Morgunblaðið - 14.12.1993, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 14.12.1993, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1993 19 Háskólatónleikar í Norræna húsinu Nýjar bækur Jarðabréf frá 16. og 17. öld Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í Norræna húsinu miðvikudaginn 15. desember koma fram Sigrún Valgerður Gestsdóttir, sópran, og Einar Kristján Einarsson, gít- arleikari. Á fyrri hluta tónleik- anna verða flutt ensk sönglög frá 16. til 17. öld ásamt útsendingum ungverska tónskáldsins Ferenc Farkas á fimm frönskum söngv- um trúbadúra frá 13. öld. Tón- leikunum lýkur svo með nokkr- um jólalögum úr ýmsum áttum. Tónleikarnir hefjast kl. 12.30 og eru um hálftími að lengd. Sigrún Valgerður Gestsdóttir hóf söngnám hjá Guðrúnu Sveinsdóttur og Engel Lund við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hún stundaði svo fram- haldsnám við Konunglegu tónlistar- akademíuna í Lundúnum hjá Maij- orie Thomas, í Kalamazoo í Banda- ríkjunum hjá Fay Smith og við Tónlistarháskólann í Vínarborg. Sigrún hefur sungið bæði ljóð og óratoríó, og auk þess sungið tvö hlutverk í íslensku óperunni: frú Gobineu í Miðlinum eftir Menotti og Michaelu í Carmen eftir Bizet. Undanfarið hefur hún sungið með sönghópnum Hljómeyki. Sigrún kennir nú við Tónskóla Sigursveins. Einar Kristján Einarsson lauk burtfararprófi í gítarleik frá Tón- skóla Sigursveins D. Kristinssonar árið 1982. Aðalkennarar hans voru þeir Gunnar H. Jónsson og Joseph Fung. Einar stundaði svo fram- haldsnám í Manchester í Englandi árin 1982-1988. Auk tónleika á Spáni og Englandi þá hefur Einar komið fram við fjölda tækifæra hér á landi. Hann kennir nú gítarleik við Tónskóla Sigursveins og Tón- skóla Kópavogs. Handhöfum stúdentaskírteina er Sigrún Valgerður Gestsdóttir. boðinn ókeypis aðgangur, en að- gangseyrir fyrir aðra er 300 kr. JARÐABREF frá 16. og 17. öld. Útdrættir eru komin út. Gunnar G. Guðmundsson bjó til prentun- ar. Þetta rit er sjálfstætt framhald af Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns sem kom út ljósprent- uð á vegum Fræðslufélagsins ásamt tveimur viðbótarbindum á árunum 1980-1990. Birtir eru út- drættir úr nálægt 1700 bréfum sem Árni og Páll söfnuðu snemma á 18. öld þegar þeir voru hér á landi við margs konar rannsóknir í um- boði konungs. Yngstu bréfín hafa áður verið birt í 13. bindi Jarðabók- arinnar. í hinu nýja riti er efni flestra bréfanna rakið, stundum mjög ná- kvæmlega og er sérstaklega leitast við að halda til haga nöfnum staða og manna sem við sögu koma. Einnig er þess getið í hvaða hreppi og kirkjusókn hver jörð var ef það kemur fram í bréfunum sjálfum. í kynningu útgefanda segir: „Fyrr á öldum voru jarðabréf mikil- vægar réttarheimildir um eignir manna, athafnir og skuldbindingar og enn á okkar dögum kemur fyrir að þau séu notuð sem gögn í dóms- málum. En fyrst og síðast eru jarðabréfin óþijótandi náma sagn- fræðingum, ættfræðingum og öðr- um þeim sem viija kynna sér sögu lands og þjóðar beint úr safni frum- heimilda." Útgefandi er Hið íslenska fræði- félag í Kaupmannahöfn. Bókin er 359 bls. með staðanafna- og mannanafnaskrám, auk inn- gangs sem er 62 bls. Bókin kost- ar 3.420 krónur. N Y t't 'i' ;' '■ ,v'r 1 ' . V ' OSTA- OG SMJÖRSALAN SF Nýjar bækur ■ Söguþræðir, handbók fyrir alla bóka- og barnavini er komin út. í Söguþráðum eru lýsingar á um 1.000 bama- og unglingabók- um, frumsömdum og þýddum. Hverri bók er lýst með um það bil 100 orðum þar sem rakinn er sögu- þráður og helstu persónur nefndar. Umsögnunum er raðað í stafrófsröð eftir bókarheitum en einnig er í bókinni höfundalykill og efnisorða- skrá með 200 uppflettiorðum og skrá yfir öll íslensk barnabókaverð- laun. Með höfundalykli er hægt að finna hvaða bækur eru eftir hvem höfund, en með efnisorðalyklinum er hægt að finna bækur sem fjalla um ákveðið efni svo sem bækur um sveit, skóla, vináttu, sorg, ný systk- ini, sérstök dýr svo sem ketti, hunda eða hesta og svona mætti lengi telja. í kynningu útgefanda segir: „Kennarar, foreldrar og bókaverðir hafa miklum skyldqm að gegna við að fá börn til að lesa og koma þann- ig í veg fyrir að ólæsið verði þeim til trafala. Oft hafa menn ekki á reiðum höndum tillögur þegar spurt er um lestrarefni eða þegar kennar- ar vilja velja efni sem henti ákveðn- um lesendum eða lesendahópum. Handbókin Söguþræðir bætir úr brýnni þörf því þar er hægt að fletta upp á alls kyns bókum og lesa um þær í stuttu máli áður en farið er á bókasafnið eða í bókabúðina." Allar lýsingar í Söguþráðum vann Anna Margrét Birgisdóttir, bókasafnsfræðingur og kennari frá Breiðdalsvík. Útgefandi er Lindin. Bókin er skreytt ljósmyndum úr leikritum og kvikmyndum sem byggja á bókum sem lýst er í Söguþráðum. Aðrar skreytingar í bókinni eru eftir Astrid Skaftfells sem teikn- aði myndir af öllum stöfunum í stafrófinu. Kápumyndin er sam- sett af myndum úr íslenskum barnabókum sem allir þekkja. Bókin er um 270 blaðsíður og kostar 2.964 krónur. Matreiðslubók þessi er gefin út í tilefni af 35 ára afmæli Osta- og smjörsölunnar sf. í þessa bók höfum við valið úrval uppskrifta, sem hafa verið marg- reyndar í tilraunaeldhúsi Osta- og smjörsölunnar. Það er von okkar, að sem flestir geti fundið eitthvað við sitt hæfi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.