Morgunblaðið - 07.11.1993, Page 23
22
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1993
+
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1993
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Aukið fylgi við
gjaldtöku
Bersýnilegt er, að hugmyndir
um gjaldtöku í einhvetju
formi vegna veiða úr takmark-
aðri auðlind landsmanna allra
eiga vaxandi fylgi að fagna innan
sjávarútvegsins sjálfs. Á fiski-
þingi, sem stóð í vikunni, flutti
Sighvatur Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinn-
ar í Vestmannaeyjum, ræðu sem
vakið hefur mikla athygli. Hann
sagði m.a.: „Með vaxandi erfið-
leikum í þjóðfélaginu mun þessi
umræða vaxa og ef við sofnum
á verðinum gæti svo orðið, að við
vöknuðum upp við það einn morg-
uninn að búið væri að setja á
veiðileyfagjald án nokkurs sam-
ráðs við okkur. Því tel ég, að við
eigum að taka frumkvæðið í
þessu máli og samþykkja þetta
gjald með þeim fyrirvara að upp-
hæðin verði bundin við verðlag á
botnfiskafurðum til dæmis í
SDR.“
Sighvatur Bjarnason sagði
ennfremur:„Við getum þá hugsað
okkur, að 1000 krónurnar fyrir-
huguðu verði gjaldið 1. janúar
1996, sem síðan taki sömu breyt-
ingum og verðið á afurðunum,
það er að gjaldið muni hækka
og lækka í takt við breytingar á
söluverði botnfiskafurða. Að
sjálfsögðu og það er grundvallar-
atriði á gjaldið að renna til grein-
arinnar sjálfrar þar sem veija á
þessu fjármagni til hagræðingar-
aðgerða." Sighvatur Bjarnason
er einn af hinum yngri forystu-
mönnum í sjávarútvegi, sem vak-
ið hafa athygli síðustu ár fyrir
rösklegar aðgerðir til endurskipu-
lagningar í sjávarútvegi. Þess
vegna geta þessi ummæli hans
verið vísbending um að breytt
viðhorf séu að ryðja sér til rúms
innan sjávarútvegsins sjálfs.
í samtali við Morgunblaðið í
gær sagði svo annar forystumað-
ur í sjávarútvegi, Guðjón A.
Kristjánsson, formaður Far-
manna- og fiskimannasambands-
ins m.a.: „Ég tel að vaxandi
stuðningur sé við þessa hugmynd
(þ.e. veiðileyfagjald) meðal sjó-
manna þar sem þeir greiða þegar
slíkt gjald til útgerðarinnar í dag
með þátttöku sinni í kvótakaup-
um og það er eðlilegra að greiða
gjaldið beint í ríkissjóð." Og for-
maður FFSÍ bætti við: „Persónu-
lega er ég ekki hlynntur hug-
myndinni um veiðileyfagjald en
ég er búinn að vara við því um
nokkurt skeið að svo geti farið,
að það verði sett á, ef þetta kvóta-
brask heldur áfram.“
Fiskifélagsdeild Vestfjarða
lagði fram tillögu á fiskiþingi þar
sem segir m.a.: „Aðalfundur
Fiskifélags Vestfjarða...telur, að
meðan kvótakerfið er við lýði sé
eðlilegt að sala og andvirði sölu
veiðiheimilda verði á höndum rík-
issjóðs." Þessi tillaga var felld
með miklum meirihluta atkvæða
en athyglisvert er að tillögu um,
að fiskiþing lýsti stuðningi við
núverandi kvótakerfi og fijálst
framsal veiðiheimilda var einnig
vísað frá með miklum meirihluta
atkvæða.
Þegar málflutningur tals-
manna útgerðarmanna og raunar
sjómanna einnig um kvótakerfíð
og hugsanlega gjaldtöku í um-
ræðum síðustu missera er hafður
í huga, telst ræða Sighvatar
Bjamasonar á fiskiþingi til stór-
tíðinda, svo og ummæli Guðjóns
A. Kristjánssonar og tillaga
Fiskifélags Vestfjarða. Allt er
þetta til marks um, að hugmynd-
in um einhvers konar gjaldtöku
á vaxandi fylgi að fagna. Þegar
þar að auki er litið til umræðna
á síðasta landsfundi Sjálfstæðis-
flokksins, atkvæðagreiðslu í
sjálfri sjávarútvegsnefndinni um
gjaldtöku og afstöðu iðnaðar-
nefndar landsfundarins er ljóst,
að umræður um gjaldtöku í sjáv-
arútvegi eru komnar á nýtt stig.
Áhrifamenn innan sjávarút-
vegsins og innan Sjálfstæðis-
flokksins, mæla nú með þessari
leið í einhverri mynd. Það er tölu-
verður árangur af þeim umræð-
um, sem fram hafa farið um þetta
mál síðustu ár og þá ekki sízt
hér á vettvangi Morgunblaðsins.
Ýmislegt bendir til þess, að hér
gæti verið að skapast ný breið-
fylking hluta sjávarúfvegsins,
sjómanna og iðnaðarins um þetta
efni. Er ekki tími til kominn fyr-
ir forystumenn LÍÚ að athuga
sinn gang?
43.
SERSTAÐA
Sorgar felst
ekki endilega í h'k-
ingamáli, ytra formi
og fijálsri hrynjandi,
heldur miklu fremur í
skírskotunum og
hvernig unnið er úr heimildum. Jó-
hann yrkir Sorg með svipaðri að-
ferð og Eliot Eyðilandið (pr. 1922).
Það bendir til þess aðferð Eliots
hafi ekki verið eins frumleg og af
er látið. Hún hafi legið í loftinu á
þeim tíma ef svo mætti að orði
komast. Jóhann þekkti ekki skáld-
skap Eliots, þótt augljóst sé hann
hafi haft veður af því sem var efst
á baugi í alþjóðlegri Ijóðagerð.
Hvaðsem því líður er aðferð þeirra
hin sama í Sorg og Eyðilandinu.
Þeir nálgast yrkisefni sín með svip-
uðum hætti. Kvæði Jóhanns vex
úr biblíumáli og þangað éru skír-
skotanir sóttar. Vei, vei, yfir hinni
föllnu borg, vísar til Opinberunar-
bókar Jóhannesar sem er augsýni-
lega aðalheimild kvæðisins, ef svo
mætti segja. Sjálf er hún full af
táknum og líkingum og hið ósagða
sagt undir rós, enda er hún skrifuð
á ofsóknartímum. Og enginn skyldi
ætla sér þá dul að hann geti skýrt
hana til fulls.
Sorg er ort á tímabilinu 1905-
1912, segir Hannes Pétursson og
hefur eftir Sigurði Nordal það sé
frá 1908-09. Eg tel kvæðið sé við-
brögð við tilfinningalegu ofnæmi
skáldsins sem veit að hveiju stefnir;
heimsstyijöld og ragnarökum.
Kvæðið er þannig einskonar fyrir-
boði um þau átök sem í vændum
eru; ógnvænlegur spádómur einsog
Opinberunarbókin sjálf. Tómas
Guðmundsson segir í samtölum
HELGI
spjall
okkar í Svo kvað
Tómas að ljóðlínumar
/í dimmum brunnum
vaka eitursnákar/og
nóttin aumkvast yfir
þínum rústum, „gefi
örugglega til kynna,
að kvæðið sé ort að lokum heims-
styijaldar. Mér finnst ég skynja
þennan styijaldarblæ, þessa feigð-
arkennd ljóðsins", segir Tómas sem
hefur ýmislegt við kvæðið að at-
huga. En skáld geta að sjálfsögðu
upplifað það ókomna - og raunar
fjallar margt í ljóðlist um það. Án
þess við krefjumst skýringa. Eða
var ekki sagt Shelley hefði séð fyr-
ir dauða sinn(?)
44 • KÓRALL OG BLÁR HIM-
inn blöstu við áður en borgin féll
einsog Sódóma forðum, eða Babýl-
on. Eyðingu hennar er lýst í Opin-
berunarbók Jóhannesar, 11,8 ög
18,10, Vitstola konur í gylltum,
kerrum, menn í aktygjum og jó-
reykur þyrlast til himna — alit á-
þetta einhveijar fyrirmyndir í spá-.
dómum Biblíunnar en þó einkum
hvítir hestar og undirdjúpin í þriðja
erindi kvæðisins sem einnig koma
við sögu í Opinberun Jóhannesar,
tilaðmynda 6,2. Þar segir, Og eg
sá, og sjá: Hvítur hestur; og sá sem
á honum sat hafði boga, og honum
var fengin kóróna, og hann fór út
sigrandi og til þess að sigra. Síðan
er talað um rauðan hest sem var
„gefíð vald að taka burt friðinn af
jörðinni, svoað menn brytjuðu
hveijir aðra niður, og honum var
fengið sverð mikið“. Þá svartan
hest og bleikan, „og sá er á honum
sat, hann hét Dauði; og Hel var í
för með honum, og þeim var gefið
vald yfir fjórða hluta jarðarinnar,
til þess að deyða með sverði og
með hungri og með drepsótt og
láta menn farast fyrir villidýrum
jarðarinnar." í kvæði Tómasar Guð-
mundssonar, Riddarinn blindi í
Fljótinu helga, birtist þessi „bleiki
jór“ Opinberunarbókarinnar og á
honum fer blindur stríðsguðinn hel-
för sína um jörðina og eyddar borg-
ir og jörðin mun hvorki festa yndi
„við fjöll. sín og kóralskóga“, en það
er augljós skírskotun í Sorg.
45,
• HVAÐSEM OÐRU LIÐUR
gerðist allt sem lýst er í Sorg und-
ir ævilok Jóhanns Siguijónssonar
sem lézt úr spænsku veikinni, 1919.
Menn voru deyddir og drepsótt heij-
aði. Dauðinn réð ríkjum á jörðinni
og Hel var í fylgd með honum.
Loks varð sólin svört sem hæru-
sekkur og tunglið rautt sem blóð.
„Og stjömur himinsins hröpuðu nið-
ur á jörðina, einsog fíkjutré, skekið
af stormvindi, fellir vetraraldin sín.
Og hiihinninn sviptist burt einsog
bókfell, sem saman er vafið, og
hvert fjall og ey færðist úr stað
sínum. Og konungur jarðarinnar og
gæðingamir og hersveitarforingj-
arnir og auðmennirnir og maktar-
mennirnir og hver þræll og þegn
fálu sig í hellum og í hömrum fjalla.
Og þeir Segja við fjöllin og hamr-
ana: Hrynjið yfír oss, og felið oss
fyrir ásjónu hans, sem í hásætinu
situr og fyrir reiði lambsins; því að
kominn er dagurinn, hinn mikli
dagur reiði þeirra, og hver mun
geta staðist?"
Þannig lýkur þessum sjötta kafla
Opinberunarbókar Jóhannesar.
.........
(meira næsta sunnudag)
SÍÐUSTU HUGMYNDIR
ríkisstjórnar Davíðs Odds-
sonar um aðgerðir í
skattamálum til þess að
tryggja framhald þeirra
kjarasamninga, sem gerð-
ir voru sl. vor, sýna svo
ekki verður um villzt, að ríkisstjórnin er
komin í réttan farveg. Hún tekur nú mikil-
vægar og réttar ákvarðanir í hveiju stór-
málinu á fætur öðru. Þetta er mikið fagn-
aðarefni öllum þeim, sem bundu miklar
vonir við nýtt viðreisnarsamstarf Sjálf-
stæðisflokks og Alþýðuflokks. Hin póli-
tísku viðhorf i landinu hafa gjörbreytzt á
skömmum tíma. Þess vegna eru það mik-
il vonbrigði, að niðurstaða fundar launa-
nefndar ASÍ og VSÍ í dag, laugardag,
skyldi verða sú, að endurnýja kjarasamn-
inga á óbreyttum grunni frá því sem
gert var ráð fyrir sl. vor í stað þess að
taka hinum nýjum hugmyndum ríkis-
stjórnarinnar opnum örmum.
Morgunblaðið gagnrýndi mjög hlut rík-
isstjórnarinnar í gerð síðustu kjarasamn-
inga á þeirri forsendu, að það væru eng-
in efni til að leggja fram svo mikla fjár-
muni úr ríkissjóði til þess að greiða fyrir
nýjum kjarasamningum. Þeir peningar
væru einfaldlega ekki til. Kostnaðarauki
ríkissjóðs vegna kjarasamninganna mundi
leiða til aukinnar lánsfjárþarfar ríkis-
valdsins og ýta undir hið háa raunvaxta-
stig í landinu. Ljóst var, að þessi aðild
ríkissljórnarinnar að gerð kjarasamning-
anna var umdeild innan stjórnarinnar
sjálfrar.
Framlag ríkisstjórnarinnar til kjara-
samninganna sl. vor var m.a. fólgið í fyrir-
heiti um að lækka verulega virðisauka-
skatt á matvælum, sem kosta mun ríkis-
sjóð hátt á þriðja milljarð króna á árinu
1994 og nokkuð á fjórða milljarð á árinu
1995. Á móti ætlar ríkisstjórnin að afla
nýrra tekna með umdeildum hætti, svo
sem enn einni hækkun tekjuskatts, hækk-
un bifreiðagjalda, tryggingagjalds, útgáfu
heilsukorta, þótt hún virðist horfin frá
því nú og með skatti á fjármagnstekjur.
Þessi fyrirhugaða nýja skattheimta hefur
valdið miklum deilum, eins og kunnugt er.
Þegar þetta er skrifað um hádegisbil
á laugardegi, hefur launanefnd ASÍ og
VSÍ nýlokið fundi þar sem m.a. var fjall-
að um nýjar hugmyndir, sem ríkisstjórnin
hefur sett fram undanfarna daga til þess
að standa við sinn þátt í kjarasamningun-
um frá því sl. vor. í stórum dráttum
byggðust þær á því, að falla frá lækkun
virðisaukaskatts á matvælum og þá jafn-
framt þeim hugmyndum um nýja skatt-
heimtu, sem raktar voru hér að framan
en í stað þess mundi ríkisstjórnin beita
sér fyrir lækkun tekjuskatts með hækkun
á skattleysismörkum og hækkun persónu-
afsláttar eða öðrum aðgerðum í þágu
launafólks. Sjálfsagt komu fleiri atriði
hér við sögu.
Ganga mátti út frá því sem vísu, að
þessar hugmyndir mundu kosta ríkissjóð
jafn mikla peninga og þær aðgerðir, sem
gert var ráð fyrir við gerð kjarasamninga
sl. vor og að því leyti til á sú gagnrýni,
sem sett var fram sl. vor við um þessar
hugmyndir líka. Hins vegar er ljóst, að I
hinum nýju hugmyndum var fólgin mun
einfaldari aðferð til þess að ná settum
markmiðum en í þeim fyrirheitum, sem
gefin voru sl. vor.
Beinir skattar eru orðnir alltof háir.
Sú aðgerð ein út af fyrir sig að lækka
þá m.a. með hækkun skattleysismarka í
stað þess að hækka þá enn hefði verið
fagnaðarefni. Með lækkun beinna skatta
er launþegum veitt frelsi til að ráðstafa
fjármunum sínum á þann veg, sem þeim
hentar. Ef launþegum væri sjálfum gefínn
kostur á að velja um lækkun beinna
skatta eða óbeinna skatta má telja víst,
að yfírgnæfandi meirihluti fólks mundi
velja þá leið að lsékka beina skatta bæði
með hækkun skattleysismarka og hækk-
un persónuafsláttar. ■
Með þeim aðgerðum til vaxtalækkun-
ar, sem ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir
og bersýnilegt er að bera munu skjótan
árangur, er grundvöllur lagður að nýrri
uppsveiflu í efnahags- og atvinnulífi.
Lækkun beinna skatta til viðbótar umtals-
verðri vaxtalækkun hefði einnig stuðlað
að því sama. Fyrirtæki og heimili, sem
eru mjög skuldsett, hefðu notað enn meiri
fjármuni en vaxtalækkunin ein losar um
til þess að lækka skuldir. Önnur fyrirtæki
og heimili, sem hafa til þess svigrúm,
auka fjárfestingar og að einhveiju leyti
neyzlu. Hvoru tveggja stuðlar að auknum
vexti í atvinnulífínu, auknum tekjum rík-
issjóðs til þess að standa undir kostnaði
við kjarasamningana og stórbættri af-
komu bankanna, sem hafa lagt fyrir mikl-
ar fjáthæðir í afskriftasjóði til að mæta
töpuðum útlánum. Aukið bolmagn skuldu-
nauta þeirra til þess að greiða skuldir
sínar mundi stórbæta stöðu bankanna
eins og t.d. hefur gerzt í Noregi.
Þegar á heildina er litið voru rökin
fyrir því að lækka beina skatta til viðbót-
ar þeirri umtalsverðu vaxtalækkun, sem
nú stefnir í, alveg augljós.
BENEDIKT DAV-
Hagsmunir
launafólks
íðsson, forseti Al-
þýðusambands ís-
lands, segir í sam-
tali við Morgun-
blaðið í dag, laugardag, að þær hugmynd-
ir að falla frá lækkun virðisaukaskatts
hafi litlar undirtektir fengið á fundi stóru
samninganefndar ASÍ, sem og kom á
daginn á fundi launanefndar fyrir hádegi
í dag, laugardag. Hér hefðu trúnaðar-
menn launþega átt að stöðva við og hugsa
vel sinn gang. Hveijir eru hagsmunir
launþega um þessar mundir?
Mesta hagsmunamál launþega í land-
inu er að atvinnuástand batni. Síðustu
tölur um atvinnuleysi benda til þess að
það sé að aukast á ný. Það þarf engum
að koma á óvart. Atvinna eykst yfir sum-
armánuðina en úr henni dregur yfir vetur-
inn. Við erum nú að fara inn í erfiðasta
vetur í manna minnum að því leyti til,
að þorskveiðikvótinn hefur aldrei verið
minni og það mun hafa sín áhrif á at-
vinnu landsmanna næstu mánuði. Á móti
kemur að vísu ýmislegt nýtt svo sem
veiðar utan fiskveiðilögsögunnar. Þó er
væntanlega ljóst, að lítið verður um veið-
ar í Smugunni I vetur, þegar allra veðra
er von.
Gífurlega hátt raunvaxtastig hefur leg-
ið eins og þungt farg á atvinnulífi lands-
manna undanfarin misseri. Veruleg
vaxtalækkun eins og nú stefnir í, mun
losa mjög um atvinnulífið og eiga sinn
þátt í því á næstu mánuðum að auka
atvinnu. Þess vegna er það eitt mikilvæg-
asta hagsmunamál launþega nú um
stundir, að þannig vérði haldið á málum,
að vaxtalækkun verði varanleg og ekki
aðeins að tveggja prósentustiga vaxta-
lækkun verði varanleg heldur einnig að
raunvextir lækki enn frekar eins og for-
sætisráðherra sagði í samtali við Morgun-
blaðið fyrir tveimur vikum, að stefna
bæri að.
Hagsmunir launþega eru einnig fólgnir
í því að efnahagslegur og pólitískur stöð-
ugleiki haldist. Fyrirsjáanlegt er, að þau
tekjuöflunaráform, sem ríkisstjórnin hef-
ur viðrað til þess að fjármagna lækkun
virðisaukaskatts, valda deilum, uppnámi
og óánægju. Sú aðferð, sem ríkisstjórnin
lagði til fyrir nokkrum dögum í því skyni
að standa við fyrirheit sín frá því sl. vor
við ,gerð kjarasamninga er ekki aðeins
hugnanlegri heldur hefði hún stuðlað að
stöðugleika í stað þess að hin fyrri aðferð
getur ýtt undir óvissu í efnahags- og at-
vinnulífi.
Þar að auki hefði lækkun beinna skatta
til viðbótar við vaxtalækkunina haft þau
augljósu áhrif eins og áður sagði, að þau
heimili, sem eru með miklar skuldir, og
þau eru mörg, hefðu fengið meira ráðrúm
til þess, að. greiða þær niður en önnur
REYKJAVÍKURBREF
Laugardagur 6. nóvember
Morgunblaðið/Kristinn
fengið tækifæri til aukins sparnaðar,
nýrrar fjárfestingar eða aukinnar neyzlu.
Þegar á heildina er litið hefði hagur laun-
þega af því að treysta vaxtalækkunina í
sessi og stuðla að enn frekari lækjcun
raunvaxta svo og af lækkun beinna skatta
og hækkun skattleysismarka verið svo
augljós, að trúnaðarmenn launþegahreyf-
ingarinnar hefðu átt að hugsa sig betur
um áður en þeir höfnuðu þessum mögu-
leika.
Einn af helztu leiðtogum verkalýðs-
hreyfingarinnar, Guðmundur J. Guð-
mundsson, formaður Verkamannafélags-
ins Dagsbrúnar, hefur að undanförnu
haft uppi efasemdir um vaxtalækkunina
og mælt með uppsögn kjarasamninga.
Formaður Dagsbrúnar hefur átt þátt í
gerð margra kjarasamninga á undanförn-
um áratugum. Sumir þeirra hafa verið
tímamótasamningar fyrir verkafólk í
landinu. Því verður vart trúað, að þessi
lífsreyndi verkalýðsleiðtogi sjái ekki við
nánari skoðun þann augljósa hag, sem
félagsmenn hans hefðu haft af lækkun
beinna skatta til viðbótar víðtækri vaxta-
lækkun.
Guðmundur J. Guðmundsson getur að
vísu bent á, að ríkisstjórninni hafí verið
mislagðar hendur á undanförnum mánuð-
um og misserum og það er rétt. Hann
getur líka spurt, hvers vegna hann eigi
að trúa því miðað við það, sem á undan
er gengið, að nú séu breyttir tímar að
þessu leyti. Svarið er, að verkin tala.
Veruleg raunvaxtalækkun er að verða að
veruleika og hefði enginn trúað því fyrr
á þessu ári að til þess gæti komið svo
snögglega. Lækkun beinna skatta í formi
hækkunar skattleysismarka og hækkunar
persónuafsláttar er svo áþreifanleg að-
gerð að það getur ekki farið á milli mála,
hvort við hana er staðið eða ekki. Einn
helzti höfundur þjóðarsáttarsamninganna
frá febrúar 1990 hefði nú getað átt aðild
að nýrri þjóðarsátt ásamt nýjum forystu-
mönnum verkalýðshreyfingarinnar á borð
við Benedikt Davíðsson og Björn Grétar
Sveinsson, sem í sjálfu sér hefði ekki síð-
ur verið merkileg en sú, sem Guðmundur
J., Einar Oddur og Ásmundur Stefánsson
beittu sér fyrir haustið 1989 og veturinn
1990 og hefur gjörbreytt öllum viðhorfum
í efnahagsmálum okkar íslendinga. En
því miður þekktu þessir heiðursmenn ekki
sinn vitjunartíma.
Það er svo rétt, að matvælaverð á ís-
landi er alltof hátt og þjóðin mun ekki
una því öllu lengur, að það sé í mörgum
tilvikum margfalt hærra en gerist með
öðrum þjóðum. En er ekki tímabært, að
menn reyni að átta sig á því hvers vegna
það er? Eru innkaupin enn svona óhag-
kvæm? Er álagning í matvöruverzlun
margfalt meiri en gefið er í skyn? Er
fákeppnin á því stigi, að neytendur beri
enn skarðan hlut frá borði? Það er kom-
inn tími til að skoða þetta ofan i kjölinn.
Ríkisstjórn-
in og ríkis-
fjármálin
ÞÓTT RÍKIS-
stjórnin sé tví-
mælalaust á réttri
leið með þeim víð-
tæku ráðstöfunum,
sem hún hefur beitt
sér fyrir í vaxtamálum, og þeim hugmynd-
um, sem hún viðraði í skattamálum, þótt
þær næðu ekki fram að ganga, má ekki
gleyma því, að hennar hlutur liggur eftir
varðandi niðurskurð ríkisútgjalda. Ekki
skal úr því dregið að ríkisstjórnin hafí
náð umtalsverðum árangri í ríkisfjármál-
um og í því að hemja útgjöld hins opin-
bera. En betur má ef duga skal.
Veruleg raunvaxtalækkun verður ekki
fest í sessi til frambúðar nema ríkisstjórn-
in beiti sér fyrir nýju og umfangsmiklu
átaki til niðurskurðar útgjalda í opinbera
geiranum. Sóun íjármuna og eyðsla er
enn mikil á þeim vígstöðvum. Þótt menn
geti hugsað sér að fjármagna hallarekstur
ríkissjóðs einhvern tíma með erlendum
lántökum til þess að knýja fram vaxta-
lækkun er alveg ljóst, að það getur ekki
verið nema skammtímaaðgerð. Hið raun-
verulega mein er umframeyðsla hins opin-
bera.
Breyttur tíðarandi hefur birzt með
margvíslegum hætti á undanförnum mán-
uðum. Allt í einu þykir sjálfsagt að fækka
bankastjórum Seðlabanka um einn og
jafnvel um tvo eftir aðstæðum. Allt í einu
þykir sjálfsagt að setja þak á bílakaup
opinberra aðila vegna æðstu ráðamanna.
Margvísleg eyðsla af þessu tagi hefur
verið yfirgengileg í opinbera geiranum
og er enn. Almenningur krefst þess með
sívaxandi þunga, að þessi eyðsla verði
stöðvuð og gildir þá einu, hvort um er
að ræða bílakaup, ferðakostnað, risnu eða
annan slíkan kostnað.
Með því að beita sama stranga aðhald-
inu í rekstri hins opinbera eins og gert er
í rekstri vel stæðra einkafyrirtækja er
alveg ljóst að hægt er að skera umfram-
eyðslu ríkissjóðs verulega niður. Fjár-
málaráðherra hefur hins vegar staðið
frammi fyrir þeim vanda, að fagráðherrar
horfa á sitt þrönga svið. Ráðherrarnir
allir standa frammi fyrir þeim vanda, að
þingmennirnir horfa til fjárútláta í eigin
kjördæmum. Ríkisstjórn og Alþingi
standa frammi fyrir þeim vanda, að hver
tilraun til sparnaðar sýnist kalla fram
mótmæli þeirra þjóðfélagshópa, sem þær
aðgerðir snerta. En þótt vandamálin séu
mörg verður að taka á þeim.
Ríkisstjórnin hefur fengið byr í seglin
en velgengni hennar síðari hluta kjörtíma-
bilsins mun fara mjög eftir því, hvernig
hún stendur að stjórn ríkisfjármála næstu
tvö árin.
„Þegar á heildina
er litið hefði hag-
ur launþega af því
að treysta vaxta-
lækkunina í sessi
og stuðla að enn
frekari lækkun
raunvaxta svo og
af lækkun beinna
skatta og hækkun
skattleysismarka
verið svo augljós,
að trúnaðarmenn
launþegahreyf-
ingarinnar hefðu
átt að hugsa sig
betur um áður en
þeir höfnuðu
þessum mögu-
leika.“
Ci
+