Morgunblaðið - 14.12.1993, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.12.1993, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1993 41 OUUMARKAÐUR Guðmundur W. Vilhjálmsson Olíuverð á niðurleið Tuttugu ár eru nú síðan olíu- vopninu var fyrst beitt þegar fram- leiðsluríkin í Miðausturlöndum settu bann á alla olíusölu til Bandaríkjanna og Hollands í okt- óberstríðinu milli arabaríkja og ísraels árið 1973. Önnur olíu- kreppa var syo árið 1979 í kjölfar byltingar í íran og þriðja olíu- kreppan, sem var skammvinn, er olíuframleiðsla féll niður í írak og Kúvæt í Persaflóastríðinu. í fram- haldi af annarri kreppunni var ol- íuverði haldið mjög háu með að- gerðum OPEC. Þá var verðið það hátt að iðnríkin snerust til vamar með þeim árangri að olíunotkun heimsins minnkaði á árunum 1980-1985 úr 63 m.t./d. í 60 m.t./d. Olíunotkun á hverja fram- leiðslueiningu stórminnkaði, endurskoðun fór fram á einangrun heimila og iðnaðarhúsnæðis og léttari bílar voru framleiddir. Orkusparnaður var boðorð dags- ins. En jafnframt jókst olíufram- leiðsla ríkja utan OPEC úr 35 m.t./d. í 41 m.t./d. Þannig minnk- aði markaðurinn fyrir OPEC olíu úr 27 m.t./d. í 16 m.t./d., eða um 11 m.t./d. Hið háa verð sem OPEC hélt uppi gerði nýja olíuleit um allan heim arðbæra. Iðnríkin búa enn að þeim orkuspamaði sem hátt olíuverð knúði þau til á þess- um ámm. Síðan lækkaði olíuverð aftur og olli kæraleysi á nokkram sviðum, enda tóku menn ekki eins alvar- lega spádóma um að olía væri að verða uppurin í heiminum. Olíu- notkun eykst nú í heiminum, reyndar að mestu á eðlilegum for- sendum. Sala OPEC-ríkja nemur nú um 23-25 m.t./d. eftir árstíð- um. Ofangreint ber að hafa í huga er meta skal þær aðstæður sem OPEC-fundurinn 23. nóvember var haldinn við. Fundur þeirra 25. september sl. ákvað að heildar- framleiðslumagn þessara ríkja skyldi vera 24,5 m.t./d. vetrar- mánuðina október út marsmánuð. Mikil ánægja var meðal fundar- manna er samkomulag náðist um kvótaskiptingu, eins og greint var frá í síðustu grein á þessum vett- vangi. Síðar kom í ljós að heildar- magnið sem framleiða mátti var of mikið. Hins vegar hafa ríkin framleitt að mestu í samræmi við ákveðna kvóta. Með síðustu grein minni birtist línurit sem sýndi verðbreytingar á Brent-hráolíu úr Norðursjó, en verð á henni er mjög marktækt um olíuverð almennt. Á nýju línu- riti sést nú framhald þessarar verðþróunar. Sjá má hvernig verð féll eftir fyrri OPEC-fundinn 25. september fram að nýjum OPEC- fundi, 23. nóvember. Þrátt fyrir þessa verðþróun vora engar ákvarðanir teknar á þeim fundi: Enginn frekari niðurskurður. Fyrir fundinn höfðu OPEC-ríkin leitað til olíuframleiðsluríkja utan OPEC (IPEC) með áskorunum um sam- Verslun Pfaffhefur tek- ið við Ariete VERSLUNIN Pfaff hefur tekið við umboði fyrir ítalska fyrirtækið Ariete. Ariete sem var stofnað árið 1965 er eitt af leiðandi fyrirtækj- um í Evrópu í framleiðslu smáraftækja og er með dreifingu í yfir 70 löndum víðsvegar um heiminn. drátt í framleiðslu en án árang- urs. Norðmenn höfnuðu þessu formlega. Er fundinum lauk án aðgerða spáðu menn að verð á Brent-olíu færi niður í átta dollara en svo varð þó ekki. En af hverju vora engar ákvarð- anir teknar til verndar olíuverði á fundinum? Höfuðástæðan er sú að til að ná einhverjum árangri hefði niðurskurður framleiðslu orðið að vera 1,5-2 milljónir tunna á dag og OPEC var ekki í stakk búið að takast á við svo mikið deilumál sem niðurjöfnum niður- skurðar hefði verið. Athyglin hefði beinst að framleiðslu risans meðal OPEC-ríkjanna, Saudi-Arabíu, en á fundinum 25. september féllust Saudi-Arabar á óbreyttan kvóta, er aðrir fengu aukningu. Minni niðurskurður hefði aðeins aukið við markað ríkja utan OPEC, eink- anlega Bretlands og Noregs. I öðru lagi hvílir væntanleg endur- koma íraks á olíumarkaðinn eins og mara á OPEC. Þegar að henni kemur má búast við miklum átök- um og það hefur haft letjandi áhrif á aðgerðir. í þriðja lagi hefði ákvörðun um niðurskurð um 1,5-2 milljónir tunna á dag ekki haft áhrif á birgðastöðuna fyrr en eftir tvo mánuði, en það er sá tími sem líður almennt frá því að sala á sér stað í Miðausturlöndum, þar til olían kemur á markað, t.d. í Bandaríkjunum. Víða væri jafnvel farið að vora er áhrifa færi að gæta. Enn má til nefna sem ástæðu fyrir aðgerðaleysi fundarins að birgðastaða á olíumörkuðum er viðkvæm. Sumir fulltrúar töldu að harðir vetur í Bandaríkjunum, Evrópu og Japan myndu eija markaðinn, Allah er mikill, sögðu múslimar. 6. desember var enn fundað, því að nú komu saman í Damaskus fulltrúar arabaríkja innan OPEC, þ.e. OAPEC, til að ræða möguleika til aðgerða. Sá fundur olli nokkurri hækkun fyrir- Verð á Brent-hráolíu úr Norðursjó 1. sept til 7. des. 1993 17 v /A\ Fyrri fundur OPEC Síðari fundu OPEC FundurOAPEC —^ 7. des. September Október Nóvember 1 ' 14 13 12 fram, en er honum var slitið í ráða- leysi hélt verðfall áfram, eins og sést á línuritinu. Mjög hefur dregið úr styrk OPEC á síðustu 10 árum. 1986 féll verð á hráolíutunnu í 10 doll- ara og verulegt tap varð á fram- leiðslunni á Norðursjó. Nú er hins vegar svo komið að með betri tækni, betri og harðari nýtingu þolir olíuframleiðslan þar mikið lægra heimsmarkaðsverð á hráol- íu, auk þess sem breska skatta- kerfið er framleiðendum hag- kvæmara nú. Fulltrúi eins hinna stóra olíufélaga sem vinnur olíu úr Norðursjónum sagði nýlega að félag hans myndi ekki draga úr framleiðslu þar fyrr en hráolíu- verðið færi niður í 5 dollara. Jafn- framt hefur framleiðslukostnáður lækkað verulega í Bandaríkjunum. 1986 lögðust stjórnir Bandaríkj- anna og fleiri ríkja ásamt olíufé- lögum á sveif með OPEC í við- leitni til að_ hækka olíuverð úr 10 dolluram. I dag er ríkisstjórnum ekki óljúft að hugsa til lágs olíu- verðs með tilliti til aukinnar skatt- lagningar á olíuvörar, sem ekki yrði við þessar aðstæður efnahags- lífinu of áreynslumikið. Olíuverð á heimsmarkaði er nú lægra en það var fyrir októberstríðið 1973. Með- altekjur í flestum OPEC-ríkjunum eru nú lægri en þær vora fyrir tuttugu árum. Samt hefur verð til neytenda allt að því tvöfaldast á sumum olíuvörum á sama tíma vegna skattlagningar í neysluríkj- unum og það er áður en fyrirhug- aðir umhverfisskattar hafa verið lagðir á. Varð hefur lækkað tölu- vert á olíumörkuðum nú. Sé hins Ariete framleiðir meðal annars hrærivélar, handþeytara, safapress- ur, sítraspressur, kaffívélar, cappuccino-vélar, rifjám, samlok- ugrill, mínútugrill, hárblásara, hita- blásara, baðvogir o.fl. í fréttatil- kynningu frá Pfaff er sérstaklega tekið fram að fyrirtækið hafi slegið í gegn með Grati rifjárninu sem er hleðsluraftæki sem sérstaklega er ætlað til að rífa niður ost, hnetur, möndlur og súkkulaði. >.N Islenskt Lé t t-skjáfax á tölvuna - já, takkS Nú geta allir notað tölvurnar sínar sem faxtæki, bæði til sendinga og móttöku yfir símalínu. Við kynnum nýjan íslenskan hugbúnað fyrir Windows: Létt-skjáfax fyrir ein- menningstölvur (mótald innifalið). Þú getur sparað þér kaup á sérstöku faxtæki og sent beint af tölvunni. Þú getur unnið á tölvuna þó Létt- skjáfaxið sé að taka á móti sendingu. Þú getur látið tölvuna um að senda faxbréf á stóra sem smáa hópa. Kynntu þér möguleikana nánar! Tæknival Skeifunni 17 - Sími (91) 681665 vegar litið til lengri tíma, 10-15 ára, gæti raunin orðið önnur. Mögulega verður þá jafnvel um nokkurn olíuskort að ræða, ekki vegna þess að olían verði ekki til í jörðu, heldur vegna þess að hin aðgengilega olía er orðin takmörk- uð. Framleiðsluþjóðirnar hafa ekki fjármagn til að undirbúa nýtt þrep í framleiðslu hráolíu. Eftir 10-15 ár gæti olíuþörf heimsins hafa aukist um 10 m.t./d. og sú aukn- ing er ekki tiltæk í dag. En olían verður til í jörðu og þá fyrst og fremst í Miðausturlöndum og þá veðrur styrkur olíuríkjanna þar meiri en OPEC í dag. Bílamarkadurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraun Kopavogi, simi 571800 Toyota Double Cap SR5 '92, bensín, 5 g., ek. 41 þ., upphækk., 5:71 hlutföll, brettakantar, álfelgur, 36“ dekk o.fl. Topp- eintak. V. 2,1 millj., sk. á ód. MMC L-300 Minibus 4x4 '88, grásans, 5 g., ek. 87 þ. Gott eintak. V. 1090 þús. Daihatsu Feroza EL-II ’89, grár/tvílitur, 5 g., ek. 62 þ., álfelgur, cent. o,fl. V. 890 þús. Ford Orion CLX '92, hvítur, 5 g., ek. 35 þ. V. 870 þús. Audi 80 1.8 S '88, rauöur, sjálfsk., ek. 96 þ., ný tímareim o.fl. V. 830 þús. Daihatsu Charade TS EFi 16v '93, rauð ur, 1300 vél, bein innsp., 5 g., ek. aðeins 4 þ. km. Sem nýr. V. 860 þús. Saab 9000 turbo CD '86, 5 g., ek. 108 þ., Ijósblár, ABS, leðurklæddur, álfelgur, rafm. í rúðum, sóllúga, spoiler, central læs. V. 1250 þús., sk. á ód. MMC Colt EXE '91, 5 g., ek. 29 þ., svart ur. V. 780 þús. BILAR A TILBOÐSVERÐI: Subaru 1800 GL Coupé 4x4 '86, 5 g., ek. 152 þ., ný yfirf. V. 490 þús. Tilboðsverö: 390 þús. Mercedes Benz 250 T station '80, grænn, 4 g., ek. 170 Þ- V. 550 þús. Tilboðsverð: 320 þús. stgr. Lada 1500 station '92, 5 g., ek. 32 þ., sumar/vetrardekk. V. 450 þús. Tilboðsverð: 390 þús. stgr. MMC Colt GL '90, 5 g., ek. 69 þ. V. 690 þús. Tilboðsverð: 600 þús. stgr. Renault 9 '87, 4ra dyra, vinrauður, 5 g., ek. 91 þ. V. 370 þús. Tilboðsverð: 250 þús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.