Morgunblaðið - 07.11.1993, Page 44

Morgunblaðið - 07.11.1993, Page 44
FORGANGSPÓSTUR UPPLÝSINGASÍMI 63 73 00 varða i i Landsbanki íslands Banki allra landsmanna MORGVNBLAÐW, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, StMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040/ AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 7. NOVEMBER 1993 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK. Hvalfjarðargöngin Unnið fyrir 500 millj. kr. á næsta ári FRAMKVÆMDIR við gerð jarð- ganga undir Hvalfjörð gætu kostað allt að 500 millj. kr. á næsta ári samkvæmt því sem fram kom í svari ríkisstjómar- innar til launanefnda aðila vinnu- markaðarins. Þar kom fram að þótt enn sé margt óljóst um fram- vindu málsins séu vemlegar von- ir til þess að framkvæmdir við gerð jarðganganna geti hafist á næsta sumri. I svari ríkisstjórnarinnar kemur fram að hún hafi komið verulega til móts við óskir framkvæmdaaðila um atbeina ríkisins. Að sögn Gylfa Þórðarsonar, stjórnarformanns Spalar hf., verða útboðsgögn vegna gerðar jarðganganna væntanlega tilbúin í lok febrúar næstkomandi og ættu framkvæmdir að geta haf- jst síðla næsta sumars. Væntanleg- ur verktaki mun íjármagna fram- kvæmdirnar meðan á þeim stendur, en að meðtöldum fjármagnskostn- aði er gert ráð fyrir að kostnaður við gerð ganganna verði um 3,6 milljarðar króna. Launanefndin valdi lækkun virðisaukaskatts á matvælum Kj arasamningamir óbreyttir út næsta ár LAUNANEFND ASÍ og vinnuveitenda telur að forsendur fyrir upp- sögn kjarasamninga séu ekki fyrir hendi eftir aðgerðir ríkisstjórnar- innar í vaxtamálum og yfirlýsingar hennar frá því í fyrradag um framgang ýmissa atriða í aðgerðum sem stjórnin lofaði við gerð samninganna. Samkvæmt því munu núgildandi kjarasamningar gilda til loka ársins 1994. Launanefndin hafnar boði ríkisstjórnarinnar um tekjuskattslækkun í stað lækkunar matarskatts. Virðisaukaskatt- ur á matvælum verður því lækkaður um áramót eins og áformað var. eftir langt samdráttarskeið," sagði Magnús.' Innlendum vörum til góða Varðandi ákvörðun launanefndar- innar um að halda sig við lækkun virðisaukaskatts á matvælum sagði Benedikt að vegna ummæla um að hún leiddi einkum til lækkunar inn- fluttra matvara hefði ASÍ gert ná- kvæma athugun á áhrifunum. Niður- staðan væri sú að um 80% mat- og drykkjarvara teldist innlend fram- leiðsla en 20% innfluttar vörur og að lækkunin kæmi því einkum inn- lendri framleiðslu til góða. Seðlabanki og viðskiptabankar Mögnlegt að telja húsbréf til lausa- fjárkvaða SAMKVÆMT upplýsingum Morgunblaðsins hugðist Seðlabankinn bjóða við- skiptabönkum upp á það á fundi í gær, að húsbréfaeign bankanna yrði að hluta til, eða öllu leyti talin til lausa- fjár bankanna, á sama hátt og spariskírteini ríkissjóðs. Seðlabankinn mun hafa boð- ið bönkunum í gær upp á lækkun bindiskyldu, en ekki afnám hennar. Samkvæmt upplýsingum úr Seðlabanka er yfirlýsingar bank- ans að vænta um ný og breytt starfskjör viðskiptabanka, lífeyris- sjóða og verðbréfasjóða á morgun, mánudag. Bankinn miðar við að opna viðskipti á morgun kl. 9, þar sem raunávöxtunarkrafan verði 5%. Það mun vera gengið út frá því að sú verði ávöxtunarkrafan á spariskirteinaútboði ríkissjóðs síð- ar í vikunni, en að útboði húsbréfa verði frestað um sinn. Vaxtalækkun líkleg Seðlabankinn fundaði síðdegis í gær með stjórnendum viðskipta- banka, verðbréfasjóða og lífeyris- sjóða. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins voru í gær taldar góðar líkur á því að Seðlabankinn kæmi það mikið til móts við kröf- ur viðskiptabankanna um bætt starfskjör viðskiptabanka í við- skiptum við Seðlabanka, að þegar eftir helgi myndu viðskiptabank- arnir gefa út yfirlýsingu í þá veru að ákveðið hefði verið að raun- vaxtastig inn- og útlána bankanna yrði lækkað um 2% næsta vaxta- breytingadag, þann 11. nóvember næstkomandi. Forystumenn í Alþýðuflokki telja stöðuveitingar skaða JÓHANNA Sigurðardóttir félagsmálaráðherra, Össur Skarphéðins- son umhverfisráðherra og Rannveig Guðmundsdóttir, formaður þing- flokks Alþýðuflokksins, sögðu á flokksstjórnarfundi í gær að stöðu- veitingar ráðherra og umræða um biðlaun og bílafríðindi hefðu skaðað Alþýðuflokkinn. Launanefndin lauk störfum um hádegisbilið í gær, laugardag. I yfir- ■ lýsingu nefndarinnar segir að frá gerð kjarasamninga hafi óhagstæð þróun kaupmáttar valdið vonbrigðum og vaxandi atvinnuleysi sé mikið áhyggjuefni. Lækkun virðisauka- skatts á matvæli um næstu áramót muni þó létta byrðar heimilanna, sérstaklega þeirra tekjulægri. Vaxta- lækkun muni jafnframt bæta stöðu heimila og fyrirtækja og stuðla að bættu atvinnuástandi þegar fram í sækti. Brýnt að vaxtalækkun takist —> Fram kemur það álit að vaxta- lækkunin skapi skilyrði fyrir nýja sókn í atvinnumálum og að brýnt sé að koma í framkvæmd tillögum um aðgerðir í atvinnumálum. Þá segir að aðgerðir ríkisstjórnarinnar í vaxtamálum og sá árangur sem náðst hafi vegna þeirra undanfarið sé vissulega mikill og í fullu sam- ræmi við þær áherslur sem fram hafi verið settar í tengslum við kjara- samningana og séu forsenda þess að þeir gildi áfram. Benedikt Davíðsson, forseti Al- þýðusambands íslands, sagði að full- trúar ASÍ hefur miklar áhyggjur, ekki síst vegna versnandi atvinnu- ástands. „Við lítum hins vegar svo á að svo brýnt sé að vaxtalækkunin komi að fullu til framkvæmda og atvinnan aukist, að við viljum mikið á okkur leggja til að það megi tak- ast. Við metum stöðuna svo að kjara- samningarnir heimili ekki uppsögn ef framkvæmd aðgerða ríkisstjórnar- innar verður með þeim hætti sem kveðið er á um í yfirlýsingu henn- ar,“ sagði Benedikt. Magnús Gunnarsson, formaður Vinnuveitendasambandsins, lagði áherslu á að nú sæu fyrirtækin í fyrsta skipti í mörg ár fram á rúm- lega eins árs timabil þar sem líkur væru á friði á vinnumarkaðnum. Það ætti að auka mönnum bjartsýni. „Mér finnst mikilvægt að draga úr bölmóðinum og að fyrirtækin líti nú í eigin barm til að skoða hvað hægt er að gera til að efla fyrirtækin og atvinnulífið og þar með atvinnuna Jóhanna sagði það ótvírætt að stöðuveitingar í kjölfar ráðherra- skipta Alþýðuflokksins í sumar hefðu skaðað flokkinn. Guðmundur Árni Stefánsson heilbrigðisráðherra sagði því ekki að leyna að innanbúð- arvandámál í forystu flokksins hefðu ekki aukið honum styrk eða traust. „Við höfum látið Sjálfstæðis- flokkinn flæða of mikið yfir okkur, við höfum gefið of mikið eftir gagn- vart honum, síðast varðandi Þróun- arsjóðinn þegar brotið var loforð frá í sumar og látið átölulaust. Við þurfum að taka harðar á flokknum og til að mynda tel ég að það sé úrslitaatriði að við gefum ekki eftir varðandi okkar prinsip í krókaveið- um,“ sagði Ossur Skarphéðinsson. Ágreiningur um niðurskurð í máli Jóns Baldvins Hannibals- sonar formanns flokksins kom fram að hann og fjármálaráðherra myndu koma með tillögur um við- bótarniðurskurð í rekstri og til- færslum og um skattlagningu pen- ingalegra eigna til að styrkja fjár- lagafrumvarpið um 2-3 milljarða sem hann sagði mjög nauðsynlegt en um þetta stæði pólitískur ágrein- ingur. Guðmundur Árni sagði ekki hægt að ætlast til að hægt verði að ná fjárlagahallanum niður fyrir 10 milljarða miðað við ástandið í dag með frekari niðurskurði og Jóhanna Sigurðardóttir sagði að ekki yrði gengið lengra í viðkvæm- um málaflokkum og ef ráðist yrði í frekari niðurskurð myndi það setja kjarasamninga í uppnám.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.