Morgunblaðið - 14.12.1993, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1993
Stj ómmálastarf
átakamanns
_________Bækur______________
Björn Bjarnason
JÁRNKARLINN Matthías
Bjarnason ræðir um ævi sína og
viðhorf. Höfundur: Ornólfur
Árnason. Útgefandi: Skjaldborg
1993. 312 bls. með ljósmyndum
og nafnaskrá.
Nýlega birtist umsögn eftir Do-
uglas Hurd, utanríkisráðherra
Breta, um nýja bók Margaret
Thatcher, fyrrverandi forsætisráð-
herra Breta, þar sem hún lýsir störf-
um sinum í forsætisráðherraemb-
ættinu. Hurd kemst þannig að orði,
að bókin sé merkileg enda eftir
merkan stjómmálamann. Á hinn
bóginn hefði hún orðið enn þá
merkilegri, ef Thatcher hefði frest-
að því að skrifa hana í fimm ár eða
svo. Þá hefðu sárin eftir stjóm-
málaátökin og fall hennar úr ráð-
herrastólnum verið gróin og hún
hefði getað litið yfir sviðið án þess
að þurfa að gera upp við einstaka
menn eða fella um þá dóma sjálfri
sér til framdráttar.
Þetta sjónarmið Hurds á erindi
til allra, stjórnmálamanna og ann-
arra, sem taka sér fyrir hendur að
fjalla um ævi sína og viðhorf á
meðan þeir em enn virkir í barátt-
unni, ef svo má að orði komast, eða
hafa ekki að fullu sagt skilið við
hana. Þótt menn vilji setjast niður
og líta yfir sviðið í heild án þess
að láta stjórnast af dægurþrasinu,
er erfitt að losna við það, þegar á
hólminn er komið. Viðhorfin til
manna og málefna breytast furðu-
fljótt hjá sama einstaklingi eftir því
af hvaða hóli hann horfír. Hvatvís-
legir dómar vekja meira fjölmiðla-
umtal á líðandi stundu en íhugult
mat á störfum og stefnu eða frá-
sagnir af horfnum vinum og sam-
starfsmönnum og lýsingar á aldar-
hætti í æsku og á unglings- og
mótunarárum.
í frásögnum fjölmiðla af Jám-
karlinum hefur einkum verið vitnað
til palladóma Matthíasar Bjama-
sonar um ýmsa menn, sem hann
hefur kynnst á löngum starfs- og
stjórnmálaferli og enn eru virkir í
þjóðmálum eða hafa nýlokið þar
störfum. Minna hefur verið vikið
að þeim stjómmálaviðhorfum sem
Matthías lýsir eða lifandi frásögn-
um hans af lífí og starfí á ísafírði
eða annars staðar á Vestfjörðum.
Hafí heiti bókarinnar Járnkarlinn
gefíð einhverjum þá hugmynd að
með því væri Matthías Bjarnason
að höfða til pólitísks skyldleika við
járnfrúna Margaret Thatcher er um
misskilning að ræða. Þegar Matthí-
as ræðir um fjölskyldulíf sitt og
eiginkonu sinnar Kristínar Ingi-
mundardóttur, kemst hann meðal
annars svo að orði: „Þó að ég þyki
jámkarl út á við var ekki hörkunni
fyrir að fara við krakkana." Virðist
vísað til þessara orða í bókarheitinu
en ekki hins, að Matthías hafí verið
jafnhrifínn af stjómmálakenning-
um og Thatcher eða eins mikill
fijálshyggjumaður og hún. Raunar
gerir Matthías fremur lítið úr því,
sem kallað er fijálshyggja.
Matthías ólst upp á sjálfstæðis-
heimili og hertist í lífsskoðun sinni
og pólitík í átökum við Alþýðuflokk-
inn á ísafírði. Ef marka má lýsingu
hans sjálfs á því, hvemig hann gekk
fram sem smápolli til að koma í veg
fyrir sameiningu fótboltafélaga á
ísafírði og þann dóm vinar hans
og baráttufélaga, að þá hefði hann
fyrst fengið nasasjón af pólitískum
vinnubrögðum Matthíasar, er les-
andanum gefíð til kynna strax á
fyrstu síðum bókarinnar, að sögu-
hetjan hafí ekki alltaf vílað hlutina
fyrir sér í hörðum slag. Honum
hefur jafnframt tekist vel að halda
velli, því að nú er hann í senn ald-
ursforseti Alþingis og hefur setið
þar manna lengst um þessar mund-
ir. Var þess minnst á forsetastóli
Alþingis fyrir skömmu, að Matthías
hefði setið samfellt í 30 ár á þingi.
Þegar Matthías lýsir stjórnmála-
viðhorfum sínum kemst hann meðal
annars þannig að orði: „Ég er ekki
alltof mikið fyrir kenningar. Póli-
tískar kenningar eins og aðrar
kenningar hafa þann slæma ann-
marka að reynast betur í orði en á
borði. Stjómmálaskoðanir mínar
hafa orðið til smám saman gegnum
tíðina og viðhorf mín að mestu
sprottið af eigin reynslu af lífínu í
kringum mig. Ég hef líka verið svo
lánsamur að hafa frá bamæsku átt
samneyti við fólk úr ólíkum stéttum
og starfsgreinum. Ef til vill er þetta
dýrmætasta vöggugjöf útkjálka-
mannsins.
Það er nauðsynlegt fyrir stjórn-
málamann að þekkja hag þjóðarinn-
ar af eigin reynd. Mér fínnst til
dæmis skelfilegt að sjá í brúnni á
þjóðarskútunni menn sem hafa ekki
annað en erlendar hagfræðikenn-
ingar að leiðarstjörnu, enga lífs-
reynslu, enga upplifun á atvinnulíf-
inu engin kynni af venjulegu fólki
í landinu."
Á öðrum stað segir Matthías: „Ég
býst við að móðir mín hafí átt sinn
þátt í að móta afstöðu mína til
þeirra sem minna mega sín. Ég
varð oft var við það að hún lét af
hendi rakna til annarra. Þrátt fyrir
örbirgðina var mikil samhjálp tíðk-
uð í sjávarplássum í gamla daga.“
Matthías leggur á það áherslu, að
hann sé einstaklingshyggjumaður
og borgaralega sinnaður en vilji
ekki að gengið sé fram hjá þeim
sem minnst mega sín í þjóðfélag-
inu. Hann bætir við: „Höfuðatriðið
er þó að halda uppi grundvallar-
stefnu Sjálfstæðisflokksins að gera
sem flesta að sjálfstæðum einstakl-
ingum með sjálfstæðan hag.“
Á sínum tíma átti sá, sem þessa
umsögn ritar, kost á að fylgjast í
návígi með störfum Matthíasar
Bjarnasonar sem ráðherra og heyra
þegar hann gerði meðráðherrum
sínum grein fyrir málum á fundum.
Meðal þess sem eftir situr er hve
fast Matthías hélt á málum sínum
og hve vel undirbúinn hann kom
til funda. Þurfti enginn að fara í
grafgötur um skoðanir hans, enda
er honum lýst af samferðar- og
samstarfsmönnum sem_ ráðríkum.
Hann er skapmikill og á til að byrsta
sig.
Matthías tekur upp hanskann
fyrir Geir heitinn Hallgrímsson.
Meðal annars riíjar hann upp atvik
sem gerðist, þegar Geir var í Lond-
on til viðræðna um lausn landhelgis-
deilunnar við Harold Wilson, for-
sætisráðherra Breta. Á meðan
fundir stóðu yfir í bústað breska
forsætisráðherrans í Downing
stræti 10 bárust þangað fréttir um
að íslenskt varðskip hefði klippt á
togvír bresks togara á íslandsmið-
um. Varpaði atburðurinn að sjálf-
sögðu skugga á viðræðumar. Með
vísan til þessa og annars gagnrýnir
Matthías Bjarnason
Matthías einna harðast Ólaf Jó-
hannesson, þáverandi dómsmála-
ráðherra og formann Framsóknar-
flokksins, í bók sinni. Hann lýsir
Ólafí meðal annars með þessum
orðum: „Mér þótti hann stundum
óþjáll og erfíður, sérstaklega við
Geir Hallgrímsson. Hann gat líka
verið leiðinlegur og ónotalegur við
Einar [Ágústsson] flokksbróður
sinn frammi fyrir okkur hinum.“
Þegar Matthías lítur yfir störf
sín sem ráðherra fínnst honum eðli-
lega mest um vert að hafa átt ríkan
þátt í því, að lýst var yfir 200 mílna
efnahagslögsögu umhverfís ísland
15. október 1975 og að samningar
um málið tókust við þá, sem and-
mæltu útfærslunni. Matthías gaf
út reglugerðina um 200 mílurnar
sem sjávarútvegsráðherra 15. júlí
1975. Vegna útfærslunnar hófst
þriðja og snarpasta þorskastríðið
við Breta og í eina skiptið í land-
helgisdeilum okkar var stjómmála-
sambandi við Breta slitið. Mátti litlu
muna, að ekki yrði látið undan kröf-
um þeirra, sem vildu ijúfa tengsl
íslands við Atlantshafsbandalagið
(NATO) af þessu tilefni. Matthías
kemst hins vegar réttilega að orði,
þegar hann segir, að aðildin að
NATO hafí verið sterkasta tak okk-
ar á Bretum og hann bætir við: „Ég
skal ekki segja hvort okkur hefði
tekist að færa út fískveiðilögsöguna
ef við hefðum ekki verið í Atlants-
hafsbandalaginu, en það hefði að
minnsta kosti verið miklu erfíðara.“
Af sanngimi leggur Matthías
áherslu á hlut Knuts Frydenlunds,
utanríkisráðherra Noregs; í samn-
ingsgerðinni við Breta í Ósló í maí
1976. Enn hefur ekki verið gerð
grein fyrir því sem skyldi, hve ríkan
þátt Norðmenn áttu í því að miðla
málum milli okkar og Breta vetur-
inn 1975 til 1976. Matthías varpar
ljósi á þann þátt. í deilum okkar
við Norðmenn nú vegna veiða í
Barentshafí er ástæðulaust að
gleyma því, að haustið 1976 var
útfærsla Norðmanna á fískverndar-
svæðinu við Svalbarða boðuð, hún
kom til framkvæmda sumarið 1977
/»■
og eftir samráð við Sovétmenn og
Evrópubandalagið voru settar
vemdarreglur á svæðinu 1978. Er
ekki ólíklegt, að um þessi mál hafí
verið rætt milli íslenskra og norskra
ráðamanna á þessum árum, þegar
samskiptin vom jafngóð og náin
varðandi hafrétt og Matthías lýsir
í bók sinni.
Þegar bók Matthíasar Bjamason-
ar er lesin er erfítt að átta sig á
því, hvert hefur verið hlutverk Örn-
ólfs Árnasonar. Frásögnin ber stíl
Matthíasar glöggt vitni, ekki síst
gamansögurnar sem birtar eru.
Virðist greinilegt, að hann hefur
lesið fyrir og bókin er sögð í fyrstu
persónu án þess að lesandinn verði
var við skrásetjarann. Á bls. 241
segir, að Matthías hafí boðið sig
fram til varaformennsku gegn
Gunnari Thoroddsen á landsfundi
sjálfstæðismanna 1981, þegar
Gunnar var orðinn forsætisráðherra
í óþökk meirihluta þingflokks sjálf-
stæðismanna. Þetta er ekki rétt,
því að Matthías bauð sigfram 1979,
áður en Gunnar myndaði hina um-
deildu stjóm sína. Undir lok bókar-
innar er talað um aðild íslands að
EBE (Efnahagsbandalagi Evrópu),
þegar greinilega er átt við aðildina
að EES, evrópska efnahagssvæð-
inu. Fjölmargar myndir birtast í
bókinni, er nokkuð sérstætt að sjá
þar myndir af fólki, sem ekki er
minnst á einu orði í meginmáli bók-
arinnar. Vaknar sú spuming, hvort
túlka eigi birtingu myndanna sem
velþóknun Örnólfs eða Matthíasar
á þeim einstaklingum.
Þegar frá líður verður bókar
Matthiasar Bjarnasonar ekki
minnst vegna spjótalaganna í garð
þeirra, sem nú eru með honum í
hinum pólitíska slag. Kaldhæðni
hans í garð samþingmanna, flokks-
bræðra og ríkisstjómar Davíðs
Oddssonar verður að skoða í ljósi
þess, sem Douglas Hurd sagði um
Margaret Thatcher. Bókarinnar
hlýtur að verða minnst vegna lýs-
inganna frá Vestfjörðum, hlutar
Matthíasar sem sjávarútvegsráð-
herra og samstarfs hans við Geir
Hallgrímsson. Til hennar verður
einnig vitnað, þegar menn vilja
velta fyrir sér skoðunum og störfum
áhrifamikils þingmanns og ráðherra
Sjálfstæðisflokksins, sem tengir
saman ólíka tíma og viðhorf í
flokknum og íslensku þjóðfélagi.
f
i
Nýjar bækur
Steinn sem syngur
eftir Jón Oskar
NÝLEGA er komin út í Frakk-
landi á frönsku, sænsku og ís-
lensku bókin Steinn sem syngur
með ljóðum eftir Jón Óskar og
frummyndum eftir sænsku lista-
konuna Maj-Siri Osterling.
Bókin er prentuð á úrvalspappír
í aðeins 100 tölusettum eintökum
í prentverki Clémence Hiver í
Sauve.
Bókin er til orðin fyrir samvinnu
Jóns Óskars og Maj-Siri Österling
sem dvaldist um skeið í gistivinnu-
stofu að Straumi og ferðaðist um
landið.
Hún heillaðist mjög af fjárborg-
um sem eru hringlaga byggingar
hlaðnar úr gijóti og voru víða hafð-
ar til skjóls fyrir skepnur áður fyrr.
Maj-Siri Österling málaði myndir
undir áhrifum frá fjárborgunum og
fékk Jón Óskar skáld til að semja
Ijóð sem hæft gætu þessu efni, með
bók í huga. Þannig varð til ljóða-
flokkurinn: Steinn sem syngur, en
í honum eru níu ljóð.
Jóhann Árelíuz skáld í Stokk-
hólmi þýddi ljóðin á sænsku en pró-
fessor Régis Boyer á frönsku.
í hveiju eintaki bókarinnar eru
þijár lausar akrýlmyndir eftir lista-
konuna. Maj-Siri Österling er þekkt
myndlistarkona í Svíþjóð og hefur
haldið margar einkasýningar þar, í
Frakklandi, og víðar.
Kór Langholtskirkju.
Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju
UNDANFARIN ár hefur Kór Langholtskirkju sungið jólasöngva
í Langholtskirkju að miðnætti síðasta föstudag fyrir jól. Kórinn
býður tónleikagestum upp á heitt kakó og piparkökur í hléi.
Uppselt var á föstudagstónleik-
ana áður en forsala hófst. Er því
ákveðið að endurtaka föstudags-
stemmninguna á laugardeginum.
Jólasöngvarnir verða því föstudag-
inn 17. desember kl. 23 og laugar-
daginn 18. desember kl. 23. Einn-
ig verður boðið upp á fjölskyldu-
tónleika sunnudaginn 19. desem-
ber kl. 16 með sömu dagskrá.
Einsöngvarar á tónleikunum í
ár verða Eríkur Hreinn Helgason,
Halldór Torfason og Ólöf Kolbrún
Harðardóttir. Hljóðfæraleikaram-
ir Bernard S. Wilkinson, flauta,
Hallfríður Ólafsdóttir, flauta,
Monika Abendroth, harpa, Jón
Sigurðsson, kontrabassi, og Gú-
staf Jóhannesson, orgel. Kór Kór-
skóla Lngholtskirkju syngur með
Kór Langholtskirkju 'en stjórnandi
er Jón Stefánsson. Miðar á laugar-
dags- og sunnudagstónleikana eru
til sölu í Langholtskirkju og Ey-
mundsson.
Jólasöngvar Kórs Langholts-
kirkju eru fáanlegir á geislaplötum
og snældum sem heita „Barn er
oss fætt“ og fást í Langholtskirkju
og hljómplötuverslunum.