Morgunblaðið - 05.11.1993, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1993
21
Gamalt deilumál vestra endurvakið
Gögn sanna að Alg-
er Hiss var njósnari
Washington. The Daily Telegraph.
SAGNFRÆÐINGUR kveðst hafa fundið gögn sem sanni að Alger
Hiss, fyrrverandi embættismaður í bandaríska utanríkisráðuneyt-
inu, hafi njósnað fyrir kommúnistaríki. Deilur hafa risið öðru
hvoru um málið frá McCarthy-réttarhöldunum á sjötta áratugnum.
Á floti í höfninni
Reuter
Sagnfræðingurinn, Maria
Schmidt, sem er ungversk, kveðst
hafa fundið gögnin í skjalasafni
ungverska innanríkisráðuneytisins
í Búdapest. Á meðal þeirra er
skýrsla frá árinu 1954 um yfir-
heyrslur ungversku leyniþjón-
ustunnar yfír Bandaríkjamannin-
um Noel Field, sem flúði yfir járn-
tjaldið. Samkvæmt skýrslunni
sagði Field leyniþjónustunni að
Hiss hefði reynt að fá hann til að
njósna fyrir kommúnistaríki árið
1935 þegar þeir störfuðu báðir hjá
bandaríska utanríkisráðuneytinu í
ÖLLUM 296 farþegum Boeing 747-vélar fá Tævan var bjargað á fáeinum mínútum úr vélinni eftir að
hún rann út af flugbraut í Hong Kong og endaði í höfninni. _
Farþegar sluppu ómeidd-
ir er vélin rann í höfnina
Boeing 747 farþegaþota rann út af flugbraut á flugvellinum í Hong Kong
Hong Kong. Reuter. The Daily Telegraph.
KRAFTAVERKI þykir ganga
næst að allir 296 farþegar Boeing
747-þotu tævanska ríkisflugfé-
lagsins skyldu sleppa ómeiddir er
þotan rann á hálli flugbrautinni
í Hong Kong og endaði í höfn-
inni. Hvassviðri og rigning var
þegar slysið varð. Vélin var að
koma frá Tævan og tókst flug-
stjóranum ekki að stöðva vélina,
sem þeyttist eftir brautinni og út
í höfnina. 23 farþegar voru fluttir
á sjúkrahús með minni háttar
meiðsli.
Mikil skelfing greip um sig meðal
farþega er þeim var ljóst að ekki
var allt með felidu í Iendingunni.
Vélin hristist mikið áður en hún lenti
og þeyttist svo af enda flugbrautar-
inri'ar og út í höfnina, þar sem hún
hélst á floti. Fimm farþegar skrám-
uðust lítillega og 18 voru í losti eft-
ir lendinguna en öllum farþegunum
var bjargað út á fáeinum mínútum.
Hálli flugbrautinni kennt um
Þegar flugstjóranum tókst ekki
að stöðva flugvélina á flugbrautinni,
reyndi hann að snúa henni er hún
geystist eftir brautinni. Segir for-
stjóri flugfélagsins að flugstjórinn
hafi brugðist hárrétt við og kennir
hálli flugbrautinni um hvernig fór.
Aðstoðarforstjóri flugmálastjórnar-
innar í Hong Kong sagði allt of
snemrnt að segja til um orsakir
óhappsins, rannsókn á flugrita vélar-
innar myndi væntanlega svara þeirri
spumingu. Þotan er lítillega löskuð
að framanverðu eftir óhappið.
Erfið aðkoma að flugvellinum
Aðkoma að Kai Pak-flugvellinum
í Hong Kong þykir erfíð en hann ligg-
ur þétt á milli byggðar og hafnar.
Hafa yfírvöld í Hong Kong legið
undir auknum þrýstingi um að flug-
öryggi verði aukið á vellinum. Ætl-
unin er að nýr flugvöllur komi í stað
Kai Pak-vallar árið 1997 er Hong
Kong fer undir stjóm Kínverja. Þeir
hafa hins vegar neitað að leggja til
fjármagn til vallarins og em því uppi
efasemdir um að þessar áætlanir
muni standast.
Washington. Þá var Field þegar
byijaður að njósna fyrir sovésku
leyniþjónustuna.
Tímaritið New Republic birtir
útdrátt úr skýrslunni ásamt hand-
skrifuðum bréfum sem Hiss og
Field skrifuðu hvoram öðrum.
Skýrslan og bréfin þykja varpa
skýru ljósi á njósnastarfsemina í
Washington á fjórða og fimmta
áratugnum og þenda til þess að
margir bandarískir stjórnarerind-
rekar hafi verið á mála hjá Sovét-
mönnum.
Rússneskur hersagnfræðingur,
Dmítríj A. Volkogonov hershöfð-
ingi, sagðist í fyrra hafa leitað í
skjalasöfnum sovésku leyniþjón-
ustunnar KGB og ekki fundið
nokkur gögn sem bentu til þess
að Alger Hiss hefði njósnað fyrir
Sovétríkin.
Hiss er nú 89 ára gamall og
hefur alltaf haldið fram sakleysi
sínu. Hann var dæmdur í fimm ára
fangelsi árið 1950 fyrir meinsæri
eftir að hafa logið þvi fyrir rétti
að hann hefði ekki tengst banda-
rískum kommúnistahreyfingum á
nokkurn hátt. Hins vegar tókst
ekki að sanna á hann njósnir fyrir
Sovétmenn.
Hiss hafði meðal annars verið
ráðgjafí Theodore Roosevelts
Bandaríkjaforseta í viðræðunum
við Jósef Stalín á ráðstefnunni í
Jalta árið 1945.
FLUGOHAPPIÐ I HONG KONG
Allir 296 farþegar Boeing 747 vélar frá Tævanska flugfélaginu komust
lifs af niður neyðarennur vélarlnnar eftlr að hún fór út af enda flug-
brautarlnnar og endaði I höfninni.
LENDING Á KAITAK
ALÞJÓÐAFLUG-
VELLINUM
Margslungið og metnaðarfullt verk eftir Odd Bjömsson
Sunnudaginn 7. nóvember kl. 20:00
Fimmtudaginn 11. nóvember kl. 20:00
Aðalhlutverk:
Pálmi Gestsson
Baltasar Kormákur
Eggert Þorleifsson
^ÍlÍ^ ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Miðasala í síma 11200.