Morgunblaðið - 13.10.1993, Page 13

Morgunblaðið - 13.10.1993, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1993 13 Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir Samkór Selfoss í Seljakirkju í TILEFNI 20 ára afmælis síns heldur Samkór Selfoss tónleika í Seljakirkju í Reykjavík annað kvöld, miðvikudags- kvöldið 13. október kl. 20.30. Á tónleik- unum flytur kórinn um 20 lög, innlend og erlend af ýmsu tagi undir stjórn Jóns Kristins Cortes við undirleik Þórlaugar Bjarnadóttur. Kórinn hefur haldið tónleika á Selfossi og á Flúðum undanfarnar vikur við góðar undirtektir áheyrenda. Um 45 kórfélagar taka þátt í starfi kórsins nú í vetur en nærri 200 manns hafa sungið með kórnum á þeim 20 árum sem liðin eru frá stofnun hans. Á afmælistónleikunum á Selfossi stjórnuðu fyrrverandi söngstjórar hver sínu lagi og rifjuðu þannig upp söngsögu kórsins. Samkór Selfoss. Einn mælikvarðinn á svarið við fyrri spurningunni hlýtur að lúta að notagildi. Þrátt fyrir að tveir þessara hluta séu afar heimilisleg- ir, þar sem hillur eru skreyttar kögri eða eldhúslegt veggfóður hylur innviðina, reynist notagildið ekkert við nánari skoðun; hillurnar eru lokaðar af með gleri á báða vegu í öðru verkinu, en vantar al- veg í hinu, sem er opið. Vegna þessa verður að líta á gripina sem sjálfstæð höggmyndaverk, sem þó ganga með vissum hætti gegn hefðbundnúm skilgreiningum á þessu sviði, vegna þeirrar tog- streitu, sem húsgagnaímyndin skapar. Hin verkin á sýningunni tengjast hugmyndum okkar um minnis- merki og tákngildi þeirra. Annað verkið minnir á pýramída, en bæði smæðin og það sem situr efst á verkinu verður til að draga dár að þeirri hugsun; hitt verkið hefur óljósari skírskotanir, en þó mætti hugsa sér óvenjulegt, gulli slegið jólatré! Vitneskjan um langdvöl Guðrúnar Hrannar í Finnlandi, landi skóga og snjóa, kann að hafa leitt til þeirrar ályktunar, en hún er þó ekki verri fyrir það. Verkin eru glögglega unnin af vandvirkni og alúð við smáatriði, og kann það að villa um fyrir áhorf- endum, sem leita - án árangurs - að einhveijum æðri gildum. Sá leik- ur á mörkum skilgreininga, sem listakonan ber hér fram fyrir áhorf- endur, er þannig skemmtilega upp settur og vel til þess fallinn að vekja fólk til umhugsunar um hug- tök og afmarkanir á sviði högg- myndalistar. Það er blessunarlega fátt um sjálfsagða hluti og algildan sannleik í myndlistinni, og öll verk myndlistarmanna sem eru til þess faliin að minna á það og hrekja slíkar hugsanir, er vel þegið fram- lag af þeirra hálfu. Sýning Guðrúnar Hrannar Ragnarsdóttur í Gryfju Nýlista- safnsins stendur einnig til sunnu- dagsins 24. október. síns til að komast aftur á rétta braut, finna hin raunverulegu gildi í lífmu og búa sig til frekari átaka eða nýrra lifnaðarhátta. Hann fær aftur trú á lífið en allt er þetta sérlega átakalítið og sætt allt sam- an. Síðasta sagan er Tókíóleikurinn frá Japan og segir frá manni á eftir- launum sem fær að upplifa sig aft- ur í gegnum sýndarveruleika sem ungan mann og byijanda hjá fyrir- tækinu sínu og sér brátt að hans kynslóð fór rangt að með sina ofur- áherslu á vinnuna og fyrirtækið en nú er komin ný kynslóð sem hugsar meira um fjölskylduna og ástvini en starfið. Sagan er um árekstur þessara kynslóða en kemur í engu á óvart. Helsta gildi þessara ofur ein- feldningslegu mynda er að þær gefa forvitnilega innsýn í fjóra fjar- læga heima sem sjaldan gefst tæki- færi til að kynnast. OPEL VECTRA GL’94 VERÐ KR. 1.497.000.- TVÖFALDIR STYRKTARBITAR í HURÐUM ER STAÐALBÚNAÐUR í ÖLLUM OPEL BÍLUM. OPEL ER EINN BEST BÚNI BÍLL í HEIMl HVAÐ VARÐAR ÖRYGGISÞÆTTl. LEITIÐ NÁNARl UPPLÝSINGA H)Á SÖLUMÖNNUM OK.KAR. REYNSLUAKIÐ OPEL OG ÞIÐ GETIÐ UNNIÐ FERÐ TIL ÞÝSKALANDS FYRIRTVO MEÐ FLUGLEIÐUM. OPEL - MEST SELDU BÍLARÍ EVRÓPU - EKKIAF ÁSTÆÐULAUSU — j'0- FLUGLEIDIR JSw or»EL. BÍLHEIMAR Fosshálsi 1 Reykjavík Sími 634000 3ja ára ábyrgð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.