Morgunblaðið - 07.11.1993, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1993
25
stundinni. Þá erum við komnir
svo nærri togaranum að við renn-
um rétt samtímis upp að síðunni
á honum.
Að svo búnu ákveð ég að sigla
með djöflamerginn til Siglufjarðar.
Styttra hefði verið að fara til
Húsavíkur, en ég hreinlega
gleymdi vini mínum Júlíusi
Havsteen sýslumanni — og það
líkaði honum illa.
Á Siglufirði liggur fyrir mér
beiðni um hraðsamtal við Júlíus,
og hann er bálreiður, þegar við
hefjum samtal okkar.
„Hvernig stendur eiginlega á
því, Eiríkur," segir hann, „að þú
kemur ekki með togarann til mín.
Hann hefði sko aldeilis fengið þús-
und króna sekt fyrir hvert skot
hjá mér, helvískur þorparinn."
Síst af öllu vildi ég særa Júlíus
sýslumann, og ég er svo heppinn
að mér dettur samstundis í hug
ráð til bjargar.
„Ja, það er nú ekki mér að
kenna, Júlíus minn,“ svara ég.
„Þegar breski skipstjórinn heyrði
þig nefndan, þá harðneitaði hann
að fara til Húsavíkur; við gætum
farið hvert á land sem við vildum,
en e_kki þangað."
„Á,“ segir Júlíus þá og er dijúg-
ur með sig. „Hann hefur frétt af
mér, dóninn! Og orðið hræddur!“
Það var oft gaman að Júlíusi
Havsteen; hann var engum líkur.
Samskipti okkar urðu löng og
minnisstæð, og ævinlega fór vel á
með okkur.
Hið sama má raunar segja um
marga fleiri sýslumenn á þessum
árum, Odd Gíslason á Isafirði til
dæmis, Einar M. Jónasson á Pat-
reksfirði, Halldór Kr. Júlíusson á
Borðeyri og Boga Brynjólfsson á
Blönduósi; þetta voru skrítnir og
skemmtilegir karlar.
Enginn þeirra komst þó með
tærnar þar sem Júlíus hafði hæl-
ana.
Einhveiju sinni grunar mig að
maður nokkur hafí stolið björgun-
arbáti úr rússnesku skipi, sem
strandað hafði, og báturinn sé nið-
ur kominn á Hjalteyri.
Ég hringi til Júlíusar og segi
honum frá þessu. Hann lofar að
rannsaka málið, og hefur samband
við mig símleiðis að því loknu.
„Það er alveg öruggt," segir
Júlíus, „að þessi maður hefur ekki
stolið bátnum. Hann talaði svo
fallega fyrir sig að það getur ekki
verið. Hann er blásaklaus."
„Jæja,“ segi ég. „Ég þykist nú
samt vita að hann hefur gert það
og enginn annar.“
„Það er líklega laukrétt hjá þér,
Eiríkur minn,“ segir Júlíus og
kúvendir á augabragði. „Það getur
svo sem vel verið að hann hafi
tekið bátinn ófijálsri hendi. Já,
hann hefur áreiðanlega stolið
bátnum. Þetta er helvískur fantur!
Ég vissi það alltaf.“
Öðru sinni sé ég hvar allmargir
norskir síldveiðibátar liggja undir
Rauðanúp. Það er austan stormur.
Ég sigli til þeirra og svipast um.
Á einu skipinu er verið að fleygja
hömum af æðarfugli. Ég læt setja
út bát og sæki hamina. Að svo
búnu sný ég mér til skipstjórans,
og hann getur ekki annað en játað
brot sitt; þegar hann sér að ég
hef sönnunargögnin í höndunum.
Ég fer með hann til Húsavíkur,
og Júlíus sýslumaður segir við
mig:
„Þú hefðir átt að láta hann
meðganga meira, Eiríkn.r. Ég er
viss um að þessi slordóni hefur
drepið margfalt fleiri kollur en
þetta.“
Viðurlög við æðarfugladrápi
voru sekt, en einnig var byssa
sökudólgsins gerð upptæk. Júlíus
dæmir norska skipstjórann í sekt,
en leyfir honum að halda byss-
unni. Þetta frétti ég ekki, fyrr en
ég var kominn aftur út á sjó.
Þegar ég kem til Húsavíkur
næst, hitti ég hinn eina og sanna
sýslumann landsins og segi við
hann:
„Hvernig gekk þér að eiga við
Norðmanninn sem drap æðarfugl-
inn, Júlíus? Þú hefur náttúrlega
dæmt hann í háa sekt?“
„Já, þú getur nú nærri,“ er Júl-
íus fljótur að svara og reigir sig.
„Og byssuna? Gerðirðu hana
ekki upptæka," spyr ég.
„Ja, það var nú svolítið sérstakt
með byssuna," segir Júlíus og er
ekki vitund valdsmannslegur leng-
ur. „Skipstjórinn átti hana ekki.
Það var vélamaðurinn sem átti
hana. Og hann hafði skotið Þjóð-
veija með henni í stríðinu. Svo að
mér fannst ómögulegt að taka
hana af greyinu, fyrst svona stóð
á!“
Á Nýja-Þór flutti ég oft forseta-
hjónin, herra Ásgeir Ásgeirsson
og frú Dóru Þórhallsdóttur, þegar
þau heimsóttu byggðir landsins. í
einni slíkri ferð er Júlíus meðal
gesta og nýtur sín vel í hópi höfð-
ingjanna. I fylgd með forsetahjón-
unum er meðal annarra Henrik
Sv. Björnsson sem þá var forseta-
ritari.'
í kvöldboði um borð birtist
sýslumaðurinn í fullum skrúða og
er með tvö heiðursmerki í barmin-
um: fálkaorðuna og stórriddara-
krossinn. Nú eru reglurnar þær
að þegar menn fá stórriddara-
krossinn eiga þeir að skila fálka-
orðunni aftur, en yfírvaldinu hafði
bersýnilega láðst að gera það. Ég
tek Júlíus afsíðis og bendi honum
á þessi leiðu mistök.
„Hér er sjálfur forsetinn og
Henrik Sv. Björnsson,“ hvísla ég
að honum. „Þeir taka áreiðanlega
eftir þessu.“
Þá brosir Júlíus út undir eyru
og segir:
„Forsetinn? Og hann Henrik?
Þeir hafa sko ekkert vit á þessu!“
Síðar um kvöldið, þegar Júlíus
er orðinn hýr af víni, gerir hann
sér dælt við frú Dóru þannig að
athygli vekur. Ég hnippi því öðru
sinni í vin minn og segi við hann
að ekki sé viðeigandi að láta svona
við sjálfa forsetafrúna.
Júlíus lyftir brúnum, kímir
háðslega og afsakar hegðun sína
með þessum orðum:
„Ég hef alltaf verið svag fyrir
þessari konu!“
Þegar Júlíus Havsteen á sjö-
tugsafmæli hinn 13. júlí árið 1956,
er mikið um dýrðir á Húsavík. Ég
er á ferð vestur með landi út af
Tjörnesi, hringi til sýslumannsins
og óska honum til lukku með dag-
inn.
„Ég ansa því ekki,“ segir Júl-
íus. „Þú verður að koma hingað
og skála við mig. Annað kemur
ekki til greina.“
Ég átti að vera kominn vestur
á Dýrafjörð daginn eftir, en við
nánari athugun sé ég að ég muni
hafa tíma til að heilsa upp á Júlíus
örstutta stund, svo að ég renni inn
að bryggju á Húsavík.
Ég segi við undirmenn mína:
„Nú farið þið í ykkar fínustu
einkennisföt. Síðan göngum við
fylktu liði frá höfninni að sýslu-
mannsbústaðnum, stönsum fyrir-
utan húsið og heilsum Júlíusi."
Við gerum þetta. Júlíus gengur
út á tröppumar ásamt fleiri gest-
um, og þegar hann sér okkur koma
marsérandi, verður hann svo glað-
ur að hann brunar til móts við
okkur, tekur um báðar ’axlir mínar
— og kyssir mig á ennið.
Að því loknu snýr hann sér að
fólkinu og segir:
„Svona heilsa ég nú ekki hveij-
um sem er.“
Litlu síðar kemur til mín sonur
Júlíusar, Jóhann Hafstein, al-
þingismaður og síðar forsætisráð-
herra, og hvíslar að mér:
„Þetta var fallega gert, Eiríkur.
Þessu gleymir pabbi aldrei.“
Eldhress íheila öld
Eiríkur Kristófersson skipherra segir
frá ævintýrum og atburðum þessa
heirns ogannars
Höfundur er Gylfí Gröndal
Útgefandi Forlagið
Bókin kemur útí vikunni
Verð 2.980 krónur
SIÐUSTU SÆTIN TIL NEWCASTLE
Jólaverslunin í Newcastle byrjar íyrir alvöru 1. nóvember
og stemmningin er engu lík.
3 HeÍIÍI verslunardagar í stærstu verslunarmiðstöð Evrópu.
Allt að 10% afsláttur íyrir íslendinga í tugum vandaðra verslana.<
Hagstætt gengi á pundinu tryggir einstaka verslunarmöguleika.
Tryggdu þér sæti
10., 14., 17. og
21. nóvember.
Miðaldaveisla í Lumley með Lord
og Lady. Ævintýraleg stemmning.
Sláðu til og komdu með.
65 22 66
Ferðaskrifstofan Alís, sími 652266, fax. 651160