Morgunblaðið - 14.12.1993, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1993
41
OUUMARKAÐUR
Guðmundur W. Vilhjálmsson
Olíuverð á niðurleið
Tuttugu ár eru nú síðan olíu-
vopninu var fyrst beitt þegar fram-
leiðsluríkin í Miðausturlöndum
settu bann á alla olíusölu til
Bandaríkjanna og Hollands í okt-
óberstríðinu milli arabaríkja og
ísraels árið 1973. Önnur olíu-
kreppa var syo árið 1979 í kjölfar
byltingar í íran og þriðja olíu-
kreppan, sem var skammvinn, er
olíuframleiðsla féll niður í írak og
Kúvæt í Persaflóastríðinu. í fram-
haldi af annarri kreppunni var ol-
íuverði haldið mjög háu með að-
gerðum OPEC. Þá var verðið það
hátt að iðnríkin snerust til vamar
með þeim árangri að olíunotkun
heimsins minnkaði á árunum
1980-1985 úr 63 m.t./d. í 60
m.t./d. Olíunotkun á hverja fram-
leiðslueiningu stórminnkaði,
endurskoðun fór fram á einangrun
heimila og iðnaðarhúsnæðis og
léttari bílar voru framleiddir.
Orkusparnaður var boðorð dags-
ins. En jafnframt jókst olíufram-
leiðsla ríkja utan OPEC úr 35
m.t./d. í 41 m.t./d. Þannig minnk-
aði markaðurinn fyrir OPEC olíu
úr 27 m.t./d. í 16 m.t./d., eða um
11 m.t./d. Hið háa verð sem OPEC
hélt uppi gerði nýja olíuleit um
allan heim arðbæra. Iðnríkin búa
enn að þeim orkuspamaði sem
hátt olíuverð knúði þau til á þess-
um ámm.
Síðan lækkaði olíuverð aftur og
olli kæraleysi á nokkram sviðum,
enda tóku menn ekki eins alvar-
lega spádóma um að olía væri að
verða uppurin í heiminum. Olíu-
notkun eykst nú í heiminum,
reyndar að mestu á eðlilegum for-
sendum. Sala OPEC-ríkja nemur
nú um 23-25 m.t./d. eftir árstíð-
um. Ofangreint ber að hafa í huga
er meta skal þær aðstæður sem
OPEC-fundurinn 23. nóvember
var haldinn við. Fundur þeirra 25.
september sl. ákvað að heildar-
framleiðslumagn þessara ríkja
skyldi vera 24,5 m.t./d. vetrar-
mánuðina október út marsmánuð.
Mikil ánægja var meðal fundar-
manna er samkomulag náðist um
kvótaskiptingu, eins og greint var
frá í síðustu grein á þessum vett-
vangi. Síðar kom í ljós að heildar-
magnið sem framleiða mátti var
of mikið. Hins vegar hafa ríkin
framleitt að mestu í samræmi við
ákveðna kvóta.
Með síðustu grein minni birtist
línurit sem sýndi verðbreytingar á
Brent-hráolíu úr Norðursjó, en
verð á henni er mjög marktækt
um olíuverð almennt. Á nýju línu-
riti sést nú framhald þessarar
verðþróunar. Sjá má hvernig verð
féll eftir fyrri OPEC-fundinn 25.
september fram að nýjum OPEC-
fundi, 23. nóvember. Þrátt fyrir
þessa verðþróun vora engar
ákvarðanir teknar á þeim fundi:
Enginn frekari niðurskurður. Fyrir
fundinn höfðu OPEC-ríkin leitað
til olíuframleiðsluríkja utan OPEC
(IPEC) með áskorunum um sam-
Verslun
Pfaffhefur tek-
ið við Ariete
VERSLUNIN Pfaff hefur tekið við umboði fyrir ítalska fyrirtækið
Ariete. Ariete sem var stofnað árið 1965 er eitt af leiðandi fyrirtækj-
um í Evrópu í framleiðslu smáraftækja og er með dreifingu í yfir
70 löndum víðsvegar um heiminn.
drátt í framleiðslu en án árang-
urs. Norðmenn höfnuðu þessu
formlega. Er fundinum lauk án
aðgerða spáðu menn að verð á
Brent-olíu færi niður í átta dollara
en svo varð þó ekki.
En af hverju vora engar ákvarð-
anir teknar til verndar olíuverði á
fundinum? Höfuðástæðan er sú
að til að ná einhverjum árangri
hefði niðurskurður framleiðslu
orðið að vera 1,5-2 milljónir tunna
á dag og OPEC var ekki í stakk
búið að takast á við svo mikið
deilumál sem niðurjöfnum niður-
skurðar hefði verið. Athyglin hefði
beinst að framleiðslu risans meðal
OPEC-ríkjanna, Saudi-Arabíu, en
á fundinum 25. september féllust
Saudi-Arabar á óbreyttan kvóta,
er aðrir fengu aukningu. Minni
niðurskurður hefði aðeins aukið
við markað ríkja utan OPEC, eink-
anlega Bretlands og Noregs. I
öðru lagi hvílir væntanleg endur-
koma íraks á olíumarkaðinn eins
og mara á OPEC. Þegar að henni
kemur má búast við miklum átök-
um og það hefur haft letjandi
áhrif á aðgerðir. í þriðja lagi hefði
ákvörðun um niðurskurð um 1,5-2
milljónir tunna á dag ekki haft
áhrif á birgðastöðuna fyrr en eftir
tvo mánuði, en það er sá tími sem
líður almennt frá því að sala á sér
stað í Miðausturlöndum, þar til
olían kemur á markað, t.d. í
Bandaríkjunum. Víða væri jafnvel
farið að vora er áhrifa færi að
gæta.
Enn má til nefna sem ástæðu
fyrir aðgerðaleysi fundarins að
birgðastaða á olíumörkuðum er
viðkvæm. Sumir fulltrúar töldu að
harðir vetur í Bandaríkjunum,
Evrópu og Japan myndu eija
markaðinn, Allah er mikill, sögðu
múslimar. 6. desember var enn
fundað, því að nú komu saman í
Damaskus fulltrúar arabaríkja
innan OPEC, þ.e. OAPEC, til að
ræða möguleika til aðgerða. Sá
fundur olli nokkurri hækkun fyrir-
Verð á Brent-hráolíu úr Norðursjó
1. sept til 7. des. 1993
17
v /A\
Fyrri fundur OPEC Síðari fundu OPEC
FundurOAPEC —^
7. des.
September Október Nóvember 1 '
14
13
12
fram, en er honum var slitið í ráða-
leysi hélt verðfall áfram, eins og
sést á línuritinu.
Mjög hefur dregið úr styrk
OPEC á síðustu 10 árum. 1986
féll verð á hráolíutunnu í 10 doll-
ara og verulegt tap varð á fram-
leiðslunni á Norðursjó. Nú er hins
vegar svo komið að með betri
tækni, betri og harðari nýtingu
þolir olíuframleiðslan þar mikið
lægra heimsmarkaðsverð á hráol-
íu, auk þess sem breska skatta-
kerfið er framleiðendum hag-
kvæmara nú. Fulltrúi eins hinna
stóra olíufélaga sem vinnur olíu
úr Norðursjónum sagði nýlega að
félag hans myndi ekki draga úr
framleiðslu þar fyrr en hráolíu-
verðið færi niður í 5 dollara. Jafn-
framt hefur framleiðslukostnáður
lækkað verulega í Bandaríkjunum.
1986 lögðust stjórnir Bandaríkj-
anna og fleiri ríkja ásamt olíufé-
lögum á sveif með OPEC í við-
leitni til að_ hækka olíuverð úr 10
dolluram. I dag er ríkisstjórnum
ekki óljúft að hugsa til lágs olíu-
verðs með tilliti til aukinnar skatt-
lagningar á olíuvörar, sem ekki
yrði við þessar aðstæður efnahags-
lífinu of áreynslumikið. Olíuverð á
heimsmarkaði er nú lægra en það
var fyrir októberstríðið 1973. Með-
altekjur í flestum OPEC-ríkjunum
eru nú lægri en þær vora fyrir
tuttugu árum. Samt hefur verð til
neytenda allt að því tvöfaldast á
sumum olíuvörum á sama tíma
vegna skattlagningar í neysluríkj-
unum og það er áður en fyrirhug-
aðir umhverfisskattar hafa verið
lagðir á. Varð hefur lækkað tölu-
vert á olíumörkuðum nú. Sé hins
Ariete framleiðir meðal annars
hrærivélar, handþeytara, safapress-
ur, sítraspressur, kaffívélar,
cappuccino-vélar, rifjám, samlok-
ugrill, mínútugrill, hárblásara, hita-
blásara, baðvogir o.fl. í fréttatil-
kynningu frá Pfaff er sérstaklega
tekið fram að fyrirtækið hafi slegið
í gegn með Grati rifjárninu sem er
hleðsluraftæki sem sérstaklega er
ætlað til að rífa niður ost, hnetur,
möndlur og súkkulaði.
>.N
Islenskt
Lé t t-skjáfax
á tölvuna
- já, takkS
Nú geta allir notað tölvurnar sínar
sem faxtæki, bæði til sendinga og
móttöku yfir símalínu.
Við kynnum nýjan íslenskan hugbúnað
fyrir Windows: Létt-skjáfax fyrir ein-
menningstölvur (mótald innifalið).
Þú getur sparað þér kaup á sérstöku
faxtæki og sent beint af tölvunni.
Þú getur unnið á tölvuna þó Létt-
skjáfaxið sé að taka á móti sendingu.
Þú getur látið tölvuna um að senda
faxbréf á stóra sem smáa hópa.
Kynntu þér möguleikana nánar!
Tæknival
Skeifunni 17 - Sími (91) 681665
vegar litið til lengri tíma, 10-15
ára, gæti raunin orðið önnur.
Mögulega verður þá jafnvel um
nokkurn olíuskort að ræða, ekki
vegna þess að olían verði ekki til
í jörðu, heldur vegna þess að hin
aðgengilega olía er orðin takmörk-
uð. Framleiðsluþjóðirnar hafa ekki
fjármagn til að undirbúa nýtt þrep
í framleiðslu hráolíu. Eftir 10-15
ár gæti olíuþörf heimsins hafa
aukist um 10 m.t./d. og sú aukn-
ing er ekki tiltæk í dag. En olían
verður til í jörðu og þá fyrst og
fremst í Miðausturlöndum og þá
veðrur styrkur olíuríkjanna þar
meiri en OPEC í dag.
Bílamarkadurinn
Smiðjuvegi 46E
v/Reykjanesbraun
Kopavogi, simi
571800
Toyota Double Cap SR5 '92, bensín, 5
g., ek. 41 þ., upphækk., 5:71 hlutföll,
brettakantar, álfelgur, 36“ dekk o.fl. Topp-
eintak. V. 2,1 millj., sk. á ód.
MMC L-300 Minibus 4x4 '88, grásans,
5 g., ek. 87 þ. Gott eintak. V. 1090 þús.
Daihatsu Feroza EL-II ’89, grár/tvílitur, 5
g., ek. 62 þ., álfelgur, cent. o,fl. V. 890 þús.
Ford Orion CLX '92, hvítur, 5 g., ek. 35
þ. V. 870 þús.
Audi 80 1.8 S '88, rauöur, sjálfsk., ek. 96
þ., ný tímareim o.fl. V. 830 þús.
Daihatsu Charade TS EFi 16v '93, rauð
ur, 1300 vél, bein innsp., 5 g., ek. aðeins
4 þ. km. Sem nýr. V. 860 þús.
Saab 9000 turbo CD '86, 5 g., ek. 108
þ., Ijósblár, ABS, leðurklæddur, álfelgur,
rafm. í rúðum, sóllúga, spoiler, central
læs. V. 1250 þús., sk. á ód.
MMC Colt EXE '91, 5 g., ek. 29 þ., svart
ur. V. 780 þús.
BILAR A TILBOÐSVERÐI:
Subaru 1800 GL Coupé 4x4 '86,
5 g., ek. 152 þ., ný yfirf. V. 490 þús.
Tilboðsverö: 390 þús.
Mercedes Benz 250 T station '80,
grænn, 4 g., ek. 170 Þ- V. 550 þús.
Tilboðsverð: 320 þús. stgr.
Lada 1500 station '92, 5 g., ek.
32 þ., sumar/vetrardekk. V. 450
þús.
Tilboðsverð: 390 þús. stgr.
MMC Colt GL '90, 5 g., ek. 69 þ.
V. 690 þús.
Tilboðsverð: 600 þús. stgr.
Renault 9 '87, 4ra dyra, vinrauður,
5 g., ek. 91 þ. V. 370 þús.
Tilboðsverð: 250 þús.