Morgunblaðið - 14.12.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.12.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1993 31 Tekið á móti sóknarbörnum BISKUP íslands, séra Ólafur Skúlason, og sóknarpresturinn, Vigfús Þór Arnason, taka á móti sóknarbörnum í fyrstu altarisgöngunni. Fyrsta skírnin FYRSTA skirnin fór fram í Grafarvogskirlgu eftir vígsluna. Fyrstu börnin voru skírð Jón Atli og Unnur. Fyrstí áfangi Grafar- vogskirkju vígður FYRRI áfangi Grafarvogskirkju var vígður sl. sunnudag. Tekinn var í notkun salur fyrir helgihald og kennslustofa fyrir fermingarbörn. Vígslan var fjölsótt og sagði sóknarpresturinn, séra Vigfús Þór Arnason, að um 600 manns hefðu sótt athöfnina. Biskup íslands, séra Ólafur bjargar Helgadóttur. í fyrri áfanga Skúlason, vígði fyrri áfanga kirkj- eru m.a. salur fyrir helgihald, fund- unnar. Að því búnu var guðsþjón- arsalur og setustofa auk kennsluað- usta. Kór Grafarvogskirkju söng stöðu fyrir fermingarbörnin í sókn- ásamt barnakór undir stjóm Sigur- inni. 1.400 lítrar af bruggi fundust í gróðurhúsum ofan við bæinn Framleiðsla í tunnum HLUTI framleiðslunnar var í þessum tunnum en alls voru 1.400 lítrar af gamra á staðnum. Talið er hins vegar að bruggararnir hafi haft tök á að leggja í um 4.000 lítra í einu. LÖGREGLAN í Reykjavík lagði á laugardaginn hald á 1.400 lítra af gambra, 200 kg af sykri, 1.050 tómar plast- flöskur og 75 lítra af landa í bruggverksmiðju í gróður- húsahverfi við Lambhaga, skammt ofan við borgina. Þetta er ein stærsta brugggerð sem lögregla hér á landi hefur lok- að. I verksmiðjunni var hægt að sjóða allt að fjögur þúsund lítra af landa í einu. Talið er að fjórir ungir menn hafi átt verksmiðjuna og að þeir hafi getað eimað og selt allt að 500 lítra af landa á viku, þannig að allt að 425 lítrar af fram- leiðslu síðustu viku hafi annað- hvort komist á markaðinn áður en framleiðslan var stöðvuð á laugardaginn eða komist á fyrsta stig dreifingar áður en lögreglan skarst í leikinn. Að sögn lögreglunnar var landinn mjög lélegur að gæðum, jafnvel svo að mönnum hefði getað orðið meint af að drekka framleiðsluna. Þrátt fyrir það virtist tækjabúnaðurinn af full- komnustu gerð. Lögreglan telur að bruggur- unum hafi gengið illa að halda ákjósanlegu hitastigi í brugg- gerðinni svo að geijun mjaðarins hafi stöðvast um tíma en þegar það gerist er hætta á að landinn- spillist eða jafnvel eitrist, að sögn rannsóknarlögreglumanna sem Morgunblaðið ræddi við í gær. Ómar Smári Ármannsson sagði að lögreglan teldi hætt við því að eitthvert magn af mjög lélegri framleiðslu þessara manna yrði boðið á markaði í borginni fyrir næstu helgi en svo virðist sem mikið af lélegum landa hafi verið á markaði und- anfarið og hafi það m.a. í komið fram í miklum ölvunareinkennum og ýmsum óþægindum neytend- anna. „Það er aldrei að vita hvað verið er að bjóða í þessum við- skiptum. Það gæti alveg eins verið tréspíritus, sem getur vald- ið blindu eða jafnvel dauða,“ sagði Ómar Smári Ármannsson. Hann sagði að ýmislegt benti til þess að um þessar mundir væri gífurlega mikið framboð af landa, komnir væru fram fjölmargir aðilar sem vildu græða skjótt á bruggun og margir þeirra hefðu litla eða enga þekkingu á fram- leiðslunni en við bruggun mætti lítið út af bera eins og ýmsar nýjar og gamlar sorgarsögur væru til marks um. Hann sagði lögregluna hafa áhyggjur af þessu og einnig því að áfengi sem bærist inn í landið með erlendum sjómönnum og selt sem vodka væri í raun oftast landi eða þá iðnaðarspíri sem eimaður er um borð í skipunum og geti verið stórhættulegur neytendum. Útlit fyrir góða loðnuveiði Um 20 skip komin á miðin UTLIT er fyrir að loðnuveiði sé að hefjast á ný fyrir Norðurlandi og eru um 20 skip komin á miðin um 40 mílur út af Raufarhöfn. Væn köst fengust á þessu svæði um helgina en veður hamlaði veiði i fyrrinótt og fram eftir degi. Um 4 þúsund tonn hafa borist á land síðustu daga og bátar eru á leið til nokkurra hafna með loðnu. Alls hafa um 440 þúsund tonn borist á land á vertíðinni en eftirstöðvar loðnukvótans eru um 260 þúsund tonn. Eldri kona fyrir strætó á Akureyri ELDRI kona varð fyrir strætis- vagni um hádegisbil í gærdag á gatnamótum Hamarsstigs og Þórunnarstrætis. Hún var flutt á Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri, en meiddist ekki mikið að sögn varðsljóra lögreglunnar. Úrillir Miklar annir voru hjá lögreglu um helgina. „Menn voru úrillir og viðkvæmir og í stöðugum slagsmál- um,“ sagði Matthías Einarsson, varðstjóri lögreglunnar á Akureyri. Á skömmum tíma aðfaranótt sunnudagsins voru sjö menn fluttir í fangageymslu lögreglunnar vegna óláta. Þá gerðu tveir piltar sér að leik að klífa upp í jólatréð á Ráðhús- torgi, en voru stöðvaðir áður en skemmdir hlutust af tiltækinu. Að sögn Geirs Garðarssonar, skipstjóra á Helgu II RE, virðist töluvert af loðnu á miðunum og bætist stöðugt við. Hann sagði að veður hefði hamlað veiðum í fyrri- nótt en útlit væri fyrir góða veiði þarna með batnandi veðri. Geir sagði að um 20 skip væru komin á miðin og væru menn bjartsýnir á góð aflabrögð. Hrygningarloðna Þórður Jónsson, rekstrarstjóri hjá SR-mjöli á Siglufírði, sagði að ef tíðin héldist góð gætu bátarnir náð að rífa upp 30 til 40 þúsund tonn fram að jólum. Hann sagði að þarna væri hrygningarloðna á ferðinni og væru hrogn farin að sjást í henni. Um 4 þúsund tonn af loðnu hafa borist á land síðustu daga og bátar eru á leið með loðnu til nokkurra hafna. Loðna barst til Raufarhafnar í fyrradag en þar hefur ekki verið landað loðnu í tvo og hálfan mánuð. Viltu breyta um lífsstil á nýju ári? Við hjálpum þér að halda áramótaheitið! Heilsu- og hvíldardardagar á Hótel Örk milli jóla og nýárs. Reykbindindisnámskeið fyrir þá sem ætla að hætta um áramótin: Leiðbeinandi: Ásgeir R. Helgason, sálfræðingur við Karólinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi, sem þróaði og stýrði reykbindindisnámskeiðum Krabbameinsfélagsins um árabil. Námskeið um breytt matarræði og holla hreyfingu Ingibjörg Björnsdóttir heldur fyrirlestur og kynnir grundvallaratriði mataræðis fyrir heilbrigði og vellíðan líkamans. Sýnt verður fræðslumyndband með Hallgrími Magnússyni lækni um ýmsar hliðar heilbrigðis í nútíma þjóðfélagi. Ingibjörg Hallgrímur Gestír fá frían aðgang að upphitaðri útisundlaug með heitum pottum, gufubaði með ekta jarðgufu og líkamsræktarsal. Á Hótel Örk er snyrti- og nuddstofa með Ijósabekkjum og hárgreiðslustofa fyrir dömur og herra. Hótel Ork býður fyrsta flokks aðbúnað og þægilegt umhverfi, þar sem þú getur hvílst vlð bestu aðstæður, byggt upp þrek og þrótt og kynnst skemmtilegu fólki! Verð kr. 3.725 fyrir manninn á nótt. Innifalið: Gisting, morgunverður af hlaðborði og þríréttaður kvöldverður, dagskri hótelsins s.s. morgunleikfimi, fræðsluerindi og reykbindindisnámskeið. Píanóbar á kvöldin. Ásgeir Rannsóknarlögreglan á Akureyri réðst til inngöngu í hús eitt í bæn- um aðfaranótt mánudags en grunur lék á að þaðan færi fram dreifíng á fíkniefnum. Því var leitað eftir heimild til að kanna málið nánar. Fjórir menn voru handteknir en þeir hafa verið látnir lausir. Óveru- legt magn af hassi fannst í húsinu. KRAFTVÉLAR FUNAHÖFÐA 6-112 REYKJAVÍK - SÍMI (91) 634500 - FAX (91) 634501 TÆKI Á TRAUSTUM GRUNNS Ekkert aukagjald fyrir eins manns herbergii M HÓTEL ÖÍ2K HVERAGERÐI S f M I 98-34700. FAX 98-34775 Paradís rétt handan við hœðina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.