Morgunblaðið - 07.11.1993, Page 36

Morgunblaðið - 07.11.1993, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1993 RAÐAUGi YSINGAR Mosfellsbær Mosfellsbær-deiliskipulag Tillaga að deiliskipulagi í landi Blómvangs í Mosfellsbæ verður til sýnis á Bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar frá 8. nóv. 1993 til 6. des. 1993. Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu ber- ast skriflega til Skipulagsnefndar Mosfells- bæjar innan framangreinds sýningartíma. Tæknifræðingur Mosfellsbæjar. Foreldrar barna ítann- réttingum, athugið Foreldrar barna í ttannréttingum, athugið að Tryggíngastofnun tekur ekki þátt í greiðslu tannréttingakostnaðar barna ykkar eftir 31. desember nk., nema meðferðin falli undir alvarleg tilvik (flokk 1). Kostnaður sem til fellur eftir næstu áramót verður því aðeins greiddur að Tryggingastofnun hafi áður sam- þykkt 65-100% endurgreiðslu. Aðrir þurfa að þera kostnað af tannréttingum barna sinna sjálfir. Reikningar, sem heimilt verður að endur- greiða verða áfram afgreiddir hjá sjúkra- tryggingadeild Tryggingastofnunar, Tryggva- götu 28 í Reykjavík, og hjá umboðum hennar utan Reykjavíkur. TRYGGINGASTOFNUN K& RÍKISINS Ráðstefna um samræmda slysaskráningu Föstudaginn 12. nóvember nk. kl. 9.30- 15.00 heldur Slysavarnafélag íslands ráð- stefnu um samræmda slysaskráningu f ráð- stefnusal ríkisins, Borgartúni 6, Reykjavík. Dagskrá: Kl. 9.30 Setning. Einar Sigurjónsson, forseti Slysavarnafélags íslands. Ávarp. Fulltrúi heilbrigiðsráðherra. Slysaskráning - staðan í dag. Hvernig er hægt að bæta hana? - Sigurður Helgason, upplýsingafulltrúi Umferöarráðs. - Brynjólfur Mogesen, yfirlæknir slysa- og sjúkravaktar Borgarspítalans. ' - Júlíus Valsson, læknir, Tryggingastofnun ríkisins. - Daníel Hafsteinsson, deildarstjóri SÍT/vátryggingafélögin. - Friðrik G. Gunnarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn Lögreglunnar í Reykjavík. - Kristinn Ingólfsson, fulltrúi Siglingamálastofnunar ríkisins. - Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlits ríkisins. Oflun upplýsinga um slys. Reynslusaga. Kristján Þorvaldsson, dagskrárgerðarmaður. Kl. 12.00 Léttur hádegisverður. Kl. 13.00 Viðhorf lan.dlæknis Ólafs Ólafssonar. Samræmd slysaskráning - forsenda markvissra slysavarna. Ólafur Hergill Oddsson, héraðslæknir. Að ná árangri með upplýsingatækninni/uppbygging og rekstur slysaskráningakerfis. Gunnar Páll Þórisson, rekstrarhagfræðingur. Viðhorf alþingismanns Láru Margrétar Ragnarsdóttur. Umræður og ráðstefnuslit. Ráðstefnustjóri: Ingi Hans Jónsson, Grundarfirði. Þeir, sem hafa áhuga á að sækja ráðstefn- una, vinsamlegast tilkynnið þátttöku á skrifstofu SVFI, sími 91-627000 f síðasta lagi miðvikudaginn 10. nóvember nk. Slysavarnafélag íslands. Styrkur til handritarann- sókna í Kaupmannahöfn í framhaldi af lyktum handritamálsins ákváðu dönsk stjórnvöld að veita íslenskum fræði- manni styrk til handritarannsókna við Stofn- un Árna Magnússonar (Det Arnamagnæ- anske Institut) í Kaupmannahöfn. Styrkurinn veitist til allt að tólf mánaða dvalar og nem- ur nú um 16.400 dönskum krónum á mán- uði, auk ferðakostnaðar. StyrkurÁrna Magnússonar (Det Arnamagnæanske Legat). Með sameiningu eftirtalinna sjóða, Det Arna- magnæanske Legat (frá 1760), Konrad Gísla- sons Fond (frá 1891) og Bogi Th. Melsteds Historikerfond (frá 1926) hefur verið stofnaður einn sjóður, Det Arnamagnæanske Legat. Verk- efni hins nýja sjóðs er að veita íslenskum ríkis- borgurum styrki til rannsókna í Árnasafni eða öðrum söfnum í Kaupmannahöfn. Styrkir verða veittir námsmönnum og kandídötum, sem hafa sýnt svo mikla þekkingu á sviði norrænnar eða íslenskrar tungu, sögu eða bókmenntum, að vænta megi að þeir muni inna af hendi verk í þessum greinum sem, þættu skara fram úr. Umsóknarfrestur um ofangreinda styrki er til 25. nóvember nk., en umsóknir ber að stíla til Árnanefndar (Den Arnamagnæanske Kommission) í Kaupmannahöfn. Nánari upplýsingar um styrkina og tilhögun umsókna fást í menntamálaráðuneytinu, Stofnun Árna Magnússonar á íslandi og skrifstofu heimspekideildar Háskóla íslands. Menntamálaráðuneytið, 5. nóvember 1993. Styrkir til háskólanáms í Danmörku, Noregi og Sviþjóð 1. Dönsk stjórnvöld bjóða fram fjóra styrki handa íslendingum til háskólanáms í Dan- mörku námsárið 1994-95. Styrkirnir eru ætlaðir þeim sem komnir eru nokkuð áleiðis í háskólanámi og eru miðaðir við 9 mánaða námsdvöl en til greina kemur að skipta þeim ef henta þykir. Styrktarfjár- hæðin er áætluð um 4.000 d.kr. á mánuði. 2. Norsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslenskum stúdent eða kandídat til há- skólanáms í Noregi námsárið 1994-95. Styrktímabilið er níu mánuðir frá haust- misseri 1994. Til greina kemur að skipta styrknum ef henta þykir. Styrkurinn nem- ur um 5.700 n.kr. á mánuði. Umsækjend- ur skulu vera yngri en 35 ára og hafa stundað háskólanám í a.m.k 2 ár. 3. Ennfremur hafa norsk stjórnvöld tilkynnt að þau bjóði fram í löndum sem eiga aðild að Evrópuráðinu fimm styrki til fram- haldsnáms við háskóla í Noregi skólaárið 1994-95. Ekki er vitað fyrirfram, hvort einhver þessara styrkja muni koma í hlut íslendinga. Umsóknir skal senda til Norg- es almennvitenskapelige forskningsrád, Sandakerveien 99, N-0483 Oslo 4, fyrir 15. mars nk. og lætur sú stofnun í té umsóknareyðublöð og frekari upplýs- ingar. 4. Sænsk stjórnvöld bjóða fram nokkra styrki handa erlendum námsmönnum til að stunda nám í Svíþjóð námsárið 1994-95. Styrkir þessir eru boðnir fram í mörgum löndum og eru öðru fremur ætl- aðir til náms sem eingöngu er unnt að leggja stund á í Svíþjóð. Sérstök athygli er vakin á því að umsækjendur þurfa að hafa. tryggt sér námsvist við sænska stofnun áður en þeir senda inn umsókn. Styrkfjárhæðin er 6.700 s.kr. á mánuði námsárið, þ.e. í 9 mánuði. Styrkir til skemmri tíma koma einnig til greina. Umsóknir um styrkina skulu sendar til Svenska Institutet, Gáststipendier, Box 7434, S-103 91 Stockholm, Svíþjóð, og lætur sú stofnun í té tilskilin umsóknar- eyðublöð fram til 1. desember nk. Umsóknir um styrki skv. liðum 1 og 2 skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Sölvhóls- götu 4, 150 Reykjavík, fyrir 20. desember nk. á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Umsóknum fylgi staðfest afrit af prófskfr- teini ásamt meðmælum. Menntamálaráðuneytið, 5. nóvember 1993. Tilboð Bifreiðaútboð á tjónabifreiðum er alla virka mánudaga frá kl. 9.00-18.00. Ljósmyndir af bifreiðunum liggja frammi hjá umboðsmönn- um SJÓVÁR-ALMENNRA víða um land. Upplýsingar í símsvara 91-671285. T|ónösMi[siin ■ * Drajjhálsi 14-16, 110 Reykjavik, sími 671120, telefax 612620 WTJÓNASKOÐUNARSTÖÐ Smiðjuvegi 2 -.200 Kópavogur Sími 683400 (simsvari utan opnunarti'ma) - Telefax 670477 Tilboð óskast í bifreiðar, sem skemmst hafa í umferðaróhöppum. Bifreiðarnar verða til sýnis á Smiðjuvegi 2, Kópavogi, mánudaginn 8. nóvember 1993, kl. 8-16. Tilboðum sé skilað samdægurs. Vátryggingafélag íslands hf. - Tjónaskoðunarstöð - Tilboð Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar sem verða til sýnis á Hamarshöfða 6, Reykjavík, mánu- daginn 8. nóvember 1993 kl. 9.00-16.00. Tilboðum skal skilað samdægurs. 1. Toyota Starlet árg. 1993 2. Ford EscortXR3i árg. 1984 3. Suzuki Swift GTi árg. 1988 4. Mercedes Benz 230E árg. 1983 5. Daihatsu Charade árg. 1988 6. Toyota Corolla árg. 1991 Ökutækin eru skemmd eftir umferðaróhöpp og seljast í því ástandi. Skandia Vátryggingafélagið Skandia. Tilboð óskast í Cole krana 40-45 tonn, árg. 1976. Kraninn verður til sýnis hjá vélsmiðju Heið- ars, Kaplahrauni, mánudaginn 8. nóvember. Tilboðum sé skilað til tjónaskoðunastöðvar Sjóvá-Almennra, Draghálsi 14-16, fyrir mið- vikudag. ■ M ■ B Drayhálsi 14-16, 110 Reykjavík.simi 671120, telefax 672620

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.