Morgunblaðið - 07.11.1993, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1993
Minning
Valgerður Guðimmds-
dóttir kennari
Fædd 6. april 1902
Dáin 31. október 1993
Langri og farsælli lífsgöngu mik-
ilhæfrar konu er lokið. Föðursystir
mín hefur skilað drýgra lífsstarfi
en ég kann dæmi af. Valla frænka
var fædd og uppalin í Haukatungu,
síðar að Tröð í Kolbeinsstaðahreppi
en fluttist með foreldrum sínum og
bræðrum til Reykjavíkur eftir
þrengingatíma í kjölfar veðurharð-
inda veturinn 1918. Valla var sókn-
arbarn séra Árna Þórarinssonar
prófasts, en lífsbreytni hennar gerir
ummælin um vont fólk undir Jökli
að öfugmæli eða hrósyrði.
Prófasturinn mat fjölskyldu
Völlu að verðleikum, einkum móð-
urina, Matthildi, sem var ljósmóðir
í sókninni um árabil. Á mölinni tók
við érfið iífsbarátta og fór Valla
snemma að vinna fyrir sér og sínum
og ekki síst sínum því að fjölskyld-
an var samhent. Hugur hennar stóð
til mennta en það varð að bíða betri
tíma. Sá var tíðarandinn og hlut-
skipti kvenna. Hún vann ýmis störf
en lengst á „Miðstöð" símans sem
ein fjörutíu kvenna sem gáfu tal-
samband innanbæjar sem utan. í
Öldinni okkar frá árinu 1932, bls.
33, er að finna ljósmynd af hópn-
um, sem tekin var þegar sjálfvirk
símstöð var tekin í notkun í Reykja-
vík 1. desember 1932 og konumar
í Miðstöð létu af störfum. Einum
50 árum seinna sagði hún mér frá
starfínu og þessum konum sem
höfðu haldið hópinn og meðal ann-
ars hist til að halda uppá hálfrar
aldar starfslokaafmæli. Allt varð
ljóslifandi við frásögn Völlu og eins
og gerst hefði í gær.
Eftir starfslok á símanum var
menntunarþörfin öðru yfirsterkari.
Valla fór í Kennaraskóla íslands,
lauk þaðan kennaraprófi árið 1935
og hóf þegar kennslustörf við Aust-
urbæjarskólann, sem varð starfs-
vettvangur hennar til ársins 1972,
er hún lét af störfum sjötug að aldri.
Þegar Valla réðst til skólans var
starfsemi hans afar öflug. Skóla-
húsnæðið nýlegt og byggt í sam-
ræmi við ýtrustu uppeldis- og
kennslukröfur og er enn til mikillar
fyrirmyndar. Þar var sundlaug,
leiksvið, leikfimisalur, handavinnu-
herbergi og allt sem prýða þarf
góða uppeldisstofnun. Til skólans
völdust hæfustu kennarar sem völ
var á, gagnmenntaðir hér heima
og erlendis. Allt sitt líf var Valla
bæði hreykin og stolt af að hafa
verið ráðin til starfa við Austurbæj-
arskólann. Haustið 1937 hélt
frænka, hvött af skólastjóra og
samkennurum, til Sviss til fram-
haldsnáms í smábarnakennslu,
barnasálarfræði og kennslufræði.
Stundaði hún nám við L’Institut J.
J. Rousseau í Genf í eitt ár og naut
kennslu færustu uppeldisfræðinga
þeirra tíma, manna sem hlotið hafa
alþjóðlega viðurkenningu fyrir störf
sín að uppeldis- og kennslumálum.
Einn af kennurum skólans var Piag-
et, sem nú er heimsþekktur uppeld-
isfrömuður.
Valla var á réttri hillu sem kenn-
ari. Starfíð var henni hugsjón og
börnin umgekkst hún af djúpri virð-
ingu. Þessa naut ég ríkulega sem
nemandi hennar í sjö ára bekk.
Lestur varð leikur og ánægja, bæk-
ur dýrgripir og teikning að mynd-
list. En það var annað sem skipti
ekki minna máli. Virðing fyrir
skólafélögum, tillitssemi, hjálpsemi
við náungann og réttlætiskennd.
Valla var lifandi sönnun þess, að
gott uppeldi, góður skóli, er undir-
staða góðs þjóðlífs og efnalegra
framfara. Það skilar sér hundrað-
falt í vönduðu fólki á öllum aldri
og einnig í góðæri. Hundruð nem-
enda nutu handleiðslu frænku
minnar og mér fannst hún muna
eftir þeim öllum, hvernig þeim
vegnaði í skólanum og síðar á lífs-
leiðinni. Hún þekkti nafn og örlaga-
sögu hvers andlits á skólamyndun-
um.
Skólastarfið var ein hliðin. Hin
var einstök ræktarsemi Völlu við
fjölskyldu og vini. Mínar fyrstu
bemskuminningar tengjast henni
og mætum og traustum eiginmanni
hennar, Jóni Kolbeinssyni, sem lést
10. september 1986. Heitt kakó,
spil og leikir og andrúm góðvildar
á heimili þeirra á Njálsgötunni og
síðar í Hátúni 4. Við systkinin vor-
um ein af tugum annarra barna og
fullorðinna sem nutu hjartahlýju og
t
Útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
HALLDÓRU ÓSKARSDÓTTUR,
Rekagranda 2,
Reykjavík,
verður gerð frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 9. nóvember kl. 15.00.
Einar Sigurðsson,
Erna G. Einarsdóttir, Dóra G. Einarsdóttir,
Þuríður Einarsdóttir, Guðrún Einarsdóttir,
tengdasynir, barnabörn og barnabarnabarn.
t
Faðir minn,
GUÐJÓN GUÐMUNDSSON,
Rauðalæk 5,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 9. nóvember kl. 15.00.
Fyrir hönd vandamanna.
Ingi B. Guðjónsson.
LEGSTEINAR
MOSAIK H.F.
Hamarshöfða 4 — slmi 681960
I
gestrisni þeirra hjóna. Valla fylgd-
ist grannt með öllum bræðrabörn-
um sinum, börnum þeirra og barna-
börnum. Seinna vissi ég að faðir
minn hafði allt frá barnæsku notið
ríkulegs ástríkis systur sinnar, sem
var fimm árum eldri en hann. Hún
átti sinn þátt, og ekki minnstan, í
því að hann sneri aftur heim til
Islands skömmu fyrir stríð eftir tíu
ára dvöl í Kanada og studdi hann
allt hans líf. Þessa ástríkis naut ég
og síðar drengimir mínir. Þannig
var hún. Alltaf reiðubúin að leggja
öðrum lið á sinn hæverska en
ákveðna hátt, ekki síst á erfiðum
stundum. Um alúð hennar og um-
hyggju fyrir fósturbömum, tengda-
börnum og bamabörnum þarf ekki
að hafa mörg orð. Þeim sendi ég
innilegar samúðarkveðjur fjöl-
skyjdu minnar.
Ég sagði í upphafi, að langri og
farsælli lífsgöngu væri lokið. Það
má allt eins segja að vegferð
frænku minnar sé rétt að hefjast.
Hún lifir um ókomin ár í öllum sem
kynntust henni, bömum þeirra og
barnabörnum. Blessað sé lífsstarf
Valgerðar Guðmundsdóttur.
Atli Gíslason.
Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðvilj-
aður. kærleikurinn öfundar ekki.
Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir
sér ekki upp.
Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki
síns eigin,
hann reiðist ekki, tilreiknar ekki hið illa.
hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en sam-
gleðst sannleikanum.
Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt,
umber allt.
Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.
(1. Korintubréf 13:4-8.)
Á morgun kveðjum við aldna
heiðurskonu, Valgerði Guðmunds-
dóttur kennara, hana Völlu konuna
hans Nonna móðurbróður míns. Á
kveðjustund fer ekki hjá því að
margar minningar sækja á hugann.
Eigi man ég lengra aftur en Valía
og Nonni væm stór þáttur í lífi
mínu.
Það fyrsta er ég man þau, er að
ég og við systkinin stóðum prúðbú-
in og biðum þess að þau riðu í hlað,
geislandi af hamingju, með dular-
fullar töskur er ávallt höfðu að
geyma margt er gladdi bæði andann
og magann er við tróðum út af vín-
arpylsum og bakarís-vínarbrauðum
með miklu glassúr. Þá var sannköll-
uð hátíð í bæ. Þetta vom stórvið-
burðir fyrir okkur sveitabörnin að
fá slíka gesti. Og þá var ekki síður
að fá að skreppa til höfuðstaðarins
og dvelja hjá þeim tíma og tíma.
Þeim hjónum Völlu og Nonna
varð ekki barna auðið. Ef til vill
hefur það verið vegna þess að ég
og systkini mín, böm Karólínu,
nutum hjá þeim óendanlegrar um-
hyggju og væntumþykju. Hjarta
þeirra var stórt og rúmaði okkur öll.
Eitt sinn var ég spurð: „Hver er
hún þessi Valla sem þú talar svo
mikið um?“ Og svar mitt var: „Ég
veit það ekki, en hún á okkur með
henni mömmu.“ Það voru orð að
sönnu.
Þá fyrst er ég fór að heiman
dvaldist ég hjá þeim hjónum í eitt
ár. Valla kenndi mér að ganga sem
ung stúlka um götur höfuðstaðar-
ins, hvað bæri að varast og hvað
væri hollt fyrir forvitna og fávísa
sveitastelpu. Þá leiddi hún mig inn
í leyndardóma óperu- og leikhúsa,
fyrstu ferðir mínar á þá staði voru
í fylgd hennar og Nonna.
Við systkinin dvöldumst öll hjá
þeim um lengri og skemmri tíma
og nutum þess mjög. Makar okkar
og börn hafa ekki farið varhluta
af kærleika og umhyggju. Hveijum
nýjum fjölskyldumeðlim var fagnað
með opnum örmum. Hún mamma
hefur ekki bara kvatt mágkonu,
heldur sína bestu vinkonu frá unga
aldri, en aldrei bar skugga á þeirra
vináttu. Þær gátu svo fagurlega
deilt okkur systkinum þannig að
báðar voru kallaðar ömmur og
langömmur. Þeirra samband var
einstakt og væri efni í heila bók.
Fyrir allt þetta erum við þakk-
lát, þakklát fyrir að hafa fengið að
kynnast konu eins og henni Völlu
og finna ávallt að allt var með
kærleika gert. Það er dýrmætt að
eigá slíkar minningar.
Síðustu ár voru orðin henni Völlu
minni erfið. Hún kvartaði aldrei og
sagði að sér liði bara vel. Ég held
hún hafí verið hvíldinni fegin. Hún
hafði undirbúið vistaskiptin og
hlakkaði til að hitta Nonna sinn
aftur. Sem eitt voru þau í lifanda
lífí og leiðast nú um grasi gróna
velli guðs um geim og vaka eflaust
enn yfír velferð okkar allra.
Farðu í friði guðs.
Þökk fyrir allt.
Fyrir hönd okkar mömmu, systk-
ina og afkomenda,
þín Erna.
Hún Valgerður föðursystir mín
er dáin. Hún sofnaði útaf á sunnu-
daginn var, 91 árs gömul. Hún var
orðin þreytt og henni var hvíldin
kærkomin. Svo eigingjörn get ég
ekki verið að gleðjast ekki yfir því.
En hugurinn reikar og minningarnar
vakna. Valla frænka fæddist í Hauk-
atungu í Kolbeinsstaðahreppi, dóttir
Pálínu Sigurðardóttir ljósmóður og
Guðmundar Eggertssonar sem voru
afí minn og amma. Þau fluttust
seinna að Tröð í sama hreppi og þar
ólst hún upp. Þau voru íj'ögur systk-
inin. Sigurður elstur vann í mörg
ár hjá verkamannafélaginu Dags-
brún. Faðir minn Eggert næstur,
hann var starfsmaður við Reykjavík-
urhöfn til dauðadags. Valgerður sú
þriðja og Gísli langyngstur. Árið
1920 bregða afi og amma búi og
flytjast til Reykjavíkur. Sigurður og
pabbi voru komnir suður á undan
og unnu við að reisa hús á Freyju-
götu 10A. Þangað flyst svo fjölskyld-
an. Pabbi og mamma giftu sig árið
1921 og í lok ársins fæðist ég og
flyst með þeim á .Freyjugötuna,
fyrsta barn í því húsi, en þau urðu
svo sannarlega fleiri áður en yfir
lauk.
Eldri bræðurnir mínir höfðu báðir
farið í Hvítárbakkaskólann, en nú
var röðin komin að Völlu og hún
settist í Kvennaskólann. Það hljóta
að hafa verið mikil viðbrigði að koma
úr friðsælli sveit í höfuðborgina, en
Reykjavík þá var þó allt önnur ver-
öld en hún er í dag.
Reykjavík bernsku minnar var
bær en ekki borg. Þá stóðu hænsna-
kofar og snúrustaurar við mörg hús.
Leikvöllur barnanna á Freyjugötunni
og nágrenni var Skólavörðuholtið
sem þá var óbyggt. Umferð þurfti
ekki að hræðast, því að bílar voru
ekki á hveiju strái. Ekkert útvarp,
óvíða sími, barnaskólinn einn og
svona mætti lengi telja. En þá kom
fólk hvað öðru við. Nágrannar hjálp-
uðust við og þá var alltaf einhver
heima. Þetta var yndislegur tími.
Reyndar man ég atvinnuleysið. Ég
var ekki stór þegar ég hafði áhyggj-
ur af hvort pabbi kæmi strax neðan
af höfn eða hvort hann hefði fengið
vinnu. En fjölskyldan var þarna sam-
an komin og heimurinn var lítill en
öruggur. Það var farið í fjölskyldu-
heimsóknir og svo voru það ættingj-
ar og vinir sem komu í bæinn til að
leita að vinnu eða leita læknis, eða
bara til að hitta brottflutta ættingja.
Þetta fólk gisti. Þá bjó enginn svo
þröngt að hann gæti ekki veitt vinum
og ættingjum húsaskjól. Þetta
þekktu flest heimili í Reykjavík, því
að fjöldi Reykvíkinga þá var aðflutt
sveitafólk. Valla frænka lauk
Kvennaskólanum og fór að vinna á
símstöðinni, sem þá var auðvitað
ekki sjálfvirk. Þar var hún í glöðum
hópi og undi hag sínum vel.
Lífið á Freyjugötunni gekk sinn
gang. Það fjölgaði reyndar, Jónas
bróðir minn fæddist. Sigurður giftist
og eignaðist sitt fyrsta barn, og þá
var nú farið að þrengjast. Það var
. ráðist í að byggja ofan á húsið, hæð
og ris. Sigurður og fjölskylda,
mamma og pabbi og við systkinin
bjuggum á miðhæð. Amma, afí,
Valla og Gísli uppi í risi, og neðsta
hæðin leigð út. Sennilega þættu
þetta ekki vegleg húsakynni í dag.
Amma og afi með tvo unglinga í
tveimur herbergjum og eldhúsi. Hin-
ar tvær fjölskyldurnar í þremur her-
bergjum niðri og mágkonurnar með
sameiginlegt eldhús. En þetta voru
samt yndisleg ár. Jólin voru haldin
eins og í sveitinni. Við söfnuðumst
saman í stofunni niðri. Pabbi spilaði
jólasálma á orgelið og afi las húslest-
ur og svo fengum við appelsínur og
epli, lengi vel í eina skiptið á árinu.
Seinna um kvöldið súkkulaði og kök-
ur uppi hjá ömmu og afa, þar var
alltaf sami jóladúkurinn, sem ég
þekkti hveija mynd á og dáðist allt-
af jafnmikið að. í þessu heimilis-
mynstri var Valla frænka mín stórt
númer - hún var einn af pólunum í
tilverunni. Gísli bróðir hennar lauk
menntaskóla og fór til Ameríku til
náms, en Valla mín var á sínum
stað. Ég á enga bernskuminningu
svo gamia, að hún komi ekki þar
við sögu. Sjálf sagði hún mér, að
einu sinni hefði heyrst til mín inn
um opinn glugga. Eg var að kynna
mig fyrir nýfluttri stelpu úr næsta
húsi, spyija um nafn og þess háttar
og sagði svo: „Og hvað heitir hún
svo hún Valla frænka þín?“
Tíminn leið og Austurbæjarskól-
inn var byggður. Já, hann reis í allri
kreppunni og þetta var hreint ótrú-
legt hús. Ég er ekki viss um að
margur geri sér grein fyrir hve mik-
ið ævintýri það var. Sundlaug, kvik-
myndasalur, læknastofa og hvað
eina. Þangað réðust margir af-
bragðskennarar og Valla frænka
settist í Kennaraskólann. Það var
mikið gæfuspor, því að hún var
fæddur kennari. Það hefði ég nú
getað sagt fyrir, ef einhver hefði
spurt mig, stelpubjánann, því að alla
tíð hjálpaði hún mér og leiðbeindi,
sem og okkur öllum eftir því sem
við höfðum vit og þroska til að með-
taka. Fyrstu bækurnar mínar voru
þær sem hún gaukaði að sér, þulur
Theodóru, Ævintýri Munkhausen,
Snata og Snotru, já, ég man þetta
allt og veit vel að auraráð voru ekki
alltaf mikil. En þetta gekk fyrir.
Hún skildi alltaf litlar sálir svo vel.
Valla lauk Kennaraskólanum á
tveimur árum og gerðist stunda-
kennari við Austurbæjarskólann.
Fljótlega varð mönnum ljóst hvern
starfsmann þeir höfðu fengið og hún
var hvött til frekara náms, ekki síst
af Sigurði Thorlacíus skólastjóra.
Hún fór til Sviss og settist í frægan
smábarnaskóla í Genf.
Er heim kom varð hún fastráðinn
kennari við Austurbæjarskólann í
Reykjavík og starfaði þar síðan, þar
til hún lét af störfum vegna aldurs.
Valla var kennari af guðs náð. Hún
var vinsæl og elskuð, um það geta
vitnað ótal nemenda hennar, sem
aldrei hafa gleymt sínum gamla
kennara. Hún hafði sérhæft sig í
hjálp við þá sem stóðu höllum fæti
BléSstofa
Fnöfinm
Suðuriandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið ölikvöld
til kl. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar við öll tiiefni.
Gjafavörur.