Morgunblaðið - 07.11.1993, Page 12

Morgunblaðið - 07.11.1993, Page 12
12 MORGUNBLAÐI'Ð SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1993 eftir Steingrím Sigurgeirsson GAGNRÝNI á stjórnendur sænska bifreiðafyrirtækisins Volvo vegna fyrirhugaðs samruna fyrirtækisins við franska fyrirtækið Renault hefur farið vaxandi á undanförnum dögum. Ekki síst hefur stjórnarformaður fyrirtækisins, Pehr G. Gyllenhammar, verið gagnrýndur og hann jafnvel sakaður að hafa látið eigin hagsmuni en ekki hagsmuni Volvo ráða ferðinni í samningaviðræð- unum við Renault. Til stóð að halda hluthafafund þann 9. nóvem- ber til að taka ákvörðun um samrunann og höfðu nokkrir stórir hluthafar þegar lýst því yfir að þeir hygðust leggjast gegn honum. I þessari viku ákvað hins vegar stjórn Volvo að fresta hluthafafund- inum fram að 7. desember, að sögn til að fá betra tækifæri til að miðla úpplýsingum til hluthafa. Samkvæmt skoðanakönnun sem framkvæmd var af Sifo-stofnuninni eru 59% Svía þeirrar skoðun- ar að hinn áætlaði samruni sé óæskilegur. egar fyrst var tilkynnt um sam- eininguna voru viðbrögðin al- mennt mjög jákvæð í Svíþjóð. Flestir töldu ljóst að Volvo gæti ekki staðið undir einka- bílaframleiðslu sinni til lengdar vegna mikils kostnaðar fyrst og fremst við hönnun. Eftir því sem meiri upplýsingar bárust um samn- inginn við Renault urðu gagnrýnis- raddirnar aftur á móti fleiri. Bent var á að verðmæti Volvo væri vanmetið vegna lágs gengis krónunnar og mikils kostnaðar sem nýlega hefði verið lagt út í við hönn- un á jafnt einkabílum sem vörubílum en ætti eftir að skila sér í hagnaði á næstu árum. Hvað Renault varð- aði væri dæminu hins vegar þveröf- ugt háttað. Gengi frankans væri of hátt og fyrirtækið yrði brátt að leggja út í mikinn hönnunarkostnað. Þá töldu margir að halda hefði átt vörubíladeild Volvo fyrir utan samrunann. Volvo væri kannski of lítið fyrirtæki á einkabílamarkaðin- um en ekki vörubílamarkaðinum. Þegar General Motors keypti 50% hlut í Saab var hinu arðbæra vöru- bílafyrirtæki Seania haldið þar fyrir utan. Því hefur jafnvel verið haidið fram að samruninn sé óþarfur. Öll sú hagræðing sem til stæði að ná fram með henni hafi þegar náðst með núverandi samstarfi við Renault. Fullyrðingar Volvo um að samruninn muni þýða 40 milljarða sænskra króna sparnað fram að áramótum eru sagðar miðast við óraunhæfar sölutölur. Yfirlýsingar stjórnenda Volvo í þessum efnum hafa einnig verið nokkuð misvísandi. Til dæmis sagði fjármálastjórinn Jan Engs- tröm, þegar á hann var gengið í sjón- varpsviðtali, að líklega mætti ná öll- um þeim sparnaði sem ætti að ná með samrunanum innan ramma nú- verandi samstarfs. Áhrif Volvo í nýju samsteypunni verða líka minni en hinn 35% hlutur fyrirtækisins gefur til kynna. Volvo mun einungis verða með hreinan 18% hlut en Renault 47%. Hin 35% verða í eigu eignarhaldsfyrirtækisins RVC þar sem Volvo á 49% en Ren- ault 51%. 17% af hlut Volvo verða því í raun undir franskri stjórn. Uppbygging fyrirtækjanna er gjörólík. Það er í raun ekki til neinn „eigandi" Volvo vegna þess hve dreifð hlutabréfin eru og það eru því fyrst og fremst stjórnendur fyr- irtækisins sem ráða þar ferðinni. Renault er hins vegar ríkisfyrirtæki sem oft á tíðum er stjórnað beint frá franska iðnaðarráðuneytinu. Því gæti komið til harðra árekstra milli franskra „þjóðarhagsmuna" og sæn- skra fyrirtækishagsmuna. Og þó að franska ríkisstjórnin hafi lofað að einkavæða Renault, lík- lega árið 1995, telja margir í Svíþjóð að fyrir því séu ekki nægilegar tryggingar. Á meðan Renault hefur ekki verið einkavætt og er þar með ekki skráð á hlutabréfamarkaði er mjög erfitt að meta raunverulegt verðmæti fyrirtækisins. Og þrátt fyrir að fyrirtækið verði einkavætt er ætlunin að selja stærstu hlutina í fyrirtækinu til franskra stofnana- íjárfesta, sem oft á tíðum eru meira og minna í ríkiseign. „Það hefur frá upphafi legið ljóst fyrir að frönsk meirihlutaeign sé forsenda einkavæðingar. Það er varla hægt að segja á skýrari hátt að þjóðerni eigendanna skipti meg- inrnáli," segir Mats Svegfors, aðal- ritstjóri Svenska Dagbladet í grein í blaði sínu. Dolfallnir Frakkar Fyrir um hálfum mánuði birti franska vikuritið Le Nouvel Observ- ateur frétt af því hvernig lokavið- ræðurnar milli Gyllenhammars, Lou- is Schweitzer, forstjóra Renault, og Gérard Longuet, iðnaðarráðfcerra Frakklands; gengu fyrir sig þann 15. júli sl: „Longuet var ágengur. Eftir hverja nýja kröfu taldi Schwe- itzer víst að nú myndu Svíarnir segja honum að fara í rass og rófu. Rangt.“ Tímaritið segir Frakkanna hafa verið dolfallna yfir því að Gyllenhammar hafi samþykkt allar kröfur þeirra átakalaust: „Enginn fékk sig þennan dag til að segja sannleikann. Það að menn vissu að á þremur árum hefði Renault sölsað undir sig Volvo án þess að þurfa að leggja út eina einustu krónu og ná þar með til sín um sex milljörðum franka." Á mánudag birti svo Svenska Dagbladet frétt um að sterkir aðilar innan stjórnar Volvo væru þeirrar skoðunar að víkja bæri Gyllenhamm- ar úr embætti. Ástæðan var sögð vera sérstakt sérréttindahlutabréf franska ríkisins, sem stjórnarform- aðurinn hefði fallist á án þess að hafa til þess umboð frá stjóminni. Segist blaðið hafa fengið þetta stað- fest af heimildarmanni í allra æðstu stjórn fyrirtækisins. „Gyllenhammar fór til Parísar með einungis eitt að markmiði: Að verða stjórnarformaður nýju sam- steypunnar. Sama hvað það kynni að kosta,“ segir einn af heimildar- mönnum blaðsins. „Nú getur hann ekki átt afturkvæmt. Hann verður að fara frá fyrirtækinu, stór hluti stjórnarinnar og stjórnenda bera ekki lengur traust til hans.“ Fyrir liggur að Gyllenhammar verður stjórnarformaður nýja fyrir- tækisins fyrstu sjö árin sem það starfar. Það sem fyrst og fremst reiddi stjórnarmenn var að á fundinum var í fyrsta skipti greint nákvæmiega frá því hvað skilyrði væru bundin við „sérréttindahlutabréfið" sem áfram verður í ríkiseign eftir einka- væðinguna. Fram til þessa höfðu menn talið að með þessu „gullna bréfi“ væru frönsk stjórnvöld að tryggja sér áhrif á stærri eigenda- breytingar hjá Renault, eftir að fyr- irtækið hefði verið einkavætt. Nú hefur hins vegar verið upplýst að undir ákveðnum kringumstæðum geti franska ríkið krafist þess að Volvo selji 15% af hlut sínum í Ren- ault-Volvo. Þar með væri eignarhlut- ur Volvo kominn undir 20%. Þá get- ur Volvo ekki heldur selt stærri hlut en 10% í fyrirtækinu til eins aðila án þess að til komi samþykki frönsku stjórnarinnar. Andstaða hluthafa Erfitt er að spá fyrir um að hvað muni gerast á hluthafafundinum þann 7. desember en helsta ástæða þess að fundinum var frestað er tal- in sú að stjórn Volvo taldi Ijóst að samrunanum yrði hafnað. Það eru samtök lítilla hluthafa í Svíþjóð, „Aktiespararna", sem hafa haft frumkvæði að því að vinna að því að fella samrunatillöguna. Gífurleg- ur fjöldi lítilla hluthafa hefur að undanförnu veitt þeim umboð til að fara með hlut sinn á fundinum og er talið að samtökin muni ráða yfir allt að 10% atkvæða þegar kemur að fundinum. Þá hafa stórir stofnan- aíjárfestar á borð við sjóðina Fond 92-94, SPP, Öresund og Trygg Hansa Liv lagst gegn samruna en þeir ráða yfir töluverðu magni at- kvæða. Aðrir stórir sjóðir hafa ákveðið að gefa ekki upp afstöðu sína fyrr en á fundinum sjálfum. Þar sem Renault hefur lýst því yfir að ekki komi til greina að semja upp á nýtt bendir fátt til að stuðningur við samrunann muni fara vaxandi. Nýtt tilvitnanasafn Penguin komið út „Ég var ekki að kyssa hana, ég var að hvísla í munn henni" „BESTA leiðin til að hafa mann að fífli er að vitna til orða hans,“ sagði ónefndur gáfumaður einhverju sinni. Mark Cohen, einn útgáfustjóra Gu/nness-útgáfufyrir- tækisins hefur á undanförnum áratugum haft það starf með höndum að safna fleyg- um setningum og misgáfulegum ummæl- um til útgáfu í „Ummælasafn 20. aldar“ sem Penguin gefur út. í nýjasta safninu sem kom út á dögunum er að finna 25.000 tilvitnanir og það tók Cohen tíu ár að ganga frá verkinu. 0^ líkt því sem við á um Oxford-tilvitnana- safnið hefur Cohen einn unnið að þessu verki. Hann segir að af þessum sökum þurfi hann nokkuð að reiða sig á setningar sem hann fær sendar frá áhugamönnum á' þessu sviði auk þess sem hann fylgist grannt með því sem haft er eft- ir nafngreindum mönnum í fjölmiðlum. „Nýja bókin er frábrugðin eldra safninu að því leyti að ekki er stuðst jafn mikið við hið ritaða mál og áður,“ segir Cohen og bætir við að það sé í samræmi við tíðarandann að mönnum séu einkum minnisstæð ummæli sem látin eru falla í sjónvarpi eða útvarpi. Afturför stjórnmálamanna Cohen kveður það einnig eiga við um nýju bókina að í henni sé að finna mun færri fleyg ummæli stjórnmálamanna en í fyrri útgáf- unni. Tími ræðuskörunga og málsnillinga virðist liðinn á þeim vettvangi. John Major verði tæpast borinn saman við Churchill, Asquith eða Lloyd George hvað þetta varðar og ef til vill sé í bókinni enn að fmna of margar gullnar setningar gáfumenna á borð við Kipling og Shaw. Þá kvartar Cohen und- an því að minnistsæðum ummælum á vett- vangi vísindanna hafi sýnilega fækkað. Cohen kveðst hafa þá vinnureglu að taka hvaða ummæli sem er til athugunar óháð því hver lét þau falla. Það sé hugsunin en ekki persónan sem mestu máli skiptir. Þessu til sannindamerkis vitnar hann til ummæla sem hann fékk send en eru úr leikriti eftir Jack Popplewell. Kona sem fær lánaðan refapels hjá ástkonu eiginmanns síns: „Við deildum plebbanum, því ekki rebbanum." Vegna þess að bókin er hugsuð sem skemmtun er aðeins að finna eina tilvitnun Leyndarmál Ronald Reagan hefur ævinlega þótt sér- lega orðheppinn maður. Hér hvíslar hann einhverju í munn eiginkonu sinni, Nancy. í John Major („ég ræð mér sjálfur") og Elísa- betu drottningu („Eiginmaður minn og ég“) en þær eru á hinn bóginn í tugatali sem hafðar eru eftir Churchill, Dorothy Parker, Marx-bræðrum og Woody Alllen. Margar eru þegar orðnar klassískar t.a.m. þessi sem höfð var eftir Chico Marx er eiginkona hans kom að honum er hann var að kyssa dömu eina: „Ég var ekki að kyssa hana, ég var að hvísla í munn henni.“ Hásæti Jeltsíns Nýrri ummæli er vitanlega einnig að finna í bókinni og á óvart kemur að Borís Jeltsín Rússlandsforseti virðist efnilegur: „Menn geta hæglega búið sér til hásæti úr byssu- stingjum en þá er þaulseta óhugsandi.“ Drottningarmóðirin breska þykir einnig hafa prýðilega hæfileika á þessum vettvangi. Ein- hveiju sinni heyrði hún þjóðsönginn leikinn er verið var að sýna knattspyrnuleik í beinni sjónvarpsútsendingu: „Æ slökkvið á þessu, þetta er svo vandræðalegt þegar maður er fjarstaddur - líkast því að hlýða á Faðir vor á meðan maður er að spila kanöstu." Ronald Reagan Bandaríkjaforseti lét mörg merkileg ummæli falla en þau sem hér fara á eftir þóttu lýsa mjög vel því hvernig hann -nálgaðist starf sitt: „Sagt er að mikil vinna hafi aldrei orðið neinum að fjörtjóni en mér finnst ástæðulaust að taka áhættuna." Aðrar tilvitnanif eru sláandi í heimspekilegri dýpt sinni og hamslausri andagift: „Lífið er eins og sardínudós - við erum öll í leit að lyklin- um.“ Og hvað finnst mönnum þá um þessa?: „Lífið er sem holræsi - það sem þú færð út úr því fer eftir því hvað þú setur i það.“ Við þetta má kannski bæta: „Það er aðeins eitt sem er verra en gaspur heimskingjans og það er þögn gáfumennisins."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.