Morgunblaðið - 07.11.1993, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1993
7
Samstarfshópur um
sölu á lambakjöti
Kröftuglega
verði unnið
gegn ólög-
legri slátrun
SAMSTARFSHÓPUR um sölu á
lambakjöti hefur skorað á sljórn
Stéttarsambands bænda að
hraða aðgerðum við að fá saman-
burð á ásetningsskýrslum og inn-
leggi bænda til afnota fyrir
skattayfirvöld. Samstarfshópur-
inn leggur áherslu á að kröftug-
lega sé unnið gegn ólöglegri
slátrun og sölu sauðfjárafurða.
Ásetningsskýrslur segja til um
fjölda sláturfjár hvers bónda og
innleggsskýrslur sláturhúsa segja
til um hve mörg lömb viðkomandi
bóndi leggur inn til slátrunar. Sam-
anburður á þessu tvennu getur því
sagt til um hvort óeðlilegur munur
sé þarna á milli. Til að skattayfír-
völd fái aðgang að þessum, gögnum
þarf heimild tölvunefndar að liggja
fyrir, en stjórn Stéttarsambands
bænda hefur formlega farið fram á
að það leyfi verði veitt.
Samstarfshópur um sölu á
lambakjöti hefur farið þess á leit
við landbúnaðarráðuneytið að það
kanni hvort bændur sem gert hafa
samning um að hætta framleiðslu
sauðfjárafurða séu enn að framleiða
og selja afurðir á þann hátt sem
ekki samrýmist þeim samningi. Þá
hvetur samstarfshópurinn til þess
að formleg búfjártalning fari fram
í vetur.
Þvottavélar
á verði
sem allir
ráða við!
Þær nota
HEITT OG KALT vatn
- spara tíma og rafmagn
•Fjöldi þvottakerfa eftir
þínu vali
•Sérstakt ullarþvottakerfi
•Fjölþætt hitastilling
•Sparnaöarrofi
•Stilling fyrir hálfa hleðslu
Verð 52.500,-
49.875," Stgr.
I Verð 57.500,-
54.625," Stgr.
! (D
rWhj
MUnXlÁN
1 Heimilistæki htf
SÆTÚNI 8 SlMI 69 15 00 . FAX 69 15 55
FAXAFENIS • SIMI91-68S870
VOLVO 850
Sýning um helgina
BIFREIÐ SEM ÞU GETUR TREYST
O s M