Morgunblaðið - 14.12.1993, Síða 27

Morgunblaðið - 14.12.1993, Síða 27
27 á dýrafitu. Þvert á móti verður að teljast margsannað að minni neysla á dýrafitu er leið fullorðinna til að minnka tíðni offitu og hjarta- og æðasjúkdóma. En svolítils mis- skilnings hefur gætt í umræðunni um fitu í kjölfar breytinga á verði mjólkur og mjólkurvara nýlega. Nýmjólk er best fyrir smábörn Er þá ástæða til að gefa smá- bömum alltaf eins feit matvæli og kostur er eða feitt kjöt og slátur, feitar sósur, ijóma og þar fram eftir götunum? Nei, í raun og veru alls ekki. Það má ekki gleyma uppeldisgildi máltíða og því að við byijum snemma að þróa með okk- ur venjur sem verða fylgifiskar okkar alla ævi. Auðveldasta leiðin til þess að mæta örugglega orku- þörf smábarna sem era farin að nærast á annarri mjólk en móður- mjólkinni er að gefa þeim fullfeita mjólk eða það sem við köllum venjulega nýmjólk á meðan aðrir fjölskyldumeðlimir drekka létt- mjólk, undanrennu eða fjörmjólk. Auk þess er oft ástæða til þess að smyija brauð smábarna með feitu viðbiti eins og smjörva eða smjöri, en nota það fituminna fyrir fullorðna fólkið. Það er auðvitað einstaklingsbundið hversu lengi smábörn þurfa þessi fituríkari matvæli en óhætt er að mæla með þeim að minnsta kosti fyrsta ald- ursárið. Síðan getur valið á mat- vælum farið eftir holdafari. Al- gengt er að börn þurfi nýmjólk fram að öðru ári og síðan létt- mjólk alla vega fram að þriggja ára aldri, en grannholda börn ættu þó að nota nýmjólk lengur. Inga er dósent ínæringarfræði og forstöðumaður í Eldhúsi og Næringarráðgjöf Landspítala og Auður Perla er nemi í matvælafræði. íbúðir inn í félagslega kerfið frem- ur en að byggja nýjar. Þessi þróun myndi hafa og hefði þegar haft jákvæð áhrif á verðþróun á fast- eignamarkaði úti á landi. Verð- mæti fasteigna á landsbyggðinni sé einfaldlega svo nátengt atvinnu- ástandi á staðnum að þar verði ekki skilið á milli. Aukning félags- legs íbúðarhúsnæðis á landsbyggð- inni væri einfaldlega vegna þess slæma ástands er ríkti á fasteigna- mörkuðum og væri því svar við vandanum ekki orsök hans. Fundurinn leiddi einnig í ljós að minnkandi eftirspurn eftir húsnæði mætti líka rekja til þess að .ungt fólk héldi að sér höndum og keypti síður eigin húsnæði en áður. Þeir sem væru að kaupa sínar fyrstu íbúðir leituðu í auknum mæli eftir félagslegu húsnæði og skorti efni til að kaupa á almennum markaði. Framsögumenn vöraðu við því að draga úr skattafrádrætti til þeirra er væra að spara til húsnæðis- kaupa. Niðurskurður vaxtabóta gætu dregið enn frekar úr eftir- spurn á fasteignamarkaði og lækk- að verð veralega. Félagsmálaráð- herra taldi að ef aðgerðir ríkis- stjórnarinnar í vaxtamálum gæfu góða raun væri líklegt að svigrúm skapaðist til að auka lán til þeirra er væru að kaupa sína fyrstu íbúð og þá myndi unga fólkið væntan- lega skila sér í auknum mæli út á fasteignamarkaðinn. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru við að kynna umræðuefni framsögumanna. Þeir sem áhuga hafa á að kynna sér efni og niður- stöður fundarins betur era vel- komnir á skrifstofu félagsins en þar era allar upplýsingar og gögn fyrirliggjandi. Húseigendafélagið er ánægt með borgarafundinn enda sýnt að hann hefur náð þeim tilgangi að opna og efla umræður um fasteignaviðskipti og þá þætti er kunna að hafa áhrif á það. Fyrir- sjáanleg þróun og skilningur á lög- málum fasteignamarkaðarins tryggja hagsmuni húseigenda. Höfundur er kynningarfulltrúi Húseigendafélagsins. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1993 Þróunaraðstoð eftir Heinz Joachim Fischer I útvarpserindi fyrir nokkram vikum hélt landskunnur hugsuður fram að lausnin á vandamálum Þriðja heimsins væri ósköp einfald- lega sú að hætta allri aðstoð við þróunarlöndin. Þannig skyldi ná ósvikinni „þróun án aðstoðar" eins og í löndum Suðaustur-Asíu, svo sem Hong Kong, Singapore, Tæv- an, Suður-Kóreu, Tælandi og Indó- nesíu og styrkja heldur einkageir- ann og opna markaði Vesturlanda fyrir framleiðslu Þiðja heimsins. Ellegar yrði haldið áfram að sóa fjármunum endalaust í „aðstoð án þróunar", eins og í Tanzaníu. Eins og fyrri daginn er enginn fótur fyrir þessum svokölluðu dæmum. Liggur við að mann gruni að verið sé viljandi að skrumskæla sannleikann, en svo er reyndar ekki. Þessi dæmi lýsa einfaldlega algerri vanþekkingu og reynslu- leysi stofuspekinga sem ekkert þekkja í raun til raunveruleika Afr- íku og Asíu. Þessi dæmi eiga ekki við rök að styðjast, vegna þess að þau eru sprottin af græðgi, fordómum og oftrú á peninga og sýna algjöran skort á skilningi á sögu og þróun í löndum Suðaustur- og Austur- Asíu. Þessi lönd eru oft — og þá réttilega — notuð sem framúrskar- andi dæmi um vel heppnaða efna- hagsþróun. En ekkert þeirra landa sem minnst hefur verið á væri svo langt á veg komið ef ekki hefði notið við rausnarlegrar þróunarað- stoðar í ýmsum myndum frá vest- rænum stjórnvöldum, svo ekki sé minnst á og óopinberar stofnanir. Þróun án aðstoðar? Þá voru þessar þjóðir einnig undir verndarvæng Evrópuþjóða eða Bandaríkjanna og sluppu þann- ig við að lenda í klóm vitfirringa eins og Ne Win í Burma, Kim-Il- Sung í Norður-Kóreu eða Pol Pot í Kampútseu. Upplýstir og heiðar- legir einvaldar eins og Lee Kuan Yew í Singapore, eða miskunnar- lausir einræðisherrar eins og Syng- man Rhee í Suður-Kóreu (tvö dæmi af mörgum sambærilegum) hvöttu þegna sína að nota til hins ýtrasta jafnt erlenda efnahagsaðstoð sem eigið mannafl og þegar völ var á tiltækar náttúruauðlindir til þess að stuðla að efnahagsbata. Ekki má heldur gleyma því að öll lönd þar eystra byggðu á föstum grunni, á aldagamalli menningu, traustum félagslegum stoðum, langri verslunarsögu og sameigin- legum trúarbragðagrunni. Engu að síður voru framfarir keyptar dýru verði. Nokkur dæmi mætti taka: Kúgun pólitískra and- stæðinga, ritskoðun og spillingu má finna víðsvegar í þessum lönd- um. Sum lönd, eins og t.d. Hong Kong eða Tæland, eru. áberandi fýrir hörmulegar félagsaðstæður, átakanleg atvinnuskilyrði og sví- virðileg launakjör. Enn önnur, svo sem Suður-Kórea, Tævan og Indó- nesía eiga sér langan feril alvar- legra brota á mannréttindum, pynt- ingum og morðum. Og hvað svo með Tanzaníu? Þar er sennilega á ferðinni sorglegasta dæmið um skort á efnahagsbata í Þriðja heiminum. Menn deila lát- laust um það hvernig þetta má vera. Margar gildar ástæður hafa verið gefnar. En enginn er þó svo skyni skroppinn að honum detti í hug að Tanzanía hefði dafnað bet- ur án aðstoðar og einungis hefði verið stutt við bakið á einkafram- takinu og heimsmarkaðir opnaðir fyrir framleiðslu landsins. Öll þessi dæmi sem ætlað er að sanna gildi eða gagnsleysi þróunar- aðstoðar eru einber þvættingur, því hægt er með slíkum „rökum“ að „sanna“ nánast hvað sem er. Valkostimir eru ekki „þróun án aðstoðar" eða „aðstoð án þróunar". Valkostirnir eru þessir: ■ Að halda áfram að trúa því að peningar ráði gangi himintungl- anna, að við séum betri, gáfaðri, duglegri, að við eigum það einfald- lega skilið að vera ríkari, og til fjandans með allt hitt hyskið, eða: ■Að viðurkenna að heimurinn er að skreppa saman, hvort sem okk- ur líkar betur eða verr, og að við verðum þess vegna að leggja hönd á plóginn og axla ábyrgð utan landamæra okkar. Ef við trúum á fyrri valkostinn er auðvitað sjálfsagt að hætta allri þróunaraðstoð. Við ættum ekki einu sinni að gefa Hjálparstofnun kirkjunnar. Nema hvað við eram nú einu sinni svo barnaleg að trúa Heinz Joachim Fischer „ísland og íslendingar geta hinsvegar lagt drjúgan skerf af mörk- um við að bæta lífskjör hér á jarðarkringlunni svo að tryggja megi okkur öllum betri fram- tíð.“ á gildi þess að deila með öðrum og höldum enn fast í þessa úreltu hugmyndir um réttlæti og sam- hyggð og að mannleg reisn og mannréttindi séu óaðskiljanleg hugtök. Ef við hins vegar styðjum síðari valkostinn yrði þróunaraðstoð jafn sjálfsagður hlutur og atvinnuleysis- bætur og sjúkratryggingar. Fólk þarf stundum veraldlega og and- lega aðhlynningu til þess að öðlast eigið sjálfstæði. Og það getur tekið sinn tíma, eins og raunin var bæði í Evrópu og Ameríku. Hvernig hafa Evrópa og Amer- íka vaxið og eflst? Með stanslausri uppbyggingu menntunar og verk- legrar þjálfunar, samvinnuhreyf- ingum, vexti miðstéttanna, verka- lýðsbaráttu, en einnig með blóðug- um byltingum, kúgun verkalýðsins, valdníðslu í nýlendunum, svo ekki sé minnst á styijaldir. Markaðsbú- skapur vex ekki á tijánum heldur lærist smátt og smátt og nær fót- festu með frumkvæði og forsjá, en líka með lánum, styrkjum ogþróun- araðstoð, „Marshall-áætlunum". Það vinnst ekkert við það að bara vitna sífellt með lotningu í Milton Friedman. „Þróun án aðstoðar?" Þvílikur endemis þvættingur! Engin þjóð getur leyst vandamál heimsins ein, síst af öllu ef um jafn fámenna þjóð og íslendjnga er að ræða. En ísland og íslendingar geta heldur ekki látið eins og vandamál annarra komi þeim ekki við og leysist af sjálfu sér áður en yfir lýkur. ísland og íslendingar geta hins- vegar lagt dijúgan skerf af mörk- um við að bæta lífskjör hér á jarðar- kringlunni svo að tryggja megi okkur öllum betri framtíð. Fram- lagið fer auðvitað eftir efnum og ástæðum og ekki er farið fram á annað en lítilláta fórn. En tökum samt ekki lítillætið of bókstaflega. Það væri til skammar. Höfundur er hagfræðingur og s tjórnmálafræðingur og hefur unnið í þróunarlöndum íAsíu í tuttugu ár. ÞESSI systkin, Gyða Hrund og Sigurður Óli Þorvaldsbörn, héldu hlutaveltu ásamt Gunnari Erlendssyni, sem vantar á myndina, til styrktar krabbameinssjúkum börnum og varð ágóðinn 2.000 krónur. HERRAR • Köflóttar skyrtur frá kr. 1.290,- • ] Rúllukragabolir frá kr. 1.390,- • Herraullarpeysur frá kr. 2.790,- • Herraskyrtur frá kr. 990,- • Herrajakkar fínni frá kr. 12.900,- • Herraullar/terelyn buxur frá kr. 5.800,- • Herraföt (toppefni) frá kr. 19.800,- DÖMUR • Fínar blússur frá kr. 2.990,- • Ullarpeysur frá kr. 2.690,- • Buxur ullar/terelyn frá kr. 5.800,- • Jakkar fínir frá kr. 12.900,- • Pils fínni frá kr. 5.900,- • Vesti fínni frá kr. 5.900,- • Bolir frá kr. 1.390,- og margt, margt fleira. # KARNABÆR Borgarkringlunni, sími 682912 Góður fatnaður á einfaldlega betra verði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.