstaklega eftir gjaldþrot Mikla- garðs. Stjómendur Miklagarðs kenndu tölvukerfum um það að þeir vissu ekki hve alvar- leg staðan var. Mikli- garður er líklega fyrsta dæmi um gjaldþrot þar sem stjómendumir gefa þá skýringu að þekking- arleysi sé skýring gjald- þrots. Það markar einnig tímamót að upplýsinga- kerfinu var kennt um. Líklega er skýringanna að leita í sinnuleysi stjómenda, en við sam- bærilegar aðstæður er- lendis væri stjóm fyrir- tækis persónulega ábyrgð fyrir því að hafa ekki lýst fyrirtækið gjaldþrota löngu fyrr. Það er athyglisvert rann- sóknarefni hvort um sé að kenna stjómleysi eða forystuleysi þegar stór fyrirtæki og jafnvel heil- ar atvinnugreinar verða gjaldþrota. Ef einhveijir bera ábyrgð í þessum málum em það fyrst og fremst stjómvöld sem lánuðu fyrirtækjunum almannaféð sem glatað- ist. I sumum tilvikum, til dæmis þegar eigið fé er neikvætt og fyrirtækið rekið með tapi, bera lánastofnanir mikla ábyrgð. Verkefni stjómar ' Æðsta vald í stjórnun fyrirtækis er í höndum stjómar þess. Reyndar má segja að valdið sé fyrst og fremst í höndum eigenda en þeir kjósa sér stjóra sem fer með um- boð þeirra á milli aðal- funda til að ráða málum fyrirtækisins. Vandi sumra fyrirtækja er þess eðlis, að þau eiga nánast enga eigendur, em mun- aðarlaus ef nota má þá samiíkingu. Oft er gerð ítarleg starfslýsing fyrir for- s^jóra og aðra starfsmenn fyrirtækisins en allt of sjaldan er hugað að verk- efnum stjómar og hvem- ig hún starfar. Stjóm fyr- irtækis á að setja sér starfsreglur, þar sem meðal annars er fjallað um ábyrgð stjóm- armanna, vinnubrögð, fjölda funda og fleira. Stjómin þarf að hugleiða og skilgreina hlutverk sitt, verkaskiptingu for- stjóra og annarra æðstu yfirmaima fyrirtækisins annars vegar og stjóm- armanna hins vegar. Stjómarmenn fyrir- tækja em ekki alltaf nægilega virkir. Illut- verk, ábyrgð og dagleg verkefni stjómar, for- stjóra og framkvæmda- stjóra em viðfangsefni sem gefa þarf meiri gaum en gert er. Margir mis- skilja algerlega hlutverk sfjómarmanna. Annað- hvort em þeir of virkir, og vilja hafa áhrif á dag- legan rekstur, eða em óvirkir og stjómarfundir verða huggulegir kaffi- fundir, illa undirbúnir og i raun formsatriði. Lau- nagreiðslur til stjómar- manna endurspegla oft viðhorf manna til þess hvaða hlutverki þeir gegna. Ekki má vanmeta störf þeirra manna sem eiga að vera uppspretta þekkhigar, stefnumörk- unar og aðhalds í rekstri. Stjómarlaun eiga að end- urspegla árangur þeirra og raunverulega ábyrgð. Abyrgð stjóraar Ábyrgð stjómarmanna er mikil. í þrengsta skiln- ingi er hlutverk stjórnar að ráða forstjóra og veita honum lausn frá störfum. Flestir telja verkefnið mun víðtækara. Stjómin þarf að hafa framtíðar- sýn og á að skilgreina hlutverk félagsins á hveijum tíma, móta stefnu þess og höf- uðmarkmið. Stjórnin á að fylgjast með starfsum- hverfinu og að stjórnend- ur sinni sínu starfi og nái þeim markmiðum sem sett em. Gagnvart hveijum er þá stjómin ábyrg? Eðli- legt er að hún sé ábyrg gagnvart eigendum fyr- irtækisins. En þá má spyija hveijir séu eigend- ur. Hvemig verða tryggð- ir hagsmunir ólíkra hlut- hafa sem hafa ýmist lang- tíma- eða skammtíma- sjónarmið í huga. Líklega munu eigendur fyrir- tækja í framtíðinni gera meiri kröfur um rekstur og að skýrt verði fyrir hluthöfum hver stefna fyrirtækisins sé svo sem varðandi arðgreiðslu, stefnumörkun og mark- mið til skemmri og lengri tíma. Auk endurskoðunar ársreikninga er ekki óeðlilegt að árangur stjórnenda við að fram- fylgja stefnu og mark- miðum fyrirtækisins svo og stjórnunarárangur þeirra almennt sé endur- skoðaður. Meta þarf árangur stjómenda til lengri tima litið og horfa á fleira en skammtimaár- angur og niðurstöðu hvers árs. í þekkingarþjóðfélagi framtíðarinnar er liklegt að fjárfestar hafi áhuga á langtímaárangri fyrir- tækisins og hvaða árang- ur er að nást til aukinnar framleiðni og hagvaxtar, fremur en skammtíma- breytingum á hlutabréfa- markaði, vegna breytinga á framboði og eftirspum hlutabréfa. Það þurfa að vera til mælikvarðar á stefnumarkandi árangur fyrirtækis og hvert mið- ar. Sljórnir fyrirtækja þurfa að huga meira að þeim þætti.“ Þú getur tekiö þátt í mánaöarlegum útboöum á spariskírteinum meö aöstoö starfsfólks Þ j ónustumiöstöö varinnar. Þú getur keypt spariskírteini í mánaöarlegri áskrift og þannig sparaö reglulega á afar þægilegan hátt. Gulltryggðu sparnaðinn með spariskírteinum ríkissjóðs. RIKISVERÐBREFA Hverfisgötu 6, sími 91-626040 Eru erlend verðbréffyrir þig? VEIST ÞU HVAÐA ÞÆTTIR SKIPTA MESTUMÁLIVIÐ VAL Á ERLENDUM VERÐBRÉFUM? * Efekki, kynntu þér námskeid um erlend verdbréf hjá VIB. VIB býður nú námskeið um erlend verðbréf. A námskeiðinu verður farið yfir hvers vegna það getur verið skynsamlegt fýrir íslenska sparifjáreigendur að fjárfesta í erlendum verðbréfum. Jafnframt verða kynntir ýmsir möguleikar sem standa íslenskum fjárfestum til boða. Þátttökugjald er 3.300 krónur, námsgögn innifalin. Leiðbeinandi: Asgeir Þórðarson. 20. október kl. 20:00-23:00. Skráningþátttakmda í móttöku VÍB í síma 91 - 68 15 30. VlB VERÐBREIAMARKAÐUR ISLANDSBANKAHF. Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 91 - 68 15 30. Myndsendir 91 - 68 15 26.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.