Morgunblaðið - 14.12.1993, Side 45

Morgunblaðið - 14.12.1993, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1993 45 * Eta hvalirnir okkur út á gaddinn? eftir Örnólf Thorlacius Ágreiningur er nú um það hvort íslendingar eigi að fara að gera út á hval, nánar tiltekið hrefnu. Ýmis rök eru færð með og á móti útgerð- inni og stefni ég ekki að neinni alls- herjarúttekt á því. Þó tek ég fram að ég tel eðlilegt að hvalir séu nýttir eins og önnur sjávardýr, að því til- skildu að tryggt verði að ekki sé nærri stofnunum gengið. Eitt bitbeinið í blaðadeilum er það hvort nauðsynlegt sé að halda stofn- um hvala niðri til að koma í veg fyrir að þeir éti frá okkur nytjafisk. Á tímum minnkandi afla er eðlilegt að menn velti þessu fyrir sér. Ættbálkur hvala skiptist í tvo undirættbálka núlifandi dýra, tann- hvali og skíðishvali. Tannhvalimir lifa langflestir á fiski og smokkfiski en kjörfæða skíðishvala er smávaxin krabbadýr - áta. Þar sem nóg er af henni, svo sem í höfunum um- hverfís Suðurskautsland, virðast skíðishvalir lítt sækja í aðra fæðu. Hér nyrðra éta þeir talsvert af smokki og físki. Það er þó misjafnt eftir tegundum. Steypireyður og sandreyður halda sig mest við átuna en langreyður, hrefna og hnúfubakur taka til sín talsvert af fiski. Sam- kvæmt heimildum mínum er gírug- asta fiskætan meðal skíðishvala samt brydeshvalur (Balaenoptera edeni), náskyldur og áþekktur langreyði, en þar sem þessi hvalur þrífst aðeins í heitum höfum þurfum við ekki að gera okkur rellu út af neysluvenjum hans. Það virðist því ljóst að hvalirnir, einnig skíðishvalir, hafí alla burði til að éta frá okkur fískinn. En hversu mikil hætta stafar af samkeppninni? Okkur hættir til að líta á rándýr sem keppinauta okkar ef þau sækj- ast eftir sömu tegundum og við. Öld- um saman hefur verið leitast við að „Stofnar nær allra tegunda hvala eru í slíkri lægð eftir langa ofveiði að hlálegt er að halda því fram að nú. þurfi að halda þeim í skefj- um með veiðum til að koma í veg fyrir að þeir keppi við okkur um fæðuna. Við skul- um sjá sóma okkar í að færa vísindaleg rök fyrir því að hefja aftur hvalveiðar." útrýma úlfum, refum, björnum, ljón- um, tígrum, örnum, gömmum og krókódílum, svo nokkur dæmi séu nefnd. Sums staðar hafa menn haft erindi sem erfíði; margar tegundir eru horfnar af stórum svæðum eða af jörðinni allri. Það er nú að renna upp fyrir mönnum að rándýrin eru þáttur í jafnvægi vistkerfanna. Ég fer ekki nánar út í þá sálma hér en ætla að leggja sök hvalanna sem keppinauta okkar um lífsbjörgina í dóm sögunn- ar. Sjálfsagt hafa menn veitt smá- hveli allt frá því á steinöld. Heimild- ir benda til þess að inúítar og indíán- ar hafí veitt hvali á 2. öld. e.Kr. eða fyrr. Úthafsveiðar á hvölum hófust trúlega seint á miðöldum með útgerð Baska á Biskajaflóa, sem síðar barst til íslands. Á 17. öld gerðu Hollend- ingar og Englendingar út hvalveiði- flota á Atlantshafi og á næstu öld bættust íbúar nýlendnanna í Norður- Ameríku í hópinn. Á 19. öld færðist sóknin vestur á Kyrrahaf og norður í íshafíð, enda var þá löngu farið að bera á ofveiði í þeim hvalastofnum sem menn réðu við að veiða í Atlants- hafí. Reyðarhvalimir sluppu að mestu þar til á síðari hluta 19. aldar þegar norskur selveiðimaður, Svend Foyn, sneri sér að hvalveiðum og setti fallbyssu með sprengiskutli á Örnólfur Thorlacius hraðgenga gufubáta. Þaðan af var engin tegund óhult. Eftir því sem gekk á hvalina í norðurhöfum jókst athygli hvalfang- ara á ríkulegum stofnum í sjónum kringum Suðurskautsland. Á þessari öld sneru menn sér að þeim og höfðu nær gengið frá mörgum þeirra þegar loks náðist samkomulag um allsheij- arbann við hvalveiðum.1 Lítum þá á söguna út frá því sjón- armiði að hvalirnir séu og hafi verið alvarlegir keppinautar mannskepn- unnar um lífsbjörg úr höfunum, að þeir veiði - jafnvel nú á dögum - á við fullkomnustu úthafsflota manna. Ef svo væri mætti ætla að sjór hefði verið til muna snauðari af fiski en nú meðan menn voru að dorga með ströndum fram og hvalirnir voru í friði fyrir ásókn þeirra. Reyndin er sú að það er aukin tækni til fisk- veiða (og um leið til hvalveiða, þótt það komi þessu máli ekki við), ásamt mengun af manna völdum, sem þrengir nú að fiskveiðum okkar og fleiri þjóða. Stofnar nær allra tegunda hvala eru í slíkri lægð eftir langa ofveiði að hlálegt er að halda því fram að nú þurfi að halda þeim í skefjum með veiðum til að koma í veg fyrir að þeir keppi við okkur um fæðuna. Við skulum sjá sóma okkar í að færa vísindaleg rök fyrir því að hefja aftur hvalveiðar. 1 Sjá grein mína, Úr sögu hval- veiða, í Lesbók Morgunblaðsins, 27. tbl. 1991. Höfundur er líffræðingur og rektor Menntaskólans við Hamrahlíð. skólar/námskeið ýmislegt ■ Kanntu að vélrita? Vélritun er undirstaða tölvuvinnslu. Kenn- um blindskrift og alm. uppsetningar. Morgun- og kvöldnámskeið byrja 19/1. Innritun í símum 28040 og 36112. Vélritunarskólinn. ■ Helgiathöfn fyrir konur tengd vetrarsólstöðum verður haldin mánudagskvöldið 20. desember • kl. 20.30. Við eflum tenginguna við kven- lega vitund okkar, strykjum samstöðu kvenna og vinnum með ljósið. Allar kon- ur velkomnar. Þátttakendur eru beðnir um að koma með smá meðlæti til að setja á sameiginlegt kaffiborð í lok at- hafnar. Þátttaka tilkynnist Betra lifi í síma 811380. Athöfnin fer fram í sal SVFR á 2. hæð í Austurveri við Háaleit- isbraut. Leiðbeinandi: Guðrún G. Bergmann. NÁMSAÐSTOÐ ■ Námsaðstoð fyrir grunn-, framhalds- og háskólanema. Flestar námsgreinar. Einkatímar - hópar. Reyndir réttindakennarar. Innritun í síma 79233 kl. 14.30-18.30. Nemendaþjómistan sf. nudd ríUDDSKÓLI RAFns Qeirdals Nuddnám V/z árs nám Kennsla hefst 10. janúarnk. Dagskóli; einnig kvöld- og helgarskóli Upplýsingar og skróning í símum 676612 og 686612, Smiðshöfða 10, 112 Reykjavík, alla virka daga. Nýþjónusta fyrir nýja kynslóð GÓÐ JÓLAGJÖF Stjömubók Búnadarbankans og Snœfinnur snjókarl í gjafaumbúdum BUNAÐARBANKI ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.