Morgunblaðið - 07.11.1993, Page 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1993
ERLENT
INNLENT
Telguskatts-
lækkuní
stað lækkun-
ar vsk. á mat
RÍKISSTJÓRNIN hefur boðið
launanefnd aðila vinnumarkaðar-
ins að fallið verði frá áformaðri
lækkun virðisaukaskatts á mat-
væli um áramót og fyrirhuguðum
skattbreytingum til að mæta
tekjutapi af þeim sökum, en í stað-
inn komi lækkun á tekjuskatti
launþega. Benedikt Davíðsson,
forseti Alþýðusambands íslands,
segir að fráhvarf frá lækkun virð-
isaukaskatts á matvæli hafí hlotið
litlar undirtektir á fundi stóru
samninganefndar ASÍ, og ef
skoða eigi þann möguleika kosti
það samningaviðræður á nýjan
leik. Talsmenn Vinnuveitenda-
sambandsins telja að með svari
sínu hafí ríkisstjómin uppfyllt for-
sendur samningsins og ekki sé
ástæða til uppsagnar hans.
Nauðgunardómur þyngdur
HÆSTIRÉTTUR hefur þyngt
dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfír
Björgvini Þór Ríkharðssyni og
dæmt hann í 12 ára fangelsi fýrir
tvær nauðganir, líkamsárás, rán
og nokkur fjársvikabrot. Þetta er
þyngsti fangelsisdómur sem upp
hefur verið kveðinn yfír manni á
íslandi fyrir aðrar sakir en mann-
dráp.
Varnarviðræðum frestað
FUNDUM lauk í Washington á
föstudag án þess að niðurstaða
fengist í viðræðum bandarísku og
íslensku viðræðunefndarinnar um
framtíð vamarstöðvarinnar á
Keflavíkurflugvelli og var þá við-
ræðum frestað um óákveðinn
tíma.
2% raunvaxtalækkun
BANKAR og sparisjóðir meta
vaxtaþróun á markaði þannig að
raunvextir ríkisbréfa á eftir-
markaði muni hafa lækkað um
2% eftir helgina og hyggjast
þeir þá tilkynna ákvörðun um
vaxtalækkun þannig að raun-
vextir lækki um 2%. Vextir
helstu skuldabréfa á íjármagns-
markaði hafa haldið áfram að
lækka og í vikunni voru húsbréf
í fýrsta skipti seld á yfirverði.
Lækkun vaxta um tvö prósentu-
stig mun að mati viðskiptaráð-
herra auka ráðstöfunarfé heim-
iia, fyrirtækja og ríkis og sveitar-
félaga um 5,1 milljarð króna ef
litið er til skamms tíma og um
9,7 milljarða ef litið er til lengri
tíma
Tillaga um veiðileyfagjald
TILLAGA um veiðileyfagjald
kom fram á Fiskiþingi í vikunni,
en Sighvatur Bjamason, fram-
kvæmdastjóri Vinnslustöðvar-
innar í Vestmannaeyjum, segir
að hann telji að forráðamenn í
sjávarútvegi eigi að taka frum-
kvæðið og samþykkja veiði-
leyfagjald.
Grímuklæddur nauðgari
GRÍMUKLÆDDUR maður ógn-
aði stúlku á 16. ári með hnífi
og nauðgaði henni við hús Land-
véla við Skemmuveg í Kópavogi.
Rannsóknarlögregla ríkisins hef-
ur lýst eftir manninum sem er
talinn 17 til 18 ára gamall, en
leit að honum hefur ekki borið
árangur.
Frystitogari á síld
FRYSTITOGARINN Venus frá
Hafnarfírði er að hefja síldveiðar
fýrstur frystitogara, en hann
mun stunda veiðar með flot- eða
botntrolli. Útgerðs togarans hef-
ur keypt 1.100 tonna síldarkvóta
og verður síldin flokkuð og heil-
fryst um borð fyrir markað í
Japan.
ERLENT
Gífurlegt
tjón í skóg-
areldum
MIKLIR skógareldar geisuðu í
hlíðunum við Los Angeles í vik-
unni og frá því fyrir síðustu helgi.
Bmnnu þeir á mörgum stöðum
og er taiið fullvíst, að einhveijir
þeirra hafí hafíst með íkveikju. Á
föstudag voru slökkviliðsmenn
búnir að ná tökum á þeim eldum,
sem enn loguðu, en þá voru um
1.000 hús brunnin til kaldra kola
og tjónið var metið á 70 til 80
milljarða ísl. kr. Um 120 manns
slösuðust og að minnsta kosti
þrír.menn létust. Þar sem eldam-
ir fóru um býr aðallega efnafólk
og misstu margar kunnar kvik-
myndastjörnur húsin sín. María
Ellingsen leikkona slapp með
skrekkinn ef svo má segja því að
eldhafið náði næstum að húsdyr-
unum hjá henni en fór ekki lengra
og þau hjónin Iris Erlingsdóttir
og Gunnlaugur Helgason töldu
einnig, að þeirra híbýli hefðu
sloppið.
Grimmdarverk I Bosníu
ÁTÖKIN í Bosníu fara harðnandi
og var hart barist um bæinn
Vares í miðhluta Iandsins í vik-
unni. Féll hann í hendur stjómar-
hernum eða múslimum og flýðu
þá þúsundir íbúa hans, aðallega
Króatar, yfír á svæði Serba. Eru
margar fréttir um grimmdarverk
og dráp á óbreyttum borgumm.
í vikunni fóru leynilegar friðar-
viðræður, sem haldnar voru í
Noregi, milli Króata og Serba í
Krajina-héraði í Króatíu út um
þúfur en á föstudag var þó skýrt
frá því, að fulltrúar króatíska
hersins og herliðs Serba í Krajina
hefðu samið frið.
Alnæmisskelfing í
Pýskalandi
SKELFING og ótti hafa gripið
um sig meðal milljóna Þjóðveija
vegna upplýsinga um, að ýmis
fyrirtæki, sem framleiða blóðefni,
hafi allt frá 1985 selt óskimað
blóð, sem hugsanlega kunni að
vera alnæmissmitað. Hefur Horst
Seehofer, heilbrigðisráðherra
Þýskalands, hvatt alla, sem feng-
ið hafa blóðgjöf á þessum tíma,
til að kanna hvort þeir séu smitað-
ir. Á Ítalíu hefur einnig verið
hafin rannsókn á þessum málum
en þar voru fýrirtæki skylduð til
að skima blóð frá apríl 1986.
Ráðuneytisstjóri þar í landi hefur
hins vegar verið handtekinn fyrir
að hafa gegn greiðslu leyft ein-
hverjum fyrirtækjum að nota
óskimað blóð fram í febrúar 1987.
Jeltsín þrengir að
lýðveldunum
BORÍS JeItsín,''forseti Rússlands,
kynnti fyrir fáum dögum drög að
nýrri stjómarskrá fyrir leiðtogum
88 héraða og lýðvelda í landinu
en þeir neituðu að samþykkja
þau. Leggur Jeltsín áherslu á, að
lýðveldin geti ekki sagt skilið við
sambandslýðveldið og vill, að hér-
uðin 67 fái sömu lagalegu stöðu
og lýðveldin.
Aftur heim
BÆRINN Vares í Mið-Bosníu hefur ýmist verið í höndum Króata eða múslima og bæjarbúar hafa flúið .
burt eða snúið aftur allt eftir því hverjir ráða honum hverju sinni. Myndin er frá því í fyrradag en þá *
voru múslimskir bæjarbúar að koma til að vitja heimila sinna.
Friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna í Bosníu
Svíum hrósað fyrir
óttaleysi o g ákveðni
Vares. Reuter.
SÆNSKIR hermenn í gæsluliði Sameinuðu þjóðanna í Bosníu
hafa vakið á sér sérstaka athygli fyrir góðan aga og ákveðni og
þeir hafa ekki hikað við að ganga á milli stríðandi fylkinga í því
skyni að bjarga óbreyttum borgurum og eigum þeirra. Er öðrum
norrænum hermönnum í gæsluliðinu borin sama saga og hafa
sumir haft á orði, að best væri að fela Norðurlöndum gæslustarf
Sameinuðu þjóðanna.
Þegar múslimar eða stjórnarher-
inn í Bosníu náðu á sitt vald bænum
Vares eftir að Króatar höfðu hörfað
þaðan hófu þeir að ræna þar og
rupla en yfírmaður sænsku her-
mannanna skipaði þeim að skerast
í leikinn. Þeir komu í veg fýrir bíl-
þjófnað og rán úr verslunum og
hótuðu að hefja skothríð gerðu
múslimar óbreyttum, króatískum
borgarbúum eitthvað til miska.
Dagana áður, meðan bærinn var
enn í höndum Króata, gættu
Svíamir öryggis múslimskra borg-
ara eftir bestu getu og fylgdust
með líðan fanga, sem Króatar höfðu
tekið. „Svíarnir björguðu lífi okk-
ar,“ sagði einn þeirra síðar.
Hættu lífi sínu
Á þeim sólarhring, sem leið frá
því Króatar hörfuðu og þar til músl-
imar komu til bæjarins, söfnuðu
sænsku hermennirnir saman fólki, k
konum, bömum og gamalmennum,
í stöðvum sínum og hættu oft lífí
sínu við að bjarga því enda leyni- *
skyttur víða að verki. Segjast *
fréttamenn ekki fyrr hafa séð
gæsluliða SÞ ganga fram af jafn l
mikilli ákveðni. "
Mjög misjafnt orð hefur farið af
gæsluliðum SÞ í Bosníu eftir því
hvaðan þeir eru en auk Norður-
landabúanna hafa Bretar þótt
standa sig mjög vel.
Ross Perot
Reutcr
Sköpun alheims-
ins sögð hafa
tekið 720.000 ár
Lundúnum. The Daily Telegrapli.
SAMKVÆMT biblíunni tók sköpun heimsins sex daga
og nýjustu rannsóknir vísindamanna benda til þess að
hver dagur hafi verið 120.000 ár.
Bandaríkin
Kappræður
um NAFTA
Washingion. Reuter.
AL GORE, varaforseti Banda-
ríkjanna, og Ross Perot, óháði
frambjóðandinn í síðustu forseta-
kosningum, ætla að efna til sjón-
varpskappræðna í beinni útsend-
ingu um Fríverslunarbandalag
Norður-Ameríku (NAFTA).
Kappræðurnar fara fram í þætti
Larrys Kings hjá CATAT-sjónvarpinu
á þriðjudag. Perot er andvígur
bandalaginu og kappræðumar
gætu haft mikil áhrif á atkvæða-
greiðslu um málið í fulltrúadeild
þingsins 17. nóvember, þannig að
Gore og Bill Clinton forseti taka
þarna mikla áhættu.
Rannsóknir á loftsteini, sem
vegur háift tonn og féll niður úr
geimnum í sambandsríkinu Vict-
oria í Ástralíu árið 1969, hafa
gefið nákvæmar upplýsingar um
hversu lengi sólkerfið var að
myndast, að sögn vísindamanna
í vísindatímaritinu Nature.
„Nokkur korn í þessum loft-
steini eru eldri en sólkerfið og
þau hafa varðveist án þess að
bráðna eða gufa upp,“ sagði
Emst Zinner, prófessor við Was-
hington-háskóla í St. Louis,
Missouri. „Þau innihalda atóm
af samsætunni magnesíum-26,
sem myndast við geislavirka
sundrun samsætunnar ál-26. Við
vitum að það tekur ál-26 720.000
ár að'sundrast í magnesíum-26.
Kornin í loftsteininum urðu
þess vegna fast efni í lok þessa
tímabils. Ljóst er af þessu að
sólin, pláneturnar og loftstein-
arnir umhverfis hana, fengu lög-
un sína fyrir minna en milljón
árum,“ sagði Zinner.
Margir stjömufræðingar hafa
talið að myndun sólarinnar hafí
tekið mun lengri tíma, eða marg-
ar milljónir ára.
Risastórar stjörnur
Rannsóknimar hafa ennfremur
leitt í ljós að efnið sem myndaði
sólina og pláneturnar kom fyrir
fimm milljónum ára frá svæði
gríðarstórra stjarna, sem em 50
sinnum þyngri en sólin, að sögn
Zinners. „Þetta er vegna þess að
kornin úr loftsteininum eru mjög
rík af kolefni. Innsta lag sólarinn-
ar, þar sem kjarnasamruninn á
sér stað, er ekki enn orðið nógu
heitt til að búa til kolefni og býr
.ekki til neitt frumefni þyngra en
helíum. Aðeins efnahvörf inni í
mjög heitri og stórri stjömu búa
til kolefni."
>
*
>
l