Morgunblaðið - 07.11.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.11.1993, Blaðsíða 2
2 FRE1TIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. NOVEMBER 1993 EFNI Landsfundur samtaka um Kvennalista Þungi á launa- og kjaramálum MIKIl þátttaka og góður andi er á Landsfundi samtaka um Kvenna- lista sem nú stendur yfir á Löngumýri í Skagafirði að sögn Þórunn- ar Sveinbjarnardóttur starfskonu Kvennalistans. Hún segist ekki eiga von á sérstökum átakafundi. Aðalmál fundarins eru launa- og kjaramál kvenna. Landsfundur hófst á föstudag. Voru þá afgreiddar breytingar á lög- um og starfsreglum samtakanna og reikningar og skýrsla stjórnar sam- þykkt í kjölfarið. Eftir á hlýddu þátt- takendur á erindi Maríu Jóhönnu Lárusdóttur, „Flökkusagnir um kvennahreyfíngar", og var spjallað um inntak þess frameftir kvöldi. Fyrir hádegi á Iaugardag voru haldin framsöguerindi og rætt um sjávarútvegs-, landbúnaðar-, at- vinnu- og ríkisfjármál í hópum fram- eftir degi, Tók þá við umræða um launa- og kjaramál. Þórunn sagði að brún kvennanna væri þyngst varðandi þessi málefni. „Við ætlum að spá í hvort verkalýðshreyfíngin sé í raun og veru nothæf í launabar- áttu kvenna. Hvað hún geri og hvernig hún standi," sagði Þórunn. Hún sagði að rætt yrði um nýsköpun og atvinnuátaksverkefni fyrir hádegi í dag. Þórunn sagði að 80 konur sætu fundinn. „Þátttakan er góð og nokk- uð jöfn úr kjördæmum. Sérstaklega er þó auðvitað vel mætt af Norður- landi. Andinn er líka góður," sagði Þórunn. Morgunblaðið/Alfons Finnsson Hátíð undirJökli ENDA þótt geimverur hafi ekki látið sjá sig á Snæfellsjökli í fyrra- kvöld voru þeir sem biðu þar flestir í góðu skapi. Vestan Snæfells- jökuls biðu um 600 manns á öllum aldri og var margt gert til að létta skapið, m.a. skotið upp flugeldum. Og í lokin var slegið upp skemmtun á Hellissandi. Þeir sem trúa á tilvist geimvera töldu að fjölmiðlafár og ljósagangur hafi valdið því að engin geimför lentu á jöklinum þetta kvöld. Kaupmenn íhuga debetkorta- viðskiptí með erlendum aðilum KAUPMENN íhuga að sniðganga íslenskt debetkortakerfi og hefja samstarf við erlend fyrirtæki sem gefa út debetkort þegar EES samningurínn tekur gildi, segir Magnús E. Finnsson, framkvæmda- stjóri Kaupmannasamtakanna. Magnús segir að samtökin hafi sér- stakan áhuga á dönskum, sænskum og norskum bönkum sem krefj- ist ekki þóknunar af notkun debetkorta, og möguleikinn sé í gaum- gæfilegri skoðun. „Við höfum rætt þetta í lokuðum hópi og viljiiiii benda á þessa leið því nú eru allir möguleikar opnir. Ef samningar nást ekki um debetkortin munum við stefna að útfærslu þessara möguleika sérstaklega," segir Magnús. Egilsstaðir Innbrot í blómabúð BROTIST var inn í blómaversl- unina Blómabæ á Egilsstöðum í fyrrinótt og stolið þaðan um 20 þúsund krónum sem voru í pen- ingakassa. Að sögn lðgreglunn- ar sparkaði þjófurínn upp hurð á versluninni en að öðru leyti vann hann ekki skemmdir á húsnæðinu. Hann er ófundinn. í síðustu viku var brotist inn í Stólpa á Egilsstöðum, sem er verndaður vinnustaður, og stolið þaðan um 20 þúsund krónum. Það mál er enn óupplýst en lögreglan telur ekki útilokað að þessi tvö mál tengist. Magnús segir að þegar kaupmenn hafi tekiðupp nýjungar í viðskipta- háttum hafi þeir yfirleitt átt margra kosta völ, en nú standi þeir hins vegar frammi fyrir einum fjár- magnsaðila með einni samþykkt, einni gjaldskrá, einu öryggisneti og einni tegund af posum sem þeir megi kaupa. „Við eins og allir sætt- um okkur ekki við þetta, þessar aðferðir voru viðhafðar fyrir nokkr- um árum síðan í heiminum en þær eru liðnar undir lok," segir Magnús. Hann segir nýafstaðna vaxta- Iækkun hériendis tengjast þeirri staðreynd að efnahagsþróun heims- ins opni í náinni framtíð fyrir beinum viðskiptum fyrirtækja við erlendar bankastofnanir. „Ef það er raun- hæft fyrir ríkissjóð að selja skulda- bréf erlendis getum við gert ýmis- legt ef á reynir. Stóru fyrirtækin hér í landinu hafa ekkert þurft að sækja til íslenskra banka, hafa ekki skapað þau vandræði sem þeir eru í, eru mikið til í erlendum viðskiptum og geta alfarið snúið sér burtu og átt viðskipti við erlenda banka. Er- lendir bankar geta líka veitt ýmsa þjónustu hér. Ef einstaklingur má snúa sér beint til t.d. enskra banka eftir áramót og fá lán til að byggja hús hlýtur hann líka að mega nota krítarkort frá þeim," segir Magnús. Magnús nefnir dæmi þess að all- margir íslendingar séu korthafar hjá American Express og Diners Club og fleiri krítarkortafyrirtækjum, sem sýni að ekkert standi í vegi fyrir að erlendir aðilar reki kortavið- skipti við innlenda aðila. Hann kveðst hafa haft samband við finnska kaupmenn sem höfðu stofn- að krítarkortafyrirtæki með finnsk- um bönkum þegar krítarkortavið- skipti hófust hér fyrir fáeinum árum og þeir þá boðist til að koma híngað og setja upp hliðstæð kerfi og eru í Finnlandi, Islendingum að kostnað- arlausu. Þau áform hafi runnið út í sandinn því um líkt leyti hafi bank- arnir hafið slíkan rekstur hér. Formaður Fiskifélags um kvótatillögu Reyndi að fá skýra afstöðu ATHYGLI vakti á Fiskiþingi að tillögu um að þingið lýsti yfir stuðn- ingi við núverandi kvótakerfi og ÍVjálst, framsal kvóta var vísað frá með miklum meirihluta atkvæða. Jónas Haraldsson formaður stjórnar Fiskifélagsins og annar þeirra er fluttu tillðguna segir að hann hafi viljað fá skýra afstöðu þingsins til þessa máls og hafi ætlað að sam- eina þrjár ályktanir þingsins í eina með þessum hætti. Morgunblaðið/Kristinn Nýtt tónlistarútvarp AFLVAKINN hf., rekstraraðili Aðalstöðvarinnar, hefur hleypt af stokkunum tónlistarútvarpi undir heitinu X-ið og hefur henni verið úthlutað tíðninni 97,7. Aðstandendur stöðvarinnar segja að á henni ráði fersk tónlist ríkjum. Ekki verði þó stefnt á mið síbyljutónlistar heldur verði klassísk rokktónlist í hávegum höfð. Að auki verði allt sem fréttnæmt þykir í tónlistarheiminum tíundað rækilega'á X-inu. Aðalstöðin verður áfram á tíðninni 90,9. Að ofan má sjá (f.v.) Þor- móð Jónsson, framkvæmdastjóra Aflvakans hf., og tónlistarstjóra X-ins, þá Sigmar Guðmundsson og Björn Baldvinsson. ___________________________________________________________________________________________ .__________________________________________________________________________________________ ¦ ¦ ¦ ¦ . ¦ - • •'-¦¦¦ - - „í þessum þremur ályktunum var að finna stuðning við kvótakerfið eins og það er í dag enda ekki hægt að benda á betri valkost," segir Jón- as. „Það'kom hins vegar greinilega fram að menn eru ekki sáttir við núverandi fyrirkomulag á framsali kvótans eða því sem þeir telja óeðli- lega viðskiptahætti með kvóta og því fór þetta svona." í greinargerð með einni af álykt- unum Fiskiþings sem samþykkt var og mótmælir núverandi framkvæmd á kvótakerfinu segir: „Ljóst er að mikil óánægja er meðal sjómanna með kaup og sölu á aflaheimildum og þá sérstaklega hvernig sjómenn eru látnir taka þátt í slíkum kaupum. Þá er einnig talið óeðlilegt að einstak- ar útgerðir geti hagnast verulega á sölu aflaheimilda. í núverandi fram- kvæmd ríkir nánast frumskógarlög- málið eitt í þessum viðskiptum." Síldarútvegsnefnd selur Rússum síld 1.000 tunnurtil einkafyrirtækis HUNDRAÐ tonn af saltsíld fóru til Rússlands í fyrradag og var send- ingin, alls 1.000 tunnur, fyrsta skrefíð í átt til viðskipta sem gætu orðið umfangsmeiri á næstunni. Búið er að greiða fyrir sendinguna og er gert ráð fyrir að sama magn verði sent eftir tvær vikur. Kaupand- inn er rússneskt einkafyrirtæki. Síldarútvegsnefnd seldi Rússum sfðast síld í april 1992 og þá var kaupandinn ríkisfyrirtæki. Gunnar Jóakimsson framkvæmda- stjóri Síldarútvegsnefndar sagði að alltaf væri verið að leita viðskipta- leiða og væri þessi sala árangurinn af því. Samningaviðræður fóru að mestu fram án milligöngu íslenska sendiráðsins í Moskvu og að sögn Gunnars er óvíst um framhaldið en frekari viðskipti ekki útilokuð. Ólafur Egilsson sendiherra í Moskvu sagði í samtali við Morgun- blaðið að þessi viðskipti gætu orðið upphafið að meiru einkum með tilliti til vaxandi einkavæðingar. A /Jteymftbttft tbl ? 1-44 Of beldi og unglingar ?Rannsóknir Helgu Hannesdótt- ur sýna að um fjórðungur 6-11 ára barna á við einhvers konar hegðunarvandamál að stríða. Hún segir fjölmargt unnt að gera til að bæta ástandið. /10 Volvoívörn ?Gagnrýni á stjórnendur Volyo vegna fyrirhugaðs samruna fyrir- tækisins við Renault hefur farið vaxandi undanfarið heima fvrir. /12 Svífandi sjúkraþjálfari ?Um hvað dreymir ungar konur? Alma Guðjónsdóttir náði hæsta prófi sem ballettdansari hjá bresk- um samtökum en hefur ekkert á móti því að gerast sjúkraþjálfari í sjávarplássi úti á landi. /14 Égerekkiáflótta ?GuðmundurÁrni Stefánsson heildbrigðisráðherra í viðtali. /16 B ? 1-24 ;-„r, - •„ *« .Sl|N»flJ.&AmiR JSÆLUDAL í sæludal ?Giselle Jónsson grúskar í forn- minjum og söfnum í Frakklandi. Þar hefur hún m.a. fundið að litirn- ir í faldabúningi Fríðu í myndabók Mayers eru alrangir. /1 Þögla klukkan ?Bær í Borgarfírði státar af elstu klukku landsins en þar býr líka ágætur sögumaður, Ólafur Þór- mundsson. /10 Á hápunktinum ?Todmobile er á tðnleikaferð um landið og mætti kalla hinstu hring- ferð sveitarinnar. /12 c BILAR ? 1-4 Tólfstrokkaál-Audi ?Með nýrri tækni vænta menn þess að hægt verði að smíða vélar í dýrustu lúxusbíla og minnka um leið vélarrúmið. /1 IMýir bílar ?Opel Vectra er áKugaverður ferðabíll. /4 FASTIRÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/G/bak Kvikmyndahúsin 20 Leiðari Helgispjall Reykjavíkurbréf Minningar Útvarp/sjónvarp Gárur Mannlffsstr. Kvikmyndir Dægurtónlist Fólkífréttum Myndasögur Brids Stjörnuspá Skák Bíó/dans 9b 14b -16b 16b 16b 16b 17b Bréftilblaðsins 20b Velvakandi Samsafnið 20b 22b INNLENDARFRÉTTIR: 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.