Morgunblaðið - 05.11.1993, Síða 16

Morgunblaðið - 05.11.1993, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1993 Umdæmanefnd höf- uðborgarsvæðisins Samkomulag samþykkt um framkvæmd sameiningar BORGARRÁÐ hefur samþykkt samkomulag um framkvæmd sameiningar sveitarfélaga ef íbú- ar samþykkja sameiningu í kosn- ingunum 20. nóvember næstkom- andi. Samkomulagið á við um borgarstjórn Reykjavíkur, bæj- arstjórn Seltjarnarneskaupstað- ar, bæjarstjórn Mosfellsbæjar, hreppsnefnd Kjalarneshrepps og hreppsnefnd Kjósahrepps. í samþykktinni kemur fram að kosið verður eftir óbreyttu fyrir- komulagi í sveitarstjórnarkosning- unum árið 1994 og að unnið verði að undirbúningi sameiningar á næsta kjörtímabili. Ennfremur að sveitarfélögin verði sameinuð eigi síðar en við sveitarstjórnarkosning- ar árið 1998. Verður eigi síðar en þá kosið í fyrsta sinn til nýju sveit- arstjórnarinnar. Á undirbúningstímanum eiga sveitarfélögin að taka uþp nána samvinnu á sem flestum sviðum, auk þess sem unnið verður að sam- ræmingu skipulags, verklegra framkvæmda, þjónustu og gjalda . Yfírumsjón með samræmingunni verður í höndum samstarfsnefndar sveitarfélaganna, sem skal skipuð framkvæmdastjórum þeirra. Mótuð verður áætlun um sam- ræmingu verklegra framkvæmda, þannig að framkvæmdir einstakra sveitarfélaga á aðlögunartímanum séu í eðlilegu samræmi við heildar- hagsmuni hins nýja sveitarfélags. Gert er ráð fyrir að unnið veðri að samræmingu þjónustuþátta, en þess þó gætt að hún versni ekki á stöku svæði við sameiningu. Þá segir að tekjustofnar og gjald- skrár verði samræmdar á aðlögun- artímanum og að sveitarfélögin vinni í sameiningu að aðalskipulagi nýja sveitarfélagsins sem tekur gildi frá árinu 1998 til ársins 2020. Skipulagsráð, skipað fulltrúum frá hveiju sveitarfélagi, móti skipuiag- ið. Það skal hljóta samþykkt í öllum sveitarfélögunum áður en til sam- einingar kemur. Gert er ráð fyrir að skipulagsráð starfi fram að sam- einingu. Veðurblíða í október Morgunblaðið/Rúnar Þór Minnsta úrkoma á Akureyri í 54 ár og í Reykjavík í 33 ár ÚRKOMA á Akureyri í októbermánuði var 4 millimetrar sem er um 7% þess sem tíðkast í meðal októbermánuði og hefur ekki verið jafn lítil úrkoma í októbermánuði á Akureyri síðan 1939. Úrkoman í Reykjavík í októbermánuði var 37 millimetrar sem er innan við helmingur af meðalúrkomu í október í Reykjavík og hefur ekki verið minni síðan 1960. Meðalhiti í Reykjavík í liðn- um mánuði var 4,8 gráður sem er 0,4 gráðum yfir meðallagi en meðalhiti á Akureyri var 3,8 gráður sem er 0,8 gráðum yfir meðallagi. Sólskinsstundirnar voru 66 á Akureyri sem er 14 stundum eða um það bil fimmtungi yfir meðal- lagi, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu íslands. Sólskins- stundir í Reykjavík voru alls 88 sem er 5 stundum yfir meðallagi. Á Akurnesi við Höfn í Horna- firði var meðalhitinn 3,8 gráður og úrkoma 52 millimetrar, en í Keflavík var meðalhiti 5 gráður sem er 0,4 gráðum yfir meðaltali og nam úrkoman 83 millimetrum, sem er 75% af meðalúrkomu þar. Á Hveravöllum var meðalhiti mín- us 0,9 gráður sem er 0,3 gráðum yfir meðaltali þar, og úrkoman var 90 millimetrar og sólskins- stundir 75. „Mánuðurinn var mjög veður- blíður fyrir utan hastarlegt kulda- kast um miðjan mánuðinn sem stóð í nokkra daga en seinustu 10-12 dagarnir var veðráttan afar mild og góð, nánast vorveð- ur,“ segir Haraldur Eiríksson veð- urfræðingur á veðurfarsdeild Veðurstofu íslands og segir einnig útlit fyrir gott veður næstu daga, þó ólíklegt sé að úrkomuleysið verði jafn mikið í nóvember og i liðnum mánuði. Inntak umijöllunar minnar var öðru fremur að ég saknaði frum- mynda frá hendi meistarans, svo og verka í gipsi, marmara — auk teikninga og málmætinga, og taldi hann ekki nægilega vel kynntan. Hið sama hefur því miður verið uppi á teningnum varðandi sýning- ar á verkum ýmissa heimsþekktra snillinga myndlistarinnar á undan- förnum árum sem hér hafa verið settar upp með ærnum tilkostnaði og auglýstar með brauki og bramli. Og stundum hafa sumir nafnkenndir myndlistarmenn gengið svo langt, að kalla þetta „uppsóp“, sem þó hefur ekki alla- jafna verið sanngjarnt að mínu mati og á stundum beinlínis rangt. Til stuðnings skrifum mínum hafði ég ágætar bækur um Rodin, auk uppsláttarritara sem eru ein- hver þau áreiðanlegustu í heimi hér. Þá hef ég á meðan ég er að hripa þessar iínur verið upplýstur símleiðis að til er lærð ritgerð er styður mál mitt sem mér er vel- komið að nota ef vill. En ég kýs að svo komnu að vísa málinu frá mér, því að framanskráð ætti í hnotskurn að skilgreina meinta fáfræði mína og þar með tilgang- inn með skrifunum og legg málið óhikað í dóm hins óvilhalla fræði- og myndlistarmanns sem al- mennra lesenda. Höfundur er myndlistarmaður. Vegna Gunnars Kvarans eftir Braga Ásgeirsson í annað sinn á émbættisferli sínum geysist Gunnar Kvaran list- ráðunautur Kjarvalsstaða fram á sjónarsviðið og fer mikinn varð- andi skrif mín. í fyrra skiptið var það í sam- bandi við sýningu á íslenzkri ab- straktlist á Kjarvalsstöðum fyrir nokkrum árum árum, en fram- kvæmd hennar var um sumt í meira lagi undarleg og höfðu há- menntaðir menn á núlistir erlendir jafnvel orð á því að fyrra bragði og hristu höfuðið. í það skiptið datt Gunnari ekki í hug að fara með rétt mái heldur skyldi gera skrif mín tortryggileg, en ég hafði traust rök ög jafnvel vitni fyrir því að hann fór með rangt mál. Gunnar virðist lítið hafa lært er hann í blaðinu í gær sakar mig um fáfræði hvað hefðbundna höggmyndalist snertir og er það alvarleg ásökun og skal borin til baka. Sjálfur hef ég mótað í leir og steypt í gips á námsferli mínum svo ég veit hvað það er og þar að auki héf ég verið innan veggja nafnkenndra listaháskóla í sex ár erlendis og að sjálfsögðu voru þar margvísleg höggmyndaverkstæði og á stundum í næsta nágrenni við mig. Þá hef ég heimsótt verk- stæði látinna sem lifandi mynd- höggvara austan hafs og vestan og sótt ótal myndlistarsöfn og sér- staklega lagt áherslu á að kynna mér málaralist, höggmyndalist og grafík. Ekki þröngt svið heldur frá upphafi vega fram á daginn í dag og er sérstaklega hrifinn af sí- gildri og og fornri höggmyndalist. Ég tel mig þannig vel kunnan ferli höggmyndar frá því listamað- urinn hnoðar leirinn þar til hún er hoggin í marmara af honum sjálfum eða aðstoðarmönnum hans. Jafnframt hef ég með eigin augum horft á höggmyndir steypt- ar í brons. Hér þarf maður sem vermt hef- ur stóla fyrirlestrasala almennra háskóla og lesið svo og svo marg- ar bækur um myndlíst og tekið próf í afmörkuðum þætti þeirra, ekki að upplýsa mig um eitt né neitt, né setja sjálfan sig á háan stall um þekkingu á handverki sem hann sjálfur hefur aldrei komið nálægt. Þá sagði ég aldrei að myndir Rodins væru nýantík og eftirgerð- ir í eins konar súkkulaðihjúp, held- ur að þau „minntu“ mig á slík fyrirbæri. Hér var þannig engu slegið föstu sem allir geta séð nema kannski listráðunauturinn. Og hvort skyldi Gunnar Kvaran heldur vilja eiga á heimili sínu frumgerð frá hendi snillingsins Auguste Rodins eða nýgerða af- steypu nr. 1001? Hvað telur hann verðmætara og fyndist honum t.d. safn Ásmundar Sveinssonar, sem hann er í forsvari fyrir, jafn merki- legt ef þar væru eingöngu afsteyp- ur en engar frummyndir? Og jafn- framt að kúlan sem Ásmundur lagði hönd að væri einungis eirlíki upprunalegu byggingarinnar? Vill listsögfræðingurinn kannski leggja starfsheiður sinn í veði fyrir það að eftirgerð sé jafn verðmæt og frumgerð? Einhver mesti viðburður síðustu áratuga úr listheiminum var er Pietá Michaelangelos var flutt úr Vatikaninu vestur um haf í lög- reglufylgd og lánuð á sýningu þar. Hið ómetanlega listaverk var með sanni vel vaktað allan sólar- hringinn og allt þar til það var komið til síns heima aftur og vakti sú gæsla einnig heimsathygli. Hefði þetta gerst með afsteypu frumgerðarinnar? Þær eru raunar víða til, en ekkert pólití nálægt til að gæta þeirra! Þá vil ég upplýsa að staða Rod- ins í heimslistinni er skýr og klár Bragi Ásgeirsson og hann er einn af þeim mynd- höggvurum sem ég dái mest, eins og vel kemur fram í umfjöllun minni. Ég hefði brugðist öðruvísi við, ef hér hefðu verið kynntar högg- myndir Malliols, Despiaus og Bo- urdelles, sehi eru Iítið kunnir á Islandi, en allir frábærir mynd- höggvarar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.