Morgunblaðið - 14.12.1993, Side 72

Morgunblaðið - 14.12.1993, Side 72
IUOIIGUNBLAÐID, KRINGLAN I 103 REYKJA VÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNAUSTUÆTl 85 ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Karlmað- ur kærði nauðgnn 42 ÁRA karlmaður í Reykjavík kærði tæplega sextugan leigusala sinn fyrir nauðgun á sunnudags- kvöld. Sá sem kærði leigði herbergi í íbúð hins og hafa mennirnir átt í eijum. Þeir höfðu báðir verið við drykkju en á sunnudagskvöldið sagðist leigjandinn hafa vaknað af svefni við það að hinn var að hafa við hann mök. Sá neitaði áburðinum. Kærandinn var fluttur á neyðar- móttöku slysadeildar. RLR yfir- heyrði hinn kærða en hann var síðan látinn laus. Þriggja bíla árekstur við Selfoss HARÐUR þriggja bíla árekstur varð rétt utan við Selfoss um sjö- leytið í gærkvöldi. Stúlka, öku- maður eins bílsins, var flutt í Sjúkrahús Selfoss með smávægi- lega áverka eftir atvikið. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Selfossi voru tildrög árekstursins þau að Subaru fólks- bifreið var ekið í átt frá Gaul- veijabæ og gat ekki numið staðar við vegamótin vegna hálku, með þeim afleiðingum að hún rakst harkalega á Volvo-fólksbíl sem var á leið vestur. Volvoinn snerist í veg fyrir Pajero-jeppabifreið á leið í öndverða átt og lenti framan á hon- um. Fólksbifreiðirnar eru báðar mikið skemmdar en tjón á jeppabif- reiðinni varð aðeins lítilsháttar. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Snæfinnur spjallar INGÓLFSTORG er komið í jólabúning og lögðu stórir sem smáir leið sína þangað á sunnudag. Glatt var á hjalla og ekki er annað að sjá en að litla stúlkan á myndinni kunni vel við sig í félagsskap snjókarlsins sem glaður í bragði skundaði gegnum fjöldann. A blað- síðu 30 er sagt frá litlu jólunum á Sólheimum í Grímsnesi, á bls. 32 frá jólastemmningu á Akureyri og á bls. 70 frá því er ljósin voru kveikt á Óslóartrénu á Austurvelli. Á geðdeild eftir að hafa neytt of- skynjunarsvepps LOGREGLA telur sig hafa áreiðanlegar upplýsingar um að 16 ára piltur sem í rúma viku hefur verið í annarlegu ástandi og til meðferðar á geðdeild á sjúkrahúsi hafi komist í það ástand við að neyta ofskynjunarefna úr sveppi sem hann og félagar hans höfðu bleytt upp í áfengi. Ofskynjunarsveppir hafa verið nokkuð útbreiddur vímugjafi meðal ákveðinna hópa ungmenna undan- farin misseri að sögn þriggja rann- sóknarlögreglumanna sem Morgun- blaðið ræddi við í gær og er þeirra gjarnan neytt á þann hátt að þeir eru bleyttir upp í landa eða öðru áfengi sem sogar í sig vímuefni sveppanna. Lögreglan segir að sum- ir bruggarar blandi sveppum í landa og selji sem ofskynjunarvímugjafa. Síðan er áfengið drukkið og kemst neytandinn þá í ofskynjun- arvímu, líkri þeirri sem ofskynjunar- lyfíð LSD gefur. Að sögn lögreglu- mannanna sem Morgunblaðið ræddi við í gær er ekki talið að vínandinn breyti miklu um þá vímu sem neyt- endur komast í með þessu móti. Ofskynjunarsveppirnir vaxa villt- ir í náttúrunni og á grasflötum hér á landi en styrkleiki ofskynjunarefn- anna í þeim er mjög misjafn sam- kvæmt upplýsingum sem lögreglu- menn kváðust hafa aflað sér, vegna þess að fáir sveppanna ná að þrosk- ast vegna skammvinns sumars hér á landi. Einn fullþroskáður sveppur hafi margfaldan áhrifamátt á við jafnvel tugi óþroskaðra. Viðmælendur Morgunblaðsins í lögreglunni sem rætt hafa við ungl- inga sem voru með piltinum sem ekki hefur náð sér af vímunni kváð- ust telja líklegt að pilturinn hafi lagt sér fullþroskaðan ofskynjunar- svepp til munns auk þess sem viðnámsþol manna við ofskynjunar- efnum er sagt misjafnt. Morgunblaðið fékk ekki upplýs- ingar á geðdeild Landspítalans í gær um líðan piltsins, ástæður fyrir ástandi hans eða batahorfur. Varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar um vsk á matvæli Lödukaup rússn- eskra sjómanna Morgunblaðið/Júlíus A hafnarbakkanum AFSKRÁÐAR Lada-bifreiðir í röðum á hafnarbakkanum en fjær má sjá rússneskan togara. 1.196 af- skráðar Samþykkir lækkun en telur aðrar leiðir betri Fulltrúar Framsóknarflokks og Kvennalista andvígir lækkuninni STUFUR GILJAGAUR kom í gær VARAFORMAÐUR efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir að fulltrúar stjórnarmeirihlutans séu bundnir af samþykkt ríkisstjórnar- innar sem gefin var í tengslum við núgildandi kjarasamninga um lækkun virðisaukaskatts á matvælum þótt aðrar leiðir í skattamálum séu heppilegri til að ná fram tilætlaðri tekjujöfnun. Formaður nefnd- arinnar segir að með þessari breytingu sé í uppsiglingu stórkostlegt slys í skattamálum og leggur fram nýjar tillögur. Efnahags- og viðskiptanefnd hef- ur fjallað um frumvarp fjármálaráð- herra um breytingar í skattamálum en þar er meðal annars lagt til að virðisaukaskattur á matvælum verði lækkaður úr 24,5% í 14% um ára- mót. Vilhjálmur Egilsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokks og varaformað- ur efnahags- og viðskiptanefndar, sagði að fulltrúar stjómarmeirihlut- ans í nefndinni væra bundir af sam- þykkt ríkisstjórnarinnar. Vilhjálmur sagðist þó aðspurður ekki fara leynt með þá skoðun, að hann teldi aðrar leiðir mun heppilegri til að ná fram þeim markmiðum sem lækkun vsk. á matvælum er ætlað að ná. Hins vegar stæði hann frammi fyrir sam- DAGAR TIL JÓLA þykkt ríkisstjórnarinnar og líta bæri á að með henni væri tryggður friður á vinnumarkaði næsta árið sem væri mjög þýðingarmikið. Stórkostlegt slys Halldór Ásgrímsson, þingmaður Framsóknarflokks og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, leggst gegn því að taka upp tvö þrep í virðisaukaskattkerfinu. „Ég tel að það sem þarna á að fara að gera sé stórkostlegt slys í skatta- málum sem ekki er séð fyrir endann á,“ sagði Halldór. Hann kynnti í gær á fundi í nefnd- inni tillögur í skattamálum sem hann segir miða að því að ná mun betri árangri til jöfnunar í samfélag- inu. Tilllögurnar eru að hætt verði við að lækka virðisaukaskatt á mat- vælum og breyta vörugjöldum á sælgæti og fleiri vörum. Þess í stað verði almenna virðisaukaskattpró- sentan lækkuð úr 24,5% í 23%. Til viðbótar verði dregið úr fyrirhug- aðri skerðingu á vaxtabótum um helming. Bamabótaauki verði hækkaður um 10 þúsund krónur, tekjuskattur lögaðila lækki í 35% í stað 33% en hætt verði við að leggja á 0,35% tryggingagjald á fyrirtæki. Þá verði hætt við að leggja virðis- aukaskatt á fólksflutninga og gist- ingu, sem koma á til framkvæmda um áramótin, en þessar greinar greiði áfram 6% tryggingagjald. Loks verði skattfrelsi peningalegra eigna afnumið eða með öðrum orð- um verði tekinn upp fjármagns- tekjuskattur. Þessar tillögur eiga að hafa sömu áhrif á tekjur ríkisins og þær tillögur sem ríkisstjórnin hefur lagt fyrir Alþingi. Kristín Ástgeirsdóttir fulltrúi Kvennalistans í efnahags- og við- skiptanefnd segist vera hlynnt tillög- um Halldórs en þingflokkur Kvenna- listans hafi ekki tekið afstöðu til þeirra. Steingrímur J. Sigfússon full- trúi Alþýðubandalags leggur vænt- anlega fram sérálit. a annu MIKIL aukning hefur átt sér stað í afskráningu Lada-bif- reiða á þessu ári og í fyrra. Að sögn Gísla Guðmundsson- ar, forstjóra Bifreiða & land- búnaðarvéla hf., er líklegt að þessi aukna afskráning stafi að stórum hluta af mik- illi sölu á Lödum til áhafna rússneskra togara. Árið 1991 voru 972 Lödur afskráðar hjá Bifreiðaskoðun íslands, á seinasta ári voru 1.134 af- skráðar og fyrstu tíu mánuði þessa árs var fjöldi afskrán- inga kominn í 1.196. Gísli sagði ljóst að mjög margir bílar hefðu verið seldir rússneskum sjómönnum sem hefðu einkum sóst eftir Lödum sem þeir gætu flutt með sér heim án þess að þurfa að greiða af þeim tolla þar sem Rússland er framleiðsluland bílanna. Rússneskur starfsmaður um- boðsins segir að það fari eftir gæðum bílanna hvort sjómenn- irnir flytji þá með sér í heilu lagi eða í pörtum og oft virðist sjómennirnir hafa hent bíl- skrokknum fyrir borð á leiðinni. Mikið var flutt inn af I/jdum á árunum 1986 þegar fluttir voru inn rúmlega 2.500 bílar og árið 1987 þegar alls voru fluttar inn 2.800 Lödur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.