Morgunblaðið - 07.11.1993, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 07.11.1993, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1993 ___________KVIKM YNDIR/ ST J ÖRNUB ÍÓ hefur tekið til sýninga_____________ gamanmyndina So I Married an Axe Murderer með Mike Myers í aðalhlutverki, en hann skaust eftirminnilega upp á stjörnuhimininn í fyrra þegar hann lék aðalhlutverkið í Wayne’s World Hættur hj ónabandsins IKVIKMYNDINNI So I Married an Axe Murderer er leitast við að blanda saman spennu og gríni. I myndinni leikur Mike Myers Charlie Mac- kenzie, upprennandi ljóðskáld í San Francisco, serti er svo skelfingu lost- inn yfir tilhugsuninni um hjónaband að hann neytir allra tiltækra ráða til að losa sig við kærustur sínar áður en það er um seinan. Að því kemur þó að hann verður yfír sig ástfanginn í Harriet Michaels (Nancy Travis), og gerir hann allt hvað hann getur til að yfirvinna þær kenndir sem hafa orðið til þess að eyðileggja fyrri sam- bönd hans. Harriet er bæði vel gefin og kynþokkafull, og rekur hún eigin kjötvinnslu. Þegar ailt kemur til alls er hún hins vegar sú sem Charlie hefði einna helst átt að varast, því allar líkur benda til þess að hún sé kaldrifjaður morðingi sem hafi komið fyrri eiginmönnum sínum fyrir katt- arnef. Ástfanginn CHARLIE verður ástfanginn af eiganda kjötvinnslu og réttir hann henni hjálpar- hönd í vinnunni. So I Married an Axe Murderer er hugarfóstur annars framleiðanda mynd- arinnar, Roberts N. Fried, og rithöfundarins Robbie Fox. Þeir fengu Thomas Schlamme til að leikstýra myndinni, en auk þess að hafa gert ijölda tónlistar- myndbanda hefur hann gert gamanmyndir með t.d. Bette Midler og Whoopi Goldberg, en frumraun hans í kvikmyndum var Miss Firecracker með Holly Hunter, Tim Robbins, Mary Steenburgen og Alfre Wo- odard. Samskipti þeirra Schlamme og Mike Myers voru ekki alltaf upp á það besta á meðan á tökum kvikmyndarínnar stóð, en leikstjórinn hefur látið hafa eftir sér að gerð myndarinn- ar hafi verið mjög erfið á köflum. Hann segir Myers hafa haft mjög ákveðnar skoðanir varðandi ýmislegt í gerð myndarinnar, og reyndar sé sá eiginleiki hans bæði sá versti og sá besti í fari hans. Að öðru leyti vill Schlamme ekki tjá sig urn samskipti þeirra félaga, en kunnugir telja þó með öllu útilokað að þeir muni nokkru sinni deila saman sumarhúsi. Það voru ekki aðeins erfiðleikar í sam- skiptum aðalleikarans og leikstjórans, því Myers komst einnig upp á kant við handritshöfundinn Robbie Fox þegar hann gerði til- kall til þess að vera skráður sem meðhöfundur handrits- ins. Það mál kom til með- ferðar Félags handritahöf- unda og bar Fox sigur úr býtum í þeirri deilu. Þekktir aukaleikarar ' Nancy Travis leikur Harriet, sem hefur ekki hugmynd um að elskhugi hennar telji hana mögulega vera kaldrifjaðan morðingja sem iðki kjötvinnslu bæði í heimahúsi og á vinnustað sínum. Nancy kom fyrst fram í kvikmyndinni Three Men and a Baby, og í kjöl- farið fylgdu svo myndimar Three Men and a Little Lady, Internal Affairs, Air America, Passed Away og Married to the Mob. Nýlega fór hún síðan með hlutverk í Chaplin og í the Vanis- hing, þar sem hún lék á móti Jeff Bridges og Kiefer Sutherland. Um þessar Flagð undir fögru skinni? SKÖMMU eftir að Charlie hefur kvænst Harriet tekur hann að gruna að hún sé eftirlýstur fjöldamorðingi. mundir fer leikkonan með hlutverk í kvikmyndinni Greed, þar sem hún leikur á móti Michael J. Fox og gömlu kempunni Kirk Dou- glas. í myndinni So I Married an Axe Murderer koma fram nokkrir þekktir leikar- ar í aukahlutverkum og má þar m.a. nefna Charles Grodin, sem leikur fúllynd- an ökumann og Phil Hart- man, sem leikur fyrrverandi fangavörð sem fer með ferðamenn um Alcatraz- fangelsið illræmda. Tvö hlutverk MIKE Myers fer með tvö hlutverk í myndinni So I Married an Axe Murder- er. Til vinstri á myndinni sést hann í hlutverki föð- ur söguhetjunnar. Leikstjórinn LEIKSTJÓRINN Thomas Schlamme átti í nokkrum útistöðum við Mike Myers á meðan á tökum myndar- innar stóð. Milli tveggja heima MIKE Myers stendur á vissan hátt á þröskuldi í lífi sínu um þessar mundir þegar hann knýr á um að vera tekinn alvarlega sem gamanleikari í fremstu röð með leik sínum í kvikmyndinni So I Married an Axe Murder- er. Með hlutverki sínu í Wayne’s World skaust þessi áður nánast óþekkti leikari skyndilega upp á stjörnu- himininn, en sú mynd var byggð á persónu sem hann hafði skapað í sjónvarpsþáttunum Saturday Night Live og fjallar um tvo snargeggjaða unglingsstráka. Mynd- in halaði inn 200 milljónir dollara og varð til þess að Myers fékk „stjörnuveikina“. ingu að maður sé ódauðleg- ur, en svo þegar maður missir foreldri sitt þá skyndilega gerir maður sér grein fyrir því að þessu er öðruvísi farið,“ segir Myers. Prófsteinn So I Married an Axe Murderer þykir einnig vera prófsteinn á það hvemig leikaranum gengur að full- orðnast. Þar stendur hann í svipuðum sporum og ýms- ir fleiri leikarar sem skotist Það er ekki aðeins hlut- verkið í So I Married an Axe Murderer sem hefur fært Mike Myers að þrö- skuldi fullorðinsáranna, því undanfarið ár hefur ýmis- legt í einkalífi leikarans þokað honum áleiðis þang- að. Auk þess að verða þrít- ugur hefur hann gengið í hjónaband á þessu tímabili, og þá varð hann fyrir því að missa föður sinn. „Á ár- unum milli 16 og 25 ára stendur maður í þeirri mem- hafa upp á stjörnuhimininn með leik sínum í Saturday Night Live, en spumingin er hvernig þeim tekst að sanna sig í flóknum kvik- myndahlutverkum eftir að hafa leikið í stuttum grín- þáttum í sjónvarpi. Lome Michaels, sem á sínum tíma réði Myers að Saturday Night Live og framleiddi Wayne’s Worid og framhald hennar sem er væntanlegt á hvíta tjaldið innan tíðar, segist aldrei áður hafa fylgst með svo skjótum frama og hjá Myers, ef und- anskilið er flug Johns Belus- hi upp á stjömuhimininn þegar hann lék í Animal House. „Það kemst enginn skeinulaust úr slíku, en Mike er hins vegar vænsti piltur með góðan kjarna. Hann hefur nægilegan styrk auk þess sem hann vill vera tekinn alvarlega. Hann langar til að verða annar Peter Sellers," segir Michaels. Sé það raunin þá er ljóst að Myers setur markið hátt, ekki síst þegar tekið er til- liti til fortíðar hans. Hann fæddist í Toronto í Kanada og þar lagði stund á leiklist á menntaskólaárunum. Hann gekk til liðs við Ieik- hópinn Second City að loknu stúdentsprófi, og fluttist skömmu síðar til Chicago, þar sem hann lék með hópn- um, en 26 ára gamall gekk hann til liðs við Saturday Night Live. Þar kom hann fljótlega með uppástungu um persónuna Wayne Campbell, sem endurspegl- ar bandarískan dreifbýlis- þungarokkara, og þar með var hann orðin stjama. Þó Á krossg-ötum MIKE Myers þykir standa á krossgötum í lífi sínu um þessar mundir, en spurningin er hvort honum tekst að skapa sér nafn meðal helstu gamanleikara sam- timans. Wayne’s World II kunni kannski ekki að gera Myers að öðrum Peter Sellers þá staðfestir myndin engu að síður að hann er á krossgöt- um í lífi sínu. Myndin fjallar einmitt um það hvernig Wayne verður að horfast í augu við að jafnaldrar hans hafa þroskast og tekið framförum, og staðfestir að ekki er endalaust hægt að iifa tímabilið milli þess að ljúka skólanámi og hefja störf í samfélaginu sem ábyrgur þjóðfélagsþegn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.