Morgunblaðið - 07.11.1993, Side 38
38
MORGUNBLAÐIÐ ATVINIMA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1993
n|r matseðill hannaður af meistarakokki
Yið erum svo heppin að hafa fengið kfnverskan listakokk til liðs við
okkur í velur. Hann heitir Luo Shunke og kemur frá vesturhluta Kfna
Luo hefur 18 ára reynslu af matreiðslu. Hann starfaði sfðast á
veitingahúsi í Peking, sem sérhæfir sig í Peking- og Szechuan réttum.
Luo er á heimavelli fSzechuan-matseld, þar sem réttirnir eru vel
Sérréttir Sjanghæ
Yið vekjum lfka athygli á
Sérréttum Sjanghæ,- nýjum
matseðli með mörgum litlum
réttum, sem hægl er að
panta marga saman.
Shanghæ býður sérstakt kynnmgartilboð
fyrir2eðafleiri
Kuei-Liang kokkteill
Súpa dagsins
Forréttur
Kaldir réttir frá hinum ýmsu héruðum Kfna
Aðalréltir
Djúpsteiktur krabbi með Sjanghæsósu
Ofnbakaður kjúklingur með ananassósu
Snöggsteiktur humar með kryddlegnu engifer
Lambakjöt með plómusósu
Eftiiréttur
Sesamkaka með fs
Kaflieðate
-KINUEMIŒ veitingahúsið á íslandi | |h|
Laugavegi 28b Sími 16513 - 23535 - Fax 624762 I ^
Bíókvöld á Bíóbarnum
FASTAR kvikmyndasýningar hefjast sunnudaginn 7. nóvémber
á Bióbarnum á íslenskum myndum undir heitinu Bíókvöld á
Bíóbarnum. Sýndar verða bæði eldri og nýrri kvikmyndir sem
eiga það sameiginlegt að koma frá jaðri íslenskrar kvikmynda-
gerðar. Alls verða sýningarkvöldin tólf talsins, hver sýning á
sunnudagskvöldum kl. 21 og síðan aftur á sama tíma næsta
miðvikudagskvöld á eftir.
Tilgangur kvöldanna er tvíþætt-
ur, að kynria ýmsar þekktar og
áhugaverðar eldri kvikmyndir sem
sjaldan ber fyrir augu íslenskra
áhorfenda og koma á framfæri
nýjum og nýlegum myndum eftir
yngri kynslóð kvikmyndagerðar-
manna.
Meðal þeirra eldri mynda sem
sýndar verða má geta Höddu
Pöddu eftir Guðmund Kamban
sem gerð var árið 1924, Maður
og verksmiðjan frá 1968 sem er
eftir Þorgeir Þorgeirson og mynd-
ir Rósku, Sóley, Ólafur Liljurós
og Elettra. Meðal glænýrra mynda
sem sýndar verða má geta Byron
Ljósaperu eftir Guðmund Karl
Björnsson sem unnin er eftir bók-
inni Gravity’s Rainbow eftir
Thomas Pynchon, Trommarinn
eftir Böðvar Bjarka Pétursson sem
fjallar um undirbúning háaldraðra
trommuleikara fyrir tónleika. Hús-
ey eftir Þorfinn Guðnason sem
fjallar um síðasta selveiðibónda
landsins og samskipti hans við
náttúruna og Dagsverk eftir Kára
G. Schram sem fjallar um einn dag
í lífi Dags Sigurðarsonar skálds
og listamanns.
Einnig verða sérstakar sýningar
tileinkaðar ákveðnum stefnum og
straumum í íslenskri kvikmynda-
gerð, s.s. íslenskum tónlistar-
myndböndum og úrval íslenskra
teiknimynda.
Allar sýningar eru ókeypis.
Frekari upplýsingar um hveija
sýningu verða birtar á kvikmynd-
asíðum dagblaðanna. „Bíókvöld á
Bíóbarnum" er skipulagt af Kvik-
myndagerðinni Andrá hf. í sam-
vinnu við Bíóbarinn.
Hagkaup selur
ódýr íslensk blóm
HAGKAUP hefur gert samning við nýjan blómaheildsala um sölu
á íslenskum blómum í verslunum sínum á lægra verði en algeng-
ast er í blómaverslunum. A fimmtudag var boðið upp á blóma-
búnt, meðal annars rósabúnt, á 499 kr. í að minnsta kosti tveimur
Hagkaupsbúðum og verið er að koma blómum fyrir í fleiri búðum.
Er þetta 200-300 kr. lægra verð en gengur og gerist í blómaversl-
unum, að sögn Óskars Magnússonar forstjóra Hagkaups. Þá eru
jólastjörnur seldar á 599 kr. í flestum Hagkaupsbúðunum. Algengt
verð er hins vegar 1.000 kr.
Tvö heildsölufyrirtæki hafa dreift
meginhluta innlendrar blómafram-
leiðslu, Blómamiðstöðiji og Blóma-
heildsalan, og hefur smásalan mest
verið í sérhæfðum blómaverslunum.
Nýtt fyrirtæki, Blómasalan, hefur
nú tekið við rekstri Blómaheildsöl-
unnar og gert sölusamning við
Hagkaup. Blómasalan er dótturfyr-
irtæki Bananasölunnar hf. sem er
eignarhaldsfyrirtæki garðyrkju-
bænda innan Sölufélags garðyrkju-
manna.
„Við höfum aðeins reynt að að
selja blóm. En nú sýnist mér að við
séum að sigla inn í það af fullum
krafti og verðum líka með potta-
plöntur í framtíðinni," segir Óskar
Magnússon. Hann sagði skýringuna
á lágu verði að finna í hagstæðum
samningum sem fyrirtækið hefði
náð.
I.O.O.F. 11 = 1751188V2 =
□ MÍMIR 5993110819 I Atkv.
Frl.
□ GIMLI 5993110819 III 1
Ungt fólk
frgjgJ meá hlutverk
gSgB YWAM - ísland
Samkoma i Breiðholtskirkju i
kvöld kl. 20.30.
Mikil lofgjörð og boðið upp á
fyrirbænir. Sigurbjörn Þorkels-
son framkvæmdastjóri Gideon
predikar.
„Þér eruð eignarlýður Guðs til
þess að víðfrægja dáðir hans."
Allir hjartanlega velkomnir.
Aðalfundur
Sjálfboðaliðasamtaka um nátt-
úruvernd verður haldinn þriðju-
daginn 9. nóvember kl. 20.30 í
húsi Ferðafélags íslands, Mörk-
inni 6. Auk venjulegra aðalfund-
arstarfa verða sýndar myndir úr
vinnuferðum. Allir félagar hvattir
til að mæta.
Stjórnin.
Slttd auglýsingar
fómhjálp
Almenn samkoma í Þríbúðum,
Hverfisgötu 42, í dag kl. 16.00.
Fjölbreytt dagskrá með miklum
söng. Samhjálparkórinn tekur
lagið. Vitnisburðir. Barnagæsla.
Ræðumaður Óli Ágústsson.
Kaffi að lokinni samkomu.
Allir velkomnir.
Samhjálp.
UTIVIST
Hallveigarstig 1 • simi 614330
Dagsferð sunnud. 7. nóv.
Kl. 10.30 Þingvallagangan 7. og
lokaáfangi; Söguferð. Brottför
frá BSÍ, bensínsölu. Verð kr.
14.00/15.00.
Dagsferð sunnud. 14. nóv.
Kl. 10.30 um Skarðsmýrarfjall.
Aðventuferð í Bása 26.-28.
nóv.
Fullbókað er í þessa vinsælu
ferð. Pantanir óskast staðfestar
eigi síðar en föstud. 19. nóv.
Fararstjórar verða Anna Soffía
Óskarsdóttir og Ingibjörg S. Ás-
geirsdóttir.
Útivist.
Hvítasunnukirkjan
Vegurinn
Hafnargötu 84, Keflavík.
Samkoma kl. 11.00 árdegis.
Jesús Kristur er svarið.
Allir velkomnir.
VEGURINN
v Kristiö samfélag
Smiðjuvegi 5, Kópavogi
Fjölskyldusamvera kl. 11.00.
Brauðsbrotning. Predikari Helga
Zidermanis. Barnakirkja.
Almenn samkoma í kvöld
kl. 20.00.
Högni Valsson predikar.
Allir hjartanlega velkomnir.
Dagskrá vikunnar:
Munið bænastundirnar allavirka
daga kl. 8.00 og á mánudögum
og föstudögum einnig kl. 17.30.
Mánudaginn kl. 20.00:
Grunnfræðsla, framhalds-
fræðsla og kynningarfundur fyrir
nýja.
Þriðjudaginn kl. 20.00:
Föndurkvöld ABC og líknarþjón-
ustu Vegarins.
Miðvikudaginn ki. 18.00:
Biblíulestur með sr. Halldóri
S. Gröndal.
Kl. 20.30 samkoma í Óskakaffi,
Selfossi.
Kl. 20.00 samkoma í Haukahús-
inu, Flatahrauni, Hafnarfirði.
Predikari Richard Perenchief.
Fimmtudaginn kl. 20.00:
Lækningarsamkoma. Kennt um
guðlega lækningu og beðið fyrir
sjúkum.
Föstudaginn kl. 20.30:
Unglingasamkoma.
Laugardaginn kl. 20.00:
Veislukvöld Vegarins, niiðar
seldir á skrifstofu.
„Náðarár Drottins er f dag“.
Aðalfundur
Borðtennisdeildar KR verður
haldinn í KR-heimilinu mánudag-
inn 15. nóvember kl. 20.00.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
FERÐAFÉLAG
® ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 - SÍMI 682533
Miðvikud. 10. nóv. kl. 20.30
Myndakvöld
Myndakvöldið er í Sóknarsaln-
um, Skipholti 50a, og hefst það
stundvíslega kl. 20.30. Fjölbreytt
myndefni úrferðum F.f. Fyrir hlé
sýnir Skúli Gunnarsson m.a. úr
sumarleyfisferð um Austur-
strandir, þ.e. gönguferö úr Ing-
ólfsfirði í Reykjafjörð og einnig
frá siglingu með Ströndum. Eftir
hlé sýnir Ólafur Sigurgeirsson
m.a. frá sumarleyfisferð í Skaga-
fjörð. Þessar ferðir voru farnar
síðastliðið sumar. Góðar kaffi-
veitingar í hléi. Aðgangseyrir
500 kr., kaffi og meðlæti innifal-
ið. Allir velkomnir meðan hús-
rými leyfir. Fjölmennið!
Arbókin 1993
Við rætur Vatnajökuls
Byggðir, fjöli og jöklar
Allir ættu að eignast þessa bók.
Þetta er afbragðs landlýsing eft-
ir Hjörleif Guttormsson á svæð-
inu frá Lómagnúpi að Lónsheiði
(Austur-Skaftafellssýsla). 80 lit-
myndir og fjöldi stærðfræðilegra
uppdrátta og skýringarmynda
prýða bókina. Hún er innifalin i
árgjaldi kr. 3.100,-. Félagar geta
allir orðið. Kynntu þér einnig
önnur fríðindi sem fylgja árgjald-
inu. Upplýsingar á skrifstofunni,
Mörkinni 6, 108 Reykjavík, s.
682533.
Ferðafélag (slands,
félag allra landsmanna.
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Almenn samkoma i kvöld
kl. 20.00.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 • SÍMI 682533
Dagsferðir
Ferðafélagsins
sunnudaginn 7. nóv.
1) Hellaskoðunarferð í Dauða-
dalahella (Flóka) f Tvíbolla-
hrauni. Flóki er skammt norð-
vestan við melinn Markraka,
vestan við gömlu Grindavíkur-
leiðina og norðan við nýja Blá-
fjallaveginn. Flóki er einn sér-
kennilegasti og margflóknasti
hellir hér á landi.
2) Helgafell - Gullkistugjá.
Leiðin er greið á Helgafell (338m)
norðaustan frá og liggur Gull-
kistugjá í suðvestur frá fjallinu.
Brottför kl. 13.00 frá Umferðar-
miðstöðinni, austanmegin og
Mörkinni 6. Verð kr. 1.100.
Frítt fyrir börn.
Næsta myndakvöld verður
miðvikudaginn 10. nóvem-
ber í Sóknarsalnum,
Skipholti 50a
Aðventuferð til Þórsmerkur
26.-28. nóvember
Sannkölluð stemmningsferð
með gönguferðum, jólahlað-
borði, kvöldvöku o.fl. Tilvalin fjöl-
skylduferð. Pantið tímanlega.
Óskilamunirl Frá sl. sumri hef-
ur safnast upp fjölbreytt safn
óskilamuna úr sæluhúsum F.l.
sem vitja má f Mörkinni 6.
Ferðafélag (slands.
Orð lífsins,
Grensásvegi8
Almenn samkoma og sunnu-
dagaskóli kl. 11.00. Allir hjartan-
lega velkomnir! Sjónvarpsút-
sending á OMEGA kl. 14.30.
Hvítasunnukirkjan
Fíladetfía
Brauðsbrotning kl. 11.00.
Ræðumaður Mike Brummitt.
Almenn samkoma kl. 16.30.
Ræðumaður Hafliði Kristinsson.
Barnagæsla og barnasamkoma
á sama tíma.
Allir hjartanlega velkomnir.
*Hjálpræðis-
herinn
'} Kirkjustræti 2
Sunnudagur kl. 11.00: Helgunar-
samkoma. Lt. Sven Fosse talar.
Kl. 20.00: Hjálpræðissamkoma.
Aslaug Haugland talar.
Verið öll velkomin á Her.