Morgunblaðið - 07.11.1993, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 07.11.1993, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. NOVEMBER 1993 b sloppinn, en ég er góða stund að troða mér í íslensku leppana. Hefðarkonan bregður sér frá, en kemur aftur í þann mund sem ég hef lokið við að klæða mig. Hún er með fimmtíu peseda seðil brotinn eins og skutlur, sem börn leika sér að; heldur á honum milli vísifingurs og löngutangar — og ætlar að fá mér hann. Ég hristi höfuðið og afþakka seðilinn, en satt að segja sá ég eftir því síðar, því að þetta var mikið fé. Að svo búnu stingur hún hönd sinni undir arm mér og fer með mig sömu leið til baka. Fyrir utan bíður vagnstjórinn, og síðan er mér ekið niður á höfn. Við erum komnir þangað eftir örskamma stund, svo að ég verð þess fullviss að á leiðinni uppeftir hafi verið reynt að villa um fyrir mér með ótal útúrkrókum. Litlu síðar riíjast það upp fyrir mér að ég hafði lesið sjóferðasög- ur Sveinbjarnar Egilsonar. Hann segir frá því á einum stað að al- gengt hafi verið í Brasilíu, Ítalíu, Spáni og Portúgal að hefðarkonur sendu ökumenn sína niður að ókunnum skipum sem lágu í höfn. Hlutverk þeirra var að finna unga og myndarlega sjómenn, grípa þá glóðvolga — og færa þeim þá. Þegar ég las þetta, hugsaði ég með mér: „Nei, þessu lýgur Sveinbjörn!" Nú vissi ég að hann hafði sagt satt. Heiðursfylking á Ilúsavík Sumarið 1931 er ég skipstjóri á Mið-Þór. Til þess er ætlast að jafn- framt gæslunni séum við síldveiði- flotanum fyrir norðan til trausts og halds, svo að annríki okkar er óvenju mikið. Og dag nokkurn fæ ég tilmæli um að flytja danska landmælingamenn úr Flatey og Flateyjardal og skila þeim upp á sandinn við mynni Skjálfanda- fljóts. Fyrst tökum við hóp manna um borð í Flatey, en sendum um leið boð til þeirra, sem í Flateyjardaln- um eru, og biðjum þá að vera til- búna með tjöld sín og farangur niðri í fjörunni eftir þijár klukku- stundir. Við erum á leið með fyrri hóp- inn í land, þegar við rekumst á breskan togara grunnt inni á Skjálfandaflóa langt innan við lög- lega þriggja mílna landhelgi. Getur verið að hann sé að veið- um svona innarlega, hugsa ég með mér. Nei, varla; þarna er aðeins sjö til átta faðma dýpi. Til öryggis gæti ég samt að því. Og viti menn: Hann er með vörpuna úti, sá skratti. Ég bregð skjótt við, en hann er fyrri til; hífir inn vörpuna í log- andi hvelli, og þýtur af stað á undan okkur austur með landi. Við förum á eftir honum, en Mið- Þór gengur ekki nema um ellefu mílur, eða með svipaðri ferð og togarinn, svo að lítið dregur saman með skipunum. Við eltum hann næstum austur undir Húsavík og skjótum að hon- um kúluskotum aftur og aftur, en ekkert dugar. Mannfjöldi hefur safnast saman á Héðinshöfða til þess að fylgjast með eltingaleikn- um og hlusta á skothríðina. Ég læt skjóta á þijótinn átján sinnum, og eftir síðasta skotið gefst hann loksins upp. Síðar fréttum við að átjánda skotið hafi riðið baggamuninn og gert það að verkum að skipstjórinn lagði upp Iaupana, en hann hafði sagt við áhöfn sína að hann mundi aldrei nema staðar á hveiju sem gengi. Við ætlum að hæfa skorstein togarans, en skotið geigar. Hins vegar hittist svo á að það þýtur rétt fyrir ofan hausinn á skipstjór- anum þar sem hann er að ganga úr brúnni og ætlar aftur á til að fá sér tesopa. Þegar hann heyrir hvininn í kúlunni, verður honum svo mikið um það að hann hleypur upp í brúna og lætur stöðva vélina á Kaflar úr viðtalsbók við Eirík Kristó- fersson skipherra eftir Gylfa Gröndal en bókin er að koma út hjá Forlaginu Forlagið sendir frá sér um þessar mundir viðtalsbók við Eirík Kristó- fersson skipherra eftir Gylfa Gröndal. Eiríkur er tvímælalaust í hópi merkustu sægarpa á þessari öld. Hann er nú orðinn 101 árs gamall, og fyrir ævistarf sitt hefur honum hlotnast margvíslegur heiður. Fjórtán vetra gerðist hann skútukarl, nam í Stýrimannaskólanum, var farmaður um skeið, en starfaði síðan hjá Landhelgisgæslunni frá upphafí. í þorskastríðinu fyrsta varð hann þjóðhetja vegna fram- göngu sinnar og hygginda í viðureign við breska sjóherinn. Hér á eftir fara tveir kaflar úr bókinni. Úr pelli og purpura Haustið 1919 leggst Haukur að bryggju í hafnarborginni Cadiz á Spáni. Það er morgunn. Ég er á vakt og sé um að gera allt klárt til losunar fljótlega eftir hádegið. Þegar liðið er nærri miðaftni og uppskipun hefur gengið að ósk- um, sé ég hvar hestvagn kemur og stansar skammt frá skipinu. Þetta er skrautvagn með skjaldar- merki á báðum hliðum. Fremst situr ekill klæddur einkennisföt- um, með svartan pípuhatt á höfði og litríkur fjaðraskúfur á hægri hlið hattsins. Ég veiti því eftirtekt að hann er sýknt og heilagt að gjóa augum á skipið, en ef ég beini að honum sjónum, lítur hann til hliðar eða niður fyrir sig. Haldið er áfram að hífa með handafli hvert saltfiskknippið á fætur öðru í um það bil tvo klukku- tíma. Og allan þann tíma stendur hestvagninn á sama stað; ekillinn jitur hreyfíngarlaus og bíður. Ég hef lokið vakt minni, bý mig upp á og ákveð að ganga í bæinn, skoða mig um og njóta lífsins. Þá ekur vagninn í veg fyrir mig. Ekill- inn tekur ofan pípuhattinn og ávarpar mig á bjagaðri ensku. „Eg er að liðka hestana," segir hann og brosir tilgerðarlega. „Má ekki bjóða yður að koma í ökuferð með mér?“ Ég er svo hrekklaus og heimsk- ur að ég þigg boðið samstundis, án þess að gera mér grein fyrir, hveijar afleiðingar það kunni að hafa. Um leið og ég hef sest inn í vagninn og ekillinn hottar á hest- ana, geri ég mér strax grein fyrir að það hljóti að vera lygi hjá hon- um að hann sé að liðka hestana; þeir höfðu beðið í sömu sporum meira en tvo klukkutíma. En þama sit ég innilokaður í ókunnum vagni og verð að taka því sem að hönd- um ber úr því sem komið er. Vagninn ekur um borgina. Mér fínnst hann vera óralengi á leið- inni og fara ýmsar krókaleiðir. Um síðir veiti ég því eftirtekt að við hljótum að vera komnir út fyr- ir borgina, því að ég sé hálfgert heiðaland út um gluggann. Loks stefnir vagninn að gríðar- stóru húsi, en umhverfis það er þriggja metra hár veggur með gaddavír efst. Við innganginn er járnhlið, sem ekillinn opnar, og síðan ekur hann upp að hellu við dyr. Hvergi sést nokkur hræða. Ég ímynda mér að hér sé um bak- hlið þessarar hallar að ræða, og aðalinngangurinn í hana sé hinum megin. Bersýnilega hefur verið fylgst með ferðum okkar gegnum gægju- gat, því að við erum ekki fyrr komnir upp á dyrahelluna en stór- ar vængjahurðir opnast boga- dregnar að ofan. Ut gengur forkunnarfögur kona. Ég held að ég hafí aldrei á Eiríkur Kristófersson 100 ára. ævinni séð fallegri konu; hárið er sítt og liðað, húðin sólbrún og varirnar eldrauðar. Hún lítur á mig andartak, tekur mig undir arminn, leiðir mig inn um dyrnar og lokar þeim í skyndi. Við göngum um sal, þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja. Slík húsakynni hafði ég aldrei séð, en lesið um í dönskum og enskum blöðum og nefndust riddarasalir. Hér er um tvær hæðir að ræða, og efst eru svalir allt um kring. Á veggjum hanga málverk af tigin- bornum höfðingjum, vopnaskaki og skylmingum. Hefðarkonan leiðir mig rakleitt um salinn, opnar dyr á herbergi, vísar mér þar inn og lokar. Fyrr en varir erum við stödd í glæsileg- asta svefnherbergi sem ég hef augum litið; allt er þar úr pelli og purpura. Rúmið er stórt; mér sýnist það breiðara en það er langt, og við fótagaflinn er rautt dúnteppi upp- rúllað. Hún leiðir mig að rúminu, án þess að segja aukatekið orð; þess gerist ekki þörf. Hún klæðist bród- eruðum sloppi gullbryddum, og skyndilega lætur hún hann falla út af öxlunum. Hún stendur fyrir framan mig alstrípuð. Það er eng- inn þráður á hennar kroppi, og hún snýr sér hægt í hring, svo að ég geti séð hana frá öllum hliðum. Að svo búnu smeygir hún sér upp í rúmið, leggst á bakið, hefur ekki augun af mér og bendir mér að fara úr görmunum. Ég verð að hlýða henni í einu og öllu, hugsa ég með mér. Ég slepp best þannig. Svo að ég fer að bauka við að tína af mér spjarirnir. Ég er snöggtum lengur að því en hún, en að lokum er ég búinn, og þá gefur hún mér merki um að koma upp í rúmið. Ég er hinn hæverskasti og leggst við hliðina á henni. En ég hef ekkert þar að gera að hennar dómi; hún sýnir mér, hvar ég eigi að liggja og hvernig ég eigi að bera mig að. Ekki veit ég, hve langur tími líður. En skyndilega er öllu lokið. Við klæðum okkur aftur. Hún er enga stund að smeygja sér í Eiríkur á stjórnpalli. Eldhress í heila öld

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.